Alþýðublaðið - 29.10.1976, Side 8
8 fRÉTTIR
Föstudagur
29. október 1976[b!aSið f
Föstudagur 29. október 1976
FRÉTTIR 9
Tónleikar i Norræna húsinu laugardaginn
30. október n.k. kl. 16.00
Finnski fiðluleikarinn Helena Leht-
ela-Mennander og Agnes Löve, pianóleik-
ari, leika verk eftir Corelli, Beethoven,
Debussy, Sallinen og Grieg.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Sunnudaginn 31. október n.k. kl. 16.00
verður sýnd kvikmyndin „LYSET I
ISHAVSKATEDRALEN — Victor Sparre
og hans kunst”.
NORRÆNA
HÚSIO
Kvenfélagið
Hringurinn
heldur handavinnu- og kökubazar að
Hallveigarstöðum laugardaginn 30.
október, kl. 2.
Allur ágóðinn rennur til Bamaspitalans.
Breytt símanúmer
SKRIFST0FA
RÍKISSPÍTALANNA
Frá og með mánudeginum 1. nóvember
verður simanúmer SKRIFSTOFU
RIKISSPÍTALANNA 24160.
Gjaldkeri, launadeild og innkaupastjóri
verða þó áfram með sima 11765.
Reiknistofa
bankanna
óskar eftir að ráða starfsmann til
uppgjörs, götunar og skyldra starfa.
Reynsla i götun er æskileg.
Störf þessi eru unnin a kvöldin.
Raðning er samkvæmt almennum kjörum
bankastarfsmanna.
Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu
bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi fyrir
4. nóv. n.k.
Langferðabifreið
Óskum að kaupa 30-35 manna fólksflutn-
ingabifreið I góðu ástandi.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir
kl. 16.00 föstudaginn 12. nóv. n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 -
Skiptar skoðanir
innan Samtakanna
um framtíð flokksins
Eins og kunnugt er,
samþykkti framkvæmdastjórn
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna á fundi sinum þann 12.
október, að aflýsa fyrir-
huguðum landsfundi
samtakanna og leggja þar með
niður störf sin. Margir hafa
viljað túlka þennan atburð á
þann veg, að hann sé fyrirboði
þess aö Samtökin verði bráð-
lega lögö niður sem stjómmála-
flokkur á landsmælikvaröa, eða
jafnvel að þau muni liðast i
sundur vegna ágreinings
ýmissa skoðanahópa um
markmið og leiðir flokksins.
1 nýjasta tbl. Nýrra þjóömála,
málgagni Samtaka frjáls-
lyndra, er að finna greinar eftir
marga af forystumönnun
samtakanna, þar sem fjallað er
um stöðu flokksins, markmið
hans ög leiðir.
Samþykktin mála-
miðlun
1 grein eftir Magnús Torfa«
Olafsson alþm. segir m.a. svo:
„Samþykkt framkvæmda-
stjórnar Samtakanna um aö sú
stofnun leggi niður störf og að
aflýsa landsfundi ber með sér
að hún er málamiðlun og líklega
engum sem að henni stóðu
fyllilega aö skapi. Þessi kostur
þótti illskárstur eins og komið
var, þegar ljóst var orðið að
innan framkvæmdastjórnar
voru uppi ósættanlegar skoðanir
á framtiö Samtakanna.
Fyrir lá að á landsfundi yrði
gerð tillaga um að ákveðið yrði
að þessi skyldi veröa hinn
siðasti sem Samtökin efndu til
ogengar kosningar eiga sér stað
i stööur og stofnanir á þeirra
vegum, sem hefði þýtt að
Samtökin væru lögö niöur.
Skoðun min er aö meirihluti
samtakafólks sé andvigur slikri
ráðabreytni og tillaga i þessa
átt hefði verið felld á lands-
fundi. En þar sem vitað var að
þeir sem leggja vilja Samtökin
niður hefðu farið sinu fram hvað
sem landsfundur ályktaði, var
vandséð að nokkuð væri unnið
með þvi að efna til sllkrar
samkomu”.
