Alþýðublaðið - 07.11.1976, Side 2

Alþýðublaðið - 07.11.1976, Side 2
8 FRÉTTIR Sunnudagur 7. nóvember 1976 £J5Si^S,’ S'slfd’"1 Sunnudagur 7. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 ÞYZKRI SYNINGU A NÚTIMAGRAFÍK FRESTAÐ Sýninguna átti að halda i Bogasal og opna nk. laugardag — en þegar til kom reyndist sýningin svo viðamikil, að þaö hefði oröið aö skipta henni niður i a.m.k. 2 sjálfstæðar sýningar i þéttri upphengingu ef sýna hefði átt allar - myndirnar. Svo vel vildi til aö Vestur- salur Kjarvalsstaða losnaði óvænt á timabilinu 27. nóvember — 14. des., og var þá ákveðið að flytja sýninguna þangað, — en það skeði ekki fyrr en búið var að senda öll boðskort á sýninguna i Bogasal. Eru boösgestir vinsamlega beðnirað athuga þetta og að kortin gilda að sjálfsögðu á sýninguna að Kjarvalsstöðum, sem verður opnuö laugardaginn 27. nóvember. — Hér er ótvirætt um aö ræða einn merkasta myndlistarviðburð á þessu ári hérlendis. Félagið Germanla stendur að sýningunni i samvinnu viö Instutit fur Auslandbeziehungen I Stuttgart. Bragi Asgeirsson hefur tekið að sér aö sjá um upphengingu og framkvæmd sýningarinnar i Reýkja- vik ásamt félögum i Islenzkri Grafík. FYRIRLESTUR í FRANSKA BÓKASAFNINU Francis Lacoste ræðir um nokkra rithöfunda sem hann hefur haft kynni af I Franska Bókasafninu, Laufásvegi 12 verður fyrirlestur á vegum Aliiance Francaise á Islandi mánudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Fyrirlesarinn, Francis Lacoste mun flytja fyrirlestur, sem hann nefnir: nokkrir rithöfundar, sem ég hef haft kynni af. Francis Lacoste fæddist i Paris árið 1905 og kynntist á heimili foreldra sinna nokkrum af fremstu rithöf- undum Frakka, svo sem Paul Valéry, Paul Claudel, Francis Jammes o.s.frv. Munhann gera grein fyrir kynnum sínum af rithöfundum þess- um. Francis Lacoste er stjórnmálafræð- ingur að mennt (École libre des Sciences Politiques). Hann hefur eink- um starfað i utanrikisþjónustu Frakka — i Belgrad og Peking og viðar fyrir strið, gegndi siðan ýmsum áhrifastöð- um i her og utanrikisþjónustu Frjálsra Frakka (de Gaulle) i striöinu og hefur starfað eftir strið I utanrikisþjónust- unni i Washington, Japan, Marokkó, S.Þ. (fulltrúi Frakkl. i öryggisráði) sendiherra Frakklands i Canada og siðar i Belgiu. Fyrirlestur Francis Lacoste er ókeypis og öllum opinn. BÓKAMARKAÐUR ÆSKUNNAR Siöastliöin 10 ár hefur barnablaðið Æskan efnt til bókamarkaðar og að þessu sinni hefur blaðið gefið út bóka- skrá um þær bækur, sem þar eru á boöstólum, og eru alls 576 bókatitlar. Þar eru bæöi útgáfubækur Æskunnar að sjálfsögðu og auk þess bækur frá 20 öðrum bókaútgefendum. Margt þessara bóka er torfengið annarsstaðar og geta menn fengið bækurnar sendar eftir pöntun. Verö er allsstaðar tilgreint i bókaskránni og gildir það til i sept. næsta ár, nema bækurnar verði uppseldar áður. Bókaskráin er send mönnúm ókeyp- is og þarf aöeins að hringja i slma 17336, til þess að fá hana. Auk þess fylgir hún blaöinu, sem gefið er út I 22000 eintökum. Námsmenn skora á menntamálaráðherra - að draga til baka úthlutunarreglur LIN Siðastliðíð vor samþykkti al- þingi lög um námslán og náms- styrki. Lög þessi áttu að jafna að- stööu skólafólks i landinu til náms. Nýsamþykkt reglugerð og úthlutunarreglur eru aftur á móti svlvirðileg árás á kjör náms- manna. Má þar nefna að verkmenntun- ar- og listaskólar eru settir skör lægra en Háskólinn, með þvi að þeir eru háðir sérstakri fjárveit- ingu. Þar með er þeirri hættu boðiö heim að rikisvaldinu sé fært vopn upp i hendurnar til að stýra vali námsmanna frá lista- og