Alþýðublaðið - 29.10.1976, Page 5

Alþýðublaðið - 29.10.1976, Page 5
ÚTLÖND 5 Föstudagur 29. október 1976 Viðtal við Olof Palme um úrslit þingkosninganna í Svíþjóð „Við sigrum í næstu kosningum", segir Palme. Og það er vissulega margt, sem bendir til, að þessi fullvissa Palmes hafi við rök að styðjast. Margt gekk úrskeiðis fyrir jafnaðarmönnum í síðustu kosningum. Hann nefnir tvö atriði. ,,Annað er afstaðan til kjarnorkuvera. Jaf naðarmenn stóðu allt í einu sem einu frosvars- mennirnir fyrir ákvörðun þingsins, sem þó hafði hlotið þar mikinn meirihluta, hitt voru umræður um sósíalismann, sem lentu á miklu lægra ,,plani" en okkur gat órað fyrir". „Hefðir þú verið forsætisráðherra nú, ef borgarastjórnin hefði lagt fram stjórnarstefnu sina fyrir kosningar?” „Það tel ég efalaust. Nægilegt er að benda á afdrif kjarnorku- málsins, en við skulum ekki horfa alveg framhjá öðrum loforðum, sem þeir brutu. Ef til vill geta borgarablöðin reynt að þagga niður umræður um svik Fálldins i kjarnorkumálunum. En það mun ekki liða á löngu, að fólkið taki að spyrja: Getum við treyst loforðum Fá'lldins i öðrum efnum? Við höfum orðið þess varir, eftir að svik hans urðu lýðum ljós, hefur flokkur okkar þjappast betur saman en nokkru sinni fyrr og siðar i 44 ára stjórnarsögu hans.” „En var það ekki svo i kosningabaráttunni, að kjósendur l'.tu á jafnaðarmenn, og þig sérstaklega, sem áhangendur kjarnorkuvera, en Falldin, já og einnig Bohman og Ahlmark sem andstæða þeim?” „Þetta hefur orðið mér rækilegt umhugsunarefni Flokkur okkar ræddi þetta mál vandlega og var einhuga. Blöðin voru yfirleitt sammála okkur og forystumenn iðnaðarins einnig. Svo kom kosningabaráttan. Miðflokknum tókst að færa málið mn á siðferðilegt svið! Hinir flokkarnir hlupu undan merkjum, borgarablöðin og forsvarsmenn iðnaðarins. Við vorum einir á báti. En það er ennþá bjargföst sannfæring min, að okkar stefna i orkumálunum sé rétt. Borgaraflokkarnir leiddust inn á hugmyndina um stjórnar- skipti með hjálp afstöðunnar til kjarnorkumála. Nú hafa þeir, að visu knúið fram stjórnar- skipti og fengið kjarnorkuna i kaupbæti! ” „Þú litur þá ekki svo á, að jafnaðarmönnum hafi snúizt hugur?” „í sannleika sagt sé ég enga leið til að Aviar geti verið ár, kjarnorkuveranna fram að 1985, nema þeir vilji þá nota þvi meira af oliuorku, sem er hættulegri mengunarvaldur en kjarnorkan. Hvort kjarnorkuver eru 10 eða 13 skiptir ekki máli. Upphaflega áætlunin var 24 slik orkuver.” „Telur þú að rétt væri að bera þessi mál undir þjóðar- atkvæði?” „Ég býst ekki við, að borgaralega stjórnin sé fikin i það. Af gamalli reynslu virðist mér, að þjóðaratkvæði sé vafasöm leið til að útkljá mál i lýðræðislandi.” „Umræðurnar snúast nú að þvi, hvað eiginlega gerðist i kosningabaráttunni. Er Palme svartsýnn vegna þess að bilið milli jafnaðarmanna og borgaraflokkanna er nú 7% miðaö við heildarkjósenda- tölu?” Hjalmar Branting, fyrsti formaður sænska jafnaðarmannaflokks- ins. Per Albin Hansson varð annar formaður flokksins, en alls hafa þeir verið fjórir. „Nei,i þvi efni er ég bjart- sýnismaður.” „En hvernig lita jafnaðar- menn á þá einstaklingshyggju, sem ljóslega kom fram hjá ibúum nýju einbýlishúsa- hverfanna?” „Hversvegna ættu ibúar einbýlishúsa ekki að hafa einnig sin vandamál, sem verður að leysa á félagslegum grunni? Þeir þurfa lika atvinnu. Konur þeirra vilja einnig komast á vinnumarkaðinn og börn þessa fólks þarfnast dagheimila. Hitt er rétt, aö fylgi okkar er sterkast, þar sem reynslan af skipulagningu okkar er rót- grónust. Tökum til dæmis Norðurbotn og Gautaborg.” „Hvernig litur þú sem fyrrum menntamálaráðherra