Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Útgefaiuli^Alþýðuflokkurinn,------ Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Gtbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er I Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. alþýðu* Fólkið og landið Alþýðuflokkurinn hefur ár eftir ár flutt á Alþingi tillögur um þjóðareign landsins og auðlind þess. Með þessum málflutningi hefur flokkurinn leitazt við að vekja skilning þjóðarinnar á þvú hve mikilvægt land- iðog auðlindir þess eru fyrir þjóðarheildina og nauð- syn þess að hindra jarðabrask og óeðlilegan gróða ein- strakra landeigenda, jafnframt þvf að þjóðin þarf í vaxandi mæli á öllu landi sínu að halda til sameigin- legra nota. Rétt er að leggja áherzlu á, að alþýðuflokksmenn vilja ekki þjóðnýta bújarðir bænda, heldur hafa þær í eign þeirra manna, sem yrkja jörðina eftir þvf sem þeir sjálfir vilja. Andstæðingar þessa máls, sem eru margir í röðum íhalds- og sérhagsmunamanna, svo og i Alþýðubandalaginu, hafa einmitt breitt út þá blekk- ingu, aðtaka eigi jarðir af bændum, til að spyrna gegn þessu máli, enda hafa þeir fundið hve mikinn hljóm- grunn þá á um allt land. Margt hef ur stuðlað að því, að f leiri og f leiri íslend- ingar hafa gert sér Ijóst, að Alþýðuf lokkurinn hefur rétt f yrir sér og brýn nauðsyn er að koma landmálum fslendinga í betra horf. Allir vita, að jarðabrask hef ur farið stórvaxandi í seinni tíð, og peningamenn þétt- býlisins hafa verið gráðugir, sérstaklega í hlunninda- jarðir. Allir hafa tekið eftir því, að jarðeigendur hafa krafizt allt að olíuverðs fyrir hverahita, sem margar byggðir þurfa að nota til upphitunar. Það er nauðsyn- legt að tryggja hinum vaxandi landlausa fjölda þétt- býlisins aðgang að frjálsri náttúru, en það verður að gera skipulega svo að ekki hljótist tjón af. Þá vita menn, að það er algerlega óljóst, hverjir eiga stóra hluta landsins, svo sem afrétti og óbyggðir, og er rík þörf a að fá úr því skorið. Þetta mál Alþýðuflokksins hefur vakið vaxandi athygli fólks í öllum stjórnmálaf lokkum. Það er ekki þess eðlis, að hægt sé að koma því fram með einum lögum, heldur þarf aðala þjóðina upp í félagslegu við- horf i til landsins og láta þessi sjónarmið móta marg- víslega löggjöf, sem snertir landið og auðlindir þess. Auðvitað er ekki um að ræða að þjóðnýta allt land á stundinni, til þess skortir f jármagn og aðrar forsend- ur. Þetta er stórmál, sem mun setja mark sitt á viðhorf þjóðarinnar og lagasetningu Alþingis á æ fleiri sviðum á komandi árum. Nýlega var haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna voldug ráðstefna um búsetu mannsins á jörðinni. Nefndist hún HABITAT og fór fram í Vancouver í Kanada. Þar voru gerðar víðtækar samþykktir, sem yfir 120 þjóðir stóðu að einum rómi. Meðal annars er þar kafli um landið, og er athyglisvert fyrir (slend- inga að kynnast efni hans. Það er skemmst frá að segja, að HABITAT ráðstefnan vað einróma sammála um stefnu varðandi landið, sem er nákvæmlega i sama anda og tillögur Alþýðuf lokssins hafa verið. Þar er bent á, að landið sé takmörkuð auðlind, sem verði að fara með af gætni og virðingu. Þar er bent á, að hver þjóð verði að gera sér heildargrein fyrir hagnýtingu fandsins og að þjóðar- heildin verði að hafa úrslitaráð á öllu landi til að nýta það i þágu sína en ekki i þágu einstakra aðila. Sagt er, að gömul form á eignarhaldi á landi verði að víkja fyrir nýjum, og aðtaka verði land i þjóðareigu i lengri eða skemmri tíma, þegar þess er þörf til að tryggja hagsmuni heildarinnar. Enn er sagt, að ríkisvaldið verði að tryggja, að nægilegt framboð sé á bújörðum á viðráðanlegu verði fyrir bændur, þannig að nýting landsins sé í samræmi við hagsmuni heildarinnar. Ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að senda neinn full- trúa fyrir íslands hönd á þessa ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hefði vafalaust mátt fækka fulltrúum á einhverjum öðrum fundum eða sleppa einhverju fremur en þessu, en við hverju eraðbúast af íhalds- og sérhagsmunastjórn, eins og nú situr á Islandi. Alþýðublaðið hefur birt þann hluta af ályktun HABITAT ráðstefnunnar, sem fjallar um landið og nýtingu þess. Það er mikil hvatning fyrir alla þá, sem hafa hlustað á tillögur Alþýðuflokksmanna um þjóðareign landsins, að heyra, að yfir 120 þjóðir voru sammála um stefríu varðandi landið, sem er í sama anda og náskyld þeim hugmyndum, sem jafnaðar- menn hafa haldið fram hér á landi. Þriðjudagur 10. ágúst 1976 iSSr 1979: AR BARNSINS ft Efnahags- og félags- málaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á föstudaginn að mælast til þess við allsherjar- þing Sameinuðu þjóð- anna að árið 1979 verði lýst „Alþjóðlegt ár barnsins” — og Bama- hjálp S.Þ. verði sú al- þjóðastofnun, sem fari með málefni þess árs sem sliks. Ar barnsins verður, ef úr þessu verður, frábrugðið fyrri slikum árum að þvi leyti að það verður ekkihaldin nein allsherj- ar ráöstefna vegna þess, en hins vegar verður unnið að þvf að beina athygli þjóðanna, jafnt hinna auöugu, sem hinna snauðu, á þörfum barnsins i þjóðfélaginu og þörfinni á fjár- magni til að vinna að ýmsum brýnum sér verkefnum i þágu barna um allan heim. Indverjar hafa lofað að leggja fram jafnvirði 18 milljón isl. króna til framkvæmdarinnar og hollenzka stjórnin hefur einnig lofað dágóðri upphæö ef af þessu verður. A árinu 1979 verða liöin 2 ár Trá staðfestingu sáttmála Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barna, og hugmyndir um fram- kvæmd þessa barnaárs voru fyrst settar fram á 15 ára af- mæli sáttmálans 1974. Fimm vilja verða forstjórar Sem kunnugt er hefur Guðjón Teitsson sagt upp starfisinu, sem forstjóri Skipaútgeröar Rikisins. Guðjón lætur af störfum fyrir ald- urs sakir. Fyrir nokkru rann út umsóknarfrestur um stöðuna og sóttu fimm um hana. Þeir eru: Guðmundur Einarsson, við- skiptafræðingur, Hallur Her- mannsson, skrifstofustjóri, Jón Gunnar Stefánsson, viðskipta- fræðingur, Kristinn Helgason, innkaupastjóri og Rikharð Jóns- son framkvæmdastjóri. jeg. Tæki til hjálpar lesblindum börnum Börn, sem gengur illa að læra lestur og skrift, eiga við ákveð- inn erfiðieika að etja. Erfiöleiki þessi hefur verið kallaður les- blinda. Þó lesblinda hafi alltaf verið til, eru ekki mörg ár siöan vitað var um orsakir hennar. Unnt er að hjálpa börnum sem þjást af lesblindu, þó svo að ekki séu uppeldisfræðingar og aðrir sérfróðir menn á eitt sáttir um hina einu og réttu aðferð. Góögerðarstofnun nálægt Karisruhe i Vestur-Þýzkalandi rekur skóla til hjálpar lesblind- um börnum. Við kennsluna er stuðztviö fyrirmæli, sem barniö heyriroglesá sjónvarpsskermi samtimis. A þennan hátt er börnunum kennt að iesa og skrifa jöfnum höndum. Náms- hraði fer eftir getu hvers barns um sig. Gluggamiða á blaðsölustaðina Orðsending tii umboðs- manna Alþýðublaðsins og blaðsölustaða: Prentaðir hafa verið limmið- ar i glugga, sem vekja athygli á blaðinu. Þeim hefur þegar verið dreift til flestra blaðsölustaða i Reykjavik og á nokkra staði úti á landi. Hafi einhverjir ekki fengið slika miða senda,biðjum við þá sömu að hafa samband við afgreiðsluna og láta vita. Þá veröa þessir miðar sendir um hæl. Við viljum hvetja eigendur sölustaöa til að setja þessa lit- prentuðu miða i glugga verzl- ana sinna á áberandi staði og biðjum jafnframt umboðsmenn blaðsins að hafa vakandi auga fyrir þviað miðarnir séu vel upp seítirog séu fyrir hendi á öllum sölustöðum. Vanti einhvern slika miða, þá munum við senda nokkra sé af- greiðslunni tilkynnt um það. Væntanlegir eru siðan úr prentun minni miðar með á- prentuðum varúðarorðum um umferðarmál, sem setja má á stuðara bila. Þeir verða sendir út — en einnig fáanlegir á af- greiðslunni, Hverfisgötu 10, Ingólfsstrætismegin, simi 14900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.