Alþýðublaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. júlí 1976 Hvers vegna lækka vasa- tölvurnar sífellt í verði Undanfarin þrjú ár — á með- an ílestar vörur hafa stöðugt hækkað i verði — hefur verðið á litlum vasareiknivélum sifellt lækkað. Fyrir þrem árum kostaði ó- dýrasta vasareiknivélin um það bil 130 bandarikjadollara.Sú var sett saman úr meira en 200 hlutum og var unnin i Banda- rikjunum. Nú er hægt að fá vasareikni- vél, sem leyst geta sömu verk- efni og hin fyrrnefnda, fyrir tæplega 5 dollara. En ef litið er inn i þær sést aftur á móti að þær eru settar saman úr f jórum aðalhlutum (i stað 200 hluta áður) og nú stendur jafnan á þeim „made in Hong Kong”. Með þvi að nota færri hluti hefur framleiðendum tekizt að lækka kostnaðinn við gerð þeirra úr um það bil 7 dollurum á klukkustund i 70 sent og að sama skapi hafa þær lækkað i verði i verzlunum. Þessar ó- dýru reiknivélar eru allt eins góðar og þær gömlu og dýru, ef ekki betri. Auk þess að reiknivélarnar hafa lækkað i verði eru nú á markaðnum reiknivélar, sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er. Konur geta fengið reiknivélar sem komast fyrir i titilli handtösku og karlmenn reiknivélar sem hæglega komast i vestisvasa. Það eru meira að segja búnar til reikni- vélar sem komast fyrir i hylki utan af kúlupenna. Það hafa átt sér stað alls kyns framfarir i gerð þessara litlu reiknivéla. Bláleitir fluorescent ljósastafir leysa nú þá rauðu, sem þekkzt hafa fram til þessa, afhólmi. Þessir nýju ljósastafir krefjast mjög litillar orku og endast fimm sinnum lengur en hinir, miðað við sömu hleðslu. Þykir þetta mikill kostur. Vasa-reiknivélunum fylgir einatt 90 daga eða eins árs ábyrgð. Það á ekki að skipta neinu máli þó ábyrgðartiminn sé ekki langur, þvi rafmagns- verkfræðingar segja svo til enga galla finnast i þessum reiknivél- um. Sé hins vegar um einhverja galla að ræða eiga þeir að koma fram eftir um það bii einnar viku notkun. Komi fram bilun i reiknivél- inni eftir tveggja ára notkun er mun ódýrara að kaupa nýja heldur en að láta gera við þá gömlu. Ef þú kaupir tölvu fyrir 5 dollara i dag getur hún verið komin niður i 4 dollara eftir 2 ár. Nú er hægt að fá tölvur, sem fyrir ári siðan kostuðu 60-100 dollara, á 12—14dollara. Þessar dýrari og fullkomnari gerðir þykja hentugar fyrir námsfólk og viðskiptamenn... 1 kjölfar verðlækkana á reiknivélum hafa fylgt verð- lækkanir á svokölluðum tölvu- úrum. Fyrir rúmu ári siðan kostuðu slik úr um það bil 150 bandarikjadollara. Nú er hægt að fá eitt slikt fyrir um það bil 30 dollara og þvi er spáð, að við lok þessa árs kosti tölvu-úrin um það bil 15—16 dollara. Þrátt fyrir það að yngri gerö- irnar eru ódýrari en þær eldri, eru þær mun fullkomnari. Nú er hægt að fá úr með sérstökum kristalljósum, spara heilmikla orku, fyrir sama verð og úr með „gömlu” rauðu ljósastöfunum. AV FRÉTTIR 3 Gylfason: A 1 i —Atnugasemd Vegna yfirlýsingar ritstjóra þessa blaðs, Arna Gunnarsson- ar, á 3. blaðsiðu Aiþýðublaðsins á fimmtudag, þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram: Pétur og Páll ganga ekki inn í Uandsbanka islands og fá þar 70 milljón króna veðlán, eða bankaábyrgð þó svo þeir hyggist stofna fyrirtæki og þó svo þeir hyggist gera út sand- dæluskip. Fái hins vegar Pétur eða Páll slikt lán, þegar þeir hafa sýnt fram á hagkvæmni rekstursins eða þjóðfélagslega þörf, þá er það fyrirgreiösla, misjafnlega skynsamleg cftir atvikum. Slika fyrirgrciðslu fengu aöstandendur sandælu- skipsins Grjótjötunn síðla árs 1974. Um það bil ári siðar haiði sið- an skipinu verið lagt, gróða- fyrirtækið varð ekkert gróða- fyrirtæki. