Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.08.1976, Blaðsíða 5
œar Þriðjudagur 10. ágúst 1976 ÚTLÖND 5 BRUNAHÆTTA CX/ ÁFENGISNEYZLA Mörgum Bandarikjamönnum hættir viö aö kveikja I, og þá oft- ast konum, sem eru ofdrykkju- sjúklingar og kveikja i hári eöa fötum meö reykingum og setu i stoppuöum stöi eöa legu i rúmi, eftir þvi sem tveir læknar i Bost- on segja. Kannaö var, hver væri orsök brunasára á 155 fullorönum, sem komu til meöferöar Peter Bent Brigham sjúkrahúsiö i Boston. Ai- gengasta orsökin reyndist vera ofdrykkja. Elli, hrörnun, geösjúkdómar og taugaveiklun komu næst á eftir ofdrykkju, sem algengasta orsök bruna eftir þvi sem iæknarnir dr. John D. McArthur og dr. Francis D. Moore sögöu 20 janúar 1975 i Bandariska læknatimaritinu. Slíkar fkveikjur auka bruna- hættuna i nágrenninu, og bruninn nær líka yfir meira svæöi, enda er þessum sjúklingum hættari viö aö deyja úr brunasárum en öörum. Þaö getur veriö gifurlega kostnaöarsamt aö meöhöndla brunasjúkling. Læknarnir reiknuöu meö, aö þaö heföi kostaö 50 þúsund daii (9 milljónir 250 þúsund kr.) og 50 sérfræöinga til aö lækna fimmtugan mann, sem hlaut brunasár um hálfan likam- ann. ,,Hver einasti brunasjúklingur, sem lagöur er inn á spitala eykur kostnað iæknisþjónustu viö alia, hvernig svo sem greiðslum er háttaö,” sögöu læknarnir. Þeir halda þvi fram, aö jafnvcl þó að tekiö veröi upp sjúkrasam- lag i Bandarikjunum og lög sett um tryggingastofnun rikisins, geti ,,aukiö framlag til læknis- þjónustu ekki keypt heilsu banda- risku þjóöarinnar”. Dr. Moore sem er alþjóölega þekktur fyrir skurölækningar, segir aö þrátt fyrir bót á bruna- sáralækningum ,,sé hún haria iit- ?L” meö tilliti til fjölda látinna brunasjúklinga undanfarin 25 ár. Sjúkíingum, sem hættast er viö ikveikju „eru konur sem þjást af ofdrykkju eöa eiturlyfjaneyzlu, og bruninn hefst yfirleitt i hári þeirra eða fötum,” segja læknarnir. Dr. Moore sagöi I simaviötali: „Mörgum hættir viö Ikveikju, en algengast er aö sjá hana hjá miö- aldra konum, sem brennast viö drykkju og reykingar.” Fólk neytir oft áfengis og tó- baks sameiginlega, og þetta getur valdiö alvarlegum brunasárum vegna þess, að áfengiö eöa róandi lyfin draga úr meövitundinni og eldurinn kveikir i fötum eöa hús- gögnum segja læknarnir. „Afengi er stórhættulegt,” sagöi dr. Moore, og bætti þvl viö, aö brunasárin séu aðeins ein hættan i viöbót við lifra- skemmdirnar þvi aö „áfengið tekur sinn toll.” Dr. Morre og Dr. McArthur komust aö þvi, „að spitaiar eöa sjúkrahæli koma næst á listanum eftir heimilin, hvaö fjölda i- kveikna sætir.” Læknarnir sögöu aö flestar i- kveikjur á gæzluhælum „er unnt aö koma i veg fyrir meö aukinni gæxlu, brunavörnum, bruna- æfingum og brunaeftirliti.” Dr. Moore lagði til, aö lög yröu sett, sem bönnuöu sölu eldfimra náttfata og nærfata barna og kvenna. liann sagöi: „Sakleys- ingjar kaupa enn eldfim föt. Fataiönaöurinn gengur I berhögg við löggjafa hvaö viðkemur fatnaöi á börn frá 3ja ára til 12 ára. Þaö er erfiöara aö vita, aö þaö er litið álag miðað viö brennt hörund.” Svíar stefna að reyklausu þj óðfélagi Veikindi og dauðsföll af völdum reykinga breiðast út um gjörvallan heim/ en Svíar hafa tekið upp nýja stefnuskrá með það fyrir augum, að öll þjóðin hætti að reykja, og byrjað var á börnum fæddum í fyrra. Með þessari stefnuskrá er gert ráð fyrir víðtækum áróðri gegn reykingum á fæðingarstofnunum og í skólum, banns við sígarettuauglýsingum,stöðugum hækkunum með auknum álögum (nú kosta sígarettur 275 kr. pakkinn í Svíþjóð), reyk- ingar verði bannaðar á almannafæri og meira verði gert til að hjálpa fólki að hætta að reykja. 