Grein Magnúsar Torfa lýkur
með þessum orðum:
„Okkur, sem teljum að svona
sé málum háttað, þykir aö
sjálfsögðu miður, að sumir
þeirra sem um skeið kusu að
hasla sér völl innan Sam-
takanna telja sig nú ekki eiga
þar heima lengur. Með
samþykkt framkvæmda-
stjórnar er þeim greidd ieið til
að fara i friöi, án þeirra illinda
og átaka sem oft vilja fylgja,
þegar leiðir skilur i stjórn-
málum.
Samtakafólk hefur nóg
verkefni fyrir höndum, og engin
ástæða er til að eyða kröftum
frekar en orðið er i deilur um
spurninguna: Að vera eða vera
ekki”.
„Hörmuleg þróun”
Elias Snæland hefur verið
fastur starfsmaður
Samtakanna um nokkurt skeið,
þar til honum og skrifstofu-
stúlku Samtakanna var sagt
upp störfum frá 1. október s.l.
Elias hefur m.a. ritstýrt Nýjum
Þjóðmálum. í grein i siðasta tbl.
blaðs sins segir Elias Snæland
m.a.:
,,Ég sé ekki ástæðu til aö
leyna þvi, að þaö eru mér mikil
vonbrigði að svo skuli komið
fyrir Samtökunum, sem raun
ber vitni. Þróun innri mála
Samtakanna siðustu misseri
hefur vissulega ekki verið i
samræmi við þær vonir, sem ég
ogmargir fleiri höfðu bundið við
Samtökin. Ég hefi verið þeirrar
skoöunar, að Samtökin hefðu
hlutverki að gegna i islenzkum
stjórnmálum, og að þau gætu
hæglega gegnt þvi hlutverki ef
þau sýndu samstöðu og hik-
leysi.”
1 lok greinar sinnar segir
Elías Snæland, að sú skoöun
hafi verið rikjandi á landsfundi
Samtakanna 1974, að þau heföu
mikilvægu hlutverki að gegna
og að rikt hefði bjartsýnimeð að
þeim myndi takast að rækja
það. Nú hefðu margir hins
vegar misst trúna og ákveðið að
hasla sér völl annars staöar.
Spurningin sé þvi sú, hvort þeir
atburðir séu svo alvarlegir aö
Samtökin séu ekki fær um að
gegna ætlunarverki sinu. Muni
svar við þeirri spurningu fást á
næstu mánuðum.
„Höldum starfinu
áfram ”
Andrés Kristjánsson, Heimir
Ingimarsson, Höskuldur Egils-
son og Einar Hannesson skrifa
allir pistla i Ný Þjóðmál, þar
sem eindregið er mælt með þvi
að Samtökin haldi áfram starfi
sinu. Þá er birt samþykkt frá
almennum fundi SFV i Rey-
kjavik, þar sem segir, að „brýnt
sé að félagsmenn Samtakanna
um land allt komi skipulagi
flokksins I eölilegt horf á ný.”
Niðurlagsorð greinar
Andrésar Kristjánssonar eru á
þessa leið:
„t þvi stormahléi, sem
vonandi rikir á meöan beðið er
flokksstjórnarfundar, geta þeir,
sem óska að kveðja, skrifað úr-
Magnús Torfi: Eyðum
kröftunum ekki frekar i spurn-
inguna að vera eða vera ekki.
sögn sina meö kyrrlæti og fariö i
nýja vist eins og persónulegur
réttur hvers manns er. En jafn-
framt væri með allri kurteisi
hafnað keisaralegri kröfu
þeirra um, að Samtökin verði
með öllu lögð niður brottför
þeirra til heiðurs.”
Afstaða framkvæmda-
stjórnar
Olafur Ragnar Grimsson
gerir grein fyrir sjónarmiðum
framkvæmdastjórnar SFV og
kemur þarfram, að iseptember
var sérstakri nefnd falið að leita
leiða til að ná samstöðu innan
framkvæmdastjórnar og meðal
annars samtakafólks um
tillögur til afgreiðslu mála á
landsfundi”. Siðan kom fram,
að mikil óvissa þótti rikja um
sókn manna á væntanlegan
landsfund og margir töldu að
þetta yrði aðeins deilufundur
sem engum tilgangi gæti
þjónað. I ljósi þessa gerði
Ólafur Ragnar könnun meðal
framkvæmdarstjórnarmanna á
möguleikumtilsamkomulags um
málalok. Segist hann hafa lagt
eftirfarandi atriði til grund-
vallar könnun sinni:
1. Að Vestfjarðasamþykktin
og skoðanir ýmissa annarra
aðila hafi falið i sér i reynd, að
Ólafur Ragnar: Flokkurinn
mun i raun leysast upp hvað
sem öllu formi liður og mikil-
vægast er að finna þeirri þróun
átakalausan farveg.
grundvöllur sameiginlegrar
starfsemi væri brostinn.
