Alþýðublaðið - 16.11.1976, Síða 9
8 FRÉTTiR
Þriðjudagur 16. nóvember 1976 'blaSfö'
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
AÐSTOÐARLÆKNIR. Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á
Barnaspitala Hringsins frá 1. jan-
úar n.k. i 6 mánuði hvor. Nánari
upplýsingar veitir yfirlæknir
Barnaspitalans. Umsóknir, er
greini aldur, námsferil og fyrri
störf ber að senda Skrifstofu rikis-
spitalanna fyrir 12. desember n.k.
Umsóknareyðublöð eru fvrirliggj-
andi á spitalanum.
LÆKNARITARI óskast til starfa á
spitalanum frá 1. desember n.k.
eða eftir samkomulagi. Stúdents-
próf eða hliðstæð menntun i tungu-
málum ásamt góðri kunnáttu i is-
lenskri réttritun nauðsynleg.
Umsóknir ber að senda Skrifstofu
rikisspitalanna fyrir 24. þ.m.
YFIRHJÚKRUNARFRÆÐING-
UR á Geðdeild Barnaspitala
Hringsins og
HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI
á legudeild sömu stofnunar óskast
til starfa frá 1. janúar n.k. Nánari
upplýsingar veitir forstöðukona
Landspitalans.
Umsóknir, er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 10.
desember n.k.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi
á spitalanum.
VÍFISSTAÐASPÍTALINN
MEINATÆKNIR óskast til starfa á
spitalanum frá 1. janúar n.k. eða
eftir samkomulagi. íbúð á staðnum
gæti fylgt.
Nánari upplýsingar veitir deildar-
meinatæknirinn, simi 42800.
YFIRMATRAÐSKONA óskast til
starfa á spitalanum frá 1. janúar
n.k. Skilyrði er að umsækjendur
hafi próf frá Húsmæðrakennara-
skóla.
Umsóknir, er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
til Skrifstofu rikisspitalanna fyrir
1. desember n.k.
KÓPAVOGSHÆLIÐ.
AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA
óskast til starfa i eldhúsi hælisins
frá 1. janúar n.k. Skilyrði er að um-
sækjendur hafi próf frá húsmæðra-
kennaraskóla. Nánari upplýsingar
veitir yfirmatráðskonan.
Umsóknir, er greini aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda
Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 12.
desember n.k.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi
á Skrifstofu hælisins.
Reykjavik, 12. nóvember, 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765
GÆZLUVARÐHALDSÚR-
SKURÐUR KÆRÐ-
ÚR TIL HÆSTARÉTTAR
Sæzluvarðhaldsúrskurður
sá sem kveðinn var upp
hjá Sakadómi um helg-
ina yfir rúmlega
þritugum Reykviking,
vegna rannsóknar Geir-
finnsmálsins, hefur ver-
ið kærður til Hæsta-
réttar.
Var það réttargæzlu-
maður þess handtekna
sem kærði úrskurðinn og
verða gögn vegna kær-
unnar væntaniega send
Hæstarétti innan
skamms.
Maður þessi komst i fyrra i kast
við ffkniefnadeild lögreglunnar er
upp komst að i bifreið hans sem
var að koma frá útlöndum var
íalið umtalsvert magn af hassi.
Sævar Ciecielski gekkst á sinum
tima við þvi að eiga hluta hassins
ásamt tveimur öðrum, en ekki er
þátttaka bileigandans i þvi máli
fullljós en málið er enn til með-
ferðar hjá rikissaksóknara.
Er Alþýðublaðið hafði samband
viö Björn Helgason, ritara
Hæstaréttar, um miðjan dag i
gær, sagði Björn að þeim hefðu
ekki borizt nein gögn frá Saka-
dómi ennþá viðvikjandi kæru
réttargæzlumanns hins hand-
tekna og sagðist Björn ekki vita
annað um þetta mál en hann hefði
heyrt og lesið i fjölmiðlum.
Sagði Björn jafnframt að af-
greiðsla þessa máls ætti að öllu
jöfnu að geta gengið hratt fyrir
sig hjá Hæstarétti, en þó gæti svo
farið að málinu yrði frestað ef
réttargæzlumaður vildi skila
greinargerð um málið. En i 29. gr.
Hæstaréttarlaga er kveðið svo á
um að aðilar geti sent athuganir
sinar til Hæstaréttar eigi siðar en
viku eftir að skjölin koma
þangað. — GEK
Fjórum málum vísað til gerðar-
dóms Verkfræð-
ingafélags Islands
Gerðardómur Verkfræðingafé-
lags íslands hefur nú nýlega feng-
ið fjögur mál til úrlausnar.
Gerðardómnum er heimilt að
leita sátta i máli, sem hann hefur
til meðferðar, ef ástæður eru til,
en tekur annars málið til rann-
sóknar og úrskuröar og kveður
upp dóm i málinu.
Málin, sem fyrir dóm.num
liggja, eru þessi:
1. Istak gegn Landsvirkjun
vegna ágreinings i sambandi við
annan áfanga Vatnsfellsveitu.
2. Istak gegn Rafmagnsveitum
rikisins vegna ágreinings i sam-
bandi við framkvæmdir við
Mjólkárvirkjun.