á augljósa hægri sveiflu unga fólksins?” „Það er vissulega ekki ánægjuleg framvinda. Þess ber þó að gæta, að um 2/3 hlutar nýrra kjósenda-vinnandi fólkið- er i okkar liði. En langskóla- fólkið snerist gegn okkur og með borgaraflokkunum. Þar kann ýmislegt til að koma, ef til vill ekki sizt einskonar uppreisn gegn rikjandi stjórn, sem ekki er óalgengt fyrirbæri.” „Hefur þér stundum fundizt erfitt, að koma fram fyrir hönd rikjandi stjórnvalda?” „Það getur stundum verið nokkrum erfiðleikum bundið i einstökum atriðum. Sjálfur hefi ég glimt við minar efasemdir, án þess að vera talinn sérstakur uppreisnarmaður. En þetta er stór flokkur og vissulega getum við búizt við þvi, að innan hans séu ýmsir gagnrýniverðir. En við erum ekki rikið. Við verðum að vera við þvi búnir að sinna hvort heldur er stjórnar- eða stjórnarandstöðustörfum. Auðvitað verðum við að samhæfa okkur framvindu timans. En hugsjónin og framkvæmd hennar er og á að vera okkar vigi.” „Washington Post hefur birt þá skoðun, að sænska þjóöin hafi fellt jafnaðarmenn vegna tilhneiginga flokks, sem lengi hefur setið að völdum, til að hlynna að sinum flokks- mönnum. Hér sé ekki um neitt pólitisktfráhvarf að ræða. Hvað viltu segja um þetta?” „Nokkuð er hæft i þessu.” „En hvað um umræðurnar varðandi sósialismann i kosningabaráttunni? ” „Það var sorgarsaga, frumstæðar umræður á lágu stigi, að þýzkum sið. Ég hefi hugleitt mjög framvindu lýðræðislegs sósialisma, ekki sizt i sambandi við stefnuskrá flokksins, hina nýju. Mér virðist það ætið hafa komið i ljós, að þegar verkalýðshreyfingin hefur snúizt að hugmynda- fræðinni, hafi allskyns kreddufesta skotið upp kollinum. Þetta minnir mest á , Kósakkakosningarnar 1928, en eftir að Wigfors hafði áttað sig 1932, varð hann rikjandi hugmyndafræðingur næstu 17 árin og kredduraddirnar þögnuðu. En nú er mál að vikja að hinum lýðræðislega sósialisma.” „Hvernig þá?” „Þar ræðir nú um framhalds- stig, þar sem skipulagning heimilishalds og lýðræði á vinnustöðvum eru þýðingar- mest.” „En hvað um Meidner sjóðina?” „Það er ætið nokkrum erfiö- leikum bundið þegar nýjar hug- myndir koma fram. Ég minnist ólátanna 1956 vegna ákvæðanna um sjóðamyndanir og andróður gegn okkur. En þegar fólkið hafði áttað sig á þýðingu þeirra, féll allt i ljúfa löð. Spá min er, að svo muni enn fara nú.” „En hvernig fellur þér að vera allt i einu orðinn foringi stjórnarandstöðu?” „Það er tviþætt hlutverk. Fyrst og fremst þarf að vinna að langtima sjónarmiðum flokkslega, og svo að gaumgæta hin daglegu störf stjórnarinnar, ef svo mætti segja.” „En ef núverandi rikisstjórn slæst verulega upp að hlið ykkar, getur það ekki orðið óþægilegt?” „Meö Gosta Bohman, sem fjármálaráðherra? Það held ég alls ekki meðan hann heldur um taumana. Athugum hvernig borgaralegri stjórn tókst i Noregi, enda þótt jafnaðarmenn væru ekki harðir i mótstöðunni. Sýnt er, að hér eru orðnir svo alvarlegir árekstrar milli loforða, fyrirætlana og fram- kvæmda nú þegar, að þeir ráða ekki við vandamál hins iðnvædda þjóðfélags á kapital- iskum grunni.” „Og hvað svo um afturkomu sósialdemokrata að stjórnar- forystu?” „Vinnuáætlun min er hreinn meirihluti. Við skulum sjá hvernig til tekst”, eru lokaorð Palmes. Enginn sósialismi án lýðræöis, er kjörorð sænskra jafnaðarmanna. Olof Palme var lengi hægri hönd Erlandes, og hann er einn af helztu hugmyndasmiðum sænskra krata. Hvergi hefur lýðræðissósialisma veriðbeitt á jafn virkan hátt og á Norðurlöndunum, þar sem stjórnir jafnað- armanna hafa setið við völd. Tage Erlander var for- veri Olofs Palme.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.