2. Að landsfundurinn yrði
mjög fámennur, og litið til
sóma, einkum ef hann myndi
leysast upp i deiluhópa.
3. Að rikur vilji hafi verið
meöal allra hlutaöeigandi aðila
til að fá á friðsaman hátt botn i
máliö og helst þannig að hver og
einn hefði siöan frjálsræði til að
gera það sem honum þætti
ákjósanlegast.
4. Aö ljóst hafi verið aö á
næstu vikum og mánuðum
myndu hinir ýmsu hlutar
Samtakanna halda i ýmsar
áttir, til viðræðna við Alþýöu-
flokk, til inngöngu i Alþýðu-
bandalagið og til starfa hver á
sinum heimavettvangi, t.d. þar
sem Samtökin hafa bæjar-
fulltrúa. Flokkurinn myndi I
reynd leysast upp hvað sem öllu
formi liði og mikilvægast væri
að finna þeirri þróun átaka-
iausan og friðsamlegan
farveg.”
Niðurstaöa þessarar
könnunar varð svo öðru fremur
til þess að landsfundi var aflýst
og samkomulag gert um, aö
forystusveit flokksins yrði ekki
kölluö saman aftur. Þegar öll
sameiginleg starfsemi hefði
verið lögð niður, myndi
Karvel: Affarsælast að
horfast i augu við þá staðreynd
að upprunalegum markmiðum,
sem Samtökin settu sér, hefur
ekki verið náð.
framtiðin tala skýrustu máli um
eðli þeirrar ákvörðunar,
segirólafur;
Karvel Pálmason alþingis-
maður gerir grein fyrir
viðhorfum flokksmanna á Vest-
fjörðum og segir samþykkt
f r a m k v æ m d a n e f nd a r i
samræmi við óskir þeirra.
Karvel segir m.a.:
„Það er nauðsynlegt i þessu
sambandi að hafa i huga, að
Samtökunum var ekki ætlað að
vera til langframa fimmti
varanlegi stjórnmálaflokkurinn
I landinu. Og það er min skoðun,
að affarsælast sé að horfast i
augu við þá staðreynd, aö
upprunalegum markmiðum,
sem Samtökin settu sér, hefur
ekki veriö náð.”
Grein Karvels lýkur með
þessum orðum:
„Ég tel að forystumenn
Samtakanna, sem að
ály ktuninni standa, séu menn aö
meiri, þvi þeir hafa sýnt, að
þrátt fyrir ágreining um leiðir
að settu marki, hefur þeim
tekist að finna leið, sem gefur
þeim sjónarmiðum, sem helzt
hafa komið upp innan
Samtakanna, möguleika á að
finna vettvang, sem hver og
einn telur bezt viö hæfi i baráttu
að settu marki”.
—ARH
Mikil starfsemi í Norræna húsinu:
Kvikmyndasýning-
ar og tónleikar
um helgina
16 VERKALYÐSFELOG
SENDA 33 FULLTRÚA
Á ASÍ-ÞING
Góðar gjafir til
Norræna hússins
Norræna húsinu hafa borizt
margar góöar gjafir að undan-
förnu, erlendis frá. Danska tón-
skáldasambandið hefur gefið
húsinu allar nótur og hljóm-
plötur sem sambandið hefur
gefiö út. Gjöf þessi er áætluð
vera 40-50 þús. danskra króna
viröi.
Prófessor Gunnar Hoppe,
rektor við Stokkhólmsháskóla,
formaður stjórnar Norræna
hússins, færði Húsinu að gjöf frá
rikisbókaverði Svia, Uno
Willers, var það útgáfa
Peringskiölds av Heimskringlu
i tveimur bindum, prentuð i
Stokkhólmi 1679. Er þaö elzta
útgáfa Heimskringlu, sem
Norræna húsið hefur eignast.
