Alþýðublaðið - 01.08.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1976, Síða 1
1976 — 57. árg. 7 SUNNUDAGSLEIDARI Sunnudagur 1. ágúst 1976.— 15B tbl. — mun hvergi hafa verið prentaður. Þar segir hann m.a. um þann, sem fáist við skáldskap: „Hann fer utan við þjóðbrautir lífsins, — lifið á enga rudda vegi fyrir fullvaxta börn. En hin annar- legu augu hans hafa gert honum auðnina sæla. Og hlutskipti hans er sælt, því það er hlutskipti barnsins. Hann f riðþægir fyrir misklíð og duttlungameðbræðra sinna, með söngvum sínum fæddum í sorg til að gleðja. Hann er barnið á hinu mikla heimili þjóð- félagsins, án hans myndi það heimili verða dapurt og kalt. Hlutskipti hans er einnig að gjalda þess að hann er barn., — Því það er hlutskipti allra barna að vera aðeins skilin til hálf s af þeim, sem komnir eru til vits og ára — Skáld! Þetta kynlega stóra olbogabarn jarðarinnar, þessi litli augasteinn guðs síns, sem hef- ur gefið honum beztu gjöf sína að vöggugjöf. Augu hans horfa inn, blind fyrir því, sem ytra er, alsjáandi fyrir því innra. Það er í senn lán hans og ólán. — Hann lifir draum sinn". Þekktasta kvæði Jóhanns Jónssonar, sem prentað er i fleiru en einu islenzku Ijóðaúrvali, er kvæðið „Söknuður". Þar segir hann m.a. „Hvar hafa dagar lifs míns lit sinum glatað? Og Ijóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, i hvar urðu þau veðrinu að bráð, ó barn, er þig hugð- ir, borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér i brjósti! Hvar?" Og síðar: ,,Ö hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort gróf u það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, minning, hrópandi rödd. ó dvel!" Þetta stórbrotna kvæði las Gunnar Eyjólf sson leik- ari við hógláta útför Kristínar Guðmundardóttur, ekkju Hallbjarnar Halldórssonar prentara, síðast liðinn miðvikudag, að ósk hennar sjálfrar. Það voru einu orðin, sem mælt voru yfir moldum einstakrar merkiskonu. GÞG Fyrir hálfri öld var enn við líði sú gamla hefð í Menntaskólanum í Reykjavík, að skólaskáld skráðu Ijóð í bók, sem nefnd var Hulda. Voru Ijóðin síðan lesin á fundum skólafélagsins, Framtíðarinnar, en áður hafði hún legið frammi til lestrar, og var nem- andi valinntil þess aðgagnrýna sérhvert Ijóð á fund- inum, er það var lesið. Urðu oft miklar og heitar um- ræður um skáldskapinn. I febrúar 1919 var Jóhann Jónsson skáld kjörinn forseti Framtíðarinnar og þá um leið ritstjóri Huldu. Um hann hef ur Halldór Laxness skrifað frábæra rit- gerð, sem hann birti í bók sinni „Af skáldum". Þar segir hann m.a.: „Það getur verið manni erfitt að gera grein fyrir vini sínum. Þegar sögunni víkur að Jóhanni skáldi Jónssyni er það óvenju erfitt. Sérstaða hans var með undarlegum hætti. Hann var skáld aðeins í augum fáeinna vina, en óþekktur flestum öðrum mönnum. Hann var mikið skáld, vera hans og vitund öll af heimi skáldskaparins. ...,,Verk" hans, hugsmíðir eða skáldsýnir, líktust jurt, sem blómgast og fellir blóm sitt allt í einni svipan: að heyra hann tjá þau þau var eins og undur í draumi, — vitund draum.annsins er altekin kyn jablæ sem er i senn sterkari og raunhlítari en nokkurt vökufyrirbrigði. í einn tíma höfðu þessi verk, sem eingin verk voru, meiri áhrif á okkur nán- ustu vini hans en nokkrar bókmenntir Og maðurinn Jóhann Jónsson var í augum okkar sjálfur skáld- v skapurinn holdi klæddur". Jóhann Jónsson hefur þann árgang Huldu, sem hann ritstýrði sem forseti Framtíðarinnar, en Hall- dór Laxness er þá einmitt einnig í Menntaskólanum, með inngangi, sem hann nefnir „Nokkur orð", og HULDA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.