Alþýðublaðið - 08.09.1976, Page 4
4 VETTVANGUR
Miðvikudagur 8. september 1976.
HEROITV
flæðir til Noregs
í auknum mæli
Nú hafa heroin-salar
komið auga á sölu-
möguieika i Skandi-
naviu. Smygl og dreif-
ing eiturlyfjanna er i
höndum fjölmennra
glæpahringa. Lögregl-
an er mjög uggandi
vegna þessarar þróun-
ar og er haft eftir
henni, að ef ekki væri
hægt að beita simhler-
unum tii að koma upp
um smyglarana, þá
væru allar bjargir
bannaðar.
Menn óttast nú mjög þær af-
leiðingar sem ásókn eiturlyfja-
sala til Skandinavíu getur haft.
Er lögð mikil áherzla á,að hvert
land fyrir sig, verði að berjast
gegn þessari ógnvænlegu þróun
með öllum tiltækum ráðum. Þvi
hafa verið teknar upp fyrr-
nefndar simhleranir i Sviþjóð
a.m.k. og hafa þær reynzt mjög
árangursrikar i baráttunni gegn
eiturlyfjasmygli.
Sænska lögreglan hefur litið
viljað tjá sig um þessar sim-
hleranir og þá möguleika sem
þær gefa. Ekki vegna þess að
slikar aðferðir séu taldar rang-
ar, heldur vegna þess að þvi
minna sem glæpamennirnir vita
um þetta, þeim mun auðveldara
verður að handsama þá.
Þó hefur lögreglan látið hafa
eftir sér, að upplýsingar sem
fást með simhlerunum, séu
aldrei notaðar til aö sanna sekt
manna. Þeirra er aðeins aflað i
þvi augnamiði, að þær leiði til
annarra og mikilvægari sann-
anna t.d. þegar um stórfellt
smygl er að ræða.
Siðan 1969.
1 Noregi hefur simhlerunum
hins vegar ekki verið beitt fram
til þessa. Norsk stjórnvöld hafa
hingaö til veigrað sér viö að
gefa lögreglunni leyfi til að nota
þessa tækni til að koma upp um
eiturlyfjasmyglara og aöra
misindismenn.
Það var árið 1969 sem lögregl-
an i Sviþjóð hóf aö hlera sima
manna, grunaða um eiturlyfja-
sölu og hefur siðan verið hlerað
hjá um það bil 300 manns.
Arangurinn hefur ekki látið á
sér standa. Samanlagt mun þaö
veraum 1 tonn af hassi sem hef-
ur verið gert upptækt. Við þetta
bætast svo 242 kiló af amfeta-
mini. Sem sagt — eiturlyf fyrir
tugi ef ekki hundruð milljóna.
Ekki nóg með það —. Frá
haustinu 1974 og þar til i fyrra
hefur sænska lögreglan afhjúp-
að nokkra fjölmenna glæpa-
hringi. Um 40 stórsmyglarar
hafa veriö handteknir og dæmd-
ir til langrar fangelsisdvalar.
En hvernig er simhlerunum
háttað? Má hlera simann hjá
fólkiilengrieöa skemmritima?
Er þarnaum aö ræða geðþótta-
ákvarðanir hjá lögreglunni?
Nei, þvi fer viðs fjarri. í upp-
hafi veröur að fá viöurkenningu
hjá dómstólum, og þaö má ekki
hlerasima hinna grunuöu leng-
ur en mánuð I senn. Ef hleran-
irnar leiða ekkert i ljós sem
hægt er að hanka hina grunuðu
á, þá verður lögreglan að fara
með málið fyrir dómstóla og fá
leyfið framlengt.
Aðrar leiðir.
Aður en máiiö er lagt fyrir
dómstóla, hefur ferill hins grun-
aða verið rannsakaður mjög ná-
kvæmlega. Ef sú rannsókn leiö-
irekkiiljóssannanirsem nægja
til handtöku, þá fyrst er gripið
til simhlerana.
Akvörðunin um slmhleranir
er hverju sinni tekin af mörgum
aðilum, áður en hún er lögð fyrir
dómara til staðfestingar.
