Alþýðublaðið - 08.10.1976, Page 9

Alþýðublaðið - 08.10.1976, Page 9
8 Föstudagur 8. október 1976. iKSS* jFöstudagur 8. október 1976 ÚTLðND 9 ALDARSNILLD farþegaeftirlit allt meö höndum þessa Grein og dagbókarbrot frá frægasta flugráni sögunnar í endursögn og með formála eftir séra Árelíus Níelsson EITT af hryllilegustu fyrirbrigöum 20.aldar eru flugvélarán og mannrán. Hvaö eftir annaö hefur litiö svo lit, sem örfáar blóöþyrstar manneskjur brjálaöar af grimmd eöa hefndar- þorsta.öfund eöa ágirnd.geti ráöiö lög- um og lofum i allri veröldinni. Lif saklausra manna og kvenna virðist þá ekki meira virði en ílugur á glugga. Oröið gisl hefur fengið aörá'og viö- tækari merkingu en nokkru sinni fyrr i sögu mannkyns. Ósköpin dynja yfir óvænt og skyndi- lega jafnt i skemmtiferö sem skyndi- ferð, þegar hundruðum er rænt og flugstjórum skipað að fljúga til fjar- lægra og afskekktra staöa heimsins, þar sem búizt er við aö breytt sé yfir glæpinn, séð i gegnum fingur viö svi- virðu og smán. Árum saman virðist svo sem enginn hafi þarna getað rönd viö reist né blak borið af saklausum. Stórþjóöir heims i vestri og austri hafa virzt i þessu jafn vanmáttugar og vesælt smábarp. Grimmdin einvöld. En fyrir snilli og óvænt herbragð einnar gáfuöustu smáþjóöar heims virðist nú sem punktur sé settur I bili viö sögu þessara hryllilegu hermdarverka aldarinnar. Frelsun fólksins á Entebbeflugvelli i Uganda, 4. júli i sumar, þar sem israelskum flughetjum heppnaðist að ná nær hundraö manns úr klóm Idi Amins og fjögurra þýzkra og ara- biskra mannræningja, mun veröa talin eitt snjallasta herbragð allra alda — aldarsnilld 20. aldar. Þaö hefur nú þegar komiö i ljóS aö óteljandi fjöldi fólks um ókomin ár á þarna mikiö aö þakka. Enginn gat vitaö hvenær rööin var komin aö honum sem næstu bráö brjálaðra mannræningja á frjálsum flugleiöum heims. Nýlega barst mér i hendur blaö meö frásögn sjónarvotta og þátttakenda I unirbúningi og aðför þessa atburöar. Þar eö ég hef ekki séö svo nákvæma lýsingu þess sem gerðist I islenzkum blööum vil ég taka hér nokkur atriöi úr þessari dagbók og skýrslu til birtingar. Þaö gefur einnig innsýn i hvernig slikir atburði hafa gerzt, skefjalausri grimmd og yfirþyrmandi skelfingu — ofurmannlegri snilli. Nú er nefnilega komin út bók um þennan atburö eftir Uri Dan og William Stevensson. Hún heitir „90 minútur á Entebbe” og er hún rituö samkvæmt heimildum frá leyni- þjónustu Israels. Það sem hér er sagt er eftir þessari bók og ætti þvi aö bregöa réttu ljósi á þessa einstæðu hetjudáö annars vegar og ómennska grimmd, sem drottnað hefur i flugvélaránum aldarinnar. KLUKKAN 6.17 að morgni 27. júni þetta ár „spásseraði” ung kona inn i biðsalinn á flugvellinum i Aþenu. Hún var þreytuleg, með blóðhlaupin augu. Þeir sem virtu hana vel fyrir sér, þóttust einnig finna, að hún væri æst og reið — „likast til hefur henni sinnast við eig- inmanninn” hugsaði sam- ferðafólkið. Hún tók sér sæti 1 salnum og við hliö hennar sat ungur maöur, ósköp kyrr- látur. Hannhafðisennilega komiö meö Singapore flugvél 763 frá Bahrein viö Persaflóa. A farmiöum þessara far- þega voru nöfnin: