Alþýðublaðið - 16.11.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 16.11.1976, Side 7
bia&ó1' Þriðjudag ur 16. november 1976 ÍÞRðTTIR 7 Valsmenn óheppnir að ná ekki jafntefli Á sunnudaginn var hélt Félag islenzkra bifreiðaeigenda spar- aksturskeppni. Bifreiðar voru flokkaðar i fimm flokka eftir rummáli véla. Hverjum keppanda var úthlut- að iimm litrum af benzini og sá sem komst lengst á þessu benzini, bar sigur úr býtum. Sá bill.sem komstlengstáfimm litrunum, var Henault 4, niu ára gamall bill, en var hann i öðrum flokki. Renaultinn komst 88,8 kilómetra, sem þýðir 5,63 litra eyðsla á 100 kilómetra. Okumað- ur Henaultsins (runólfsins) var Högni Jónsson. 1 öðru sæti var Skoda 1000, eyðsla hans samsvarar 5,65 litr- um á hundraði, Autobianci varð i þriðja sæti með eyðsluna 5,69 1/100 og i fjórða sæti Citroen braggi, sem eyddi 5,73 litrum á iiundraði. Bragginn var eini bill- inn i fyrsta flokki. Sú bifreið, sem mestu eyddi var hins vegar Ford Granada, sem eyddi 15,71 litra. Til samanburðar má sjá, að á þessum fimm litrum komstGran- ada billinn 31,83 km en runólfur- irtn sem sigraði komst 88,8 km. —ATA Á laugardaginn léku Valur og Mai frá Moskvu fyrri leik sinn i annarri umferð i Evrópukeppni bikar- hafa i handknattleik. Leiknum lauk með sigri Rússanna, 20-19. Góð frammistaða Valsmanna Fyrir leikinn var al- mennt búizt við örugg- um sigri Rússanna, Rússarnir voru meira að segja svo bjartsýnir, að þeir sögðust reiðubúnir til að leika einnig siðari leikinn hér heima, ef þeir sigruðu með 7-8 marka mun i þeim fyrri. Valsmenn voru ekki á þeim buxunum að selja sig ódýrt.og þegar upp var staðið gátu Húss- arnir hrósað happi yfir því að fá bæði stigin. Valsmenn voru is- lenzkum handknattleik tii mikils sóma. Byrjar illa Rússarnir skoruðu l'yrsta markið, en Valsmenn jafna skömmu siðar með sérlega lag- legu marki. Gefin var sending inn i hægra hornið á Bjarna Guð- mundsson, sem fór inn úr horn- inu. Hann stökk inn en i stað þess að skjóta, gaf hann á Steindór Gunnarsson, sem var frir á lin- unni og Steindór skoraði fallega. Nú kom slæmur kafli. Vals- menn gerðu sig seka um skyssur i sókninni. Það þýddi leiftursókn Rússanna og undantekningarlitið mark. Hraði þessara stóru manna var með óiikindum, þeir skildu Valsmennina hreiniega eftir. Meirihluti marka Rússanna kom úr hraðaupphlaupum. Staðan varð fljótlega 4-1 og hélztþessi munur nokkurn veginn útfyrri hálfleikinn, þó tókst Vals- mönnum að rétta aðeins úr kútn- um undir lokin og var staðan 13-11 i hálfleik, Rússunum i vil. Seinni hálfleikur Rússarnirkomust i 14-11, en svo kom mjög góður kafii hjá Vals- mönnum. Jón Pétur Jónsson skoraði þrjú mörk i röð og jafn- aði. Eftir þetta var spennan i leiknum með ólikindum og áhorf- endur jafnvel rólegustu menn stóðu sjálfa sig að þvi aö standa upp og garga og hreyta ónotum i dómarana. Valsmenn komust viir, 16-15 og allt ætlaði af göflum að ganga i Höllinni. Mitt i öllum látunum. þegar áhorfendur voru sturlun næst ai spennu, var tilkynnt hvað eftir annað um kallkerfi hússins. að reykingar væru bannaðar. Hann hefur halt taugakerfið i lagi sá maður. Nú jöfnuðu Rússarnir og koni- ust aftur yi'ir. en Jón H. Karlsson skoraði svo tvö mörk i röö, Vals- menn yfir 18-17. og tæpar fimm minútur til leiksloka. Rússarnir komast aftur yiir og Jon Pétur jafnar. 