Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 4
4 ÍÞROTTIR Iþýðu- blaoíð 1. deildin LEIÐIN TIL ÍSLANDS- MEISTARATITILS Eftir sigur Vals yfir Akurnesingum og sigur Fram yfir FH nú um helgina má það heita öruggt að annað hvort þessara liða mun hljóta hina eftirsóttu nafnbót: íslandsmeistarar i knattspyrnu 1976. Bæði þessi lið eiga eftir að leika þrjá leiki i deildinni, þar af einn innbirð- is. Sá leikur verður að öllum likindum úrslitaleikur mótsins. t fyrri umferðinni gerðu þessi lið jafntefli 1:1. Áður en til deildarleiksins kemur munu þau leika annan leik i Bikarkeppninni. Sá leikur fer fram annað kvöld á Laugar- dalsvellinum. Hér á eftir verða taldir upp þeir leikir, sem þessi félög eiga eftir samkvæmt Mótaskrá KSÍ: 15. ágúst, sunnudagur: Laug- ard.v. Þróttur: Fram kl. 19.00 16. ágúst, mánudagur: Kapla- krikav. F.H.: Valur kl 19.00 19. ágúst, fimmtudagur: Laug- ard.v. Fram: Valur kl. 19.00 23. ágúst, mánudagur: Laugar- d.v. Valur: Þróttur kl. 19.00 30. ágúst, mánudagur: Laug- ard.v. Fram: UBK kl. 19.00 Eins og sjá má eiga bæði liðin, Valur og Fram eftir að keppa við botnliðið — Þrótt. Þar leyn- ast stig sem áhangendur Vals og Fram halda e.t.v. gefinn. En svo mikið er vist að Þróttararn- ir munu selja sig dýrt — þeir berjast fyrir sæti sinu i deildinni og verða þvi áreiðanlega erfiður andstæðingur. Annað sem vekur athygli er að allir eru leikirnir að kvöldi til. — jeg ' " ' V'. Mynd úr leik Vais og Fram, en þau liö berjast nú um islandsmeistara titilinn í knattspyrnu Valsmenn yfirstigu erfiðan þröskuld SIGRUÐU SKAGAMENN STÓRSTÍGAR FRAM- FARIR HJÁ BREIÐA- BLIKSMÖNNUM En Keflvíkingar lélegir 3-1! Leikir Vals og íþrótta- bandalags Akraness hafa yfirleitt verið hinir skemmtilegustu undan- farin ár. Leikurinn uppi á Skipaskaga á laugar- daginn olii þess vegna nokkrum vonbrigðum. Hann var þófkenndur lengst af og frekar slak- ur. En úrslit leiksins, 3-1 fyrir Val, gerir það að verkum, að nú eiga að- eins tvö lið möguleika á að hljóta efsta sætið i STAÐAN Staðan i 1. deild íslandsmótsins I knattspyrnu er nú þessi: Valur 13 8 4 1 37: 13 20 Fram 13 8 3 2 20: 15 19 UBK 12 6 2 4 16: : 14 14 Akranes 12 5 4 3 16: : 16 14 Vfkingur 11 6 1 4 15: :14 13 KR 13 3 5 5 19: : 18 11 IBK 13 5 1 7, 18: : 20 11 FH 12 1 1 < 1 7 1:20 6 Þróttur 12 1 2 9 7: ;25 4 Markhæstu leikmenn eru: Ingi Bj. Albertss. Val 11 Guðm. Þorbj. Val 10 Hermann Gunnarss. Val 10 Næstu leikir í 1. deild eru um næstu helgi. Þá leika IBK: Vikingur — Breiöablik : í A — Þróttur: Fram — FH: Valur. deildinni, Valur og Fram. Valsmenn aðgangsharðari Strax i upphafi leiksins fengu Valsmenn marktækifæri. Her- mann Gunnarsson komst einn innfyrir vörn Skagamanna en skaut i stöngina og þaðan út. Valsmenn voru mun aðgangs- harðari fyrsta hálftimann í fyrri hálfleik en siðan fóru heimamenn aðná betri tökum áleiknum. Þess má geta aö við mörkin var mikil drulla og stöövaðist boltinn oft i drullunni. Þannig kom fyrsta mark leiks- ins. Það var i upphafi síöari hálf- leiks. Þá einlék Kristinn Björns- son inn fyrir vörn Skagamanna og upp að endamörkum. Gaf hann góða sendingu fyrir markiö og lenti boltinn i drullunni og stöðvaðist þar. Kom Ingi Björn Albertsson þar aðvifandi og skaut föstu skoti i bláhornið. Ekki leið á löngu áður en Vals- menn bættu öðru marki við. Ingi Björn gaf fallega sendingu á Her- mann, sem afgreiddi knöttinn viðstöðulaust i markið með höirkuskoti. Komið að Skagamönnum Skömmu siðar komst Pétur Pétursson inn fyrir Valsvörnina og skaut. Sigurður