Mars. Ortega, og hiö viröulega nafn: Mr. Garcia. Meöal farþeganna sem biöu voru ennfremur tveir menn meö arabisk vegabréf. A flugvellinum rikti algjör ringul- reið. Starfsfólk haföi allt i einu gripiö tii óformlegs verkfalls. Allt var því í uppnámi og öryggislögreglan haföi stundina. Meira aö segja flugvélin frá Tel Aviv — sem alltaf er ógnaö af palestinskum skæruliöum — slóst nú I hópinn, án þess aö farþegar væru prófaöir málm- leitartækjum. Þess var innilega iörast siöar. Þessir fjórmenningar fóru nú um borð i flugvél Franska flugfélagsins, svonefndan loftvagn, meö aöeins tveim hreyflum á risastórri vél. Þau dreiföu sér i sæti vélarinnar. Einn Arabanna settist hjá Moshe Perez, 26 ára læknastúdent, sem hóf aö skrifa i dagbók sina áður en lagt var af stað og hélt þvi siðan áfram alla þessa átakanlegu komandi daga. Hann skrifar: Sunnudaginn 27. júni. Aþenu KL. 12.10 Orfáum minútum eftir flug- tak heyri ég allt i einu ægilegt öskur. Ég hélt fyrst aö einhver hefði falliö i öngvit eða fengiö flog. Ég sá tvær manneskjur geýsasf fram eftir flugvélinni. Siöhært ung- menni i rauðri skyrtu, gráum buxum og grábrúnni treyju. Hitt ungmenniö með brúsandi yfirskegg i gulri skyrtu. Þau þjóta i áttina til fyrsta farrýmis. Þaðan koma flugfreyjur titrandí af ótta og fálmandi af innibirgöri angist. En þrátt fyrir þessi geðbrigöi reyna þær aö sefa mannskapinn, sem nú þegar sýnir ýmis óttamerki. Minútu seinna heyrist æst' kveri- rödd i hátalaranum. Hún talar ensku með þýzkum hreim og tilkynnir aö vél- inni hafi verið rænt af hópi skæruliöa Che Guevara, sem er undirdeild úr hinu illræmda PLF — fyrirliðar palestinskra hermdarverkamanna til frelsunar Palestinu. Þetta nafn, Che Guevara gerir mig óttasleginn. Ég er ekki I minnsta vafa um, að þeir hika ekki viö aö sprengja flugvélina i tætlur i þessari flugferö. Þessi titrandi rödd skipar ennfrem- ur öllum farþegum aö rétta hendur upp fyrir höfuö og sitja algjörlega hreyfingarlausir. Viö dyr stjórnklefans standa tveir flugræningjanna meö sprengjur og skammbyssur i höndum. Þeir hefja nú vandlega vopnaleit á öllum farþegum. Þeirhrópa okkur upp einn af öörum og grandskoöa jafnvel leyndustu likamshluta umsvifalaust. Kl. 15:00. Ég hef ekki hugmynd um hvert f eröinni er haldiö. Allt i einu sjá- um viö út um gluggana sólbrunna strönd, meö einni flugbraut. Viö gizk- um á Benghazti. Flugvélin hringsólar minnsta kosti tiu sinnum um staðinn áður en hún lendir. Foringi ræningjanna, sem kailar sig kaftein, staöfestir þetta og varar við öllum flóttatilraunum — allt springi I loft upp ef huröir séu hreyfðar. Kl. 17:00 Einum farþeganna, konu aö nafni Patricia Hayman, er leyft aö fara. Hún er vanfær og veik. (Samt flaug hún tafarlaust til London og gaf lögreglunni þar ómetanlegar upp- lýsingar.) Kl. 17:15. Nú eru ræningjarnir aö safna vegabréfum okkar. Þeir troöa þeim öllum i nælonpoka. Þeir ganga fram meö grimmilegum hótunum og segja að allir, sem ekki afhendi öll sin skilriki muni fá makleg málagjöld. Kl. 18:00Nú liöur yfir eina konuna og læknir úr okkar hópi veitir henni hjálp 1 viölögum. Viö hin sitjum og glápum út um gluggana. Eyöilegt, sólbrunniö