19-19. Er rúm- loga ein minúta er eítir af leik- timanum. skora Rússarnirsvo 20. mark sitt. Valsmenn fóru sér nú að engu oðslega. ætluðu sér greinilega að lialda boltanum til siðustu sektindu og freista þess þá að skora Rússarnir tóku vel á móti og hleyptu Valsmönnum ekki upp með neinn moðrevk. Þeir náðu ekki að jafna og lauk leiknum þvi með sigri Rússanna. 20-19. Jón Karlsson frábær Valsliðið sem hoild var mjög gott. Samt voru tveir menn sem báru al. þ.eir olafur Benediktsson og .Jón Karlsson' olalur varði m.a. þrju vilaköst. skot al linu og fleiri erfið skot. .Jon Karlsson var tekinn ur umferð i seinni hálfleik. en hann virtist tvieflast við það. Jón skoraði miirg göð mörk, var markhæstur Valsmanna með niu mörk, en Jón Pétur. sem einnig átti mjög goðan leik. skoraði fim m m örk. Flest mörk Rússanna skoraði Gaguine, limm. —ATA Jón II. Karlsson átti mjiig jíóöan leik á laug- ardaginn. Bankamenn með hraðskákmót Fimmtudaginn 11. nóvember efndi Sam- band islenzkra banka- manna til hraðskák- keppni bankamanna. Fór keppnin fram i sal- arkynnum Starfs- mannafélags útvegs- bankans. Tefdlar voru sjö um- ferðir eftir Monrad kerfi og hafði hver keppandi 15 minútur fyrir hverja skák. Keppnin hófst klukk- an 20.00 og lauk laust eftir miðnætti. Kepp- endur voru 18, sjö úr Útvegsbankanum, sex úr Landsbankanum og fimm úr Búnaðarbank- anum. Af þessum átján voru aðeins tvær kon- ur. Fimm efstu menn urðu þessir: Nr. 1. Jóhann örn Sig- urjónsson, 5 1/2 v. Nr. 2 Gunnar Gunnars- son, 5 v, 25 stig. Nr. 3 Stefán Þormar, 5 v., 24,5 stig. Nr. 4. Leifur Jósteins- son, 5 v. 24 stig. Nr. 5. Kristinn Bjarna- son, 5 v., 23 stig. RENAULT 4 SIGRAÐI í sparaksturskeppni FÍB Sæmundur G. Lárusson skrifar: Þriðji þá ttur Sjómaður, bóndi og bifreiðastjóri Sjávarútvegurinn. Það er hlutur sem ég get lltið skrifað um en það hefur margt borið fyrir augu og eyru siöustu þingtima. Mun ég minnast þess, með nokkkum llnum, sem maður fékk að heyra og sjá I sjónvarpi og vil ég þar sérstak- lega minnast á þegar Kristján Thorlacius sagði frá þvi hvernig þeir hefðu það sem væru að kaupa skuttogarana, og fengju að láni alla þá upphæð sem skip- ið kostaði, nema um 20%. Þeir afskrifuðu skipin á fjórum árum og ættu að þeim tima liðnum hundrað og áttatiu til niutiu milljónir að auki. Það er furðulegt að svona lög skuli vera gerð, aðeins til þess að menn sem þessir, geti hagn- ast á og náð þvi takmarki aö hafa með höndum stóra fjár- munamyndun en sýna siöan taprekstur alla jafnan. Það var heldur litið um svör við þessum upplýsingum Kristjáns. Það hefur þótt viss- ara að þegja yfir óssómanum. Þetta er eitt lítið dæmi um það hvernig farið er með þessa hluti og allar þær krókaleiðir sem farnar eru bæði með þess- um