verkmenntunarskólum. Reglurn- ar bitna harðast á þeim sem helzt þyrftu á láni að halda og gera ekki ráð fyrir fjárveitingu til framfærslu barna sé um hjón eða sambýlisfólk að ræða. Nemendur MHÍ átelja harðlega að hafa ekki fengið tækifæri til aö kynna sér reglurnar og skýra af- stöðu sina til þeirra eins og venja er meðal annarra hagsmunasam- taka i landinu. Það er þvi krafa okkar að ráðherrar dragi til baka núgildandi úthlutunarreglur og úthlutaö verði eftir gömlu reglun- um meöan unniö verði aö gerö nýrri og betri reglna. Auk þess krefjumst við: 1) að allir bekkir MHI fái rétt til námsaðstoðar 2) aö námslán nægi til fullrar fram- færslu 3) að verðtrygging náms- lána verði felld niður 4) að seink- un verði ekki meiri á útborgun lána. Nemendur MHI hvetja alla is- lenzka námsmenn til órofa sam- stöðu i þeirri baráttu sem fram- undaner. Gripum þegar i stað til fjöldaaðgerða og hrindum þess- um ósvifnu árásum rikisvaldsins. Verkfallsfundur nemenda í KHI 5. nóv. samþykkir eftirfarandi: Fundurinn krefst þess að menntamálaráðherra dragi nú þegar til baka nýsamþykktar út- hlutunarreglur LIN á eftirfarandi forsendum: 1. Kostnaðarmatið er ekki unnið samkvæmt könnunum eins og tekið er fram i lögum að gert skuli, heldur er það einungis unnið samkvæmt hugarórum fulltrúa rikisvaldsins i stjórn. LIN og er alls óraunhæft. 2. Cithlutunarreglurnar taka ekk- ert tillit til barna, ef námsmað- ur býr i sambúð. Lögin taka þó skýrt fram, að tekið skuii tillit til fjölskyldustærðar. 3. Úthlutunarreglurnar taka ekk- ert tillit til námsmann&’ i for- eldrahúsum sem greiðir heim tilsin (vegna lágra tekna heim- ilis), heldur skerða lán hans um 40%. 4. Úthlutunarreglurnar mismuna þannig á allan hátt einstakiing- um og eru þvi ekki i samræmi við lögin, sem kveða á um „jafnrétti til náms.” 5. Menntamáiaráðherra undirrit- aði úthlutunarreglurnar sólar- hring eftir að hann fékk þær I hendur. Námsmenn fengu þvi ekki tækifæri til að koma mót- mælum sinum á framfæri og þvi siður gat menntamálaráð- herra hafa sett sig vel inn I málið á svo skömmum tima. Fundurinn krefst þvi,að nú i vetur verði úthlutað samkvæmt gömlu reglunum, en nýjar reglur verði unnar upp úr könnunum á kostnaðamati og með tilliti til fjölskyldustærðar og annarra eðlilegra kostnaöarþátta eins og lögin kveða um. Okkúr finnst óeölilegt aö náms- menn skuii vera einu lántakendur á Islandi, sem þurfaaðgreiða lán sin til baka i fullu raungildi. Rétt- ara væri aö verðbólgubraskarar og fjárglæframenn greiddu sin lán I fullu raungildi, enda eru þeir aðalvandamál verðbólguþjóöfé- lagsins, en ekki námsmenn. Fáránlegt er að lán sem að fullu endurgreiðast skuli háö þeim tak- mörkunum, sem nú eru i gildi. Endurgreiðslur námsmanna munu i nánustu framtið fjár- magna LIN að fullu og þvi er eöli- legtað námsmenn fari meö stjórn lánasjóðsins. Við gerum okkur grein fyrir að við erum aðeins einn af mörgum láglaunahópum, sem nú eru á ó- lýðræðislegan hátt barðir niður af stjórnvöldum afturhalds og auð- valds. Við skorum á alla alþýðu að sameinast i baráttunni fyrir jafnrétti i þjóöfélaginu og gegn öllum þrælalögum rikisstjórnar- innar. Vélskóla og stýrimannaskólanemar: Á almennum fundi nemendafé- laga Vélskólans og Stýrimanna- skólans var lýst yfir algjörri sam- stöðu við aðgeröir kjarabaráttu- nefndar. Skorar fundurinn á menntamálaráðherra að draga nýju reglugerðina til baka og út- hlutun verði hafin samkvæmt gömlu reglunum með kostnaðar- mati frá árinu 1973 og 100% brú- un. TIL SKÝRINGAR á afstöðu Félags gagnfræðaskólakennara í Reykjavík Vegna fréttar i blaöinu sl. fimmtudag um að gagnfræða- skólakennarar ætluöu ekki að taka þátt i verkfalli barnakenn- ara næstkomandi mánudag, hafði Baldur Sveinsson kennari sam- band við blaöið og bað um að birt yröi eftirfarandi ályktun. 