Alþýðublaðið - 31.10.1976, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.10.1976, Síða 1
7 38»' Sunnudagur 31. október — 229. tbl. —1976 — 57.árg. SUNNUDAGS LEIDARI Sýning Finns Um þessar mundir efn- ir Listasaf n íslands til yf- irlitssýningar á verkum Finns Jónssonar. Það var vel til fallið. Finnur Jóns- son er einn af brautryðj- endum íslenzkrar mál- aralistar. Hann af laði sér ágætrar menntunar er- lendis, einkum í Þýzka- landi, og komst raunar ungur i hóp kunnra þýzkra málara, sem ruddu nýjar brautir. Hann mun einna fyrstur íslenzkra málara hafa málað myndir þeirrar tegundar, sem nefndar eru „abstrakt" málverk, þótt ekki hafi það orðið ríkjandi stef na í list hans. Þegar heim kom, gerðist hann rammíslenzkur málari. Kunnátta hans kom að góðu haldi, þótt hann tæki að fást við ný viðfangsefni. Hann mál- aði islenzkt landslag með öðrum hætti en samtíma- menn hans, sýndi það í öðru Ijósi og með öðrum litum en aðrir. Og hann fékk sérstaka ást á skip- um og sjómönnum sem yrkisefni málverka sinna. í fundarherbergi þingflokks Alþýðuflokks- ins í Alþingishúsinu er stór mynd af öldnum sjó- manni, sem rær einn á báti um úfið haf. Bæði sjómaðurinn og báturinn, og þá ekki siður hafið og himinninn er gert af meistarahöndum. Sá, sem þessar línur ritar, minnist Finns Jóns- sonar f yrst sem kennara í teikningu í Menntaskól- anum í Reykjavík á fyrstu árunum eftir 1930. Vinnustofa hans var á lofti íþöku. Hann var samvizkusamur kennari. En miklu meira virði en kennsla hans var þó hitt, að fá að líta inn í vinnu- stof u hans og fá að skoða myndirnar, sem þar voru. Margar voru full- gerðar, en að öðrum var listamaðurinn að vinna. Alltaf hafði hann tíma til þess aö tala við okkur unglingana. Þótt við hefðum auðvitað ekkert vitá myndlist, held ég, að okkur öllum, sem komum oft á lþökuloftið, hafi orðið Ijóst, að þar var merkur myndlistarmað- ur aðstarfi. Árin, sem siðan hafa liðið, hafa sýnt, að svo var. Yfirlits- sýning Listasaf nsins á verkum Finns Jónssonar er vottur þess, að hann er og verður í hópi fremstu myndlistarmanna íslend- inga. En árum saman vann hann f yrir sér með því að Jónssonar kenna unglingum teikn- ingu. Þetta leiðir hugann að því, að myndlistar- menn geta að sjálfsögðu varið tíma sínum betur en með þeim hætti. íslend- ingar hafa ánægjulega mikinn áhuga á því að prýða heimili sín mál- verkum, og er hér því til- tölulega góður markaður fyrir myndlist. Samt veitir eftirspurn einstak- linga myndlistarmönnum engan veginn nægilegan starfsgrundvöll. Og lista- mannalaun hjálpa hér ekki upp á sakirnar, enda í raun og veru ekki æski- legasta formið til þess að veita I istamönn um starfsskilyrði. Hið opin- bera eflir list og styður listamenn bezt með þeim hætti að fá þeim verkef ni og greiða fyrir þau. Þetta á sérstaklega við um myndlistarmenn. Opinberar byggingar fá annan svip, ef þær eru skreyttar myndlistar- verkum. Hversu mikið menningargildi skyldi það ekki hafa fyrir ung- linga í skóla, ef þeir hafa daglega fyrir augum sér góð listaverk? Og hversu fegurri verður ekki bær eða borg, ef myndlist prýðir torg hennar og göt- ur? Það er ekki eins kunn- ugt og vera ætti að fyrir tíu árum var það tekið í lög, að verja megi allt að 2% af byggngarkostnaði skólamannvirkis til list- skreytingar þess og telst það til stofnkostnaðar skólans. Þetta var mikið nýmæli á sínum tíma, enda minnist sá, sem þetta ritar, þess, að ekki voru allir á einu máli um, að það væri nauðsynlegt eða jafnvel æskilegt. En tilgangurinn var tvíþætt- ur: Annars vegar að skapa skólabyggingunum sterkari menningarsvip og hins vegar að f myndlistarmönnum þjóð- arinnar verkefni. Hér gæti verið um allt annað en smámuni að ræða, ef ákvæðið væri nýtt að fullu, eins og sjálfsagt er að gera. Á næsta ári er ráðgert, að kostnaður við byggingu skóla, sem þetta ákvæði tekur til, muni nema 800-850 milljónum króna. Mætti því verja 16-17 millj. til þss að listskreyta þess- ar byggingar. Því fé yrði vel varið. Þjóðin eign- aðist listskreytt skólahús, og myndlistarmenn fengju verðug verkefni. GÞG

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.