Alþýðublaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.07.1976, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. júli 1976 13 víxlum Stjórnmálalegt þrælahald. Til eru þeir menn i landinu sem nota sjálfum sér til fram- dráttar þá aðstööu að geta út- vegað fólki lán. Þó, Guð sé lof, það séu ekki allir „reddarar” landsins. Þessir menn — i fyrrnefnda flokknum — sjást sundum á ferli i hálfbyggðum húsum eða á holóttum sveitavegum meö úttr oðna vasa af vixlaeyðublöðum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er það svo að þessir menn gerast all sprettharðir fyrir kosningar. Hafa þá vana- lega skjalatöskur tekið við hlut- verki vasanna. Hver er að tala um að atkvæði séu keypt? Þó að ..reddarini” hringi og biðji mann að skreppa á einn fund og kjósa sig. Það er nú ekki nema sanngjarnt miðað við það sem hann hefur ,,redd- að”. Þetta er bará gagnkvæm greiðasemi. Slikt hefur maður heyrt og það hlýtur að vera dapur sannleikur hverjum hugsandi islendingi. Svona illa hefur ógnvaldur fyrirgreiðslu spillingarinnar mengað hugarfar sumra manna. f minum huga verða slikar „reddingar” aldrei annað en stjórnmálaleg þrælasala. Og meðan hún fær að viðgangast, búum við við óeðlilegt lýðræði. Það væri gaman að fá það uppgefið hjá hinu annars lokaða og samansaumaða bankakcrfi hvort stjórnmálamenn eru betri,,pappirar” en aðrir. Eða er þetta tilkomið vegna þess að bankastjórarnir eru úr stjórn- málaflokkum og þar þekkjast menn jú svo ósköp vel! Þetta mun ekki lagast fyrr en hætt verður að lita á stóla bankastjóranna, sem einskonar veðhlaupabraut stjórnmála- mannanna. Þar sem hver veðj- ar á sinn mann og reynir eftir mætti að troða honum áfram. Haldast i hendur. Hér að framan hefur verið drepið á tvö atriði, sem komu upp i huga undirritaðs siðast- liöið miðvikudagskvöld. Annasrvegar sú áráttu islenzkra stjórnmálamanna að viðurkenna ekki sannleikann ef hann er talinn sár fyrir al- TIL? 1 annan stað. Hvað veldur þvi, að hann hafði ekki fyrst og fremst samband við þá rann- sóknarmenn, sem höfðu málin fyrst með höndum? Þó ekki sé að efa að þeir hafi skilað skýrslum, myndi aldrei hafa sakað, að þeir gerðu hon- um grein fyrir á hvern hátt mál- ið var rekið i upphafi. Hvers vegna þurfa allir þessir menn að vera einskonar felu- myndir i rannsókn þessa harm- leiks? Spyr sá, sem ekki veit. Sama gildir auðvitað um eigin- konu hins horfna manns og ef til vill fleiri nákomna. Að hve miklu leyti beinist þessi rannsókn að orsökunum i'yrir hvarfi Geirfinns Einars- sonar? A hún að verða alhliða, einnig i þvi efni, eða á einungis að binda sig við að finna hver, eða hverjir hafa orðið honum að Ijörtjóni? Er þá ekki jafnframt ætlunin að kafa niður i alla þætti, sem virðast hafa vafizt inn i þetta hryllingsmál? Hér ræðir um spurningar sem varða algjör grundvallaratriði og skera úr um áhuga stjórn- valda til fullrar upplýsingar. Einstæð mistaka- og slysa- gata, sem gengin hefur verið i N menning. Hinsvegar hið „pólitiska reddingarkerfi” sem tröllriður þjóðinni. Þaö má segja að þessi tvö mál haldist i hendur. Enn má ekki viðurkenna opinberlega að til sé hér stétt „reddara”. Að visu mun einn þingmaður stjórnar- liðsins hafa lýst þvi yfir á fundi að hann væri „vixlareddari” fyrir kjósendur sina. En ég segi það enn að mér finnst óeðlilegt að stjórnmála- menn hafi einhvern forgang að lánastofnunum i landinu. Fyrir bankastjórum eiga llir að vera jafnir, hvort heldur þingmenn eða maðurinn af götunni. En hversvegna hafa st'iórn- máiamenn ekki viðurkennt ..reddaralýöinn” og tekizt á við hann? Svarið skyldi þó aldrei vera það að „reddaralýðurinn” teygir sig inni alla flokka. Ég vona að sá dagur sé ekki langt undar, þegar stjórnmála- mennirnir viðurkenna að hér tiðkist óeðlilegar fyrirgreiðslur. Þegar sá dagur rennur upp er stutt i að tekizt verði á við vandann. Þegar höfuð við bundið, fæddum og ófæddum börnum skuldabagga. Við skulum ekki velta öllum vandamálum liðandi stundar yfir á komandi kynslóðir. Viðurkennum sannleikann og leysum vandamálin. Jón Einar Guðjónsson. rannsóknunum hingað til bendir ótvirætt á, að dómsmálaráö- herra sé full nauðsyn að halda fast á málinu, þegar hann hefur nú loks orðið i það að skerast. Vita má, að enginn getur sætt sig við neitt hálfkák eða vett- lingatök, þótt nokkra biðlund verði enn að sýna. Þetta leiðir svo hugann að þvi, hver nauðsyn það er