1 frétt blaðsins var sagt, að stjórn og trúnaðarmannaráö Félags gagn- fræðaskólakennara i Reykjavík hefði samþykkt, aö „félagið skyldi ekki standa aö verkfallsaö- geröum, þar sem enginn grund- völlur fyrir þátttöku þeirra væri fyrir hendi”. Þetta er rétt, en heimildarmanni blaösins láöist aö geta eins veigamikils atriöis i ályktun fundarins. Þvi er hún birt hér I heild: „Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs FGR, haldinn mið- vikudaginn 3. nóvember 1976, lít- ur svo á aö ekki sé grundvöllur til verkfallsaðgeröa eins og nú standa sakir, þar sem Landssam- band framhaldsskólakennara samdi um kjör sin við fjármála- ráöuneytiö f.h. fjármálaráð- herra, svo að ekki er um hliö- stæðu aö ræða við úrskurð Kjara- nefdar um kjör Sambands is- Ienzkra barnaskólakennara. Þeir kennarar í FGR sem starfa að einhverju leyti sam- kvæmt úrskurði Kjarahefndar um kjör SIB, vinni ekki þann hluta starfsins mánudaginn 8. nóvember nk. fremur en félagar I Stéttarfélagi barnakennara I Reykjavlk.” —hm. Haukur í horni íhaldsins? Sigurjón Pétursson greiddi atkvæði með meiri- hlutanum í borgarstjórn A fundi i borgar- stjórn Reykjavikur s.l. fimmtudag, bar Björg- vin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins fram svo- hljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavikur leggur áherzlu á nauðsyn þess, að aðbúnaður verkafólks i fisk- vinnslustöðvum i borginni sé sem beztur. Borgarstjórn er ljóst, að mikið skortir á, að svo sé I dag. T.d. er aðbúnaður i fiskverkunarstöö og fiskiðjuveri BÚR dfullnægjandi, m.a. að þvi er varöar matstofur og snyrti- aðstöðu. Einnig er aðstaöa verkafólksins i vinnusölum slæm. Borgarstjórn samþykkir að beina þvi til Bæjarútgerðar Reykjavikur að láta fram- kvæma hiö fyrsta nauðsynlegar endurbætur i fiskvinnslustöðum fyrirtækisins til þess að bæta aðbúnað verkafólksins. Jafnframt samþykkir borgar- stjórn aö fela heilbrigðiseftirliti borgarinnar að framkvæma út- tekt á hreinlætisaðstöðu I öllum fiskvinnslustöövum i Reykja- vik. Skulu niðurstöður þeirrar úttektar lagðar fyrir heil- brigðismálaráð og borgar- stjórn”. . Flutningsmaður tillögunnar fylgdi henni úr hlaöi meö ræöu og vitnaði m.a. til viðtals við Þórunni Valdim arsdóttur, formann Verkakvennafélagsins Framsóknar, I Alþýöublaðinu, en þar kom m.a. fram að aöbúnaöur verkafólks I frysti- húsum væri fyrir neðan allar hellur. Einnig kom fram, aö öll frystihús i Reykjavik væru rekin með einhvers konar undanþágu. Björgvin Guðmundsson taldi þessi ummæli fela I sér svo haröa gagnrýni á ástand i fiskvinnslu- stöðvum höfuöborgarinnar, að borgarstjórn Reykjavikur gæti ekki leitt hana hjá sér. Snyrtiaðstöðu starfsfólks BÚR ábótavant Þá gerði Björgvin málefni Bæjarútgerðar Reykjavikur að sérstöku umtalsefni og greindi frá bréfi heilbrigðiseftirlits til forstjóra BÚR i október, þar sem bent var á ýmislegt sem betur mætti fara i fyrirtækinu, en aðallega var þó undirstrikað aö snyrtiaöstaða og mötuneyti væru ófullnægjandi. Björgvin sagði það táknrænt, að aðbúnaður verkafólks í fisk- vinnslustöðvum i Reykjavik væri hvað beztur I Hraðfrysti- stöðinni i Reykjavik, hinu endurbætta húsi Einars Sigurössonar, sem ekki hefur tekið til starfa á ný, enn sem komið er! Fram kom, að fyrir tveimur árum heföu legið fyrir teikningar af nýjum matsal og nýrri snyrtiaöstöðu hjá BtJR. Þá var borgarfulltrúum tjáð, að