Alþýðublaðið - 29.10.1976, Síða 6
Föstudagur 29. október 1976 bía^M
6 SJÓNARMID
EKKI EINS SLÆMT
OG AF ER LÁTIÐ
Sjúkra- og spitalafrásagnir
alls konar hafa ætiö veriö mjög
eftirsótt lestrarefni, ekki sist
vegna spaugilegra lýsinga á
háttum starfsfólks, og þeim sér-
staka anda sem sagður er rikj-
andi innan veggja sjúkrahús-
anna.
Eins hafa gengiö margar
kimnisögur manna á milli og
hefur þá ekkert verið til sparað,
til að gera þær sem spaugileg-
astar eða ógurlegastar, eftir þvi
hvaö hefur þótt við hæfi hverju
sinni.
Hver kannast ekki við magn-
þrungnar lýsingar á hjúkrunar-
konum og læknum, þessum fyr-
irbærum sem tæpast voru talin
mannleg hér áður fyrr. Þáð
hafa verið sagöar ótal sögur um
þusandi pilsvarga, sem eirðu
engu, sem nálægt þeim var, og
brostu sjaldnar en sólin skein
hér á suöurlandinu i sumar. Þá
fengu læknarnir sinn skerf,
enda ekki hægt aö tala við þá
nema á latinu, að þvi er fróðir
menn sögðu.
Barnadeildirnar hafa ekki
farið varhluta af sögum sem
þessum, nema siður sé. Sagan
segir, að þar sé barnið orðið
siiík drtm sf ilfelli ” en ekki
mm
manneskja um leið og það er
lagt inn, og aðbúnaðurinn eftir
þvi. Pelar eru umsvifaiaust
rifnir af kornabörnum og þau
látin orga sig i svefn. Fæst
þeirra barna, sem sögumenn
þekktu til hafa komizt heil á
geðsmunum út af þessum pin-
ingarstöðvum læknisfræðinn-
ar. Foreldrar eru sagöir illa
þokkuð fyrirbæri, sem gera litið
annað með heimsóknum sinum,
en að espa upp óþekktina i
krakkagemlingunum. Eðlilega
hefur fólk dregið þá ályktun af
framansögöu, að það ægilegasta
sem getur komiö fyrir nokkurt
barn sé að leggjastinn á spitala.
Fyrir skömmu þurfti sonur
minn litli að leggjast inn á einn
slikan vegna meins i fæti.
Sjúkrahúsdvöl hans átti sér
nokkurn aðdraganda, og þvi
spurðist nokkuö fljótt hvers
kyns væri. Og það var eins og vii
manninn mælt. Hvar sem við
hrelldar foreldranefnurnar lét-
um sjá okkur, beið okkar reið-
innar býsn af hryllingssögum
um meðferðbarna á sjúkrahús-
um. Voru sumar þeirra svæsn-
ustu þess eðlis, að þær hefðu
fremur getað átt rót sina að
rekja til fangabúöa á striðstim-
unum, heldur en sakleysislegra
sjúkrahúsa i henni Reykjavík.
Það var þvi með hálfum huga
sem við þrömmuöum inn ganga
og upp stiga með litla kút til að
láta leggja hann inn. Við lædd-
um okkur inn ganginn á barna-
deildinni og þangað sem við
töldum að skrifstofan væri til
staöar. Við tilkynntum komu og
lá við sjálft að við bæöumst af-
sökunar á að hafa ekki sent
hann i pósti, i stað þess að vera
að troðast með hann þangað,
bæði tvö.
Að aflokinni vanabundinni
skýrslugerð, bjuggumst við til
að laumast út, án þess að litiö
bæri á. En hvað var nú þetta?
Gat verið að okkur væri farið að
förlast heyrn eða sagði hjúkrun
arkonan að foreldrar mættu
dvelja hjá börnunum eins og þá
lysti? Jú, ekki bar á ööru. Þó
komu okkar bæri ekki uppá
heimsóknartima, voru margar
mæður að stússa við börnin sin
og sinna þeim. Og til þess að
gera langa sögu stutta, má
segja að þarna hafi allt verið
gert fyrir litlu sálirnar til að
þeim gæti liðið sem best. Þarna
var nóg af alls kyns leiktækjum
og dóti, sem hægt var aö dunda
við. Það er óhætt að fullyrða að
maður hafi gengið undir manns
hönd, til að liðsinna smáfólkinu
áeinn eða annan hátt. Ósjaldan
máttiheyra mjóróma rödd inni i
einhverri stofunni: Sjúkrakona,
sjúkrakona, komdu og hjálpaðu
mér að raða púslinu. Og
„sjúkrakonurnar” sinntu köll-
um krakkanna svo framarlega
sem þær höfðu tima til að rétta
þeim hjálparhönd.
Það sem var eiginlega eftir-
tektarverðast, meö hliðsjón af
Johanna S. Sigþórsdóttir
þeim sögum sem ganga manna
á meðal, var það, að mikil á-
herzla virðist nú lögð á, að barn-
ið biði ekki tjón á sálu sinni, þó
það þurfi að vera að heiman ein-
hvern tima. Foreldrar eru
hvattir til að vera hjá þeim eins
og timi vinnst til og allt kapp
virðist vera lagt á, að börnin
finni sem minnst fyrir þeirri
breytingu sem spitaladvöl veld-
ur óhjákvæmilega. Þarna er
sjúkdómnum sem sagt ekki gert
hærra undir höfði en sálinni, og
er það vel.
OR VmSUM ATTUM
Matur og menn
ingarsjúkdómar
1 timariti Hjartaverndar
vakti Arsæll Jónsson, læknir,
fyrir skemmstu athygli á þvi
samhengi sem viröist vera milli
mataræðis og tiðni svonefndra
menningarsjúkdóma. Þar er
einkum átt við hjartasjúkdóma
og sjúkdóma og kvilla á
meltingarleið, sem geta ieitt til
krabbameins.
Aður hefur i þessum þætti
verið skýrt frá þessari grein
Ársæls, en i sjónvarpsþætti fyrir
viku .ræddi hann itarlegar aðra
hlið þessa máls, þ.e. hvern þátt
stjórnvöld eiga i þessari þróun.
Það fer ekkert milli mála að
með opinberum aðgerðum er
hægt að hafa mjög veruleg áhrif
á matarvenjur og fæðuval þjóð-
arinnar. Með þeim læknavis-
indalegu sönnunum sem við
megum teljast hafa fyrir fylgni
með neyzlu tiltekinna fæðu-
tegunda og tiðni menningar-
sjúkdóma er ekki lengur álita-
mál hvort stjórnvöld eigi að
skerast i leikinn, heldur fer það
brátt aö flokkast undir tilræði
við heilbrigði þjóðarinnar ef
ekkert verður að gert.
Norska leiðin
Norska rikisstjórnin flutti á
siðasta þingi frumvarp til laga,
sem heimila landbúnaðarráðu-
neytinu að gera tiltækar ráö-
stafanir til aö hafa, með verð-
breytingum, sértollum eða
niðurgreiöslum, áhrif á neyzlu-
venjur Norðmanna.
Tilgangurinn var augljós:
Með þvi aö gera öllum þegnum
kleift að neyta hollrar fæðu og
með þvi að gera hollustumat
ódýrari og auðfáanlegri en
þann, sem ekki getur talizt
heilsusamlegur, er stefnt að þvi
að bæta heilbrigöi þjóðarinnar.
Slikt er og réttur hvers manns —
og skyida þess samfélags, sem
hefur sett sér bað markmið að
bæta hag allra án tillits til efna
eða stöðu. Það er til litils að
stefna að aukinni hagsæld, ef
henni er samfara lakara heilsu-
far og þar af leiðandi verri að-
staða til að neyta þeirra auknu
tækifæra, sem bjóðast.