Eintakið þurfti litilsháttar
viðgerðar við, og lét eigandinn
annast viðgerðinaáðuren gjöfin
var afhent, en eintak þetta er
annars mjög fallegt og vei
varðveitt.
Brekkukotsannáll i
Norræna húsinu
Hér á landi dvelst nú Rolf
Hadrich, frá Þýzkalandi.
Hadrich stjórnaði á sinum tima
upptöku kvikmyndarinnar um
Brekkukotsannál Halldórs
Laxness.
Af þvi tilefni verður Brekku-
kotsannáll sýndur I Norræna
húsinu laugardaginn 30. október
og sunnudaginn 31. okt., i
tvennu lagi. Að lokinni seinni
sýningunni segir Hadrich frá
vinnunni við gerð kvik-
myndarinnar og svarar
spurningum um Brekkukots-
annál. Einnig mun Hadrich
segja frá kvikmynd þeirri sem
Norddeutscher Rundfunk lætur
gera I samvinnu við sjónvarps-
stöðvar Noröurlandanna eftir
Paradisarheimt Laxness, en
myndin er gerð undir stjórn
Hadrichs.
Victor Sparre og list
hans
Sýning á verkum Victors
Sparre stendur nú yfir i
sýningarsölum Norræna
hússins. Sýningin var opnuð 23.
okt., og hefur verið mjög vel
sótt, og hafa nokkur verkanna
selst. Sparre bauð Listasafni
rikisins eitt af verkunum til
eignar, gegn einnar krónu
gjaldi. Listasafn þá boð
málarans og valdi safnráð eitt
verkanna handa safninu.
Listamaöurinn var sjálfur
viðstaddur opnun sýningar
sinnar og hélt auk þess fyrir-
lestur i samkomusal hússins
sunnudaginn 24. okt. Var þá
sýnd kvikmyndin „Lyset i
Ishavskatedralen - Victor
Sparre og hans kunst”. Fyrir-
hugað er að endursýna þessa
kvikmynd sunnudaginn 31. okt.
n.k. Myndin fjallar, eins og
nafnið bendir til, um Victor
Sparre. Sýningin verður I sam-
komusal Norræna hússins, og
hefst kl. 16.00.
Tónleikar i Norræna
húsinu
Nk. laugardag halda finnski
fiðluleikarinn Helena LehteiÖ-
Mennander og Agnes Löve
pianóleikari, tónleika I Norræna
húsinu.
Helena Lehtela-Mennander
nam fiðluleik við Sibeliusar-
akademiuna i Helsingfors.
Framhaldsnám stundaði hún i
Paris, og við Tschaikovsky-
tónlistarháskólann i Moskvu.
Siðustu ár hefur hún verið við
nám hjá Arthur Grumiaux^i
Briíssel. Frú Lehtela-
Mainander hefur haldið fjölda
tónleika i heimalandi sinu og
utan, auk þess sem hún hefur
komið fram i bæði sjónvarpi og
hljóðvarpi i Finnlandi.
Agnes Löve, pianóleikari,
nam pianóleik við Tónlistar-
skólann i Reykjavik. Fram-
haldsnám stundaði hún i
tónlistarháskólanum i Leipzig,
og tók þaðan einleikarapróf
eftir 7 ára nám.
Agnes Löve má telja meðal
færustu pianóleikara okkar,
Hún hefur leikið sem einleikari
meö Sinfóniuhljomsveit íslands,
og viða komiö fram með
erlendum og innlendum lista-
mönnum. Agnes kennir nú við
Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar.
Sem fyrr segir eru tón-
leikamir n.k. laugardag og
hefjast kl. 16. —AB
Alþýðublaðið hefur að
undanförnu birt nöfn þeirra
fulltrúa, sem verkalýðsfélögin
hafa kjörið til setu á þingi ASÍ,
sem hefst i Reykjavik 29.
nóvember.
