Alþýðublaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. október 1976 — Flokksstarffdó----------------------------------- Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik Heldur fræöslufund mánudaginn 11. október n.k. kl. 20.30 f Iönó uppi. Umræöuefni: Fjölbrautaskólar. Frummælandi Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari. Allar Alþýöuflokkskonur velkomnar. Stjórnin Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Allsherjar atkvæöagreiösla um kjör fulltrúa á 37. flokks- þing Alþýöuflokksins fer fram í Alþýöuhúsinu viö Hverfis- götu laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. október n.k. Stjórnin. Alþýðuflokksfólk i Vestur landsk jördæmi: Benedikt Arni Aöalfundur kjördæmisráös Alþýöuflokksins i Vestur- landskjördæmi veröur haldinn í Borgarnesi næstkomandi sunnudag, 10. október klukkan 14. — Gestir fundarins veröa Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins, og Arni Gunnarsson, ritstjóri. — öllu Alþýöuflokksfólki í kjördæminu er velkomiö aö sitja fundinn. 30. þing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið á, Akureyri, dagana 8. og 9. okt. 1976 Dagskrá. Föstudagur 8. okt. kl. 20.00 Þingsetning. Kosning þingforseta, ritarar og nefnda, Skýrsla stjórnar og reikningar S.U.J. Skýrsla utanrikismálanefndar. Laugardagur 9. okt. kl. 10.00 Skýrsla stjúrnar og reikningar S.U.J. umræöur. kl. 11.00 Utanrikismáli. umræöur um skýrslu og ályktun. kl. 12.00 Matarhlé. t kl. 13.00 Verkalýös- og stjórnmálaalyktun. kl. 14.30 Skipulagsmál S.U.J. og lagabreytingar. kl 17.00 Kosningar I framkvæmdastjórn, endurskoöendur, fastanefndir S.U.J. og fulltrúa á flokksþing Alþýöuflókks- ins. kl. 19.00 Þingslit. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur. Félagsvist Félagsvistin hefst með þriggja daga keppni laugardaginn 16. október kl. 2 e.h. Síðan heldur félagsvistin áfram eftir talda daga: 30. október, 13. nóvember og 27. nóvember. Byrjað verður stundvíslega ki. 2 e.h. Góð verðlaun að venju. Spilað verður í Iðnó, uppi. Skemmtinefndin. Sölufólk! Hringið til okkar og pantið föst hverfi til að selja blaðið í Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurölr -• Vélartok — Geymslulok á Wolkswagen f allflestum Htum. Skiptum á elnúm degi meö \iagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Keyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssoitar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Auglýsið í Alþýðublaðinu Nú er framtíðin björt og Tíminn er blár Sveitamaöur aö norðan skrifar: Ég er einn úr þeim hópnum sem fengið hafa Timann sendan skilvislega með mjólkurbilnum annan hvern dag árum saman. Þetta hefur veriö ansi fyrir- hafnarlitil áskrift, og mér datt svona f hug, hvort ekki væri reynandi fyrir hin dagblööin aö taka upp þessa fyrirtaks þjónustu I sveitunum. Ég varö sjálíkrafa áskrifandi að Tim- anum og litla bróöur hans á Akureyri -Degi, þegar ég hóf hér búskap, og ég hefi bók- staflega ekkert haft af greiðslu- hliðinni aö segja. Kaupfélagiö sér um þá hliðina og sendir mér kvittun fyrir árgjaldinu á sumrin. Þetta kalla ég nú þjónustu. 1 Timanum les maður svo skinandi góöar túlkanir Þórarins og Alfreös á viö- burðum hér og þar, og I Degi les maður svo túlkanir Erlings á túlkunum þeirra tvimenning- anna. Ég missi þvi af engu i pólitíkinni. Svo fylgist maður vel með öllu sem gerist hjá þeim SlS-mönnum, aö maöur nú ekki tali um allar búskaparfréttirnar i blöðunum báðum tveimur. Meira aö segja ráðskonuleysið hjá körlum eins og mér, er bætt upp meö þessum geislandi beru blómarósum i Speglinum. Og sem ég fæ i hendurnar nýjustu eintökin af Tima vik- unnar, sé ég þá ekki þennan þá fagurbláa ramma utan um alla forsiðuna. Ég hefi nú alltaf beð- V ið eftir þvi aö hann Kristinn F. færi að láta ferska vinda leika um blaöiö okkar, en aö hann gerðist svona frumlegur, kom mér þægilega á óvart. Ég vona bara að hann stigi skrefið til fulls sem allra fyrst og fari aö gefa Timann út i fánalitunum. Þá held ég að margir myndu fyrirgefa innihaldið. Útlitið var nú lika orðið ósköp dauðalegt. Meira aðsegja treysti fisksalinn okkar sér ekki lengur til að senda okkur þorskinn vafinn inn i okkar málgagn! En nú er framtiðin björt og Timinn blár — ég er alsæll með tilveruna. / iHRINGEKJAN^^S*^^^*! GLISTRUP TflLAÐI f ÞRJfl KLUKKU- TÍMA Mogens Glistrup, sá frægi for- maður Framfaraflokksins danska stendur i ströngu þessa dagana. Hann á nú mál sitt aö verja fyrir dómstólunum, vegna ásakana um að 2716 hlutafélög sem hann stofnaði á árunum 1964 til 1972 séu pappirsgagnið eitt og sett á stofn til þess aö fara i kring um skattalögin. Glistrup ætlar sannarlega ekki að láta sig fyrr en i fulla hnefana. 1 varnarræðu sem hann hélt vegna fyrsta málsins af þeim 2716 sem fyrirhugað er að rannsaka talaði hann i heila þrjá tima. Ekki var dómarinn alls kostar ánægður meö það sem Glistrup haföi fram aö færa og áminnti hann margoft um að halda sig við efniö. Þegar ræðunni lauk bað dómarinn Glistrup endilega að hafa hinar 2715 örlitið styttri og málefna- legri. Móðurlaus Hhb 11 Og hér er svo annar api sem heitir Salome þriggja vikna gamall gorilluungi i dýragarðinum I London. Mamma hennar tók vei á móti henni þegar hún kom i heiminn, og lét sér annt um hana fyrstu þrjár vikurnar, en siöan ekki söguna meir. Siðan vill hún ekkert meö Salome hafa, og vöröurinn I dýragarðin- um gefur henni næringuna i gegnum pela.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.