Rangt væri að segja að ekkert
hafi verið gert i rétta átt i
þessum efnum hérlendis. Með
tiðari samgöngum við suðræn
lönd hafa nokkrir innflytjendur
matvöru lagt áherzlu á að út-
vega hingað til lands ferska
ávexti árið um kring og jafnvel
nýttgrænmeti á þeim timum er
ekkert islenzkt grænmeti er að
fá. Þetta verður að teljast mjög
til bóta, og litilsháttar verölags-
breytingar.svosern niðurfelling
söluskatts af ávöxtum, hafa
einnig stefnt til bóta.
En þetta er aðeins eitt skref af
hundrað metra göngu. Hvit-
sykur og trefjalaust hveiti eru
uppistaðan i matvælum okkar,
enda ódýrasta fæðan. Hún er
auðug af kolvetnum, en tiltölu-
lega snauð af eggjahvituefnum
— og f hana vantar þær trefjar,
sem meltingarfærunum eru ein-
mitt svo nauðsynlegar og er að
finna i hýðismat. Mjólkurvörur
eru þessu næstar á matseöl-
inum.
,,Fleira matur
en feitt kjet'
Þegar efnaminni fjölskyldur
eiga i erfiðleikum meö að láta
endana ná saman i heimilis-
haldinu er ofur skiljanlegt að
fólk freistist til að neyta hinnar
hollustuminni eða jafnvel óhollu
fæðu þar sem hún er nær undan-
tekningarlaust ódýrari.
Næsta skref i göngunni að
settu marki hlýtur þvi að vera
að samræma verðlagningu þvi
fæðuvali, sem æskilegt er. A
þessi atriði hefur margsinnis
verið bent i timaritum Náttúru-
lækningafélags Islands og hús-
mæðrafélaga og kvenfélaga-
sambanda. Vigdis Jónsdóttir,
húsmæðrakennari, rakti i út-
varpserindi fyrir skemmstu og
ritaði itarlega grein um þessi
mál, þar sem hún gerði góða
grein fyrir leið norskra stjórn-
valda til bættra hollustuhátta.
Réttast hefði veriö að land-
búnaðarráðherra hefði haft for-
göngu um lagasetningu þar að
lútandi i samvinnu viö við-
skiptaráðuneytið. En við þvi er
tæpastað búast meðan landbún-
aðarráöuneytiö er undir stjórn
hagsmunahópa framleiðenda.
Þar virðist ekki stjórnað eftir
þeirri ágætu reglu, að það er
„fleira matur en feitt ket”
Það hljómar nánast eins og
tilræði við neytendur aö stinga
upp á þvi að hækka verð á
neyzluvörum. En þegar verð-
hjöðnun varð á hvitasykri á
heimsmarkaði eftir þá gffurlegu
hækkun, sem oröið hafði og náði
hámarki með útsöluverði
sykurs i verzlunum hér I árs-
byrjun i fyrra, þá hefði það
vissulega verið rétt af verðlags-
yfirvöldum aö leyfa ekki verð-
lækkun (sic)! Þeir stórinnflytj-
endur, sem þá lágu meö birgðir
á hæsta verði urðu aö taka á sig
tjón til aö mæta samkeppni ann-
ara, sem fluttu ekki inn sykur
fyrr en verð hjaðnaði. Ef við
hefðum þá átt stjórnendur og
ráðherra, i stað þess að eiga
bara embættismenn og flokks-
foringja, þá heföi mátt velja þá
millileið að skattleggja verð-
lækkunina og niðurgreiða með
þeim skatti fæðutegundir með
skaðminni sykri. Slik ákvörðun
hefði leyst tvennan vanda.
Lengi mætti benda á misfellur
i tollun og verðlagningu mat-
væla hér á landi, en látið nægja
að staldra hér viö sykurverðið
og þann bjarnargreiða annan,
að undanskilja hvitt hveiti vöru-
gjaldi. Verðlækkanir án til-
gangs kunna að vera bjarnar-
greiði. Neytendum er meiri
akkur i að fá ráðamenn með
skynsemi.
-BS