Hér birtast nöfn þeirra
fulltrúa, sem ekki hefur verið
greint frá áður:
Verkalýðsfélag Hólmavikur
Benedikt Sæmundsson
Félag bifreiðasmiða
Asvaldur Andrésson
V erkalý ðsfélagið Hörður,
Hvolsvelli
Sveinbjörn M. Njálsson
Bifreiðast jórafélagið Keilir,
Keflavik
Heiðar Georgsson
Matsveinaféiag
Sjómannasambands Islands
Arsæll Pálsson
Vélstjörafélag Suðurnesja,
Keflavil^
Jón. Kr. Ólsen
Verkalýösfélagiö JökulL
Ólafsvik
Hinrik Konráðsson
örn Ottósson
Kjartan Þorsteinsson
Verkalýðsfélag Stykkishólms
Einar Karlsson
Kristin óskarsdóttir
Sveinafélag járniðnaðar-
manna, Vestmannaeyjum
Borgþór Pálsson
Verkakvennafélagið
Framtiðiit Hafnarfirði
Guðriður Eliasdóttir
Heiga Guðjónsdóttir
Dagbjört Sigurðardóttir
Guðbjörg Guðjónsdóttir
Dýrlei Sigurðardóttir
Sveinafélag
Skipasmiða, Heykjavik
Helgi Arnlaugsson
Verkalýðsfélag Norðfiröinga,
Neskaupstað
Sigfinnur Karlsson
Guðmundur Sigurjónsson
Stefán Pétursson
Arni Þormóðsson
Verkalýðs og sjómannafélag
Fáskrúðsfjarðar
Ingólfur Arnason
Björgvin Baldursson
Félag bifvélavirkja,
Reykjavik
Guömundur Hilmarsson
Siguröur óskarsson
Snorri Konráösson
Snorri Sigfinnsson
Félag rafiðnaöarmanna á
Suöurlandi
Björn Júliusson
Félag starfsfólks I veitinga-
húsum
Indriöi Halldórsson
Þórunn Thorlacius
Málfriður Olafsdóttir
Aöalheiður Olafsdóttir
Ályktanir 37. flokksþings Alþýðuflokksins
Veik og sundur-
lynd íhaldsstjórn
37. þing Alþýðuflokksins telur, að
rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks hafi algerlega mistekizt
aö ráða við vandamálin sem við er að
eiga. Rikisstjórninni hefur ekki tekizt
að vinna traust þjóðarinnar og sam-
eina hana i baráttu til vinna sig út úr
vandanum, endurheimta jafnvægi í
efnahagsmálum og tryggjaá ný efna-
hagslegt sjálfstæði.
Þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta
hefur stjórnin verið veik og sundur-
lynd. Eftir tveggja ára starf hennar
blasa þessar staöreyndir við:
1. Aldrei hefur meira skort á, að
stjórnvöld sýni varfærni og aðgát
um verndun fiskistofna eins og bezt
má sjá af þvi að nú þegar er búið að
veiða langt umfram það, sem helztu
vísindamenn þjóðarinnar töldu
óhætt.
2. Aldrei hefur verðbólga verið meiri
en á þessu timabili, og bati á þvi
sviði er langt á eftir öðrum evrópu-
löndum.
3. Aldrei hefur halli á utanrikisvið-
skiptum verið meiri, og hefur lltið
sem ekkert verið gert tilað draga úr
eyðslu erlends gjaldeyris.
4. Aldrei hefur skuldasöfnun þjóðar-
innar erlendis verið meiri og er
greiöslubyröin að verða þjóðinni of-
raun, en lánstraust íslendinga að
þverra.
5. Aldrei hefur óstjórn i opinberum
framkvæmdum verið meiri, og næg-
ir þar að nefna til raforkufram-
kvæmdir, t.d. við Kröflu.
6. Aldrei hefur halli á rekstri ríkis-
stjóðs eða skuld hans við Seðla-
banka verið meiri, en þetta er sem
olia á eld verðbólgunnar.
7. Aldrei hefur misrétti í skattamálum
verið hrikalegra oglögleg og ólögleg
undanbrögö meiri. Hinir riku verða
stöðugt rikari og afkoma hinna
efnaminni sifellt erfiðari.
8. Aldrei hefur þvilik spilling og alda
afbrota riðið yfir þjóðina og úrelt
dóms- og réttarkerfi verið eins
ófullnægjandi, en rikisstjórnin ráö-
villt og sundruð i viðbrögöum sin-
um.