umhverfi. Fjórir óræstilegir hermenn sitja á flugbrautinni, nokkrir bruna- bilar i nágrenni. Kl. 19:15 Kaldur matur, ekki sem verstur. Ég hef nú séö ljóshæröan hermdarverkamann ásamt þýzku konunni. Þurfi einhver aö nota salerni lyftir hann fingri og hún gefur merki. Standi tveir upp i einu öskrar hún eins og dýr. Kl. 21:35. Loks i loftið. Ótrúlegt. Höf- um veriö á flugvellinum i sex og hálfan tima. Það er yfirleitt farið sæmilega meö okkur. En hvert fljúgum viö? Damaskus? Bagdad? Beirut? TelAviv eöa Paris? Viö ræðumst við og ihugum kröfur flugræningjanna. NOKKRUM minútum eftir aö lagt var af staö frá Aþenu varö allt hljótt um Irönsku flugvélina 139. Flugumferðarstjórnin þar kærði sig kollótta — áhuginn og athyglin beindist öll að verkfallinu. En i Israel varð þessi skyndilega þögn um vélina upphaf að umsvifamiklu starfi i heila viku. Og það var fengið i hendur hópi út- valinna i leyniþjónustu hersins undir nafninu ,, Þrumuf ley gurinn. ’ ’ Hvarf vélarinnar 139 var skráö hjá upplýsingamiðstöð ísraels á alveg sér- stakan hátt. Aöferiðin er sú, að opinber tilkynning er gefin út um allan heim- inn, svo að fljótt sé hægt að hafa fréttir um slys og þó umfram allt — flugrán. Tilgangurinn er sá, að hindra ein- angrun ísraels og veita vernd ferða- fólki frá eöa til israelska rikisins og hafa hendur i hári þeirra hermdar- verkamanna, sem reyna að vinna þvl mein. Þess vegna kom fyrsta frétt um flugrániö þaöan. Með vélinni var f jöldi israelskra feröamanna, en hún átti einmitt aö „lenda á Ben Gurion flug- velli skammt frá Tel Aviv kl. 9 á morg- un,” var sagt i tilkynningunni. Þessi tilkynning var samstundis send til Yitzak Rabin, forsætisráð- herra, sem var á fundi meö ráöherrum sinum. Bráölega streymdu nýjar upplýsing- ar að. I vélinni voru 245 farþegar og 12 manna áhöfn. Meðal farþeganna voru 83 tsraelsmenn. Sérstök ráögjafarnefnd var sam- stundis skipuö. Þaö ráö var skipaö fimm trúnaöarráögjöfum undir for- ystu forsætisráðherra að viöbættum Motta Gur, frábærum fallhlifarher- manni, þekktum fyrir snarræöi og hugrekki. Einn sérfræðinganna hét Vekezel Dror, sem skrifaði ritgerö, sem nefndist: „Hvernig barizt skal gegn hermdarverkamönnum, sem leita á náöir geöbilaöra stjórnenda.” „Geöbilaöra stjórnenda” — eins og Amins i Uganda. Starfsmenn þessararwhættunefndar” vissu I fyrstu fátt hvað gera skyldi, heldur aöeins að hér voru mörg mannslif i bráöri hættu. Rabin for- sætisáðherra gerði ráö fyrir löngum fundarhöldum og geröi forstjóraskrif- stofu flugstöövarinnar E1 A1 aö fundarstaö. Svo var beöiö átekta. Patricia Hayman, konan sem látin var laus úr vélinni gaf nú þær upp- lýsingar, að tveir ræningjanna væru þýzkir, og vélin væri áreiöanlega á leiö tillands, sem þeir teldu „vinsamlegt.” Og smám saman kom i ljós, aö landið sem tók á móti 139 var Uganda. Nú kallaöi varnarmálaráöherrann Simon Peres á sinn fund Gur hers- höföingja. Og fundarboröiö hvarf undir kort og myndir. „Þetta eru yfir 4000 kilómetrar,” sagöi Gur. „Ægileg vegalengd og bæöi Arabar og Sovétmenn hafa stöövar á leiöinni. En samt skal athugaö um hernaöarlega möguleika ef nokkrir finnast.” „Ræningjarnir