Alþýðublaðið - 17.07.1976, Page 6

Alþýðublaðið - 17.07.1976, Page 6
6 Laugardagur 17. júlí 1976 Islenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Ýmsir hafa skrifað þættinum og kvartað undan þvi hversu al- gengt sé að smáorðinu aö sé skeytt aftan við samtengingar þar sem það á alls ekki heima. Er þá sagt: sem aö, hvort aö, þegar aö, ef að: Þarna er maðurinn sem aöég sá. — Hann spurði hvort aö ég væri að fara. Hann var farinn þegar aöég kom. Ég kem ef að ég get. Hér er talið rétt mál að segja: Þarna er maðurinn semégsá. — Hann spurði hvortég væri að fara. — Hann var farinn þegar ég kom. — Ég kem ef ég get. Algengast er að óþarft aöfylgi sem.og er það nokkuð gamalt i málinu. Islenskuunnandinn Jónas Hallgrimsson segir i al- kunnu kvæði: ,,þá er það vist að bestu blómin gróa i brjóstum sem að geta fundið til” Þetta að-innskot er vitanlega til komið vegna áhrifa frá sam- tengingum eins og t.a.m. af þvi aö, til þess aö, svo aðog þó aö. Þetta er óhemju algengt i tal- máli og hygg ég að of seint sé að spyrna á móti broddunum nú. Þó vil ég benda útvarpsmönn- um, blaðamönnum, kennurum og öðrum, sem einkum geta haft áhrif á málfar manna á þetta atriði. Fyrir nokkru fjallaði ég nokk- uð um nýyrði i þessum þætti, og i framhaldi af þvi er ekki úr vegi að lita á bréf frá gömlum barna- kennara. Það byrjar svo: ,,Er ekki til einhver nefnd sem samþykkir nýyrði og hafnar þeim, hvernig vinnur hún?” Til er islensk málnefnd. Að visu er hún að sögn formanns- ins, Jakobs Benediktssonar, nánast óstarfhæf sökum fjár- skorts, en eitt af þvi sem hún á að gera er að leiðbeina um ný- yrðasmið. Og þrátt fyrir pen- ingaleysi nefndarinnar mun ný- yrðasmiðum frjálst að leita til formanns hennar og þiggja af honum hollráð. En nefndar- mönnum er ekki sjálfum ætlað að búa til nýyrði né heldur að skera beinlinis úr um hvaða ný- yrði skuli tekin inn I málið — enda ugglaust erfitt að gera þróun tungumáls að reglugerð- aratriði. Gamli barnakennarinn heldur áfram og telur upp all- mörg nýtileg nýyrði sem orðið hafa til á verklega sviðinu og um nýjungar i samgöngum og umferð, um fatnað og fleira. Siðan segir: ,,En á einu sviði er eins og útlendingar séu að bjarga sér eftir bestu getu með orðabók. Það er á sviði upp- eldismála og félagsfræða.” Annar gamall kennari skrifar þættinum og segir: ,,A undanförnum árum hefur farið mjög i vöxt að lærðir menn i einstökum fræðigreinum hafa tekið upp nýyrði um alkunn hugtök eða tekið gömul og gegn orð og breytt merkingu þeirra i þvi skyni að nota þau sem sér- heiti á hlutum og hugtökum i fræðum sinum. Oft eru þessi ný- yrði notuð i tima og ótima sem eins konar samnefnari fyrir mjög aðgreinaleg hugtök sem eiga sér rótgróin nöfn i móður málinu. t flestum tilfellum virð- ist ætlunin vera sú að varpa lærðra manna blæ á frásögnina eða skilgreiningar, hefja ein- falda hluti upp i mikilúðleg fyr- irbæri i frásögninni og gera hana þannig tilkomumeiri, eða þá, sem oft vill brenna viö, að þessi nýyrði sem hafa viðtæka merkingu og óljósa eru látin botna grautarlegar fullyrðingar svo að setningarnar sýr.ast frambærilegar á prenti.” Siðar i bréfinu kemur fram að tilefni þessara hugleiðinga er pési sem Menntamálaráðuneyt- ið hefur sent frá sér og nefnist: Nokkrar ábendingar til kennara um námsmah Það er ýmislegt réttmætt i þessum ásökunum kennaranna og mun ég i næsta þætti eða næstu þáttum fjalla um þessi mál og tina til dæmi úr fyrr- nefndum bréfum —og e.t.v. segi ég örfá orð frá eigin brjósti svona til tilbreytingar. Að varpa lærðra manna blæ á frásögnina... Tilkynning til launagreiðenda er hafa i þjónustu sinni starfsmenn bú- setta i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu. Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafizt, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er launþeg- ar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann vanrækir skyldur sinar sam- kvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafizt er, en i þeim tilvikum er hægt að inniieimta gjöldin hjá kaupgreið- anda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavik. Kennari óskast til starfa við Samvinnuskólann að Bifröst aðalkennslugrein: Enska. Laun skv. samningi félags menntaskóla- kennara. Ibúð á staðnum. msóknir, ’ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist fyrir 1. ágúst til starfs- mannastjóra Sambandsins, Baldvins Einarssonar, simi 28200, sem veitir allar nánari upplýsingar. SAMVINNUSKÓLINN SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Frá menntamálaráðuneytinu Káðuneytið óskar eftir aö ráöa til starfa við Kjarvalshús og öskjuhliðarskóla nokkrar fóstrur, þroskaþjálfa, fé- lagsráðgjafa, sálfræöing og forstöðumann fyrir fjöl- skylduheimili. 1 hluta af stöðunum veröur ráðið frá 1. ágúst næstkom- andi, en i aðrar nokkru siðar. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 30. júli. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Ritari óskast, Utanrikisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikisþjónustunni frá og með 1. september 1976. Umsækjendur verða að hafa góða kunn- áttu og þjálfun i ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunarkunnátta áskilin. Eftir þjálfun i utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur tii starfa i sendiráðum islands erlendis þeg- ar störf losna þar. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf verða að hafa borist utanrikisráðuneytinu, Hverfis- götu 115, Reykjavik, fyrir 1. ágúst 1976. Utanrikisráðuneytið. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — *>; Geymslulok á Wolkswagen i allflestum litum. Skiptum á . einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveöið verð. Reyniö viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. + Eiginmaður minn Hjalti Lýðsson forstjóri andaðist 16. júli. Elviara Lýösson VIPPU - BRSKURSHURÐW Lagerstaerðir miðað við jmúrop: ldæðs.210 sm x breidd: 240 sm - X - 270 snt Aáror stáerðir. siniSaðar eftir beiðné GLUGÍ4aAS MIDJAN Síðumúla 20, simi 38220 __ (fRðAFÍLAG fSUNDS 01DUG07U3 SÍMAR. 11798 oc 19533. Sunnudagur 18. júli kl. 13.00 Ferð i Dauðadalahella undir leiðsögn Einars Ólafssonar. Hafið góðljós meðferðis. Verð kr. 600 gr. v/bilinn. Brottför frá Umferðamiðstöð- inni (að austanverðu). Miðvikudagur 21. júli kl. 08.00. Þórsmörk. Ferðir i Júli 20. júli Borgarfjörður Eystri 6 dagar. Fararstj: Karl Sæmundsson. 23. júli Sprengisandur-Kjölur 6 dagar. Fararstj: Haraldur Matthiasson. 24. júli Laki-Eldgjá-Fjalla- baksvegur 6 dagar Farar- stjóri: Hjalti Kristgeirsson. 24. júli Gönguferð: Hornvik- Hrafnsfjörður 8 dagar. Farar- stjóri: Sigurður B. Jóhannes- son. 23. júli Gönguferð á Tind- íjallajökúl. 8 sumarleyfisferðir i ágúst. Nánar augly'st siðar. Ferðir um verslunarmanna- helgina. Þórsmörk (2 ferðir). Landmannalaugar-Eldg já. Veiðivötn-Jökulheimar. Snæfellsnes-Flatey. Hveravellir-Kerlingarfjöll. Hvanngil-Hattfell-Torfahlaup. Skaftafell. Pantið timanlega. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag Islands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.