Ekki er að undra, þótt traust þjóðar-
innar á stjórnvöldum fari þverr-
andi.
Skattleggja ber hátekjur af
atvinnurekstri eða eignum
37. þing Alþýöuflokksins telur ó-
réttlæti skattakerfisins hafa keyrt svo
um þverbak i tið núverandi rikis-*
stjórnar að þegar á þessu Alþingi verði
aö'gera á því grundvallarbreytingar.
Þingið bendir á eftirtalin atriði:
1. Afnema ber tekjuskatt af almenn-
um launatekjum. Skattleggja ber
hátekjur af atvinnurekstri eða eign-
um og breyta skal reglum um álagn-
ingu útsvars þannig, aö útsvariö
verði stighækkandi með hækkandi
tekjum.
2. Aöskilja ber f járhag einstaklings og
atvinnurekstrar hans og skattleggja
hvort fyrir sig, svo að bókhaldstap á
rekstri geti ekki gert tekjuháa menn
skattlausa.
3. Endurskoða ber afskriftareglur til
að koma i veg fyrir þá vibtæku mis-
notkun þeirra, sem tiðkast hefur.
4. Endurskoða ber frádráttarreglur og
setja þeim ströng takmörk, m.a.
með þvi að setja „þak” á leyfilegan
vaxtafrádrátt.
KjarabaráUan krefst
sterkrar faglegrar
samstöðu launastétta
Vegna þeirrar gifulegu verðbólgu,
sem gerst hefur undanfarin ár og enn
viröistlitið lát á og i kjölfar hennar
stöðugar kjaraskerðingar launþega
svo og sivaxandi misrétti I skattamál-
um og á fjölmörgum öörum sviöum,
hlýtur barátta alþýðusamtakanna fyr-
irstór hækkuöum raunlaunum að fara
mjög harðnandi i næstu framtið. 37.
þing Alþýöuflokksins telur þvi þjóðar-
nauösyn bera til að beina öllum kröft-
um efnahagslifsins og möguleikum,
sem óefaö eru fyrir hendi sé réttri
efnahagsstefnu beitt til þess aö bæta
kjör launþega og þá alveg sérstaklega
þeirra, sem nú bera minnst úr bvtum.
Þaö veröur aö lyfta Islandi upp úr þvi
láglaunafeni, sem það hefur verið að
sökkva i og það er unnt, ef stjórnvöld
leggjast i þvi efni á sveif með alþýöu-
samtökunum og breyta efnahags-
stefnu sinni i samræmi við þaö. Þá er
óhjákvæmilegt að gerbreyta skipan
lifeyrismála og tryggja lífeyrisþegn-
um mannsæmandi lifskjör og sama llf-
eyrisrétt.
Sú barátta, sem fram undan er I
kjaramálum krefst sterkrar faglegrar
samstöðu allra launþegastéttanna og
jafnframt stuðnings allra þeirra póli-
tisku afla sem bera hag þeirra fyrir
brjósti. Þvilýsir Alþýðuflokkurinn yfir
öllum þeim stuöningi viö launþega-
samtökin, er hann má veita I þessari
baráttu og heitir þá jafnframt á alla
launþega aö veita flokknum brautar-
gengi og tryggja þannig hag sinn, sem
aö miklum hluta ræöst af styrk flokks-
ins og áhrifum á stjórnmálasviöinu.
Þá lýsir 37. þing Alþýöuflokksins
eindreginni andstööu viö þær fyr-
irætlanirsem nú eru uppi um verulega
þrengingu á réttarstööu verkalýðsfél-
aganna með breytingum á vinnulög-
gjöfinni svo og gegn þvingunarlögum
gegn frjálsum samningsrétti sjó-
mannastéttarinnar. Teljist nauðsyn á
aö endurskoða núgildandi vinnulög-
gjöf áiitur þingið að sú endurskoðun
eigi aö fara fram i fullri samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins og eigi breyt-
ingar þvi aðeins rétt á sér aö báðir að-
ilar hans séu breytingunum samþykk-
ir, þvi ella leysa þær engan vanda á
vinnumarkaðinum heldur en, ef þessa
erekkigætt, miklu liklegri til að skapa
illvi’gar deilur en leiða til sátta.