Alþýðublaðið - 17.07.1976, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.07.1976, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 17. JULI I I Áskriftar- síminn er 14-900 í:. 3LJUUC VETTVANGUR Rætt við Lilju Einn islenzku keppendanna á Ólympiu- leikunum i ár er Lilja Guðmundsdóttir. Blaðamaður Alþýðublaðsins hitti hana að máli skömmu áður en hún hélt utan og hafði hún frá mörgu að segja. bls. 8og9 fcna Ícr Oí ] í !C Jacz íþróttir Drottning fimleikanna Hún virðist ekki til stórræðanna, þar sem hún stendur og biður eftir að keppni hefj- ist. En þegar Olga litla er einu sinni kom- in af stað, standa áhorfendur á öndinni af hrifningu. bls. 4 mi ia n )C=^l n orpcr" FRÉTTIR Stórt þrotabú Mörg stór þrotabú hafa legið hjá embætt- um skiptaráðenda i Reykjavik árum sam- an, án þess að til skipta hafi komið. bls. 6 1 ICIJ' acc : 12C za nQ3CZ=?c^p'^5c:c 'c c—'Qgo Viðhorf Hverjir eiga að spara? Þegar harðna tekur i ári i þjóðarbúinu, er almenningi sagt að nú verði hann að draga saman seglin. En hvað um hina fjölbreyttu milliliða- og þjónustustarf- semi i landinu? Gilda ekki sömu lögmál þar? bls. 5 —luuat__ii_igea FJARMALAMISFERLI TÍÐ HJÁ BORGINNI Reikningar Reykjavikurborgar fyrir árið 1975 voru til umræðu á fundi borgarstjórnar i fyrra- kvöld. Miklar umræður spunnust um fjármálin og var einnig rætt um fjármálalegt misferli hjá borginni. Fulltrúi Alþýðuflokksins hóf þá umræðu og mæltisthonum m.a. á þessa leið: — Það gerist nú orðið nokkuð oftað borgarendurskoðandi hefur tilefni til þess að greina borgar- ráði frá meintu fjármálalegu misferli hjá Reykjavikurborg. Á hverju ári gefur borgarendur- skoðandi borgarráði skýrslu um misferli i fjármálum sem kemur upp i borgarkerfinu. Þannig var á siðasta ári gengið frá tveimur slikum málum i borgarráði og á þessu ári hefúr borgarráði þegar verið tilkynnt um eitt slikt mál. Mönnum er mismunað. Yfirleitteru þessimálekki gerð opinber, heldur hefur oftast náðst samkomulag i borgarráði um að ljúka þeim með sátt við hlutað- eigandi aðila án þess að málið hafi verið sent áfram til sáksókn- ara eða verið opinberað á annan hátt. Þó hefur verið vikið frá slikum málalokum i nokkrum tilvikum. Vantarmikiðá aðeitt hafi verið látið yfir alla ganga i slikum mis- ferlismálum. Nauðsynlegt er að borgarráð marki skýra stefnu um, hvernig taka beri á slikum málum i fram- tiðinni þannig að ekki verði um slika mismunum að ræða. — sagði Björgvin Guðmundsson. 1 ræðu sinni ræddi Björgvin um þá skýrslu sem borgarendurskoð- andi leggur jafnan fram með gögnum sinum, en þar er m.a. gerð grein fyrir þvi aö fram- kvæmdar eru fyrirvaralausar sjóðtalningar hjá þeim stofnun- um borgarinnar sem hafa yfir slikum sjóðum að ráða. Fyrirvaralausar sjóðtalningar. t þeirri skýrslu sem borgar- endurskoðandi lagði fram með endurskoðuðum reikningum árs- ins 1975 sagði, að á sl. ári hefðu tvær slikar sjóðtalningar verið framkvæmdar, en þær hafi ekki gefið tilefni til frekari aðgerða, umfram það sem borgarráði hef- ur þegar verið gert kunnugt um. Björgvin Guðmundsson sagði i viðtali við blaðið að hann teldi þörf á þvi að herða allt eftirlit með fjármunum borgarinnar og hvernig þeim væri varið, og einn- ig hvernig vörzlumenn þeirra geymdu fjárins. Björgvin tók þó fram að hann væri ekki með þessu að ásaka einstaka starfsmenn Hann sagði að fyrir sér vekti að vekja athygli borgarráðsmanna á þvi að frásagnir um misferli með fé væru orðinn árviss kafli i skýrslu borgarendurskoðanda. EB. / /, iOOí □í rs—u jr. Þegar innviðir grotna Skýringin á þvi taumlausa fjármálasið- leysi og spillingu sem rikir i islenzku þjóð- félagi er augljós. Þar eiga ættingja- og kunningjasamfélagið, ásamt óðaverð- bólgu og samtryggingakerfi flokkanna alla sök. bls.2 ) c _': ->L. "S CC7 CHC7 C~ L3 raococDi TCT! l[ acz LC J C__' ! ■ -J •———>< V-) _# iQLÆaaO iOi :nr Enn hafa ekki veriö settar neinar sérstakarveiðúykmarkanir né afiakvóti á hornsilaveiði, enda ekki taiiö að stofninn sé i sérlcgri hættu. Þelta er þvi að þakka að hornsilaveiðimenn kunna sér hóf isókninniá mið sin. Ef til vill er það þvi að þakka að einhverju leyti að engin bylting hefur orðið i veiðarfærabúnaði — notazt er viö glerkrukku og sigti úr eldhúsinu. Myndina tók DG. Grjótjötunsrannsóknin fyrir sakadómi Talið að 12 milljónir kr. hafi ekki komið til skila Eins og Alþýöublaðiö skýrði frá i gær fer nú fram i sakadómi Rcykjavíkur rannsókn vegna „meints” brots á gjaldeyris- löggjöfinni við kaup skipsins Grjótjötuns frá Noregi. Kann- sóknin hefur nú staðið i rúma viku, en hún hófst nokkru eftir að Seðlabanki lslands hafði ritað saksóknara bréf og óskaö rann- sóknar. Grunur leikur á, að kaupverð skipsins hafi verið gefið upp hærra en það raunverulega var. Kaupverð var sagt 2,4 milljonir. Vantar þvi um 400 þúsund krónur* nörskar eða 12 millj. islenzkra króna. Kannsóknin beinist eink- um að viðskiptum tveggja manna i þessu sambandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.