Alþýðublaðið - 08.09.1976, Qupperneq 14
14 FRÁ MORGNi...
Miðvikudagur 8. september 1976.
iSSir-
Svör
VIÐVÖRUN!
NOTIÐ EKKI
KÚLUPENNA
Foreldrar — bannið
börnunum að nota kúlu-
penna. Notkun þeirra get-
ur nefnilega haft i för
með sér hryggskekkju og
vöðvabólgur. Þeir geta
einnig komið i veg fyrir
að barnið þroski með sér
jafna og læsilega rithönd.
Þess vegna ætti að banna
börnum að nota kúlu-
penna, jafnt heima sem i
skólanum.
Það er Torbjörn
Danielsen, lektor í skrift
og uppeldisf ræðum við
kennaraskólann i Vest-
fold, sem sett hefur fram
þessa viðvörun. Hann
heldur því fram,að röng
skriffæri hafi í för með
sér ýmsar hreyfihömlur
og valdi því að rithönd
verður ólæsileg.
Enn sem komið er, segir
hann, getum við ekki byggt á
neinum visindalegum rann-
sóknum varðandi hlutverk heila*
og hreyfitauga þegar skrifað
er. En reynsla undanfarinna
ára veitir okkur fulla heimild til
að setja fram viðvaranir sem
þessa.
Danielsen varar við notkun
allra þeirra kúlupenna, sem eru
sivalir ogmjókka afliðandifram
að oddinum. Það er erfitt að
halda á þeim og afleiðingin
verður sú, að nemandinn gripur
ósjálfrátt fastar um skriffærið. í
langflestum tilfellum kreppast
fingurnir einnig að lófanum.
Þetta er mjög slæmt, bæði fyrir
blóðrásina og hreyfingu
handarinnar.
Það er hægt að eyðileggja
likama barns sem notar slikt
skriffæri. Við verðum að brýna
fyrir foreldrum að banna börn-
um notkun þessara kúlupenna,
segir hann.
1 stað kúlupennanna vill
Danielsen benda á fjölmörg
önnur og betri skriffæri svo sem
venjulega blýanta og blekpenna
(sjálfblekunga með fyllingum).
Að visu segist hann geta sam-
þykkt notkun vissrar gerðar af
kúlupennum. Þeir eiga helzt að
vera likir blýöntum að lögun og
hægt á að vera að skrifa með
þeim án þess að þeim sé þrýst of
fast á pappirinn.
AV
— Að visu inega börn nota vissa
gerð af kúlupennum, en þeir
eiga þá helzt að vera að lögun
eins og biýantar.
1. Hver er maðurinn?
2. Hvenær hófst pökkum Tropi-
cana hér á landi?
3. Númer hvað var húsið við
Laugaveginn sem brann sl.
sunnudag?
4. Hver skrifaði dagbók blaða-
manns i gær?
5. Hvað starfa margir á vegum
norska fyrirtækisins Elkem
Spiegerverket?
6. Hvenær verður fata-
kaupstefna F.I. iðnr. opnuð?
7. Hve margir nemendur stunda
nám i barna- og gagnfræðask. i
vetur?
8. Uppgvötuð hefur ný áhrifarik
megrunaðaðferð. 1 hverju er
hún fólgin?
9. Nýlega hækkaði þjóðar-
drykkur tslendinga, kaffið i
verði. Hvers vegna?
10. Visindamenn telja að fundizt
hafi nýtt lyf við krabbameini.
Hvað heitir það?
FRETTA-
GETRAUN
•|0SIUIBA3T '01
•nnisBja I ejsoaj Buga^ '6
•jmjjiAo
jnQjaS J3 euubujeS pnm jojs ‘8
•jnpuauiou OOOST BSaiQn l
•jj'u jaquiajdas ‘8 '9
•suueui 00S8 S
jnQBUI
-BQBiq uossuiAQno Jnpunuiæs 't
891 JN '£
'U61 Jqoi 8 'Z
■uossjnpiBa upjajs i
Þegar maóurnetur paöí
huga að þú varst einu sin
hallærislegasta stelpan i
bekknum, þá mætti segjc
að þú hafir bara spjarað
þig nokkuð vel.
FRAMHALDSSAGAIM
ekki selt húsið, Ruth, þú hefur of
viðkvæma samvisku til þess að
horfa upp á það, að eitthvað þessu
likt kæmi fyrir aðra. Og þó að ég
haldi, að Douglass sé bundinn við
húsið, get ég ekki séð þig fyrir
mér I hárri elli tritlandi um meö
tiu kilóa bibliu undir hendinni.”
Pat var rjóður af hósta og heit-
um tilfinningum og reyndi að
komast að, en Bruce þaggaði nið-
ur ihonum með handarhreyfingu.
Korndu
heim,
Ammí
Höfundur:
Barbara Michaels
Þýðandi:
Ingibjörg Jónsdóttir
Ruth var að hugsa um orðin ,,i
hárrielli”og greipþvi ekkifram i
fyrir honum.
