Alþýðublaðið - 29.10.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1976, Síða 1
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 227. tbl. — 7 976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 Stefán Gunnarsson bankastjóri Alþýðubankans: Blaðaskrif ekki alltaf í sam- ræmi við raunveruleikann Talsmenn Alþýöubankans á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: Benedikt Davlðssan formaður bankans. (AB-mynd: ATA) — Bankinn hefUr beðið mik- iðtjón af skrifum eins og þeim sem verið hafa I blöðum að undanförnu, sagði Stefán Gunnarsson bankastjóri Alþýðubankans i gær, á fundi með fréttamönnum. — Þessi skrif hafa ekki alltaf verið I samræmi við raunveruleikann og virðast á köflum aðeins þjóna þeim tilgangi að búa til hneykslismál. Við viljum hins vegar fá blaðamenn I' það verkefni með okkur að auka veg bankans á ný, i framhaldi af nýafstöðnum hluthafafundi. A þessum fundi rfkti mikill einhugur, að sögn bankastjór- ans og þeirra sem mættu fyrir hönd bankans á blaðamanna- fundinum, um að standa vörð um bankann svo hann gæti rækt það hlutverk sitt að vera sverð og skjöldur verkalýðs- hreyfingarinnar. Var lesin á fundinum ályktun frá þessum fundi, þar sem segir meðal annars, að ljóst sé, að meiri kröfur eru réttilega gerðar til banka sem er i eigu verka- lýðshreyfingarinnar heldur en annarra sambærilegra stofn- ana. „M.a. af þeirri ástæðu urðu þau áföll sem bankinn varð fyrir á sl. vetri ekki að- eins fjárhagslegur skaði fyrir bankann, heldur einnig og ekki sfður álitshnekkir, sem erfitt er að vinna upp. Hluthafar Alþýðubankans telja að aðeins með samstilltu átaki 'bankans, verkalýðsfél- aganna og hinna einstöku félagsmanna þeirra, verði bankinn reistur til þeirrar virðingar, trausts og stærðar, sem honum réttilega ber sem banka islenzkrar alþýðu.” Jákvæð viðbrögð Fram kom á fundinum að aðalvandi bankans nú væri lausafjárstaðan. Innlánsaukn- ing hjá hinum bönkunum hefði verið um 30%, en hjá Alþýðu- bankanum hefði hún hins veg- ar staðið i stað. Núhefðiveriö ákveðið að auka hlutafé bank- ans um 30 milljónir og hefðu viðbrögð verkalýðsfélaga yfirleittt verið jákvæð i þvi máli. Þó væri ekki hægt að segja til um hve mikið hver myndi kaupa, enda stutt liðið frá fundinum. Þótt bankinn sé i eigu verkalýðshreyfingarinnar eru mörg félög sem eiga mjög litið fé i bankanum. Flest eiga þó eitthvað, en fá eru með allt sitt fé bundið þar. A þessu er sú sögulega skýring, að mörg verkalýðsfélög voru með pen- inga sina i öðrum bönkum samkvæmt samningum við þá. Sagði Ingi R. Helgason lögmaður bankans, að ekki væri hægt að ætlast til þess að þessi féölög tækju alla sina peninga úr þessum bönkum i einum vetfangi, en von væri til að þetta fé kæmi inn i Alþýðu- bankann smámsaman. Verið að ganga frá betri tryggingum Það kom fram á fundinum, að þegar „Alþýðubankamál- ið” kom upp höfðu 60-70 milljónir af lánum bankans verið vantryggðar, þ.e. ekki nægilega örugg veð fyrir þeim. Nú er verið að vinna að þvi að fá fasteignatryggingu eða aðra örugga tryggingu fyrir þessum lánum og er þvi lokið hvað varðar um helming lánanna, en gert er ráð fyrir að þvi verði að fullu lokið fyrir áramót. —hm FJÁRLÖGIN HÆKKA UM 22 MILLJARÐA KR. 1 gær flutti fjármálaráðherra, Matthias A. Mathiesen, fjár- lagaræðu slna á Alþingi. Þar kom m.a. fram, að forsendur þær er f járlagafrum varpið byggir á eru þjóðhagsspár fyrir árið 1977, en samkvæmt þeim er búist við 1-2% aukningu á þjóðarframleiðslu á næsta ári. Þá koni fram, að almenn þjóðarútgjöld, sem miklu ráða um innheimtu óbeinna skatta, gætu aukizt um nálægt 2%. A útgjaldahlið hefur megin- áherzlan verið lögð á, að umsvif i almennri opinberri starfsemi aukist alls ekki meira en sem nemur liklegri aukningu þjóðar- framleiðslu á næsta ári, þar sem nú er verið að ljúka stórum áföngum í orkuframkvæmdum. Felur þetta í sér, að aðrar opin- berar framkvæmdir verða svip- aðar i ár, þótt i heild dragi úr fjárfestingu. Sama stefna ræður ákvörðun um lánsútvegun til opinberra framkvæmda. 