Alþýðublaðið - 08.09.1976, Síða 2
2 STJÓRNMÁL /í FRÉTTIR
AAiðvikudagur 8. september 1976.
alþýðu1
blaðíð
tltgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Otbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga-
deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar -
simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Askriftarverð: 1000
krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu.
Alþýðublaðið ræðir við fólk á vinnustað:
Fólk setur ekki
Samningar við Elkem?
islenzk stjórnvöld hafa að undanförnu átt viðræður
við fulltrúa norska stórfyrirtækisins Elkem Spiger-
verket a/s um þátttöku þess í smíði járnblendiverk-
smiðju á Grundartanga. Viðræðurnar hófust nokkru
eftir að Ijóst varð að bandaríska fyrirtækið Union
Carbide myndi ekki standa við gerða samninga um
smiði verksmiðjunnar.
Á síðustu árum hafa íslendingar átt viðskipti við
nokkur erlend stórfyrirtæki vegna stóriðju og virkj-
ana. AAá þar nefna Alussie og Johns AAanville. Samn-
ingar íslenzkra stjórnvalda við Alusisse hafa verið
mjög umdeildir, og talið að þar haf i íslendingar samið
af sér.
(slendingar hafa litla reynslu í viðskiptum við f jöl-
þjóðleg fyrirtæki, sem sum velta árlega mun hærri
fjárhæðum en fjárlög íslenzka ríkisins nema. Þeir
þekkja lítið til þeirra klókinda og viðskiptalegu ref-
skákar, sem leikin er á þessu sviði. Þeir hafa gengið
til leiks með bundið fyrir augun og verið auðveld bráð
þrautreyndra samningamanna og viðskiptajöfra.
Nú eru þeir reynslunni ríkari og hafa vítin til að var-
ast. Þess er því að vænta að íslenzk stjórnvöld geri
góða samninga við Elkem Spigerverket og láti ekki
hlunnfara sig. Það er í eðli sínu nokkur trygging fyrir
hagkvæmum samningum, að i þetta sinn skuli vera
um að ræða norskt f yrirtæki, sem hef ur á sér gott orð í
heimalandi sínu og talið meðal traustustu hlutafélaga,
sem þar starfa. En engu að síður er nauðsynlegt að
vera á varðbergi.
Alþýðublaðið kynnir þessa daga í nokkrum greinum
Elkem Spigerverket. Þar kemur meðal annars fram,
að forystumenn norska verkamannaflokksins bera'
traust til þessa fyrirtækis. Þeir segja, að það hafi
komið verulega til móts við kröfur verkalýðshreyf-
ingarinnar um bætta aðstöðu á vinnustöðum, og að
það virðist hafa gert heiðarlegar tilraunir til að koma
i veg fyrir mengun frá verksmiðjum sínum.
Þá er engin hætta á að norska fyrirtækið geri sömu
kröf ur og Union Carbide um hreina stéttarskiptingu í
hópi starfsmanna í væntanlegri verksmiðju. Union
Carbide vildi f lokka menn eftir stöðum, vildi láta yf-
irmannahópinn búa við þægindi og munað, en hina
lægra settu við rétt liðlega mannsæmandi aðstöðu.
Slíkt verður ekki þolað á Islandi.
Hjá Elkem Spigerverket starfa nú 8500 manns á 35
stöðum í Noregi og víðar. Eigendur fyrirtækisins eru
15 þúsund hluthafar og starfsmenn eiga fulltrúa í
aðalstjórn. Fyrirtækið starfar í sex deildum, áldeild,
stáldeild, járnblendideild, námudeild, verkfræðideild
og deild til fullvinnslu á hverskonar varningi, sem bú-
inn er til úr þeim hráefnum, sem fyrirtækið framleið-
ir.
Fyrirtækiðer ungt að árum, stofnað 1972 með sam-
einingu tveggja rótgróinna fyrirtækja. I fyrra nam
velta þess rúmlega 82 milljörðum íslenzkra króna og
útf lutningsverðmæti frá Noregi um 50 milljörðum ís-
lenzkra króna.
Járnblendideildin er stærst innan fyrirtækisins. Frá
járnblendiverksmiðjum berst mikið magn af margs-
konar úrgangi. AAeð reyk berst gífurlegt magn af f ín-
gerðu ryki, sem er f lókið að ef nasamsetningu. Talið er
sannað, að í þessu ryki séu engin þau efni, sem talizt
geti mönnum og dýrum hættuleg. Hins vegar eru þau
einkar hvimleið, þegar þess er gætt að f rá meðalstórri
verksmiðju berast um 10 þúsund tonn af ryki á ári. El-
kem Spigerverket hefur náð miklum árangri í því að
ná þessu ryki úr reyknum, og verða íslenzku samn-
ingamennirnir að gæta þess vandlega að öll nauðsyn-
leg hreinsitæki verði í verksmiðjunni.