1. júlf f fyrra, voru sígarettuauglýsingar bannaðar með lög- um í Noregi, aðvörun var sett á alla sígarettupakka, bannað var að selja börnum undir 16 ára tóbaksvörur, og ríkisstjórn- inni heimilað að fylgjast með innihaldi, þyngd, síum og öðru þvi, sem ætlað er til heilsufarslegra takmarkana tóbaksvarn- ings. Framlagi fagnað. Fyrsta daginn á þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um reykingar og heilbrigði árið 1975, sagði Sir Georg E. Godber, að hann fagnaði framlagi Norð- manna og Svia, sem „áhrifa- mestu” og „fullkomnustu” til- rauna, sem nokkurs staðar hafi verið gerðar til að draga úr reykingum. Þessi ráðstefna var haldin á Waldorf-Astoria hótelinu i New York i júni- mánuði 1975. Sir George, sem er stjórnar- formaður Alþjóðlegu sérfræð- inganefndarinnar um reykingar og heilsufar sagði á ráðstefn- unni, að þessar herferðir gegn reykingum séu í löndum þar, sem mun minna er reykt á mann af sigarettum en i Banda- rikjunum og Bretlandi, en þar hefur tiltölulega fátt verið gert. Hver ibúi yfir 18 ára aidur reykti 4, 270 sigarettur á mann árið 1974 i Bandarikjunum. 1 Sviþjóð eru samsvarandi tölur þriðjungur af þeim Bandarisku og i Noregi fimmtungur. Sviar hafa ákveðið að leggjast gegn reykingum, sem hafa farið mjög vaxandi eftir 1920. Konur og unglingar hafa reykt æ meira i Sviþjóð með árunum eins og i Bandarikjunum. Eftir að fréttir um reykingar og áhrif þeirra á heilsu manna voru virtar i Bandarikjunum i janúar 1964, fóru reykingar minnkandi, en siðustu ár hafa þær aukizt aftur, og eru nú að nálgast að vera jafnmiklar og fyrir 1964. Sænska stefnuskráin er miðuð til langs tima og samin af ráð- gefandi nefnd við sænska heil- brigðismálaráðuneytið, en þar er lögð áherzla á að börn alist ekki upp á reykingarheimilum. Harðneskjulegar áróðursaðferðir kunna að hafa neikvæð áhrif. Þvi hafa Finnar farið þann veg að blanda fræðsluherferðir um skaðsemi tóbaks léttum hugdettum likt og þessi auglýsing ber með sér: Frekar koss en sigarettu! Aðeins einn óleystur vandi: Maður fer ekki inn á næstu sjoppu og fær sér koss. Fæðingarþyngd lækkar Dr. Neville Butler, prófessor i barnaheilsufræði við háskólann i Bristol i Englandi, sagði, að það væri nauðsynlegt að byrja á þessum ráðstöfunum fyrir fæð- ingu. Kona sem reykir á meö- göngutimanum, eykur mögu- leikana á fósturláti eða barna- dauða fljótlega eftir fæðingu, um þriðjung. Dr. Butler bætti við, að þetta væri aðallega orsakað af þeirri staðreynd, sem nú hefur verið staðfest með 40 könnunum i mismunandi löndum — nefni- lega að reykingar að meðgöngu- timanum dragi úr fæðingar- þyngd barna. Hann segir, að kolsýrings- magn blóðs bæði móður og fósturs aukistum 10% og haldist svo i allt að sjö klst. eftir að ein sfgaretta er reykt, en þetta dregur aftur úr súrefnisstraumi til fóstursins. Rannsóknir á fósturhreyf- ingum siðustu 10 vikur með- göngutimans sýna, að eftir tvær sigarettur, sem móðirin reykir, minnka fósturhreyfingar um 1/3 næstu 2 klst, eftir þvi, sem dr. Butler segir. Menn telja,að þessar hreyfingarséu einskonar vöðvaæfingar, sem hjálpi barn- inu til að anda eftir fæðingu. — aðgerðir miðast við börn fædd 1975 og siðar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.