Dagsson varði laglegaen missti boltann til Karls Þórðarsonar sem sendi boltann i mark Valsmanna 2-1. Voru nú Valsmenn búnir að draga sig í vörn og fundu Skaga- menn ekki leið i gegnum hana. Hins vegaráttu þeir Ingi Björn og Hermann ekki eins erfitt með það. Hermann komst einn innfyr- ir vörn Skagamanna og skaut föstu skoti, sem Hörður Helgason hálfvarði og náöi Ingi Björn boltanum og sendi i markið. Þó að Skagamenn væru meira með boltann, fannst manni Vals- liðiö alltaf sterkari aðilinn á vellinum. Með tapi sinu hafa Skagamenn endanlega misst af lestinni i keppninni um tslands- meistaratitilinn i ár,,eftir að hafa geymt bikarinn i tvö ár. Breiðablik úr Kópavogi er það lið, sem hvað mest hefur komið á óvart i sumar. Fyrstu leikir þeirra i sumar voru afar lélegir af þeirra hálfu, en siðan hafa þeir tekið stórstigum framförum og i siðustu fimm leikjum sinum hafa þeir fengið niu stig, misstu eitt stig til Valsmanna. A sunnudaginn urðu Keflvik- ingar fyrir barðinu á þeim. Leik- urinnfórfram i Kópavogiogurðu úrslitin 3-1. Keflvikingar slakir. Blikarnir sóttu mun meira strax fra upphafi leiksins, þrátt fyrir að þeir hefðu vindinn i fang- ið. Keflvikingarnir voru afar lé- legir og samspil ekkert hjá þeim. Þeirra leikaðferð er að sparka knettinum út i loftið, eins fast og hátt og hægt var. Skiptir þá litlu máli, hvort einhver samherji er einhvers staðar nálægt þeim stað, þar sem knötturinn lendir. Mörkin. Engin mörk voruskoruði fyrri hálfleik, en strax á annarri min- útu seinni hálfleiks kom mark. Kom það eftir mjög skemmtilega sóknarlotu Blikanna. Lék Hinrik Þórhallsson upp völlinn, gaf fall- ega sendingu til Gisla Sigurðsson- ar sem sendi boltann viðstöðu- laust til Þórs Hreiðarssonar, gull- fallegan stungubolta inn fyrir vörn Suðurnesjamanna. Atti Þór ekki i neinum vandræðum með að skora framhjá Þorsteini Ólafs- syni. A 22. minútu brauzt Hinrik Þór- hallsson i gegnum vörn Keflvik- inga og skoraði með föstu skoti af 20 metra færi. 3. mark sitt fengu Blikarnir eftir misheppnað útkast Þorsteins. Heiöar Breiðfjörð fékk knöttinn og sendi framhjá Þor- stein og i markið. Fyrir utan þessi þrjú mörk, áttu Blikarnir nokkur allgóð færi en Suðurnesjamenn sára fá. Attu fæstirvoná þvi, aö þeir kæmust á blað, en Einar Gunnarsson sá um að laga markatöluna aöeins fyrir liösitt. 40. minútu skallaði Ein- ar boltann i markið eftir góöa sendingu Guðjóns Guðjónssonar. Þannig lauk leiknum seð sigri Blikanna, 3-1, og hefði sigurinn getað orðið stærri. ATA BJ0RGVIN VANN A TVEIM HÖGGUM t fjórða skipti i röð sigraði Björgvin Þorsteinsson frá Akur- eyri á íslandsmótinu i golfi. Að þessu sinni fór mótið fram á Grafarholtsvellinum. Þvi lauk á laugardaginn. Eins og áður er getið sigraði Björgvin Þorsteins- son, en það var ekki mikill munur á honum og þeim sem næstur kom, aðeins tvö högg. Það var Ragnar ólafsson GR sem veitti íslandsmeistaranum harða keppni. Björgvin lék 72 holur á 300höggum en Ragnar var með 302 högg. Næstur kom Sigurður Torarensen með 306 högg. Þess má geta að veður siðasta keppnisdaginn var afleitt, sunn- lenzk rigning með kalsa gjólu. KjartanL. Pálsson NK vann 1. flokk. Lékhann á 336höggum. t 2. flokki bar Georg Hannah sigur úr bitum eftir bráðabana við Sigurð Guðmundsson, en þeir höfðu báð- ir farið völlinn á 366 höggum. tslandsmeistari i kvennaflokki varð Kristin Pálsdóttir GK. Lék hún á 352 höggum. Agústa Dúa Jónsdóttir sigraði i 1. flokki kvenna með 404 höggum. jeg ATA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.