Yfirmaöur eiturlyfjadeildar-
innar er sá fyrsti sem þarf að
leggja blessun slna yfir ákvörð-
unina. Þá er hún borin undir
Það er enginn vafi á
þvi, að heroin gengur
kaupum og sölum i
miklu magni i Stokk-
hólmi, segir i sænska
dagblaðinu Verdens
gang. Og það er bara
spuming um tima, hve-
nær Osló verður sölu-
torg eitursins.
skrifstofustjóra Rikislögregl-
unnar. Finnisthonum aðstæður
benda til þess að hinn grunaöi sé
sekur, lætur hann málið ganga
áfram til yfirlögreglustjóra. Sé
hann sammála mati eiturlyfja-
deildarinnar, er málið sent til
saksóknara, sem siðan iætur
það ganga til dómstóla til viður-
kenningar.
Það hefur aðeins örsjaldan
gerztað fólkhafiveriðhaft fyrir
rangri sök og slmi þess hlerað-
ur. 99 prósent af tilfellunum
hafa reynzt rétt og hinir „hler-
uðu” hafa verið handteknir fyr-
ir eiturlyfjabrask og hlotið sinn
dóm.
Fleiri og fleiri eiturlyfjaneyt-
endur verða nú fráhverfir hass-
reykingum, en snúa sér aö
heróininu i staðinn. En það er
einmitt heróin sem er einna
mest vanabindandi af öllum
þeim fikniefnum sem menn
þekkja.
Fram til þessa hafa margir
forðazt sprauturnar eins og
heitan eldinn. Mönnum fannst
alltilagi að reykjahass ogjafii-
vel að nota amfetamin og önnur
ofskynjunarlyf. En heroin,
morfin og annað þess háttar
freistaði fólks yfirleitt ekki.
En þegar heroin fór að berast
til landsins I striðum straumum
breyttist viðhorf fólks til þess.
Eiturlyfjaneytendurnir eru
farnir að reykja það, blandað
með öðrum efnum, eða þá að
þeir sjúga heroin-duft upp i
nefið. Þetta tvennt kemur I stað
sprautunnar, sé það gert I nógu
miklum mæli.
Amsterdam —
helzta sölumiðstöðin
Amsterdam er ein helzta
dreifingarmiðstöð heroins i
Vestur-Evrópu. Fyrir um það
bil einu og hálfu ári siðan tókst
lögreglunni, aðhandtaka stóran
hóp heroinsmyglara, og
reyndust sumir þeirra vera
stærstu miölamir i Amsterdam.
Þá var hægt að hagnast vel á
sölu eiturlyfja og var verðið
500-600 s.krónur fyrir 0.3
gramma glas af heroini.
Eftir að lögreglan hafði látið
til skarar skriöa, beindist heroin
salan einkum til Sviþjóðar. 1
kjölfar þess lækkaði verðið
niður i 300kr. s. fyrir kapsúluna.
En þetta hafði aðrar og miklu
hryllilegri afleiðingar i för með
sér. Dauðsföll af völdum of-
neyzlu urðu æ tiðari, ásamt
auknum ránum og alls kyns
óspektum.
Um áramótin siðustu
heppnaðist lögreglunni loks að
afhjúpa fjölmennan glæpa-
hring, sem meðal annars hafði
séð um dreifingu heroins.Hafði
þetta tekizt eftir langvarandi
samvinnu við lögregluna á
öðrum Norðurlöndum.
Höfuðpaurarnir, sem
reyndust vera tveir voru hand
teknir i Amsterdam. Sú hand-
taka leiddi til þess, að skömmu
siðar voru sex menn gripnir i
Stokkhólmi, grunaðir um að
hafa smyglað miklu magni
heroins frá Sviss til Sviþjóðar.
Heroin smyglararnir senda
oft marga skammta i einu frá
Amsterdam til Sviþjóðar.
Hugsunin bak við þetta er sú, að
a.m.k. nokkrir skammtanna
komist i gegnum tollinn. Þá
benda likur til að hóparnir hafi
„boðið” vissum aðilum eitthvað
af góðgætinu, ef séð yrði til þess
að athygli tollgæzlumannanna
beindist ekki að sendingunum.
Island:
Cannabis-
efnin
algengust
Hjá Fikniefnadei1d
lögreglunnar i Reykjavik
fengum við þær upplýsingar, að
á siðastliðnu ári hefðu starfs-
menn hennar ekki orðið varir
við að heroin væri hér I umferð.