„Við verðum að kveða
Campbell niður fyrir fullt og
allt,” sagði Bruce. „Það er eina
leiðin. Aðstæðurnar eru ekki eins
vonlausar og virðist, þvi að við
höfum lært sitt af hverju nú þeg-
ar. Hingað til hefur aðeins eitt
haft minnstu áhrif á gest okkar,
og það er biblian. Rökrétt hugsun
hlyti þvi að verða sú, að við leit-
uðum til mótmælenda prests. En
égefastum, að það sé gerlegt. Ég
held, að það séu engir helgisiðir
um brottrekstur illra anda i mót-
mælendatrú, og jafnvel þó að svo
væri, tefldum við á tvær hættur
með þvi að etja einhverjum öðr-
um fram gegn Douglass. Maður
með vissa skapgerð gæti misst
vitið.”
„En hvað þú ert bjartsýnn,”
sagði Pat bitur.,,Þú hefur einmitt
útilokað siðustu vonina.”
„Skelfing ertu skilningssljór,”
sagði Bruce fyrirlitlega. „Víð
höfum komist að all miklu þessa
tvo sólarhringa, en eitt vitum við
þó ekki enn. Hvað vantar
Douglass? Hvað varnar honum
hvfldar?”
„Hann þráir hana — Ammí,”
sagði Ruth örvæntingarfull.
„Hvernig getum við uppfyllt þá
þrá?”
,flvernig veistu, hvað hann
vill?” spuröi Bruce. „Má vera, að
hann kveljist vegna þess, að hann
veit ekki, hvað varö um hana.
Kannski gætum við komist að þvi.
Kannski þaðnægi honum. Ég trúi
þvi ekki fyrir mina parta, að þrá
hans sé svo saklaus. Hann bullar
af reiði og illvilja, aUt húsið er
rotið af hatri hans. Hvers vegna?
Ég segi ykkur, að það er sá hluti
sögunnar, sem við vitum ekki
enn.”
„Þaðgætiveriðrétt. „Pat varð
glaðlegri. „Það er svo margt,
sem passar ekki inn I túUcun þína,
Bruce. Eins og röddin t.d. Hún er
ekki Ulviljuð, hún er fremur við-
kvæmnisleg. Hvernig túlkarðu
það?”
„Ég get það ekki, og er ekki
vissum, að ég þurfiþess. Kannski
er þaðDouglass frá öðrutimabfli,
en likamningur er gamli maður-
inn, þegar hann var minna aðlað-
andi. Kannski er þetta rödd
Ammi, sem kallar hana aftur
heim. En hvort þeirra hreýföi
bókina?”
„Ekki Douglass,” sagði Ruth.
„Hann reyndi að koma i veg fyrir
að við finndum hana. Svo það
hlýtur að vera.”
„Ammi,” sagði Pat að lokum.
„En hún er heldur litU hjálp. Atti
bókin aðeins að sýna okkur árið,
svo að við finndum hinn rétta
Campbell? Eða hefur samsærið
sérstaka merkingu, sem við höf-
um ekki fundið enn?”
Sara, sem sat hugsandi og
feimin, rétti úr sér, strauk dökkt
hárið frá enninu, og rauf langa
þögn.
,JHvers vegna,” spurði hún að-
eins,” spyrjið þiö Ammí ekki?”
III
Klukkan sló tólf og þau voru
enn að rifast. Bruce var orðinn
dauðþreyttur, hann haUaði sér
aftur á bak i sófanum reiður á
svipinn.
„Ég geri það ekki,” sagði Pat.
Hann krosslagði hendurnar.
„Það er mitt lokasvar.”
„Við komumst aldrei að þessu
öðruvisi,” sagði Sara I fimmta
eða sjötta skiptið. „Það er eina
leiðin.”
„En áhættan, Sara,” sagði
Ruth. „Við opnuðum einu sinni
dyrnar fyrir Ammi, og þú veist
sjálf, hvað af þvi leiddi! Hingað
til hefur enginn gert innrás hing-
að — hér erum við örugg. Við get-
um ekki....”
„Þetta hefurðu sagt áður,”
benti Sara henni á. „Og ég sagði,
.að menn verða að hætta á eitt-
hvaðtil að eignast eitthvað. Jafn-
vel öryggi.”
„Þú hefúr nú áhuga á öðru og
meira en öryggi.” sagði Bruce og
horfði illilega upp I loftið.
, ,Ég finn svo til með henni!”
sagði Sara. „Ég hef fundið fyrir
henni og hugsunum hennar, ekki
þið. Bruce hefur á réttu að
standa. Hún er ringluð og ein-
mana....”
„Tilfinningasamband viö
draug!” stundi Pat. „Ég ætla
ekki að dáleiða þig, og þar með
það! ”
„Hún myndi koma I nótt,”
sagði Sara.
„Húnfær ekki að koma.” Bruce
K0STAB0Ð
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Siini 74290 — 74201
PÖSTSENDUM
TROLOFUNARHRINGA
.Joljmmea leifason
ImiaaOegi 30
JÖimi 19 209
Dúnn
Síðumúla 23
/ítni 84200
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðínstorg
Símar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
önnumst" alla
málningarvinnu
.— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn >