Alþýðublaðið - 29.10.1976, Qupperneq 3
Madiö' Föstudag
ur 29. október 1976
VERKALÝÐSMÁL 3
Gylfi Þ. Gíslason: Spor Alþýðuflokksins í mótun hagsældarríkis á íslandi
A þessu ári hefur Alþýöuflokk-
urinn starfað i sex áratugi. Þegar
saga þessara áratuga verður
skráð, mun það tvimælalaust
koma skýrt i ljós, að Alþýðuflokk-
urinn hefur markað þar djúp
spor. Alþýðuflokkurinn hefur átt
drjUgan þátt i að móta það nú-
tima hagsældarriki, sem er á
tslandi. Einkum og sér f lagi
mundi það ekki bera þann sterka
svip velferðarrikis, sem það ber,
ef sjónarmiöa Alþýðuflokksins
hefði ekki gætt i rikum mæli i
landsmálum. Ahrif Alþýðuflokks-
ins hafa ekki einungis verið fólgin
i beinni forystu um lagasetningu,
heldur ekki siður i hinu, að það
merki lýðræðislegrar jafnað-
arstefnu, sem hann hóf á loft og
hefur ávallt haldið á lofti, hefur
smám saman mótað skoðanir og
störf annarra flokka.
Útlendir menn spyrja þess oft,
hvers vegna flokkaskipting sé hér
á landi jafnfrábrugðin þvi, sem á
sérstað á öðrum Norðurlöndum
og raun ber vitni. Ekki er
við þvi að búast, að útlendingar
þekki þá sögulegu skýringu, sem
á þvi er. Nútimaflokkakerfi mót-
aðist hér á landi ekki fyrr en
sjálfstæðisbaráttunni við Dani
lauk i lok fyrri heimsstyrjaldar
1918. Þá var þjóðfélagið enn fyrst
og fremst bændaþjóðfélag, og
þingmenn aðallega kosnir i ein-
menningskjördæmum, sem flest
voru sveitakjördæmi. Slikt
stjórnkerfi skapaði aðeins tveim
flokkum starfsskilyrði. Það urðu
Ihaldsflokkurinn, sem breytti
nafni sinu i Sjálfstæðisflokk 1928,
og Framsóknarflokkurinn. Þriðji
Það getur ekki
verið góð stjórn
sem lætur
helming atvinnu-
rekenda sleppa
við tekjuskatt
þrátt fyrir
augljóst óhófslíf
flokkurinn, Alþýðuflokkurinn,
hafði ekki vaxtarskilyrði vegna
kjördæmaskipunarinnar. Þess
vegna varð barátta fyrir breyt-
ingum á henni eitt helzta áhuga-
mál Alþýðuflokksins. Þar var
fyrst og fremst við Framsóknar-
flokkinn að etja. Hann reyndist
ihaldssamastur allra islenzkra
flokka i þessum efnum. Þegar
loks fengust fram nokkrar leið-
réttingar á kjördæmaskipuninni i
byrjun fjórða áratugsins, voru
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn löngu orðnir
fastmótaðir flokkar og nutu þess,
að hafa verið aðalflokkar þjóðar-
innar i áratugi.
En i kjölfar kjördæma-
breytingarinnar 1933 fékk
Alþýðuflokkurinn i raun og veru
fyrst sæmilega réttmætastarfsað-
stöðu, enda fékk hann þá um 22%
atkvæða og 10 þingmenn af 48.
Kommúnistaflokkur, sem stofn-
aður hafði verið 1930, fékk aðeins
6% atkvæða og engan þingmann
kjörinn. 1 kosningunum 1934
komst i raun og veru á þriggja
flokka kerfi á tslandi.
Kosningasigur Alþýðuflokksins
i þeim kosningum leiddi til mvnd-
unar fyrstu samsteypustjórnar á
Islandi, en til þess tima höfðu eins
flokks stjórnir fariö með völd.
Alþýðuflokkurinn tók þátt i
myndun þessarar samsteypu-
stjórnar ásamt Framsóknar-
flokknum, sem hafði fengiö 22%
atkvæða, eins og Alþýðuflokkur-
inn, en hins vegar 15 þingmenn.
