Alþýðublaðið - 10.08.1976, Síða 16
Myndir Errós þungamiðjan ÞRIÐJUDAGUR
Skáldiö (Erró).
En einnig
myndir eftir
Picasso,
Dali, Calder,
Vasarely
og Yvaral
ur mynaarööinni ,,Made in Jap-
an” (Erró).
'EROTIK UR JAPONSKUM REKKJU-
SIÐABÓKUM BLANDIN OFBELDI ÚR
VESTRÆNUM HASARMYNDABLÖÐUM
Félagið Myndkynning heldur
um þessar mundir að Kjarvals-
stööum fyrstu sýningu sina.
Myndkynning er félagsskapur
fáeinna áhugamanna um
grafik, sem á undanförnum
árum hafa keypt hingaö til
lands verk eftir þekkta, erlenda
listamenn. Tilgangurinn
meö þessari sýningu er aö
gera almenningi kleift að eign-
ast verk eftir þekkta listamenn
við viðráðanlegu verði, en allar
myndir á sýningunni eru til
sölu.
A sýningunni eru 57 myndir
eftir 29 listamenn. Nægir að
nefna nöfn eins og Picasso, Dali,
Vasareyly, YvaralogCalder, til
að gefa til kynna hvaö sýningin
hefuruppá að bjóða.
Þungamiðja sýningarinnar
eru23 grafikmyndir eftir ERRó
(Guðmund Guömundsson).
Myndaröö sem hann kallar
„Made in Japan” mun sjálfsagt
vekja athygli og furðu sýningar-
gesta. Þar setur listamaðurinn
saman erótik úr japönskum
rekkjusiöabókum og ofbeldi úr
vestrænum hasarblööum. tJt-
koman verður margrætt og á-
hrifamikið inntak myndanna.
Félagið islenzk grafik hefur
að undanfórnu unnið að þvi að
kynna almenningi tækni og verk
félagsmanna, viö góðar undir-
tektir. Þetta framtak Mynd-
kynningar, að gefa almenningi
kost á að kynnast einnig grafik
erlendra listamanna, má teljast
lofsvert. Eöa, eins og Aðalsteinn
Ingólfsson ritar i sýningarskrá:
Mesti hvalreki á fjörur is-
lenzkra grafikunnenda um ára-
bil.
Grafiksýningin verður opin
daglega frá 16-22 fram til 16.
ágúst.
Einkasafn Gunnars i
Geysi.
Að Kjarvalsstöðum stendur
einnig yfir sýning á einkasafni
Gunnars heitins Sigurðssonar i
Geysi.
A sýningunni eru um það bil
90 myndir eftir tæplega 20 lista-
menn, sem flestir voru upp á sitt
bezta á árunum ’45-’60. Þarna
eru mörg fágæt listaverk, sem
sum hver hafa aldrei veriö sýnd
opinberlega áður. Meöal verka
sem sýnd eru, má nefna myndir
eftir Ninu Tryggvadóttur, Þor-
vald Skúlason, Kristján Daviðs-
son og Karl Kvaran.
1 viðtali við blaðamann sl.
föstudag sagöi Aðalsteinn
Ingólfsson, að safn þetta væri
gott dæmi um einstakan áhuga-
mann um myndlist. Gunnar
heitinn hefði ekki verið einn úr
hópi þeirra peningamanna, sem
aðeins keyptu listaverk til að
koma peningum sinum i verð.
Gunnar Sigurðsson rak Jist-
vinasalinn á sinum tima og voru
margir málaranna góðvinir
hans. Sagði Aðalsteinn aö Gunn-
ar hefði jafnvel tekið mörg mál-
verkanna upp I skuldir.
Þessi einstæöa sýning, sem
kalla mætti dagbók ákveðins
timabils i sögu islenzkrar
myndlistar, verður opin dag-
lega til 16. ágúst.
FRAMVEGIS FJARLÆGIR LÚG-
REGLAN BIFREIÐIR SEM LAGT
-HEFUR VERIÐ ÓLÖGLEGA!—
- og það á kostnað eiganda
Umferöarnefnd Reykjavikur
tók, á f undisinum nýveriö, þá á-
kvöröun aöafla beri Reykjavik-
urlögreglunni kranabil og
geymslusvæöi fyrir bila sem
teknir veröa úr umferö I borg-
inni.
Verður þessu ráöi einkum
beitt gegn ökumönnum sem
leggja bifreiöum sínum þannig
aö staöa bifreiöanna getur vald-
iö hættu fyrir aöra vegfarendur.
Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn umferðarmála, sagöi í
viötaii viö blaöiö aö hingaö til
heföi sektarákvæöum veriö
beitt gegn ökumönnum sem
legöu bilum sfnum ólögiega.
Hann sagöi aö þaö orkaði nokk-
uö tvimælis aö lögregluþjónn
geröi þaö eitt aö skrifa sektar-
miöa og hengdi hann á bil sem
væri lagt á staö þar sem bifreið-
in gæti beinllnis valdiö hættu
fyrir aöra vegfarendur. Sektar-
miöinn sjálfur leysti engan
vanda og hættan væri fyrir
hendi eftir sem áöur hvaö sem
öllum sektarmiöum liði. Sagöi
Óskar þaö væri um of algengt aö
ökumenn legöu bflum sinum á
slika staöi.