hafa Amin meö I ráðum,” gall nú i upplýsingaráö- herranum. „Ertu viss?” „Alveg öruggt.” Rödd Uganda eða útvarpiö hjá Amin sendir út logandi áfrýjanir til byltingarsinna og álasar Frakklandi og Israel. Ræningjarnir hafa nú þegar skipulagt varnir i Ug- anda og foringjar koma landveg frá Sómali. Israelsmenn vissu nú þegar aö for- ingiPFLP.dr. Wadia Hadad átti bæki- stöö I Sómalilandi ogstæðihann — eins og reikna mátti meö — aö baki mann- ráninu, yröi allt dregiö á langinn meö áróöri, stjórnmálastreitu, skirskotun til Sameinuöu þjóöanna — og blóöbaöi aö lokum. Hadad stendur bak viö mannrán og valdniöslu svo tugum skiptir og er fyrsti og mesti óvinur Israels, reiöubú- inn til alls konar hermdarverka, sem eiga aö enda meö eyöingu ísraelsrikis. í liöi hans eru meöal annars „Sjakalinn”, Carlos Ramirez Sanchez og hópar i Baader-Meinhof glæpa- hringnum þýzka. Allir helztu menn Israels voru á þvi að allir samningar viö Hadad væru hreint brjálæöi. Hver eftirgjöf þar hlaut aö enda meö nýjum ódæöisverk- um, nýjum kröfum, nýjum greiöslum, unz varnarmátt þjóöarinnar væri al- veg ofboöiö. Hins vegar voru tigir mannslifa I veöi. Ekki einungis Israelsmenn, heldur einnig Englendingar, Frakkar, Þjóöverjar og Sviár voru þárna irinan- borös. Auk þess myndu koma alls konar ásakanirum þrákelkni, samúöarskort og þvermóösku. Er meginreglan vegna mannsins eöa maöurinn vegna meginreglunnar? Um þetta braut Yitzak Rabin heil- ann klukkustund eftir klukkustund. Mennirnir, sem sátu yfir landa- bréfum og myndum á stóra boröinu hans Simon Peres vissu siöast ekkert hvaö til bragös skyldi taka. Eitthvaö varö aö finna til aö byggja á og taka ákvörðun eftir. Var þarna nokkur herfræöilegur möguleiki I 4000 km fjarlægð? Uganda öugglega fjandsam- legt land, þrátt fyrir þaö, aö Israel haföi aðstoöað Idi Amin viö uppbygg- ingu þess og hernaðaröryggi. Sama var aö segja um Eþiópiu i noröri og Sómaliland aö Djibouti, hafnarborg- inni undanskilinni. Djibouti? Varnarmálaráöherrann leit upp og horfði I kring kum sig. „Þaö er hugsaniegt aö kanna aö- stöðu Frakkanna þar,” sagði Gur. „Athuga meö millilendingu i Dji- bouti.” En svo var eins og Amin heföi fengiö hugskeyti og útvarpið frá Uganda flutti þeim fordæmingar Amins á franska hernáminu i Djibouti. Mönnum umhverfis boröiö virtust nú allar leiöirlokaöar. Glslarniri 4000 km fjarlægö. Kröfur um skilmála, uppgjöf saka, annars fjöldamorð hinna nánustu,— EN I FLUGVÉLINNI situr Moshe Peres og skrifar enn þá i dagbókina sina. Flugvélin er nú lögö af staö frá Benghazi og hefur flogiö i þrjár klukkustundir. Mánudagur 28. júni K1.03:l5Ég vakna þegar ræningjafor- inginn tilkynnir lendingu á Entebbe. Hann skipar aö draga fyrir alla glugga. Kl. 06:20. Hermdarverkamennirnir þakka þolgæöi okkar og tilkynna, aö nú fari fram samningaumleitanir meö yfirvöldum I Uganda. Idi Amin er væntanlegur til flugvallarins á hverri stundu. Kl. 09:25.Foringinn tilkynnir aö ránið sé á vegum PFLP. Hér sé engin áætlun um fjöldamorö. Kl. I2:l5.0kkur er skipað aö fara úr flugvélinni. Ræningjarnir standa viö dyrnar og viö þrömmum niöur land- ganginn. Sumir farþeganna veifa til