Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 16
Myndir Errós þungamiðjan huðjudaour Skáldið (Erró). En einnig myndir eftir r Dali, Calder, Vasarely og Yvaral ur mynaaröOinni ,,Made in Jap- an" (Erró). rERÓTÍK ÚR JAPÖNSKUM REKKJU- SIÐABÓKUM BLANDIN OFBELDI ÚR VESTRÆNUM HASARMYNDABLÖDUM Félagið Myndkynning heldur um þessar mundir að Kjarvals- stööum fyrstu sýningu sina. Myndkynning er félagsskapur fáeinna áhugamanna um graflk, sem á undanförnum árum hafa keypt hingað til lands verk eftir þekkta, erlenda listamenn. Tilgangurinn með þessari sýningu er aö gera almenningi kleif t að eign- ast verk eftir þekkta Hstamenn viö viðráðanlegu verði, en allar myndir á sýningunni eru til scJu. A sýningunni eru 57 myndir eftir 29 listamenn. Nægir a& nefna nöfn eins og Picasso, Dali, Vasareyly, Yvaral og Calder, til aö gefa til kynna hvaö sýningin hefuruppa að bjóða. Þungamiðja sýningarinnar eru23 grafikmyndir eftir ERRó (Guðmund Guðmundsson). Myndaröð sem hann kallar „Made in Japan" mun sjálfsagt vekja athygli og furðu sýningar- gesta. Þar sétur listamaðurinn saman erotfk úr japönskum rekkjusiðabókum og ofbeldi úr vestræhum hasarblöðum. Ot- koman verður margrætt og á- hrifamikið inntak myndanna. Félagið islenzk grafik hefur að undanförnu unnið að þvi að kynna almenningi tækni og verk félagsmanna, við góðar undir- tektir. Þetta framtak Mynd- kynningar, að gefa almenningi kost á að kynnast einnig grafik erlendra listamanna, má teljast lofsvert. Eða, eins og Aðalsteinn Ingólfsson ritar i sýningarskrá: Mesti hvalreki á fjörur is- lenzkra grafikunnenda um ára- bil. Grafiksýningin verður opin daglega frá 16-22 fram til 16. águst. Einkasafn Gunnars í Geysi. Að Kjarvalsstöðum stendur einnig yfir sýning á einkasafni Gunnars heitins Sigurðssonar i Geysi. A sýningunni eru um það bil 90 myndir eftir tæplega 20 lista- menn, sem flestir voru upp á sitt bezta á árunum '45-'60. Þarna eru mörg fagæt listaverk, sem sum hver hafa aldrei verið sýnd opinberlega áður. Meðal verka sem sýnd eru, má nefna myndir eftir Ninu TryggvadOttur, Þor- vald Skúlason, Kristján Daviðs- son og Karl Kvaran. 1 viðtali við blaðamann sl. föstudag sagði Aðalsteinn Ingolfsson, að safn þetta væri gott dæmi um einstakan áhuga- mann um myndlist. Gunnar heitinn heföi ekki verið einn úr hópi þeirra peningamanna, sem aðeins keyptu listaverk til að koma peningum sinum I verð. Gunnar Sigurðsson rak Iist- vinasalinh á slnum tíma og voru margir málaranna góðvinir hans. Sagði Aðalsteinn að Gunn- ar hefði jafnvel tekiðmörg mal- verkanna upp I skuldir. Þessi einstæöa sýning, sem kalla mætti dagbók ákveðins tímabils i sögu islenzkrar myndlistar, verður opin dag- lega til 16. ágúst. av. FRAMVEGIS FJARLÆGIR LÖG- REGLAN BIFREIÐIR SEM LAGT -HEFUR VERIÐ ÓLÖGLEGA!— - og það á kostnað eiganda Umferðarnefnd Reykjavikur tók, á f undisinum nýveriö, þá á- kvörðun að afla beri Reykjavfk- uriögreglunni kranabil og geymslusvæði fyrir blla sem teknir verða úr umferð I borg- inni. Verður þessu ráði einkum beitt gegn ökumönnum sem leggja bifreiðum sinuni þannig aö staða bifreiðanna getur vald- ið hættu fyrir aðra vegfa rendur. óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn umferðarmála, sagði I viðtali við blaðið að hingað til hefði sektarákvæðum verið beitt gegn ökumönnum sem legðu biluin sfnum Olöglega. Hann sagði að það orkaði nokk- uð tvimælis að lögregluþjónn gerði það eitt að skrifa sektar- miða og hengdi hann á bil sem væri lagt á stað þar sem bifreið- in gæti beinllnls valdið hættu fyrir aðra vegfarendur. Sektar- miðinn sjálfur leysti engan vanda og hættan væri fyrir hendi eftir sem áður hvað sem öllum