Alþýðublaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 1
asar Sunnudagur 7. nóvember — ?35. tbl, —1976 — 57. árg. SUNNUDAGSLEIÐARI Þjóðviljinn 40 ára Þjóðviljinn átti nýlega 40 ára afmæli. Blaðið minntistþess mjög myndarlega, með útgáfu margra aukablaða, fjölbreyttra og vel gerðra. Jafnframt var flutt í ný húsakynni og bætta starfsaðstöðu. Fjörutíu ár eru langur timi í sögu dagblaðs á íslandi. Enginn getur dregið í efa áhrif blaðsins á liðnum áratugum. Þess vegna er f ull ástæða til þessað flytja því hamingjuóskir á þessum tímamótum. Ekki mun þó hafa farið fram hjá athugulum les- endum, að margra grasa kenndi í af mælisblöðunum. Merkustu viðtölin voru við Brynjólf Bjarnason og Eðvard Sigurðsson. Brynjólfur er hreinskiptinn og heiðarlegur, nú eins og f yrr, og dregur enga dul á, að honum sem sönnum kommúnista f innst orðinn held- ur þunnur þrettándinn hjá Þjóðviljanum á seinni ár- um og hjá Alþýðubandalaginu sem flokki yfir höfuð aðtala. Þeir, sém eru andvígir kommúnisma, kynnu aðsegja, að um þetta sé ekki nema gott eitt að segja. Það sýni það eitt, sem út af fyrir sig sé ánægjulegt, að Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið sé ekki lengur málsvarar kommúnisma. En séu ummæli Brynjólfs lesin með athygli, á hann alls ekki við það. Hann á við hitt, að Þjóðviljinn sé orðinn deigur málsvari kommúnismans og Alþýðubandalagið fylqi henti- stef nu í stuðningi sínum við hann. Auðvitað hvarf lar það ekki að Brynjólfi Bjarnasyni, að íslenzkir kommúnistar geti átt annars staðar heima en i Alþýðubandalaginu og að þeir muni þar ráða þvi, sem þeim sýnist, þegar þeir þurfa á að halda. Eðvard Sigurðsson kvartar yfir skorti á tengslum og samráði milli þeirra, sem nú ritstýra Þjóðviljan- um, og forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Þarna segir einn merkasti og áhrifamesti forystu- maður íslenzkrar verkalýðshreyf ingar umbúðalaust og opinskátt það, sem er efst í huga leiðtoga verka- lýðshreyfingarinnar almennt. Þjóðviljinn er löngu orðinn málgagn þröngsýns hóps manna, sem að visu eru ekki háskólamenn, en eru þó að reyna að líkjast þeim og vilja láta kalla sig menntamenn. Fjölmörg viðtalanna í afmælisblöðunum eru bæði fróðleg og skemmtileg. En eitt einkenni hafa þessi afmælisblöð, sem er með eindæmum ósmekklegt. Það er viðleitnin til þess að sýna f ram á tengsl blaðs- ins við ýmsa helztu andans manna þjóðarinnar á siðast liðinni hálfri öld. Það er rétt sagnf ræði, að all- ir hafa þessir menn á sinum tíma ritað í Þjóðviljann. En hitt er sögufölsun af grófasta tagi að láta þess að engu getið, að leiðir margra þeirra og þess málstað- ar, sem Þjóðviljinn boðaði og boðar, skildu. Af afmælisblöðunum verður ekki annað ráðið en að skoðanir þær, sem þeir lýstu í Þjóðviljanum fyrir áratugum, haf i verið skoðanir þeirra til dauðadags, ef þeir eru látnir, og séu enn í dag skoðanir hinna, sem eru enn á lífi. Allir menntaðir íslendingar vita, hversu fjarri sanni þetta er. Smekkleysa er leíðinleg, En óheiðarleiki er verri, því að hann blekkir. Þegar menn, sem urðu kommúnistar á unga aldri og barizt hafa fyrir kommúnista í áratugi, segja pólitiska ævisögu sína án þess að nefna kommúnisma á nafn, er það óheiðarleiki — eða kjarkleysi, sem er einnig skaðlegt — af þeirri tegund, sem ekki á heima í af mælisritum, sem segja eiga sögu. Þeir, sem komu Þjóðviljanum á fót, voru hvorki óheiðarlegir — né heldur kjarklausir — með þessum hætti. í stjórnmálum eiga menn að segja skoðun sína hreinskilnislega, kannast við fortíð sína, en ekki reyna að blekkja aðra, og enn síður sjálfan sig. GÞG 1BRENNIDEPLI Dagvistarheimili Hvað er að gerast i málefnum dagvistarheimila? I höfuðborg- inni er ástandið vægast sagt iskyggilegt. Biðtimi forgangshópa, þ.e. ein- stæðra foreldra og námsmanna, er frá 2 og upp i 18 mánuði. Milli 3 og 400 börn þessa fólks biða eftir plássi á dagheimilum og tæplega 1000 eftir leikskólaplássi. ■ Hér er þvi verk að vinna. Allir viðurkenna að dagvistarheimili eru einhverjar allfa nauðsyn- legustu stofnanir samfélagsins og raunar forsenda þess að fjöldi fólks geti séð sér og sinum sóma- samlega farborða. Og þar að auki er starfsemi þeirra ákjósanlegur þáttur I alhliða þroska og uppeldi barnanna, lifsreynsla sem þau hlytu ekki annars staðar i þétt- býlisþjóðfélagi. 1 frumvarpi þvi til laga um byggingu og rekstur dagvistar- heimila fyrir börn sem nú liggur fyrir Alþingi eru skýlaus ákvæði um styrk úr rikissjóði til þeirra sveitarfélaga er óska að reisa dagvistar-heimili. Akvæðin i 6. er. frumvarpsins eru ekki háð hinu mjög svo loðna og óljósa orðalagi ,,a 111 að” tiltekinni upphæð eins og gert er i 8. gr. varðandi reksturinn, heldur stendur þar skýrum stöfum að sveitarfélög og aðrir þeir aðilar sem þau mæla með skuli njóta styrks úr rikissjóði sem nemur 50% áætlaðs stofnkostnaðar full- búins húsnæðis. Með hliðsjón af þessum stað- reyndum og hinum mikla skorti á dagvistarheimilum um land allt vekur það furðu að i fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1977 er aðeins gert ráð fyrir 85 millj. kr. til þess- arar starfsemi sem nægir ekki einu sinni fyrir skuldum rikisins i þessum málaflokki. Má ljóst vera af þessum staðreyndum að verði ekki breytt hér um stefnu skapast algert öngþveiti og ófremdar- ástand i byggingu og rekstri dag- vistarheimila i landinu. Forráðamenn Reykjavikur- borgar ættu nú þegar að láta kanna möguieika á kaupum eldra húsnæðis til rekstrar dagvistar- heimila, enda gertráð fyrir þvi aö fyrirgreiðsla rikisins sé hin sama og varðandi nýbyggingar, sbr. 7. gr. áðurnefnds frumvarps. Guðmundur Magnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.