Alþýðublaðið - 08.09.1976, Blaðsíða 3
SSm'
Miðvikudagur 8. september 1976.
FRÉTTIR 3
Boeing 747 risaþota af
svipaðri gerð og SAS
tekur nú i þjónustu, við
farmhleðslu i Frankfurt
flugvelli i Þýzkalandi.
SAS fær
Combi risa-
þotur á
Norður-
Atlanzhafs-
flugleiðina
Norræna flugfélaga-
samsteypan SAS hefur
fest kaup á risaþotu af
gerðinni Boeing 747-b
„Combi”, sem sameinar
farþega- og vöru-
flutninga. Kaupverð
hinnar nýju þotu, sem
afhent verur i október á
næsta ári er 45 milljónir
dollara, eða hálfur
niundi milljarður isl.
króna.
Þá hefur SAS tryggt sér
forkaupsrétt á annari eins þotu,
sem yröi afhent á árinu 1978 eha
1979.
Nýja „Combi” risaþotan
veröur fyrst og fremst notuð i
flugi yfir Noröuj-AtlanzhafiB og
leysir vel þörf felagsins á auknu
rými jafnt fyrir farþega og vörur,
og vegna eölis hinnar nýju þotu er
hægt aö breyta án mikils fyrir-
vara hlutfalli fólksflutninga- og
vöruflutninga I þotunni. Sé hiln i
farþegaflugi einvöröungu getur
hún flutt 400 farþega, en hún
getur einnig tekiö 200 farþega og
12 flutningagáma.
Akvörðun stjórnar SAS um
kaup þessarar nýju þotu er tekin
eftir tveggja ára athugun á fram-
tiðarþörf félagsins á flugkosti, og
þotan mun anna sömu verkefnum
og ein farþegaþota og ein vöru-
flutningaþota I dag gera saman.
—BS
Hörð ádeila á skattrannsóknir í lesendabréfi:
EKKI HJA OKKUR!
í lesendabréfi sem
birt er i Dagblaðinu sl.
mánudag fer bréf-
ritari, sem titlar sig
„starfsmann á rann-
sóknarstofu”, en gefur
ekki upp nafn sitt,
hörðum orðum um þau
vinnubrögð sem hann
segir tiðkuð i rann-
sóknum á skatt-
framtölum. Segir i
bréfinu að um 96% af
starfskrafti skattstjóra
landsins séu i þvi að
rannsaka framtöl
launþega i landinu og
meðaltalsupphæðin
sem rannsóknar sé
krafist á sé um 7000
krónur. Á meðan sé
þeim aðilum, sem i
sjálfsvald er sett að
hagræða framtölum
sinum að miklu leyti
eftir þörfum, hlift við
rannsókn.
En þegar rannsóknaripenn fái
stóra skattsvikara i netið hafa
- segja bæði Skattrannsóknar-
stjóri og yfirmaður rannsóknar-
deildar Skattstofu Reykjavíkur
þeir i flimtingum, aö
viðkomandi hafi ekki borgað i
flokkssjóðinn sinn eöa neitaö aö
greiða uppsett verð fyrir fram-
taliö sitt.
Áreiðanlega hjá
Skattstofu
Reykjavikur!
— Ég kannast ekkert viö þau
vinnubrögö sem lýst er i þessu
bréfi, sagði Guömundur
Þórðarson, sem gegnir störfum
skattrannsóknarstjóra i fjar-
veru Gunnars Jóhannssonar. —
Þetta er áreiðanlega skrifaö af
starfsmanni rannsóknardeildar
Skattstofu Reykjavikur, enda
erum viö ekkert i svona sparða-
tiningi hér. Látum þá aiveg um
það.
Hér erum viö i rannsókn á
einstaka málum, sem okkur
þykja grunsamleg og höfum
grun um aö skattsvik séu á
feröinni, bæöi vegna skattfram-
tals og eigin grunsemda. Og svo
tökum viö auðvitaö viö verk-
efnum frá einstaka skattstofum.
En svona tittlingaskit eins og
lýst er i bréfinu eigum viö
ekkert við. Hér eru stóru málin.
Afneita þessu alveg
— Segja þeir þaö, já, varö
Ingimundi Magnússyni hjá
rannsóknardeild Skattstofu
Reykjavikur að oröiö þegar viö
hermdum honum ummæli Guð-
mundar Þóröarsœiar. — Ég
kannast ekkert viö þetta, og er
sannfærður um að enginn
starfsmaður hér hefur skrifaö
þetta. Kynni aö visu aö vera
einhver sem er hættur hér fyrir
nokkrum árum, en þarna er
fariö svo rangt með staö-
reyndir, að það getur ekki veriö
neinn sem starfar hér nú. Ég
afneita þessu algjörlega.
