Alþýðublaðið - 17.07.1976, Page 12

Alþýðublaðið - 17.07.1976, Page 12
Veiðiþjófarnir nota jafnvel heykvíslar til að stela sér í soðið VERÐUR LÖGREGLAN LÁTIN BÆGJA FÓLKI FRA elliðaAnum? Laxveiði i Elliðaán- um virðist nú heldur vera að glæðast. Að sögn Friðriks Stefáns- sonar hjá Stangveiði- félagi Reykjavikur höfðu veiðzt 327 laxar að kvöldi 14 júli, en á sama tima i fyrra voru komnir 604 laxar á land. Segja kunnugir að þeir hafi aldrei séð eins mikinn lax i Elliðaánum eins og I ár, en einhverra hluta vegna er hann tregari til að taka nú heldur en oft áður. Sagði Friðrik að þetta gæti ef til vill stafað af þvi hve mikið vatnsmagn er i ánum núna eða af aukinni umferð við veiðistað- ina. Væri nú fyrirhugað að fara þess á leit við lögregluna að umf erð- inni yrði bægt frá án- um, a.m.k. þann tima sem menn væru við veiðar þar. Aðspuröur sagði Friðrik að þaö kæmialltaf öðru hvoru fyrir að fólk stælist i árnar til að reyna að fá sér i soðiö. Arnar væru svo að segja i byggö og þær virtust freista margra. Einkum væru það þó unglingar á aldrinum 12-14 ára sem reyndu að stelast I laxinn. Væru þá gjarna notuð ótrúlegustu verkfæri viö að ná honum. Sumir væru með venjulegar veiðistengur, en aðrir heföu jafnvel komið vopnaðir heykvíslum sem þeir hyggðust fanga veiðina með. Sú refsingsem veiðiþjófarnir hljóta ef til þeirra næst, er að þeir eru kallaöir fyrir stjórnar- fund og áminntir rækilega. Aö lokum kvaðst Friðrik leiö- rétta misskilning sem fram hafi komiö i einu dagblaðanna varð- andi sölu á veiðileyfum. Sagði hann aö yfirleitt væru ekki seld nema háífs dags leyfi i einu. Það væru aðeins elztu félagarnir sem gætu fengiö keypt 2-3hálfs dags leyfi í senn, en hitt gilti fyrir allan þorrann. „Við reynum að vera eins sanngjarnir eins og við getum hvaö þetta varðar, sagði Frið- rik. Auðvitað getur allt af komið til greina að menn kaupi leyfi á nafni kunningja. En slíkt er að sjálfsögðu óleyfilegt og þaö er algerlega án okkar vitundar ef svo er”. —JSS Laxveiðar veröa með hverju árinu vínsælli tómstundalþr., og svo virðist sem það sé að verða samkeppni miili útlendinga og isiend- inga um að fá að veiöa I islenzkum ám. Leyfi til veiða i góðum lax- veiðiam úti á landi kosta morð fjár — og ýmsir óttast að það cndi með þvi að hér renni enginn flugu i á nema að vera að minnsta kosti varaforseti amerisks stórfyrirtækis eða útlendur þjóðhöfð- ingi. Mynd DG. STÓR ÞROTABÚ HRANNAST UPP —liggja óaf- greidd hjá skiptaráð- anda árum saman Mörg stór þrotabú hafa legiðhjá embættum skiptaráðenda i Reykja- vik, árum saman, jafn- vel á tta t il tíu ár án þess að sjáanlegt sé að skiptum þeirra muni ljúka á næst- unni. Frá þessu skýrir stjórn Lög- mannafélags islands, sem sam- þykkti á fundi sinum 8. þessa mánaöar að gera svohljóöandi ályktun varöandi drátt á skipta- meðferö þrotabúa: „Stjórn L.M.F.