Fiskveiöisjóður hefi gefið loforð fyrir f jármagni til framkvæmda og að þá þegar yrði hafist handa um breytingarnar. Siðan þá, hefur ekkert gerst i málinu. Þó verður að telja að hér sé um aö ræða litlar fjárhæðir, þvi skv. nýtti kostnaðaráætlun, mun kosta um 22 millj. króna að koma aðstöðu verkafólksins i viðunandi horf. Úttekt hafin á BÚR Fram kom i ræðu Björgvins, að i byrjun þessa árs hafi BÚR ráðið Helga G. Þórðarson verk- fræðing til þess að gera nokkurs konar úttekt á frystihúsi BÚR, meö tilliti til hugsanlegra breytinga á húsinu I átt til aukinnar hagræöingar. Sagði Björgvin að starf verkfræðings- ins hefði tekið mun lengri tima en gert hefði verið ráð fyrir. Þaö hefði svo veriö notað sem afsökun fyrir þvi að fresta enn framkvæmdum við lagfæringar i frystihúsinu. Taldi flutnings- maður, að tillögur Helga myndu skera úr með það, hvort mögu- legt væri að gera viöunandi lag- færingar á húsinu nú, eða hvort að fremur borgaði sig að ráðast i byggingu nýs frystihúss i Bakkaskála. Lýsti hann þvi yfir að hann teldi siöari kostinn mun betri, og vitnaði i þvi sambandi til tillögu sem hann flutti i borgarstjórn I nóvember 1972. Þar var lagt til að hafnar yrðu undirbúningsframkvæmdir fyrir byggingu nýs frystihúss. 1 lok ræðu sinnar sagði Björgvin: „Ég ætla ekki að sinni, aö orö- lengja frekar nauðsyn þess að reisa nýtt frystihús fyrir BÚR. A þessu stigi málsins legg ég aðeins áherzlu á, að aðbúnaður verkafólksins verðibættur. I þvi efni má ýmislegt gera, sem ekki kostar mikla fjármuni. Ég vil þvi vænta þess að tillaga min verði samþykkt”. ,, All-sæmilegur aðbúnaður” Ragnar Júliusson borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður útgerðarráðs BÚR, fór nokkrum orðum um tillögu Björgvins Guðmundssonar og taldi m.a. að það hefði verið nær lagi að taka þetta mál fyrir i útgerðarráði og á fleiri stöðum fyrst, áður en að til kasta bor g a r s t j ór n a r kæmi. Formaðurinn sagði aðbúnaö verkafólks hjá BÚR „all-sæmi- legan” og nefndi nokkur atriði þvi til stuðnings. Sagði hann að stöðugt væri unnið að endur- bótum, en var sammála þvi að margt mætti vafalaust betur fara. Að lokum lagði Ragnar Júliusson til að tillögunni yröi - visaö til útgerðarráðs og heil- brigðismálaráðs. Undir flest at- riði i máli Ragnars tóku þeir Páll Gislason og Albert Guð- mundsson, enda sagöi Albert, aö Sjálfstæðisflokkurinn hefði alltaf beitt sér fyrir bættum aðbúnaði, ekki aðeins starfs- fólks i frystihúsum, heldur verkafólks yfirleitt hvar sem það væri að finna! ihaldinu bættist óvæntur liðsauki Þá stóð upp borgarfulltrúi Alþýðubandalags, Sigurjón Pétursson, en hann situr einnig i útgeröarráði BÚR. Hann lýsti þvi yfir með ábyrgu andliti atvinnurekandans.að hann teldi að með þvi að samþykkja þessa tillögu, væri hann að lýsa yfir miklu vantrausti á sjálfan sig, enda hefði hann unniö mikið starf við að bæta aöbúnað hjá 1 BÚR. Hann kvaöst sjálfur hafa farið niöur i BÚR á dögunum, og hafði það eftir verkafólki þar, að kröfur þess hefðu að mestu verið uppfylltar. Af þessu dró Sigurjón þá ályktun, að ástandið væri ekki eins afleitt og menn vildu vera láta. Hann lagði á það þunga áherzlu að menn yrðu að vita hverju ætti að breyta og hvernig, áður en að ráðist yrði i framkvæmdir. Þvi ætti aö flýta fyrir þvi aö Hlegi Þórðarson verkfræðingur lyki vehkefni sinu. Lýsti Sigurjón siöan vfir stuðningi sinum við tillögu ihalds. Adda Bára Sigfúsdóttir - lýsti hins vegar stuöningi viö tillögu Björgvins, svo og aörir fulltrúar minnihlutans i borgar- stjórn, en tillögunni var visað til útgerðarráös og heilbrigðis- málaráös