Vinnan sem hér er unnin er
einfóld.,rútinuvinna”, þar sem
borin eru saman framtöl við
launaseöla. Við slikan kannanir
koma oft upp misræmi milli
seðla og framtals og þá þurfum
við auðvitað aö rannsaka þaö.
Yfirleitter umsmámál aö ræða,
gleymsku eöa aö komið hefúr
viöbótarlaunaseöill vegna þess
aö sá fyrri hefur veriö rangur.
Þá athugum viö hvers vegna sá
fyrri hefur verið notaður viö
framtalið þótt rangur væri.
Þetta á sér oftast eölilegar
skýringar, en þetta er að sjálf-
sögðu timafrekt.
Þaö er svo hrein vitleysa að
viö látum þá aöila aö mestu i
friöi, sem upp eru taldir i Dag-
blaöinu, eins og verktaka, tann-
lækna, gullmiöiö og fleiri.
Þessir aöilar fá hins vegar ekki
launaseðla eins og launþegar og
þvi er timafrekara að rannsaka
þeirra framtöl. Það verður að
gerastmeðþviaöfara i gegnum
bókhald þessara manna. Ef viö
tökum til dæmis tannlækna þá
veröum viö að fara i gegnum
bækurnar hjá þeim, þar sem
þeir skrá alla sem eiga tima hjá
þeim. Þaö getum viö svo haft til
hliðsjónar þegar tekjur eru
áætlaðar.
Annars eru þessar stéttir
hættar aö gefa upp vinnukonu-
laun siöan tannlæknum var
neitaö um lóö i Espigeröinu
foröum vegna þess að þeir væru
tekjulausir samkvæmt framtali
og gætu þar af leiðandi ekki
byggt sér. Þaö varð til þess að
þeir og aðrir sem eins stendur á
fyrir gagnvart framtali fóru aö
gefa upp mannsæmandi tekjur.
En sem sagt, ég haröneita þvi
aðþessi lýsing bréfritarans eigi
viö vinnubrögð okkar, sagöi
Ingimundur Magnússon að
lokum. —iim
avuna ULiinigctbMt Cllia Ufc viuuwiai laujuwuuui vcgua pcoa iun.um.
Að sjá fatatízkuna áður
en fötin koma í búðirnar
1 dag hefst fyrsti viöburður hárskurður, veröur dregið um
kynningarárs um íslenzkan iönaö kjólasaumur og Islenzk föt aö eigin va
Sýningarfóik frá Módelsam-
tökunum hefur æft af kappi fyrir
stærstu og iburöarmestu tizku-
sýningar, sem hér hafa verið
haldnar. Þær veröa 14 talsins.
1 dag hefst fyrsti viöburður
kynningarárs um islenzkan iönaö
þegar opnuö veröur stærsta fata
sýning, sem hér hefur verið
haldin, sýningin islenzk föt 76 i
Laugardalshöll. Þar kynna 30
innlendir fataframleiðendur
varning sinn, ekki aöeins
verzlunareigendum og innkaupa-
stjórum, heldur er öllum almenn-
ingi gefinn kostur á aö sjá úrvaliö
og kynna sér af eigin raun áöur en
fötin koma i búöir.
En þaö veröur margt meira á
seyöi i höllinni hina fimm daga
sem sýningin stendur. Tizku-
sýningar veröa þar alla daga —
og I anddyri hallarinnar veröa
kynntar fjórar iöngreinar:
hárgreiösla,
hárskurður,
kjólasaumur og
klæöasaumur.
Þar hafa verið settar upp hár-
greiöslustofa og rakarastofa, og
verður þeim, sem að komast
gefinn kostur á ókeypis hársnyrt-
ingu.
Tizkusýningarnar verða 14 —
og aö sögn forráöamanna
sýningarinnr þær stærstu og
iburöarmestu, sem hafa veriö
haldnar hér á landi.
Aögöngumiðar veröa seldir aö
sýningunni, 400 krónur fyrir full-
oröna en 200 krónur fyrir börn.
Þetta eru þó nánast kaup á happ-
drættismiðum fremur en
aðgangseyrir, þvi hver miöi gildir
sem happdrættismiöi, og daglega
veröur dregiö um vinning:
Islenzk föt aö eigin vali fyrir 25
þúsund krónur. I lok
sýningarinnar veröur svo dregiö
úr öllum miðum, aðalvinningur:
Islenzkur fatnaöur á alla fjöl-
skylduna fyrir 200 þúsund krónur.
—BS
Samningarnir. sem sjómenn felldu.
lögbundnir með bráðabirgðalögum
Að beiðni sjávarútvegsráö-
herra gaf forseti Islands út
bráðabirgðalög I fyrrakvöld meö
lagasetningunni svo og lögin
sjálf.