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvernig veðum I.andsbanka islands hef- ur verið háttað, alla vega cr Ijóst að þetta glæfrafyrirtæki var þvi sem næst farið á höfuðið að ári liðnu, skipt var um cig- endur og nafn. Líklega hefur l.andsbanki islands veitt aðstoð við þær breytingar. Alla vega lánaði Uandsbankinn i fyrirtæki þar sem hagkvæmnisathugun hefur verið verulega áfátt. í blaöagrein, sem ftmar Valdemarsson ritaði i Dagblaö- ið þann 11. mai sl. kemur fram, að einn stjórnarmanna þessa þvi sem næst gjaldþrota fyrir- tækis, sem Uandsbankinn liafði komið á legg, er Kristinn Sigur- jónsson. Sá er fóstursonur Kristins Finnbogasonar. Enn- fremur segir, að Kristinn Finn- bogason hafi að verulegu leyti annazt stjórnarstörfin fyrir fósturson sinn. Ennfremur segir að þegar verið var að semja um viðgerðir á skipinu við Stálvcr liafi Kristinn Finnhogason við annan mann samið fyrir hönd Grjótjötuns. Þá segir að Krist- inn Finnbogason hafi viðar komið við sögu i viðskiptum vegna þessa skips. Kristinn Finnbogason á þvi augljóslega hagsmuna að gæta varðandi þetta skip. Jafnframt cr hann bankaráðsmaður i Uandsbankanum. Þar var vcitt 70 milljón króna veðlán, sam- kvæint sömu blaðagrein, en greinilega af litilli forsjálni, þvi fyrirtækið var þvi sem næst gjaldþrola að ári. Séu þetta ekki fjármálaleg tengsl, þá er ekkert til scm get- ur kallazt þvi nafni. Einasta þessar upplýsingar ættu að knýja á um frekari rannsókn þessara mála. Alþýðublaðið í gær bætti reyndar við þetta: Einn angi Grjótjötunsmála er kominn til Sakadóms! Enn má bæta við: Hversu itarleg var könnun Uandsbanka islands á þessu fyrirtæki áður en hann lánaöi i það stórfé? Ilitt er kannski fremur smekksatriði livað mönnum finnst um banka- ráðsmenn sem augljóslega eiga persóuulegra hagsmuna að gæta. Mig hryggir að finna mig knúðan til þess að gera slika at- hugasemd við skrif Arna Gunnarssonar, ritstjóra. En þvi miður, honuni hafa verið gefnar rangar upplýsingar, og þess vegna eiga athugasemdir hans við leiðaraskrif min þær þrjár vikur sem ég levsti hann af á blaöinu ekki við rök að styðjast. Um liitt er ég fullviss: að Arni Gunnarsson fer ekki af fyrra bragði að draga sannleiksgildi greina minna i efa og leita sér þess vegna upplýsinga. Þvert á móti hefur hann fengið vink um að þetta bæri að leiðrétta, hugsanlega frá einliverjum kerfiskallinum uppi i banka- kerfinu. Og einmitt þar er ég ritstjór- anum ósammála i blaðamanns- legu tilliti: Það á að láta þessa skúmaskotakalla gera sjálfa sinar athugasemdir. en ekki vinna. verkin fyrir þá. Þvi iðu- lega segja þeir ekki nema hálf- an sannleik. Og hálfsannleikur- inn þeirra reyuist allt of oft vera haugaiýgi. Vilmundur Gylfason. Fermingastúlkur biða spenntar eftir að fá að synda fyrsta sprettinn. Ný og glæsileg sundlaug Vestmannaeyinga tekin í notkun Á laugardaginn i sið- ustu viku var tekin i notkun ný og glæsileg sundlaug. Fyrsta sund- sprettinn i lauginni tóku drengir og stúlkur, sem fermdust i ár. Vilmundur Fyrsta stigið, sem Eyjamenn tapa í 2. deildinni Vestmannaeyingar hafa átt njög góða leiki i 2. deild i sumar. lafa þeir unnið þá aila og flesta neð talsverðum yfirburðum. Það er að segja þeir höfðu unnið alla sina leiki, þar til Þór frá Akrueyri kom Iheimsókn til Eyja. Hér eru nokkrar myndir, sem teknar voru af þeirri viðureign, en leiknum lauk með jafntefli, 2-2. Myndir: Guömundur Sigfússon. Nýung í tjáskipt um dauf dumbra - Auðveldar þeim að tjá sig Það eru um það bil sjö hundruö þjóðverjar sem bæði eru blindir og heyrnarlausir. Nú hefur þýzkur læknir, Joachim Thiel, fundið upp kerfi sem gerir þessu fólki kleift að ná sambandi við þá sem bæði heyra og sjá. Verið er aö gera tilraunir með þetta kerfi i miðstöð daufdumbra I Kirchrode, nálægt Hannover. Fram til þessa hafa blindir og heyrnarlausir aðeins getað náö sambandi við umheiminn með þvi að notfæra sér blindraletur eða sérstakt fingramál. Sú nýjung felst i þessu kerfi, að öllu þvi, sem hinir daufdumbu vilja láta frá sér fara, er umbreytt i ritað mál er birtist á sjónvarps- skermi. Fólk sem hefur öll skilningarvit i fullkomnu lagi, en umgengstdaufdumba, þarf þar af leiðandi ekki að læra fingramál eða blindraletur til að geta náð sambandi við það Kerfi þetta er þeim kostum búið, að sjónvarpsskermur er tengdur venjulegu ritvélar- borði og á honum birtast skiia- boð hins daufdumba. Enn- fremur geta þeir sem hann hefur samband við komið til hans boðum með þvi að nota ritvélarborðið, en lyklar þess eru sérstaklega gerðir fyrir blindraletur. Gert er ráð fyrir að hvert einstakt tæki i .kerfi þessu kosti um 40 þúsund þýzk mörk. Blindrafélögin i Þýzkalandi vonast til að iðnaðarmálu- ráðuneytið i Bonn styrki þess- ar framkvæmdir, þannig að kerfið geti sem fyrst þjónað öllum þeim sjö hundruð sem á þvi þurfa að halda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.