1 tekju- og gjaldaáætlun frum- varpsins er reiknað með öllum samningsbundnum breytingum grunnkaups, sem þekktar eru, þ.m.t. 4% hækkun á launum rikisstarfsmanna 1. júli 1977 samkvæmt kjarasamningum frá s.l. vori, og kaupgreiöslu- vísitölu eins og hún er við gerð fjárlagafrumvarpsins, 102.67 stig. A sama hátt er gert ráð fyrir hækkun bóta lffeyristrygg- inga til samræmis við launa- hækkanii og á það einnig við launahluta sjúkratrygginga. Við gerð fjárlagafrumvarps undanfarin ár hafa útgjalda- hækkanir sjaldnast verið áætl- aðar svo langt fram á fjárlaga- árið sem um er fjallað. Almenn verðlagshækkun er áætluð um 33% frá því að sfðasta fjárlaga- áætlun var gerð, og hefur verið höfð hliðsjón af þvi við gerð þessa frumvarps til fjárlaga. Auk þess hafa nú legið fyrir tölur um raunveruleg útgjöld hinna ýmsu stofnana og fyrir- tækja rikisins á árinu 1975, og hefur verið tekið tillit til þeirra. Að mati fjármálaráðherra styrkir þetta fjárlagagerðina til muna, auk þess sem verðlags- viðmiðun frumvarpsins verður nokkru nær raunverulegum töl- um en verið hefur undanfarin ár. Innheimtar tekjur rfkissjóðs 1977 eru áætlaðar samtals 84 milljarðar króna, en eru 68.9 milljarðar i endurskoðaðri tekjuáætlun fyrir yfirstandandi ár. Þess ber þó að gæta, að I fjárlagafrumvarpið er nú fært 1% gjald á söluskattstofn til þess að draga úr áhrifum verð- hækkunar oliu á hitunarkostn- að, en gjald þetta hefur hingað til ekki verið með rfkissjóðs- tekjum. Þessar tekjur eru áætlaðar 1.600 millj. á næsta ári og sé sú fjárhæð dregin frá heildartekjum fjárlagafrum- varps verður hækkun milli ár- anna 1976 og 77 13.5 milljarðar króna eða 19.6% og hækkunin frá fjárlögum 1976 verður 22 milljarðar eða 36.5%. —ARH Ótrúleg aðstaða A blaðamannafundi Alþýðubankans f gær kom það fram, að sakadómari sá sem hefur með rannsókn Alþýðu- bankamálsins að gera, er i þeirri aðstöðu, að fá ritara og dómssal til afnota sjötta hvern dag — einu sinni i viku — og þá fyrir öll þau mál sem hann hefur á sinni könnu. Það var Ingi R. Hegason sem skýrði frá þessu, þegar rætt var um þann tima sem rannsókn málsins hefur tekið. Sagðist Ingi búast fastlega við aö minnsta kosti sex mánaða rann- sókn til viðbótar og þá tæki við lesning saksóknara á mál- skjölum og siðan tæki hann ákvörðun um framhaldið. Þessar upplýsingar Inga um starfsaðstööu sakadóm- arans vöktu mikla athygli blaðamanna eins og geta má nærri og urðu margir til aö hvá eftir. En þetta reyndist ek<ci missögn. Við spurðum Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómara hvort þannig væri raunveruiega búið að embættinu, og svaraði hann þvi til, að þessi dómari byggi við nákvæm- lega sömu aðstöðu og allir aörir hjá embættinu. En þetta þyrfti vissulega að bætast. Bókunin „Einar (ögmundsson) spurði bankastjórana hvort þeir hefðu báðir staðið að útlánunum (til Air Viking og Guðna Þórðarsonar). Jón svaraði játandi, en vegna veru sinnar erlendis hefði hann ekki viiað um a!lt”. Nokkurn yeginn orðrétt þannig hljóðar bók- un sú sem Jón Hallsson segir að sé ranglega færð I fundargerð bankaráðs Alþýðubankans. Segist Jón hafa svarað spurningunni neitandi. Einar var varaform. A blaðamannafundinum frétt Alþýðublaðsins í gær, með fyrirsvarsmönnum að Einar ögmundsson Alþýðuöankans i gær kom hefði veriö varaíormaöur fram nokkur gagnrýni á bankaráðs bankans, þegar Timannog Visi fyrir frétta- Alþýðubankamálið kom flutning i sambandi við upp,en ekki formaöur, eins fund bankans um siðustu og stóð i fréttinni. Þetta helgi. Hins vegar var sú leiðréttist hér með. athugasemd ein gerð við _j,m;

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.