Alþýðublaðið - 29.10.1976, Side 10

Alþýðublaðið - 29.10.1976, Side 10
10. Föstudagur 29. október 1976 S&r SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur meö sjálfsafgreiöslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grilliö opiö alla daga. Mlmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Gömludansarnir í kvöid ki: 9 Hljómsveit Gafðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngúmiðasala frá kl. 8. — Simi Í2826. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-Up og sendiferðabifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 2. nóvember kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrif- stofu vorri kl. 5. • Gunnur Gunnarsdóttir Þegar heljarhöndin kalda hrífur burtu ástvin kæran, hversu stirt er tungutakið, tal vort fátækt, hugur tómur. Gjarnan viljum geta huggað grátin þó vor augu svíði. Æ, hve fátækt finnum okkur. Framtiðin er harmur kvíði. Þú ert Gunnur, horfin héðan, hel þig tók, svo ferska, — unga. Ástvinirnir eftir standa, axla byrði harmsins, — þunga. Hann, sem þekkir mannlífs meinin mýki þeirra sollnu undir. Lífsins stærsta kærleiks krafti Kristi, felum æfistundir. Mig langar fram að færa þakkir fyrir alla þina kynning. Þú varst mér æ góð og Gunnur, ég geymi um þig kæra minning. Þú varst sterk í þínum sorgum þreki prýdd og fórnarlundu. Son og mann þinn sífellt leiddir samúðar og kærleiks mundu. Samleið okkar er nú rofin, ei þig getum fengið aftur fyrr enn ris sá dýrðardagur er Drottins Jesú, birtist kraftur á upprisunnar efstadegi, þá allir vakna af dauðans blundi, og sorgin þverr í sigurgleði. — Sofðu rótt, og góðar stundir. Björk. - kveðja frá tengdamóður Þáttur Alþýðuflokksins í íslenzkri stjórnmálasögu Sala varnarliðseigna. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti I taugasjúkdóm afræöi viö læknadeild Háskóla tslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember n.k. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skuiu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vfsindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Menntamáiaráöuneytiö, 28. október 1976. Vörubílastöðin Þróttur tilkynnir Frá 1. hóvember verður afgreiðsla stöðvarinnar lokuð á laugardögum. Viðskiptavinum er bent á atvinnuskrá bifreiðastjóra i simaskránni. Stjórnin jazzBaLLeCdakóLi Bóru Jazzballett fyrir alla -L. Nvtt námskeið hefst 1. nó b N N Byrjendur teknir frá 7 — 16 ára. % 8 s Ath. aðeins nokkur pláss laus. — 00 Upplýsingar og innritun Q, í síma 83730 12 N •Rr jazzBaLLöGGskóu Búru - framhald af bls. 3 um skuldum erlendis, að nota þarf fimmtu hverja kpónu, sem þjóöin aflar sér með útflutningi, til þess að greiða vexti og afborg- anir af erlendum skuldum. Það getur ekki verið góð stjórn, semlætur launamenn greiða fjór- um sinnum meira i tekjuskatt af tekjum sinum en öll atvinnufyrir- tæki i landinu. Það getur ekki verið góð stjórn, sem lætur um það bil helming allra atvinnurek- enda sleppa við alla tekjuskatt- greiðslu til rikisins, þótt fjöl- margir þeirra lifi augljósu óhófs- lifi. bað getur ekki verið góð stjtírn, sem horfir upp á það aö- geröalaus eða aðgerðalitil, að kaupmáttur launa fari sirýrnandi og aö fjölmennir hópar launa- manna, svo sem opinberir starfs- menn, séu beittir beinum rang- indum i sambandi við launa- ákvörðun. Það getur ekki verið góð stjórn, sem lætur það við- gangast, að Island sé orðið lág- launasvæði, þar sem tekjur manna eru mun lægri en i nálæg- um löndum, þrátt fyrir mun lengri vinnudag. Svona mætti lengi telja. En ég læt þetta nægja. Allir skynsamir Islendingar hljóta að sjá, að Islandi er illa stjórnað. En það er ekki aðeins efnahags- lif þjóðarinnar, sem er sjúkt. Hitterekki siður alvarlegt að hér hefur á siöari árum risið alda