Samningaviðræður viðElkem Spigerverket eru nú
komnar á þaðstig að vænta má úrslita f Ijótlega. Nú er
verið að kanna ýmsar tæknihliðar málsins og verður
meðal annars fjallað um þær á fundi f Osló 27.
september.— Or því að íslenzk stjórnvöld töldu nauð-
synlegt að reisa járnblendiverksmiðju, verða þau að
tryggja beztu hugsanlega samninga. ( sambandi við
þessar viðræður væri ekki óeðlilegt að fulltrúar
verkaiýðshreyfingarinnar fengju að fylgjast með,
þegar fjallað verður um vinnuumhverfi og aðstöðu
alla, og jaf nvel stjórn fyrirtækisins. Ef að líkum lætur
mun reksturinn byggjast á vinnu þeirra.
—AG—
peninga í banka
svona
.
Alþýðublaðið hafði i gær sam-
band við Kristvin Kristvinsson
trúnaðarmann verkalýösfélag-
anna hjá Bæjarútgerð Reykja-
vikur. Kristvin sagði, að þar
ræddi fók annað hvort um
dýrtíðina eða þá um stórglæpi og
svindl. Hann sagði að fólk væri
farið að vonast til að geta rætt
um eitthvað annað hugleiknara.
Ústöðvandi
verðbólga
„Það er óhætt að segja að fólk
stendur alveg klumsa frammi
fyrir þessari óstöðvandi verð-
bólgu. Það má kannski segja að
búið sé að deyfa fólk fyrir þessum
málum þannig að það ætti ekki að
láta nýjar álögur oghækkað verð-
lag raska ró sinni,” sagði
Kristvin.
Hann sagðist telja, að sjálfvirk
hækkun búvöruverðs gæti ekki
haldið áfram, hana þyrfti að
stöðva og það, sem allra fyrst.
Hann sagðist vonast til, aö
Alþýðusambandsþingið, sem
kæmi saman i nóvember, tæki
ákveðna afstöðu til þessara mála
og afgerandi afstöðu.
Kristvin sagði, að nú sem stæði
væri mikil atvinna i frysti-
húsunum og yfirleitt væri unnið
til klukkan sjö á hverjum degi,
enda hefði mikið fækkað eftir aö
skólarnir hófust.
Vinnutíminn of
langur, en
dugar þó varla
til að framfleyta
fjölskyldunni
Snjólaug Kristjánsdóttir, sem
vinnur hjá Isbirninum h.f., sagði i
viðtali við Alþýðublaðið, að vinna
væri enn mikil og hefði svo verið i
allt sumar. Hún sagði að mikill
fjöldi þeirra kvenna sem þarna
ynni væru húsmæður og mjög
algengt væri að bæði hjónin ynnu
á sama vinnustaðnum eins og t.d.
oft hjá þeim.
.
s
1 .
l ,1
.
„Jú, það má segja, að kaupið uppgefið og gæti lftið sinnt
hafi verið nokkuð gott, þ.e.a.s. heimilinu þegar heim kæmi.
miklir peningar, eða háar „Það má kannski segja að þetta
upphæðir. Þrátt fyrir það gera sé ómennskt, að slfta sér út á
hjón ekki betur en að halda heim- þennan hátt. En það dugar ekki
ilinu gangandi. Það setur enginn * minna. Eftir siðustu hækkun á
neitt i banka, sem vinnur i frysti- landbúnaðarvörum er óhætt að
húsi,” sagði Snjólaug. segja að mjólk sé að verða
munaðarvara á Islandi,” sagði
Hún sagði að þetta væri erfiðis- Snjólaug. „En þetta getur gengið
vinna og ekki sizt bónuskerfið. meðan fólk hefur góða heilsu, en
Auk þess væri þetta allt of langur þag er langt frá þvi aö vera'gott.”
vinnudagur. Fólk væri dauð- _bj
VILJA RÁÐA RITSTJÖRA
AÐ ALÞÝÐUMANNINUM
Starf ritstjóra Alþýðumanns
ins á Akureyri hefur verið aug-
lýst laust til umsóknar og einnig
starf auglýsingastjóra.
Ráðningartimi beggja er eitt
ár, sem siðan er framlengdur,
ef báöir vilja. Ritstjóri þarf að
geta hafiö störf sem fyrst.
Fram kemur, að ritstjóri þarf
ekki að vera pólitlskur eða sja
um pólitiskt efni i blaðinu. Nú
eru fyrirhugaðar miklar breyt-
ingar á Alþýöumanninum og
þeir, sem áhuga hafa á fyrr-
nefndum störfum eiga að hafa
samband við Bárð Halldórsson
á Akureyri.
FUNÐURINN Á SIGLUFIRÐI
HALDINN Á SUNNUD AGINN
Aðalfundur Kjördæmaráðs ^l-
þýðuflokksins I Noröurlandskjór-
dæmi vestra verður haldinn
næsta sunnudag á Siglufirði, eins
og nánar er auglýst i tilkynninga-
dálki um flokksstarf á blaðsiðu 13
i blaðinu i dag.
Fundi þessum, sem halda átti
um siðustu helgi, var þá frestað
vegna hinnar miklu vinnu, sem
verið hefur á Siglufirði.
A aðalfundinn mæta Benedikt
Gröndal, formaður Alþýðuflokks-
ins og Finnur Torfi Stefánsson.