Bar það þess vott, hversu kjör-
dæmaskipunin var enn ranglát og
Framsóknarflokknum i hag. En
þegar atkvæðahlutfall Fram-
sóknarflokksins, 22% er skoðað,
verður að hafa i huga, að hann
hafði þá nýlega klofnað og nokkr-
ir foringjar hans stofnaö Bænda-
flokkinn, sem fékk 6 1/2%
atkvæða i þessum kosningum.
ENN ÞARF AÐ AUKA
RÉTTLÆTI í TEKJU-
SKIPTINGU OG Á
OPINBERUM SVIÐUM
En ekki aðeins kjördæmaskip-
unin og það forskot, sem hún
veitti Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki, er skýring á ein-
kennum flokkaskiptingarinnar á
Islandi. Hin meginskýringin er sú
ógæfa, er islenzk alþýðuhreyfing
varð fyrir, er Alþýðuflokkurinn
klofnaði árið 1938, aðeins fjórum
árum eftir að hann varð veruleet
afl i islenzkum stjórnmálum.
Kommúnistaflokkurinn var lagð-
ur niður, en Sósialistaflokknum
komið á fót, flokki, sem afneitaði
þvi i orði, að hann aðhylltist
kommúnisma, og tókst á þeim
grundvelli að verða stærri en
Alþýðuflokkurinn. Klofningur
Alþýðuflokksins og stofnun Sósia-
listaflokksins kom i
kjölfar baráttuherferðar kommú-
nistaflokka i Vestur-Evrópu, sem
tvimælalaust var skipulögð af
Alþjóðasambandi Kommúnista i
Moskvu og valdhöfunum i Sovét-
rikjunum. Þessi þaulhugsaða og
vel skipulagða baráttuherferð
barhvergi árangurá Norðurlönd-
um né i Vestur-Evrópu yfirleitt,
nema á tslandi. En afleiðing
hennar hér varðklofningur al-
þýðuhreyfingarinnar i tvær fylk-
ingar, sem lengi vel voru svipað-
ar að stærð, en háðu harðvituga
innbyröis baráttu, sem lamaði
styrk þeirra og veikti áhrif
þeirra, þótt að baki þeirra sam-
eiginlega stæ&i hlutfallslega
svipaður hluti kjósenda og að
baki hinná voldugu og áhrifa-
miklu jafnaðarmannaflokka á
Norðurlöndum og i Vestur-
Evrópu yfir höfuð að tala. Þessi
klofningur alþýðuhreyfingarinn-
ar, sem kommúnista leiðtogarnir
Brynjólfur Bjarnason og Einar
Ogeirsson höfðu forystu um, hef-
urhaft örlagarik áhrif. Hér er um
að ræða versta verkið, sem is-
lenzkri alþýðuhreyfingu hefur
verið unnið, eitt örlagarikasta
vixlsporið i sögu islenzkra stjórn-
mála á öldinni.
Stofnun annarra flokka, sem
komið hefur verið á fót m.a. til
höfuðs Alþýðuflokknum, svo sem
Þjóðvarnarflokksins á sinum
tima, mistókst. Flokkurinn starf-
aði aðeins skamma hrið. Sömu
örlög virðast ætla að biða Sam-
taka frjálslyndra og vinstri
manna. En af öllu þessu eigum
við Alþýðuflokksfólk, við islenzk-
ir jafnaðarmenn, að draga réttan
lærdóm.
Alþýðuflokkurinn hefur oft átt
aðild að rikisstjórn á sextiu ára
starfsferli sinum. Eins og að lik-
um lætur, hefur flokksmönnum
oft sýnzt sitt hvað um það, hvort
það hafi átt að gera eða ekki.
Fyrsta rikisstjórnin, sem flokk-
urinn tók þátt i var samsteypu-
stjórnin með Framsóknarflokkn-
um á árunum 1934 til 1937. Mjög
litill ágreiningur mun hafa verið
um það, að rétt hafi verið að taka
þátt i þeirri rikisstjórn. Hún kom
og mörgum merkum málum
fram, m.a. fyrstu löggjöfinni um-
alþýðutryggingar á Islandi. Hins
vegar átti hún við mikla efna-
hagsörðugleika að etja, einkum
vegna missis markaðs á Spáni
fyrir saltfisk vegna borgarastyrj-
aldarinnar þar. Olli þetta at-
vinnuleysi, og átti það eflaust
mestan þátt i þvi, að Komm-
únistaflokknum tókst að koma
þrem mönnum á þing i kosning-
um 1937, en sú staðreynd skipti
verulegu máli i sambandi við
kofning Alþýðuflokksinsárisiðar.
Þegar Alþýðuflokkurinn tók
þátt i þjóðstjórninni svo nefndu
vorið 1939 og lét hinum nýja
flokki, Sósialistaflokknum, einum
það eftir að vera i stjórnarand-
stöðu, var það mjög umdeild
ákvöröun. Sú stjórn sat og ekki
nema tvö ár að völdum. Aðild
Alþýðuflokksins að nýsköpunar-
stjórninni 1944-46 var og engan
veginn óumdeild. 1 kosningum
1946 náði Alþýðuflokkurinn þó
einhverjum bezta kosningaár-
angri, sem hann hefur nokkru
sinni náð, jók atkvæðahlutfall sitt
úr liðlega 14% 1942 i næstum 18%,
en Sósialistaflokkurinn jók sitt at-
kvæðahlutfall um aðeins 1%, úr
18.5% i 19.5%. Enn tók Alþýðu-
flokkurinn þátt i rikisstjórn á ár.
unum 1947 - 49 með Sjálfstæðis
flokknum og Framsóknarflokkn-
um og veitti rikisstjórninni for-
stöðu, en talsverður ágreiningur
var i flokknum um þá stjórnar-
þátttöku. Hins vegar virtist ekki
teljandi ágreiningur um aðild
flokksins að samstjórninni með
Framsóknarflokknum og Alþýöu-
bandalaginu á árunum 1956 - 58,
enda varla um annað að ræða en
að ganga til þeirrar stjórnar-
myndunar, eftir að flokkurinn
hafði haft algert kosningasam-
starf við Framsóknarflokkinn i
kosningum um sumarið, og þetta
bandalag hafði háð höfuðbaráttu
sina við Sjálfstæðisflokkinn.
Samstaða sú, sem náðist um
þetta stjórnarsamstarf, var hins
vegar að þvi leyti merkileg, að
nokkrum árum áður höfðu átt sér
stað harðvitugar innanflokks*"
deilur i Alþýðuflokknum, sem ef-
laust hafa verið undirrót þess, að
hópurinnan flokksins, sem nefndi
sig Málfundafélag jafnaöar-
manna, klauf sig frá flokknum og
myndaði Alþýðubandalagið með
Sósialistaflokknum, en þessi lið-
styrkur, sem Sósialistaflokkurinn
fékk, ekki sizt siðferðilega og með
skilyrðum til breyttra áróðursað-
ferða, tryggði honum umtals-
verðan kosningasigur 1956 og átti
sinn þátt i þvi, að hann reyndist
reiðubúinn til stiórnarsamvinnu.
Liklega hefur Alþýðuflokkurinn
þó aldrei staðið jafneinhuga að
baki nokkurrar rikisstjórnar og
minnihlutastjórnarinnar, sem
Emil Jónsson myndaði 1959 og
skipuð var Alþýðuflokksmönnum
einum. Þar var að visu um bráða-
birgðastjórn að ræða, en á stjórn-
artima hennar var núverandi
kjördæmaskipun komið á og
bráðabirgðalausn fundin á þeim
efnahagsvanda, sem rikisstjórn
Hermanns Jónassonar gafst upp
við að leysa.
1 árslok59|hófst langlengsta
stjórnarþátttökutimabil Alþýðu-
flokksins, aðild hans að við-
reisnarstjórninni svo nefndu, sem
flokkurinn myndaði með Sjálf-
stæðisflokknum og sat að völdum
i 12 ár, lengst allra rikisstjórna,
siðan stjórnin fluttist inn i landið i
byrjun aldarinnar. Þótt myndun
þessarar stjórnar væri stórt spor
i sögu Alþýðuflokksins og hún
efndi til gagngerari stefnu-
breytingar á fjölmörgum sviöum
en dæmi voru til um áöur, var
ekki teljandi ágreiningur um
það, að flokkurinn ætti að ganga
til þessa stjórnarsamstarfs. Hins
vegar urðu skiptari skoðanir um
þátttöku flokksins i rikisstjórn-
inni og samstarfið við Sjálf-
stæðisflokkinn, eftir þvi sem það
varð lengra, og var það i sjálfu
sér skiljanlegt og eðlilegt.