kveöju sannfæröir um aö prisundinni sélokiö Viö göngum inn i gömiu flug- stööina — heilmikiö gimald, rakt og skitugt. Fallhlifarhermenn frá Ugandaher umkringja húsiö. „Konungurinn” ku vera á leiöinni. Viö biöum. Kl. 17:20. Loksins lætur Idi Amin sjá sig. Klæddur grænni heröaskikkju. Hann er fáránlega feitur. A brjósti hans er vængjamerkiö, sem israelskir fallhlifahermenn bera jafnan til ein- kennis. Honum er tekiö meö gleöiópum og lofaklappi. Svo ávarpar hann fólkið og segir: „Sum af ykkur þekkja mig. önnur ekki. Þeim, sem ekki þekkja mig skal tilkynnt að ég er Idi Amin Dada, hershöföingi. Hann kveöur þaö sér aö þakka, aö viö erum nú komin úr flug- vélarprisundinni og dveljum i U ganda. Hann tilkynnir ennfremur að kröfur flugræningjanna hafi veriö samþykkt- ar af öllum rikisstjórnum, sem til mála koma, nema Israel. Kl. 20:35. Læknir frá Uganda gefur hverjum farþega tvær sprautur gegn malariu. Kl. 23:45Nú ætla allir aö reyna aö sofa um stund. Ekki er um annaö aö ræöa enleggjastá gólfiö— eins ogþaöer nú þokkalegt. Hitinn er varla meiri i hel- viti. Og hroturnar nlsta i eyrun. Þriðjudagurinn 29. júni Kl. 07:30. Einhver heyröi i útvarpi, aö Israel færist undan aö semja viö flug- ræningjana en þeir hóta aö sprei gja allt I loft upp. Svipur allra ber vott ím angist og örvæntingu. Langir timar dagsins viröast aldrei ætla aö liöa. Ekkert heyrist, nema suðið i flugun- um. Angistasvipurinn eykst. Kl. 15:30. Flugræningjarnir lesa upp kröfuskrá sina. Þar er krafizt lausnar 53 fanga. Þar af 40 i Israel — fyrir 1. júli klukkan 12 á hádegi Likurnar eru litlar fyrir f relsi okkar. Ætli þeir myröi okkur ekki öll? Kl. 19:10 Nú koma hermdarverka- mennirnir og aðskilja okkur. Þaö er áhrifamikil athöfn. Allir, sem eru meb israelskt vegabréf eiga aö fara inn i nærliggjandi sal. Konurnar fara aö gráta. Minningar frá nazistaárunum rifjast upp. KI. 20:00Viö erum hér Ilitlum sal, sem að nokkru er fylltur af pappakössum. Ræningjarnir vara viö aö snerta þá. Segja þá fulla af sprengiefni, sem geti auðveldlega sprungiö. AN ÞESS AÐ dagbókarrit- arinn Perez eða nokkur annar meðal gislanna vissi um, höfðu flugræningjarnir sett úrslitakosti: Látið lausa 40 fanga — i ísrael eru þeir nefndir hermdarverkamenn — annars verða gislarnir drepnir einn af öðrum og slátrunin hefst á fimmtudag 1. júii. Vandræðin náöu hámarki svo fljótt varö engum vörnum við komiö. „Hættunefndin” haföi samt fullt at- hafnafrelsi. Allir búast viö aö Rabin veröi að brjóta gegn meginreglunni: „Aldrei aö semja viö hermdarverka- menn” til aö bjarga mörgum tugum mannslifa. En gegn öllum skynsamlegum rök- um skai samt allt dregiö á langinn i lengstu lög, ef einhver smuga gæti opnast fyrir hugsanlegt herbragö. Klukkan 13 á fimmtudag bárust nú þær fregnir, aö öllum farþegum á 139 heföi veriö sleppt, nema Israelsmönn- um. NU var I alvöru leitaö til hins fræga, eineygða herforingja Moshe Dayan, og rættum aö senda hann til Uganda sem persónulegan fornvin Amins, ef hann gæti talað um fyrir honum sem félagi. m------------—-------► Framh. á bls. 10 m-------------------->

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.