Forseti íslands
gjörir kunnugt:
Sjávarútvegsráöherra hefúr
tjáð mér, aö brýna nauðsyn beri
til þess aö ákveöa meö lögum
kaup og kjör sjómanna um land
allt á timabilinu frá 16. febrúar
1976 til 15. mai 1977, en kjör
sjómanna á togurum yfir 500 br.
lestir til 1. janúar 1977. Lang-
varandi óvissa hefur skapast 1
kjaramálum sjómanna þar sem
einstök félög og landssambönd
hafa fellt samninga, sem
samninganefndir sjómanna hafa
undirritaö eða skuldbundiö sig til
þess aö undirrita og einnig eru
dæmi þess aö sjómannafélög hafi
ekki átt aðild aö samninga-
nefndum, sem unnu aö gerö
þessara samninga. Nokkur félög
hafa samþykkt samningana en
sum þeirra sem felldu þá hafa
staðiö i málaferlum út af gildi
þeirra. Til þess aö eyða þessari
óvissu og samræma kjör
sjómanna, ber brýna nauðsyn til
að lögbinda þessa samninga,
þannig aö þeir ákveöi kaup og
kjör sjómanna um land allt, enda
eru samningar þessir gerðir i
beinu framhaldi þeirra
breytinga, sem geröar voru á
sjóðakerfi sjávarútvegsins með
lögum nr. 4 12. febrúar 1976 um
Stofnfjársjóö fiskiskipa og nr 5 12.
febrúar 1976 um útflutningsgjald
af sjávarafuröum, en með sjóöa-
kerfisbreytingunni var gert ráö
fyrir þvi, að samningar af
þessu tagi yröu geröir.
Fyrir þvi eru hér meö sett
bráðabir^Jalögsamkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar á þessa leið:
l. gr.
Samningar þeir, sem
samninganefndir sjómanna og
útvegsmanna undirrituöu 29.
febrúar 1976, 1. og 27. mars 1976,
14. mai 1976 og 28. júli 1976 og
prentaðir eru á fylgiskjölum I. —
X. meö lögum þessum skulu gilda
um kaup og kjör sjómanna um
land allt eftir þvi sem við á fyrir
hvertfélag sem aðild átti að þeim
og fyrir það timabil, sem samn-
ingarnir kveða á um. Fyrir þau
félög sjómanna, sem ekki áttu
neina aðild aö samningum
þessum skulu þeir einnig ákveöa
kaup og kjör, eftir þvi sem við
getur átt og með þeim hætti, sem
tiðkast hefur. Samningurinn frá
28. júli' 1976 skal einnig gilda eftir
þvi sem við á fyrir þau félög
sjómanna, sem ekki áttu aöild að
honum.
2. gr.
Verkbönn og verkíöll, þar á
meðal samúöarverkföll, eöa
aðrar aðgerðir I þvi skyni aö
knýja fram aöra skipan kjara-
mála en lög þessi ákveöa eöa eru
óheimil, sbr. 17. gr. laga nr. 88 frá
1938 um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Þó er samningsaöilum
sbr. 1. gr. heimilt aö koma sér
saman um breytingar á þar
greindum samningum, en eigi má
knýja þær breytingar fram meö
vinnustöðvun.
3. gr.
Meö brot á lögum þessum skal
fara að hætti opinberra mála og
| varða brot sektum.
f 4. gr.
Lög þessi öölast þegar gildi, en
falla að fullu og öllu úr gildi 15.
mai' 1977.
Gjörtá Bessastöðum
6.september,
Kristján Eldjárn
í upphafi ðnkynningarárs:
Kaupa Hjálparsveit-
irnar erlenda
svefnpoka?
Út er komiö 2. tölublaö 2.
árgangs af Hjálparsveitar-
fréttum, en það er fréttabréf,
gefið út af Landsambandi
hjálparsveita skáta. Ritstjóri
og ábyrgöarmaður Hjálpar-
sveitafrétta er Sigurður Kon-
ráðsson.
1 fréttabréfinu er m.a. sagt
frá samæfingu hjálparsveit-
anna, sem haldin var við
Hreiðavatn dagana 28.-30. mai
sl. Aöalverkefni æfingarinnar
var að leita uppi týnda flugvél
meö skólabörn sem farþega.
Landsamband hjálparsveita
skáta er nú að kanna mögu-
leika á sameiginlegum inn-
kaupum á svefnpokum og hafa
henni þegar borizt tvö erlend
tilboö. Landsambandiö fær
styrk frá rikinu og er upphæö
hans óbreytt frá fyrra ári.
Helmingur styrkjarins hefur
þegar verið greiddur, en ein
helzta tekjulind hjálparsveit-
anna hér á landi er flugelda-
sala um áramót.
Landsþing hjálparsveita
skáta veröur aö þessu sinni
haldið i Vestmannaeyjum,
dagana 18.-19. september.
Margt verður þar á dagskrá
og munu m.a. milliþinga-
nefndir (laganefnd, fjármála-
nefnd og úrvalsnefnd) skila
greinargerðum um starfsemi
sina. AV.