Þau fikniefni sem einkum
væru i umferð hér, væru svo-
kölluð cannabisefni, en undir
þau flokkast hass, marijuana og
hassoli'a.
Hins vegar hefur talsvert
boriðáþvi, aðamfetamin séhér
á boðstólum og þá einkum i
töfluformi. Eins og fólk veit er
þetta lyf gefið vegna tiltekinna
sjúkdóma, og fæst einungis
gegn framvisun lyfseðils. Sagði
Guðmundur Gigja hjá Fikni-
efnadeildinni að svo virtist sem
þessi möguleiki væri að ein-
hverju leyti misnotaður ef menn
vilja verða sér úti um einhvers
konar eiturlyf.
Auk þess sagði Guömundur að
eitthvað hefði orðiö vart við
amfetamin-duft, en það væri þó
i mjög litlum mæli. —JSS
JSS
Svíþjöð:
Hass er byrjunin
— síðan kemur
HEROIN
í leiðara Dagblaðsins
sl. mánudag er vikið að
máli, sem litið hefur
verið rætt i fjölmiðlum
að undanförnu. Hér er
um að ræða upplýs-
ingamiðlun stjórnvalda.
Jónas Kristjánsson rit-
stjóri heldur því fram að
litið sé að marka
upplýsingar, sem opin-
berir embættísmenn
veiti. Jónas nefnir
dæmi, máli sinu til
stuðnings. Siðan segir:
„Hugarfarið á bak við
slika upplýsingamiðlun
embættismanna og ráð-
herra er án efa hættu-
legt. Þessi framkoma
hlýtur að grafa undan
sjálfsvirðingu þeirra,
sem blekkingum beita,
og bjóða heim margvis-
legri spillingu.”
Niðurlagsorð rit-
stjórans eru siðan þessi:
„Valdamenn eiga að
segja sannleikann, allan
sannleikann og ekkert
nema sannleikann.”
Lög um þagnarskyldu
Það er sjálfsagt rétt hjá Jónasi,
að upplýsingar hins opinbera
eru ekki alltaf sannleikanum
samkvæmar. Hitt mun þó eff til
vill vera alvarlegra, að opinberir
embættismenn og ráðamenn
neita að veita umbeðnar
upplýsingar. Nú dettur mér ekki i
hug að halda þvi fram að stjórn-
völd eigitvimælalaust að veita al-
menningi allar upplýsingar. í
Islenzkum lögum má finna dreifð
ákvæði um þagnarskyldu og
leyndarskyldu, svo sem i lögum
um réttindi og skyldur starfs-
manna rikisins (sbr. 32. laga nr.
38. 1954). Þá eru einnig ákvæði
um brot gegn þagnarskyldu i
almennum hegningarlögum. A
hinn bóginn eru engin ákvæði i
íslenzkri löggjöf um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda, eins og þekk-
ist annars staðar erlendis. Lög
um upplýsingaskyldu stjórnvalda
hafa t.d. verið i gildi i Sviþjóð i
meira en 200 ár.
Það fer ekki á milli mála að
ýmsar heimildir og upplýsingar,
sem stjórnvöld geyma i fórum
sinum eru þess háttar að ekki er
eðlilegt að um sé fjallaö opin-
berlega. Þetta munu almennt
vera viðurkennd sannindi, sem
viðkomandi aöilar fara eftir, og
virða með þvi þann trúnað, sem
þeir eru bundnir.
Þögn eða yfirhylming
Eins og áður er sagt eru hér á
landi engin lög um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda. Afleiðing
þess er sú, að hér hefur þróazt
sérstök tegund embættismennsku
sem ersvoyfirborðslegaðvarla á
sér hliðstæðu annars staðar.
1 felenzka stjórnkerfinu grass-
erar sá sjúkdómur, að embættis-
menn veröi að þegja yfir öllu sem
varðar rekstur og starfsemi
hinna ýmsu stofnana, nefnda og
ráöa kerfisins. Eðli málsins
viröist oftast ráða litlu um það
hvort þagnarskyldunni er brugðið
upp eða ekki. Þó bendir margt til
þess aö vissir málaflokkar falli
sjálfkrafa undir þagnarskylduna.