Í. telur að svo mikiil dráttur sé nú oröinn á skiptum stórra þrotabúa, eink- um i Reykjavik, að ekki verði lengur við unað. Stjórninni er kunnugt um að mörgstór þrotabú hafa iegiö hjá embættum skiptaráðenda i Reykjavik árum saman, jafnvel 8—10 ár, og að ekki sé sjáanlegt aö skiptum þeirra muni ljúka á næstunni. Ekki er við einstaka em- bættismenn að sakast út af þessum drætti, heldur má kenna um úreltri skiptalöggjöf og mannfæð við þessi störf. Hér á landi annast skiptaráð- endur, þ.e. bæjarfógetar og sýslumenn, i Reykjavík, borg- arfógetar, skipti þrotabúa. Ann- ars staðar á Norðurlöndum og i öðrum vestrænum menningar- löndum, er sá háttur á hafður, að kröfuhafar I þrotabúum kjósa á fyrsta skiptafundi sér- stakan skiptaforstjóra, oftast lögmann, sem sér um skiptin undir yfirstjórn skiptaráðanda. Þegar meiri háttar fyrirtæki verða gjaldþrota i þessum lönd- um taka hinir kjörnu skiptafor- stjórar við stjórn fyrirtækjanna meðan skiptin standa yfir, ann- ast sölu eigna þeirra og Ijúka siðan skiptum. Á islandi er hins vegar oft sá háttur á hafður þegar gjaldþrot verður, að rekstur fyrirtækis er stöðvaður, allar eignir búsins seldar á nauöungaruppboöi, oft fyrir vcrð, sein cr langt undir sannvirði, en búið siðan látiö liggja óskipt, oft á tiðum um fjölda ára. Aöur fyrr voru i lögum ákvæði um að skiptaráðendum væri skylt að Ijúka skiptum innan 18 máinaða, en með lögum nr. 32/1072, segir að skiptum skuli lokið eins fljótt og verða má. LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1976 alþýðu blaðið Lesið: 1 blaði Norrænu félaganna er sagt frá því að Norðurlandaráð hyggist nú gera 23. marz að Norræn- um degi. Aður en endanleg ákvöröun verður tekin veröur málið borið undir menningarmálanefnd og upplýsinganefnd ráðsins. Lesið: 1 sama blaðið er sagt frá þvl að þann 24. okt. nk. en það er dagur Sam- einuðu þjóöanna, veröi að- standendum sýningarinnar „Kvinnan I Norden” afhent verðlaun vegna hennar. Samband Norrænu ftlag- anna hefur ákveðið að sjá um að sýningin gangi milli Norðurlandanna. Tekið eftir aö víðavangs- hlaupari Timans og Stak- steinar Mbl. hafa nú mjög stillzt i umræðu sinni um hvor flokkurinn hýsir meiri spillingu. Þeir rita nú um meinlausari hluti t.a.m. sumarleyfi og svartolíu. Lesiö að leiðaraskrifari Dagblaösins telur blað sitt nauðsynlegt lýðræðinu I landinu! Tekið eftir að sama blað getur þess I einni frétt sinni að það hafi greint rétt frá málavöxtum. Tekið eftir auglýsingu I Degi á Akureyri þar sem verzlun ein á Kanarieyjum býöur íslendingum vörur á lægra verði en öðrum. Frétt: Kristján frá Djúpa- læk varö sextugur i gær. Blaöið sendir honum árn- aðaróskir af þvi tilefni. Lesiö i Degi, að Noið- ur-Þingeyjingar telji aö rikisstjórnin hafi klætt Byggðaþróunaráætlun N-Þing. i náttfötin ef ekki llkklæði. Hlerað: Þrir menn hafa sótt um stöðu bæjarstjóra á Akureyri, en mikil leynd hvilir yfir nöfnum þeirra. B æ ja r stj ór na rm ei rihlut- inn er myndaöur af Fram- sókn, Alþýöufl. og Alþýöu- bandal. Ráðningin þarf aö eiga sér staö fyrir 5. ágúst 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.