okkur þó ill sé, að leggja allt kapp á aö sér- hæfa og mennta rannsóknar- menn, sem gætu tekið á slikum málum og rekið þau áfallalitið eftir þvi sem i mannlegu valdi stendur. Það er meira en erfitt það er allsendis óbærilegt, að hugsa þá hugsun til enda, hvað af þvi getur hlotizt, ef ekki eru færur til að stöðva þá ógnaröid glæpa og misferiis, sem nú sýn- ist i hraðri uppsiglingu. Við skulum minnast þess að þó skaðinn geri menn ekki rika, á hann þó að gera menn þvi hýggnari. Og hyggindin geta ekki i öðru frekar birzt en að vera viðbúinn. Oddur A. Sigurjónsson HRINGEKJAN HEIMSINS MESTI SPILASAFNARI Bridgespil Gustavs V. Sviakon- ungs. Spilið er með innsigli kon- ungsins á bakhliðinni. -----------------— ^ A tfnrd ol dout>t »wd I® ♦»♦ * * gtM « uku} s>*váu jaw** to noA jlsjp »uo híujos o> M Ameriskt spáspil. Eins og sjá má veit spilið alls ekki á gott. og kæmi það upp i spá gat sá sem spáð var fvrir átt von á sjúk- dómum og alls kyns óárán. Shirley Teniple á bakltlið spils. i safni Kurlings eru hinar ýmsu tegundir spila með myndum af þessari vinsælu barnastjörnu. Flugvélar, hestar, leikarar blóm og kon- ungar — fátt virðist það vera sem þessu er sameiginlegt. — Og þó, allt eru þetta myndir sem sjá má á spilunum hans Knut Körlings, sem býr i Abbekas á Skáni. Körling þessi hefur gert það sér til dundurs að safna spilum. A hann nú stærsta spilasafn f heimi eöa um 10.000 spil frá öll- um heimshomum. Ifimmtán ár hefur hann stundaö söfiiun sina og er enn ekki ánægður með ár- angurinn. Nokkrir vinir Körlings hafa nú taliö hann á að halda sýningu á hluta safnsins. Þar verður al- menningi gefinn kostur á að sjá 4500 spil. Knútur, sem ekki spilar sjálf- ur notaöist við spil þegar hann sem töframaöur feröaðist um Evrópu undir nafninu „The Baron”, það var fyrir þrjátíu árum.Smáttogsmátt fékk hann áhuga á spilum og fyrir fimmtán árum komst hann i samband við ameriskan safn- ara.Siöanþá hefurKnut stöðugt verið að fá fleiri og fleiri send- ingar af spilum frá öllum heimshomum. En Knut fær ekki aöeins send spil heldur sendir hann einnig spil i skiptum til annarra safnara. Spilin hans Gustavs V. A f jörur Knuts hafa rekið hin merkilegustu spil. Má þar til nefna bridgespil Gustavs V, sviakonungs, meö konungs- merkinu á. Spil þessi hafa vakiö mikla athygli i Bandarikjunum meðal þarlendra safnara. Má sem dæmi nefna að fyrir hvert spil getur Knut fengið 25 til 30 i skiptum. Einn góðan veðurdag fékk Knut bréf frá Ghana i Afriku þar sem fariö var fram á skipti á hinu konunglega spili. Hinn afrikanski sendandi ætlaði að láta Knut hafa i staðinn spil með áritun höfðingja sins. Eftír tveggja mánaða bið békk Knut þær fréttir að höföinginn hefði misskiliö tílstandið og soðiö safnarann ásamt spilum sinum. Flest spilin i safni Knuts em frá átjándu og nitjándu öld. Þó eru nokkur eldri spil i safninu. Þau elztu eru handmáluö af flórenskum listamanni fyrir i- talska aðalsætt. Knut Körling hefur komizt yfir fimm spil af þessari gerð. Það var fimmtug kona sem útvegaöi honum þau. Spil ekki einungis til að spila á Spil hafa hér fyrr á tlmum ekki aöeins þjónað þeim tilgangi aö vera eigendum sinum til dægrastyttingar þau hafa jafn- vel verið notuö i staö peninga. Þannig spil má finna i safni Knuts. 1 fyrri heimsstyrjöldinni lét borgarstjórinn I austurriska bænum Seyregg prenta á bak- Eitt af elztu varðveittu spilum frá Evrópu handmálað af lista- manni i Flórens á ttaliu. Þetta er sú tegund spila sem spilafalsarar eru Itvað hrifnast- ir af. Gegnuin litið gat á bak- hliðimii galu þeir séð lit og teg- und spilsins. hliö spilanna aö þau giltu sem neyðargjaldmiðill. Spil voru og einnig notuð sem gjaldmiöill i siðari heimsstyrjöldinni. Eru öll spil ferköntuð? Onei i safni Knuts er að finna spil sem eru hringlaga. Þau er, frá átjándu öld. 1 safninu er einnig að finna spil þar sem laufið er rautt og hjartað er svart. Þessi spil eru ensk að uppruna. i styrjöld sem skotar háöu 1746 viö Collander i Skctiandi notaöi Camberland þau tU að rita á fyrirskipanir sinar. Var hann búinn meö allan þann pappir sem til var i herbúðunum og átti ekki annaö eftir en sUin. Og Knut sem á stærsta spila- safn i heimi heldur enn áfram aö safna. Kmit Körting á mikið safn spila með hestamyndum. Hér er bak- Itliðin á einu sliku. Það er ame- riskt og um 170 ára gamalt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.