með 9 atkvæðum ihalds og atkvæði Sigurjóns Péturssonar, gegn 4 atkvæöum minnihlutans. Annan fulltrúa Framsóknar vantaði við atkvæðagreiðsluna. —ARH Bæjarstjórn Akraness: Vill að frumvarp Benedikts og Sighvats verði samþykkt Tveir þingmanna Alþýðuflokksins, þeir Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 28/1973 um dvalarheim- ili aldraðra, þess efnis, að rikissjóður skuli að nýju greiða 1/3 af stofn- kostnaði þessara heim- ila. A fundi sinum 29. oktober siðast liðinn samþykkti bæjarstjórn Akraness einróma, af þessu til- efni, svohljóðandi áskorun til Alþingis: „Bæjarstjórn Akraness sam- þykkir að beina þeirri áskorun til Alþingis að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. Sighvatur Benedikt Björgvinsson. Gröndal 28/1973, um dvalarheimili aldr- aöra, er nú hefur verið lagt fram ogfelur i sér, að rikissjóður skuli að nýju greiða 1/3 hluta stofn- kostnaðar við þessar stofnanir”. I greinargerð með frumvarpinu segir, að áriö 1973 hafi veriö sett lög um dvalarheimili aldraöra, og hafi þar verið gert ráð fyrir, aö rikið greiddi þriðjung af kostnaði við byggingu þeirra, tæki og bún- að. Arið 1975 hafi þetta ákvæöi svo verið numið úr lögum, og hafi það átt að heita liður i skiptingu verk- efna milli rikis og sveitarfélaga, að hin siöarnefndu bæru kostnað dvalarheimilanna að fullu. Þessi skyndilega breyting hafi valdið sveitarfélögum margvis- legum erfiðleikum, enda hafi hún veriö framkvæmd af nokkurri haröneskju og hafi sveitarfélögin staöið uppi með kostnað, sem þau höfðu stofnað til i góðri trú á hlut rikisins samkvæmt lögum. Siðan segir: „Það eru veiga- mikil rök i þessu máli, að á höfuð- borgarsvæöinu eru reist stór og myndarleg dvalarheimili fyrir happdrættisfé, sem safnað er á öllu landinu i skjóli. heimildar i lögum. Onnur sveitarfélög hafa ekki slika tekjulind til að sinna þessu aðkallandi verkefni, og leggst þaö á þau með óviðunandi þunga. Er þvi réttlætismál að taka aftur upp rikisaðstoð við þessar framkvæmdir, eins og var i upphaflegum lögum. Tímakaup nær þrefalt lægra en í Svíþjóð? island er eitt mesta láglaunasvæði í Evrópu, það hefur verið stutt mörgum rökum. Hér kemur til dæmis eitt ágætt dæmi. Þar er borið saman kaup verkamanna i nokkrum löndum annars vegar og svo verö á ben- slni hins vegar. Kemur I ljós aö þar er kaupmáttur hins islenzka verkamanns mörgum þrepum neðar en kaupmáttur bræöra hans á Noröurlöndum. Samkvæmt nýjum upplýsing- um frá AIT-FIA Joint Comm- ittee um bensinverö erlendis, er veröá benslni i eftirtöldum rikj- um sem hér segir: I Danmörku kostar 1 litri af bensini isl. kr. 72, 34, i Noregi kostar hann isl. kr. 77.12, i Svi- þjóð kostar hann isl. kr. 71.86. Meöaltímakaup verkamanns I sömu löndum er sem hér segir: Danmörk isl. kr. 803.75, Nor- egur Isl. kr. 825,01 Sviþjóð isl. kr. 1122.75 og Island 3912.50. Ef verkamaður ekur 500 km 1 sinu heimalandi, er hann heila 9.30 klst að vinna fyrir bensini á íslandi I Danmörku 4.5 klst. i Noregi 4.37 klst og i Sviþjóð 3.15 klst. Miðaö er viö bifreiö sem eyöir 10 Itrum af bensini pr. 100 km. —ARH FarseÓill, sem vekur fögnuð erlendis Félög með fastar áætlunarferðir í desember bjóöum viö sérstök jóla- fargjöld frá útlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld, sem eru 30% lægri en venjulega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eöa vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á aö farseðill heim til (slands er kærkomin gjöf. Slikur farseðill vekur sannarlega fögnuö. FLUGFÉLAC LOFTLEIÐIR LSLANDS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.