Hann sagöi einnig aö öku-
menn þeirra bifreiöa sem fjar-
lægöar yröu á þennan hátt
fengju þær ekki afhentar aö
nýju fyrr en þeir heföu greitt
kostnaöinn sem þvf fyigdi þvi aö
fjarlægja ökutækiö. Kvaöst
Óskar vonast til þess aö þessar
aögeröir yröu árangursrikari en
beiting sektarákvæöanna hefur
reynzt. —EB.
VINSÆLAR
ÍSLANDS-
FERÐIR
ivorogsumarhafa Flugleiöir
haldiö uppi leigufiugí miiii
borga i Sviss, Þýzkalandi og
Austurrflci. Flugferöir þessar
hafa veriö farnar ávegumstórra
ferðaskrifstofa I áöurnefndum
löndum. Skrifstofur Flugleiöa i
Frankfurt, Dusseldorf, Zurich,
Basel, Vinarborg og Brussel
hafa annazt alla milligöngu er-
lendis.
Frá þvi i aprflmánuöi og til
júnfloka hafa veriö farnar 15
feröir og farþegafjöldinn nær nú
1.800 manns. Þetta mun vera
Gefa af sér 150
milljónir í gjaldeyri
þreföld aukning á flugferöum
i leiguflugi milii þessara ianda,
ef miöaö er viö sömu mánuöi i
fyrra. Flugstundir f þessum
ferðum eru alls um 115.
Feröamennirnir höföu hér aö
meöaltali einnar viku viödvöl.
Allt skipulag feröanna var á
vegum hópa- og ieiguflugsdeild-
ar Flugleiöa, en skoöunarferöir
frá Reykjavik voru i samvinnu
viö Kynnisferðir hf.
Aætiaöar gjaldeyristekjur af
þessum hópferöum eru samtais
140-150 milljónir isienzkra
króna.
Gistinætur feröamannahóp-
anna á hótelum i Reykjavik
voru samtals 11.743 og 1.298 á
Húsavík.
Boeng-þota Flugfélags ís-
lands flaug tvisvar sinnum meö
feröahópa til Narssarssuaq.
Ennfremur fór Fokker Friend-
ship alis 12 sinnum tii Kulusuk
meö farþega úr þessum hóp-
feröum.
Feröalangarnir notfæröu sér
mikið áætlunarflug Flugfélags-
ins til Akureyrar, Húsavikur og
Vestm annaeyja, auk hinna
skipulögöu hópferða, á vegum
Kynnisferöa hf. um Reykjavik
og nágrenni.
Aö þvi er fram kemur I frétta-
bréfi frá Flugleiðum, þá mælt-
ust þessar feröir mjög vel fyrir
og voru feröalangarnir ánægöir
-meö dvölina hér.
Leiguflug til Sviss, Þýzka-
lands og Austurrikis mun hefj-
ast á ný er sumri hallar og
standa fram á haust.
AV.
alþýöu
blaöiö
SÉÐ: Að nú hefur soðið upp
úr milli Kristins Finnboga-
sonar og Sveins R. Eyjólfs-
sonar. Þeir framkvæmda-
stjórarnir beita fyrir sig
ritstjórum sinum og Þórar-
inn kallarSvein óvandaöan
fjáraflamann. Jónas segir
Tlmann vera sorptunnu,
skrifaðan fyrir sauöfé og
striplingaglápara.
o
HLERAÐ: Aö Jón Arnason
muni sennilega ekki veröa i
framboði við næstu al-
þingiskosningar vegna ald-
urs. Talið hefur verið, aö
Valdimar Indriöason út-
gerðarmaður á Akranesi
mundi erfa sæti Jóns fyrir
Vesturland, en i seinni tiö
hafa fleiri verið nefndir,
svo sem Páll Gislason
læknir, sem lengi var á
Akranesiog nýtur vinsælda
þar. Siðasta hugmyndin,
sem rædd er nú innan Sjálf-
stæðisflokksins, er að hafa
Gunnar Thoroddsen iðnað-
arráðherra efstan á lista
flokksins á Vesturlandi.
Með þvi mundi flokkurinn
forðast mjög erfiða röðun á
lista I Reykjavik, sem gæti
leitt til prófkjörs og átaka.
Gunnar er raunar gamall
þingmaður Snæfellinga.
o
HEYRT: Að Náttúrulækn-
ingafelag Islands hafi hug
á að kaupa Húsmæðraskól-
ann að Laugalandi i Eyja-
firði. Hyggst félagið reka
þar heilsuræktarstöö, en
visir að slikri stöð hefur
verið þar i sumar og notið
vinsælda.
o
HLERAÐ: Að ibúðarhús
eins af hæstu skattgreið-
endum i Reykjavik i ár hafi
nýlega verið boðið upp á
nauðungaruppboði. Húsið
var slegið á einar 14 millj-
ónir en ekki metið i sölu
nema á 11-12 milljónir.
Ahvilandi skuldir á fast-
eigninni eru sagðar hafa
numið 30 milljónum króna
Húseigandinn fyrrverandi
hyggstnú stofna bilaleiguá
Kanarieyjum.