hætti og svo með öllu sjóða- kerfinu sem sjávarútvegur hef- ur yfir að ráða og mjólkar drjúgum úr. Það eitt er vist að sumir þeirra sem við Utgerð fást ættu ekki að koma þar nærri. En aðr- ir að hafa margfalt meiri mögu- leika sem árum saman hafa sýnt að þeir eru menn sem kunna meðferð útgerðar og eiga að hafa sjálfsagða afgreiðslu peningamála sinum fyrirtækj- um til stuðnings. Læt ég þetta litla dæmi nægja um sjávarútveginn. Hersetan á Miðnes- heiði. Ég er einn þeirra sem aldrei geta samþykkt hersetu i landi voru. Þess vegna get ég með glöðu geði tekið undir með hæst- virtum utanrikisráðherra Einari Agústssýni, þar sem hann sagðist vilja herinn burtu með öllu sinu hafurtaski. Ég þykist vita að hann sé lika búinn að sjá það sem allir hljóta að vera minnugir, spillinguna sem fylgir veru þeirra hér. Það er engin furða. þetta eru menn af misjöfnu tagi og ýmsum þjóðarbrotum og nota sér að- stöðu sina hér, smygla, selja gjaldeyri á okurverði og eitur- lyf, þetta vita allir, en litið er að hafst. Þeir menn sem mestan dug sýndu við uppljóstrun þess- ara smyglmála voru illa séðir af sumum sem þóttu þeir vera helzt til dugmiklir við þessi óþrifamál. Sennilega hafa þau skotið sumum skelk i bringu, og einhverjir orðið hræddir sem eitthvað þurftu að fela, hræddir um að upp um sig kæmist. Mér er næst að halda, að hefðu þeir Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson fengiö menn á borð við sjálfa sig, sér til aðstoðar, hefði meira verið upplýst en varð. Það er alveg vist, að þeir Kristján og Hauk- ur, eru virtir að verðleikum af öllu siðuðu og sanngjörnu fólki. Það er ljóst af framanskráðu um hersetu hér á landi voru, að ekki er furða þó ég sé hissa eins og fleiri, að landið skuli vera látið af hendi endurgjaldslaust úr því sú svivirða var gerö að samþykkja hersetu. Hvað gjörir nú til dæmis Noregur? Þar eru teknir af Bandarikjamönnum 305 milljarðar og þvi fé varið til að byggja og bæta vegi, gera hafnarbætur og annað til örygg- is ef til ótiðinda drægi. Þetta er sannarlega að hugsa rétt fyrir framtiðina og þeir munu engu þjóðarstolti tapa. En hér er ekkert gert okkur til bjargar, ef til illra tiðinda dreg- ur. Setuliðið fær að aka sinum bifreiðum um landið þvert og endilangt, án þess að þurfa að borga hvorki þungaskatt eða tryggingu, þegar við sem eigum eina bildruslu erum látnir borga þungaskatt kr. 109.772 og þar næst skyldutryggingu kr. 68.080 og þar næst húftryggingu (kaskó) ef hún er tekin, kr. * 20.000, og með þvi að taka sjálfsábyrgð kr. 140.000. Svona er með okkur farið þegar herraþjóðin hefur allt fritt. Er furða þótt mörgum hitni i hamsi við svona vesal- dóm valdhafanna. Ég mun aldrei styðja þann flokk meir, sem ég hef verið flokksbundinn maður hjá allt til þessa. Sá flokkur hefur alveg brugðist minum hugsunarhætti og varð mér það ljóst strax við siðustu stjórnarmyndun. Þó vonaði ég aðþetta gæti eitthvað breytzt en þvimiðurhefurþaðfariðá verri veg, að minum dómi. Skitt með það.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.