sektarmiðum liði. Sagði Óskar það væri um of algengt að ökumenn legðu bilum sinum á slfka staði. Hann sagði einnig að öku- menn þeirra bifreiða sem fjar- lægðar yrðu á þennan liátt fengju þær ekki afhentar að nýju fyrr en þeir hefðu greitt kostnaðinn sem því fylgdi þvl að fjarlægja ökutækið. Kvaðst Óskar vonast til þess að þessar aðgerðir yrðu árangursrikari en beiting sektarákvæðanna hefur reynzt. ;—EB. VINSÆLAR ÍSLANDS- FERÐIR tvorogsumarhafa Flugleiðir haldið uppi leiguflugí inilli borga I Sviss, Þýzkalandi og Austurrfki. Flugferðir þessar hafa verið farnar ávegumstórra ferðaskrifstofa I áðurnefndum löndum. Skrifstofur Flugleiða I Frankfurt, Dusseldorf, Zurich, Basel, Vinarborg og Brussel hafa annazt alla milligöngu er- lendis. Frá þvi i aprflmánuöi og til júnfloka hafa verið farnar 15 ferðir og farþegafjöldinn nær nú 1.800 manns. Þetta mun vera Gefa af sér 150 milljónir í gjaldeyri þreföld aukning á flugferðum í leigufiugi milli þessara landa, ef miðað er við sömu mánuði i fyrra. Flugstundir f þessum ferðum eru alls um 115. Ferðamennirnir höfðu hér að meðaltali einnar viku viðdvöl. Allt skipulag ferðanna var á vegum hópa- og leiguflugsdeild- ar Fiugleiða, en skoðunarferðir frá Reykjavfk voru i samvinnu við Kynnisferðir hf. Aætlaðar gjaldeyristekjur af þessum hdpferðum eru samtals 140-150 milljónir islenzkra kréna. Gistinætur ferðamannahóp- anna á bótelum I Reykjavik voru samtals 11.743 og 1.298 á Húsavik. Boeng-þota Flugfélags Is- lands flaug tvisvar sinnum með ferðahópa til Narssarssuaq. Ennfremur fór Fokker Friend- ship alls 12 sinnum til Kulusuk með farþega úr þessum hóp- ferðum. Ferðalangarnir notfærðu sér mikið áættunarflug Flugfélags- ins til Akureyrar, Húsavfkur og Vestmannaeyja, auk hinna skipulögðu hópferða, á vegum Kynnisferða hf. um Reykjavlk og nágrenni. Að þvi er fram kemur I frétta- bréfi frá Flugleiðum, þá mælt- ust þessar ferðir mjög vel fyrir og voru ferðalangarnir ánægðir • ineð dvöiina hér. Leiguflug ttl Sviss, Þýzka- lands og Austurrfkis mun hefj- ast á ný er sumri hallar og standa fram á haust. AV. alþýðu blaðið SÉÐ: Að nú hefur soðið upp úr milli Kristins Finnboga- sonar og Sveins R. Eyjólfs- sonar. Þeir framkvæmda- stjórarnir beita fyrir sig ritstjórum slnum og Þorar- inn kallar Svein óvandaðan fjáraflamann. Jónas segir Tlmann vera sorptunnu, skrifaðan fyrir sauðfé og striplingaglápara. o HLERAD: Að Jón Arnason muni sennilega ekki verða I framboði við næstu al- þingiskosningar vegna ald- urs. Talið hefur verið, að Valdimar Indriðason út- gerðarmaður á Akranesi mundi erfa sæti Jóns fyrir Vesturland, en i seinni tið hafa fleiri verið nefndir, svo sem Páll Glslason læknir, sem lengi var & Akranesiog nýtur vinsælda þar. Siðasta hugmyndin, sem rædd er nú innan Sjálf- stæðisflokksins, er að hafa Gunnar Thoroddsen iðnað- arráðherra efstan á lista flokksins á Vesturlandi. Með þvi mundi flokkurinn forðast mjög erfiða röðun á lista I Reykjavik, sem gæti leitt til prófkjörs og átaka. Gunnar er raunar gamall þingmaður Snæfellinga. o HEYRT: Að Náttúrulækn- ingafelag Islands hafi hug á að kaupa Húsmæðraskól- ann að Laugalandi i Eyja- firði. Hyggst félagið reka þar heilsuræktarstbð, en visir að slikri stöð hefur verið þar i sumar og notiö vinsælda. o HLERAÐ: Að ibúöarhús eins af hæstu skattgreið- endum i Reykjavik I ár hafi nýlega verið boðið upp á nauðungaruppboði. Húsið var slegið á einar 14 millj- ónir en ekki metið i sölu nema á 11-12 milljónir. Ahvilandi skuldir á fast- eigninni eru sagðar hafa numið 30 milljónum króna Húseigandinn fyrrverandi hyggstnú stofna bilaleigu á Kanarieyjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.