fjársvika, smygls, eiturlyfja- nautnar, alls kyns afbrota og jafnvel beinna glæpa, sem áður voru sem betur fer næstum óþekkt fyrirbæri á Islandi. Sú ömurlega staðreynd hefur komið i ljós, að réttarkerfi landsins hef- ur ekki reynzt ráða við slik mál. Braskarar og lögbrjótar leika lausum hala og halda áfram alls konar viðskiptum en dómstólar og valdakerfi sinna ekki þessum málum með nægilega skjótum og traustvekjandi hætti. Hér er um að ræða svo alvarlega þróun, að gri'pa verður i taumana. Þróunin i afbrotamálunum og réttarfarsmálunum bendir til, þess, að islenzkt réttarriki standi ekki eins traustum fótum og við höfðum viljað trúa. En verður ekki dálítið svipaö sagt um lýð- ræðiö og þingræðið á Islandi? Hvernig er kjördæmaskipunin? I sumum landshlutum hafa menn næstum tvöfaldan kosningarétt á viö kjósendur i öðrum landshlut- um. Flokkur, sem fær 700 atkvæði i einu kjördæmi, getur fengið full- trúa á þing og meira að segja fleiri en einn, samtimis þvi, að margfalt stærri flokkur fengi engan þingmann, einungis vegna þess, aö hann hefur ekki hlotið þingsæti i kjördæmi. Og hvernig ermeð val frambjóðenda? Er það nógu lýðræðislegt? Hver eru skil- yrði kjósenda, til þess að hafa áhrif á það, hverjir verða fulltrú- ar þeirra á Alþingi og i sveitar- stjórnum? Er lýðræði okkar kannske, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki jafnfullkomið og við höfum viljað trúa? Og hvernig er háttað áhrifum starfsfólks á vinnustað, hvernig er lýðræðið i atvinnulifinu? Þarerskemmst af aðsegja.að það er þarekkert? Er þetta eins og það á að vera? En hvað er þá til ráða í þvi ófremdarástandi, sem nú rikir i islenzku þjóðlifi? Augljóster, að núverandi ríkis- stjórn ræður ekki við þann vanda, sem við er að etja. Hún hefur óbeinlinis játað það með þvl að gera tillögu um skipan fjölmennr- ar nefndar flokka og hagsmuna- samtaka, sem ásamt fulltrúum rikisstjórnarinnar eiga að fjalla um vandann fram i febrúar. En svo lengi má lausn vandans ekki biða. Þetta virðist öllum vera ljóst nema rikisstjórninni sjálfri. Engu að siður hafa allir aðilar, sem til hefur verið leitað, talið rétt að tilnefna fulltrúa í nefnd- ina. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að kjósendur þurfa sem fyrst aö fá tækifæri til þess að láta i ljós skoöun sina. Þjótjin þarfnast nýrrar stjórnar. tslend- ingar þurfa nú stjórn, sem getur starfað i samvinnu við aðila vinnumarkaðsins. Það er for- senda þess, sem gera þarf i islenzku efnahagslifi. Það verður að endurskipuleggja islenzkt framleiðslu- og viðskiptalif. Framleiðnin verður að vaxa. Só- unin og sukkið verður að hætta. Opinberir aðilar, ríki og sveitar- félög, verða að gera rekstur sinn hagkvæmari og sýna aukið að- hald i meðferð fjármála. Þetta allt er skilyrði þess, að þjóðar- tekjur geti vaxið og raungildi launa hækkað. Um leið verður að auka réttlæti i tekjuskiptingu, með endurbótum á almanna- tryggingakerfinu og gerbreytingu á skattakerfinu. Ekkert af þessu gerir núver- andi rikisstjórn. Þess vegna verð- ur kjósandinn sem fyrst að fá að gripa í taumana. Og þá trú hef ég á skynsemi islenzkra kjósenda, að nú mundu þeir viðurkenna réttmæti sjónarmiða lýðræðis- legrar jafnaðarstefnu, þeirrar stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur alltaf boðað og mun halda áfram að boða. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Húsavikur óskar að ráða nú þegar hjúkrunarfræðinga.Húsnæði i boði, Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og forstöðukona i simum 94-4-13-33 og Sjúkrahúsið i Húsavik s.f Jarðarför Franziscu Gunnarsson hefur farið fram i kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Gunnar Gunnarsson Olfur Gunnarsson tengdadætur og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.