Eftir að flokkurinn hafði goldið
alvarleg afhroð i kosningunum
1971, en Samtökin unnið stórkost-
legan kosningasigur, varö litill
ágreiningur innan Alþýðuflokks-
ins um það, að fyrrverandi
stjórnarandstöðuflokkar, sem
tekizt hafði að svipta stjómar-
flokkana meiri hluta sinum, ættu
að mynda stjórn, , án aðildar
Alþýðuflokksins, þótt honum væri
boðið að taka þátt i viðræðum um
myndun slikrar stjórnar. Og al-
ger samstaða varð um andstöðu
við myndun þeirrar rikisstjórnar,
sem nú situr að völdum.
Þegar skoðanir hafa verið
skiptar um það i Alþýðuflokknum
hvort hann hafi átt að taka þátt i
rikisstjórn eða ekki, hefur það
fyrst og fremst átt rót sina að
rekja til ólíks mats á þvi, hvort
stefna rikisstjórnarinnar i innan-
landsmálum og þá fyrst og fremst
efnahagsmálum hafi verið rétt
eða ekki. Um utanrikismál hefur
að vísu verið nokkur ágreiningur
innan Alþýðuflokksins, allar
götur siðan þau mál urðu veiga-
mikill þáttur islenzkra stjórn-
mála við lok styrjaldarinnar.
Veruleg átök urðu innan flokksins
um Keflavikursamninginn svo
nefnda og aðildina að Atlants-
hafsbandalaginu. Hins vegar
varð þingflokkurinnn sammála
um stuðning við herverndar-
samninginn við Bandaríkin 1951,
og andstaðan gegn aðild að
Atlantshafsbandalaginu fór tvi-
mælalaust minnkandi, þótt enn
séu ýmsir Alþýðuflokksmenn
henni andvigir, og enn fleiri and-
vigir herverndarsamningnum, en
mikill meiri hluti á flokksþingum
hefur ávallt reynzt fylgjandi að-
ildinni að Atlantshafsbandalag-
inu og herverndarsamningnum,
og hið sama á eflaust við um mik-
inn meiri hluta kjósenda Alþýðu-
Merki lýðræðis-
sinnaðrar jafn-
aðarstefnu hefur
smámsaman
mótað störf
annarra flokka
flokksins. En þessi ágreiningur
hefur aldrei skipt máli i sam-
bandi við aðild flokksins að rikis-
stjórnum.
Þótt eðlilegt sé, að á því ári, er
flokkur minnist sextiu ára afmæl-
issins, sé augum rennt til baka og
hugleitt, hvað af reynslunni megi
læra, má fortiðin samt ekki skipa
veigamesta sessinn i hug okkar.
Hún er liðin og kemur aldrei aft-
ur. Það er samtiðin og framtiðin,
sem máli skiptir. Það, sem nú á
að vera efst i huga okkar,
islenzkra Alþýðuflokksmanna,
er,hvernig við getum bezt stuðlað
að bættu þjóðfélagi á Islandi,
hvernig við getum eflt réttmæta
hagsmuni þeirra, sem við teljum
okkur málsvara fyrir, islenzkra
launamanna, hvernig við getum
stutt að virkara lýðræði og styrk-
ara réttarriki á Islandi.
Við erum áreiöanlega á einu
máli um, að það er vond stjórn,
sem nú situr að völdum á Islandi.
Það er ekki aðeins skoöun okkar
og stjórnarandstööuflokkanna yf-
ir höfuð að tala, heldur einnig
fjölmargra, sem þó kusu
stjórnarflokkana i siðustu kosn-
ingum. Það getur ekki verið góð
stjórn, sem lætur viðgangast tvö-
falt meiri verðbólgu en i nokkru
nálægu riki. Það getur ekki verið
góð stjórn, sem safnar svo mikl-
Framhald á bís. 10