3. Hlaðbær hf. gegn Innkaupa-
stofnun Reykjavikurborgar i
sambandi við lagningu holræsa i
Sundagarða og Holtaveg i
Reykjavik.
4. Jón V. Jónsson s.f. gegn ís-
lenzka járnble.ndifélaginu h.f. i
sambandi við framkvæmdir við
undirbúning lóðar að Grundar-
tanga i Hvalfirði.
Stjórn Blaðamannafélags Islands
boðar verkfall
Samkvæmt beiðni stjórnar Lif-
eyrissjóðs Blaðamannafélags
Islands, sendi stjórn Blaða-
mannafélagsins 1 gær skeyti til
Alþýðublaðsins, Dagblaösins,
Timans, Visis, bjóðviljans, og
Vikunnar, þar sem boðað er til
verkfalls blaðamanna á umrædd-
um blöðum frá og með 17. desem-
ber, vegna vanskila við stjórn lif-
eyrissjóðs blaðamannafélagsins.
I samningum blaðamannafé-
lagsins segir meðal annars:
Stjórn BI er heimilt að fyrirskipa
meðlimum þess, að leggja niður
vinnu hjá vinnuveitanda sem
dregið hefur greiðsluskil i lifeyr-
issjóð, menningarsjóð og orlofs-
heimilasjóð BI i þrjá mánuði eða
lengur.
Þetta skal þó aðeins gert að
beiðni stjórnar sjóðanna og stöðv-
un tilkynnt með mánaðar fyrir-
vara. —GEK
KEA FÆRIR UT KVIARNAR:
STOFNUÐ SIGLUFJARÐARDEILD
Stofnuð hefur verið
Siglufjarðardeild KEA.
í frétt frá KEA segir, að
óhætt muni að fullyrða,
að verzlunarrekstur
Kaupfélags Eyfirðinga á
Siglufirði hafi haft áhrif
á verðlag þar á staðn-
um, en vöruverð i útibú-
inu þar sé hið sama og í
verzlunum félagsins á
Akureyri.
Seint á árinu 1971 barst kaup-
félaginu áskorun frá 120 Siglfirð-
ingum um stofnun félagsdeildar
þar og jafnframt, að félagiö kæmi
þar á fót verzlunarútibúi, en
Kaupfélag Siglfirðinga hafði þá
hættstörfum. A-aðalfundi félags-
ins i júni 1972 var samþykkt að
heimila stjórn félagsins að reka
verzlun á Siglufirði 1 tvö ár 1 til-
raunaskyni. Var verzlunin opnuð
1. nóvember sama ár að Suður-
götu 4.
Sala hefur aukizt þar jafnt og
þétt og nam 100 milljónum króna
á slöasta ári. 1 september síðast
liðnum var verzlunin gerð að úti-
búi frá félaginu og heimamenn
stofnuðu með sér félagsdeild,
Siglufjarðardeild KEA. Útibús-
stjórier Guðmundur Jónasson, en
hann hefur veitt verzluninni for-
stöðu frá upphafi.
Fasteignir keyptar.
Þegar ákveðið var að stofna
formlega verzluarútibú á Siglu-
firði var sýnt að félagið þyrfti að
eignast húsnæði til verzlunar-
reksturs. SÍS áti þarna tvær sam-
byggðar húseignir, Suðurgötu 2
og 4, sem það hafði eignazt, þegar
Kaupfélag Siglfirðinga var lagt
niður. Þessar húseignir stóðu
félaginu til boða og var nýlega
gengið frá kaupum á þeim.
Eyjólfur Sigurðs-
son tekur
sæti á Alþingi
Eyjólfur Sigurðsson
hefur nú tekið sæti Gylfa
Þ. Gislasonar á þingi, en
Gylfi er erlendis I opin-
berum erindagjörðum.
Fýrsti varamaður Gylfa
er Björn Jónsson, en
vegna anna við undir-
búning ASl-þings getur
hann ekki tekið sæti
hans. Eyjólfur hefur tvi-
vegis áður setið á þingi
FRÉTTIR 9
ssss ' Þriðjudagur 16. nóvember 1976
er eitt af fjölmörgum
sófasettum, sem
fdst í verzlun okkar
SERSTAKLEGA
VANDAÐ OG STÍLHREINT
Unnið af islenzkum úrvals
fagmönnum
Braufarholti 2
Ö Timinn
styrki og reglugerð við þessi
lög, skal útborgun námsláns
mins vegna haustmisseris 1976
(sbr. lánsumsókn mina) vera
tilbúin eigi siðar en 15. nóvein-
ber 1976. Þar sem þér haf ið i dag
synjað mér um útborgun láns-
ins, er hér með skorað á yður að
hafa námsián mitttilbúið til út-
borgunar eigi siðar en 16.
nóvember 1976, svo að komast
megi hjá frekari aðgerðum. Að
öðrum kosti megið þér búast
við, að leitað verði atbeina dóm-
stóla.
Virðingarfullst,
Þórkatla Aðalsteinsdóttir
(sign).
Þegar þetta bréf hafði verið
afhent lauk þessum mótmæla-
aðgerðum námsmanna.
Kæri Vilhjálmur.
Þegar námsmenn yfirgáfu
menntamálaráðuneytið skildu
þeir eftir tvær sendingar tilVil-
hjálms Hjálmarssonar mennta-
málaráðherra: 85% af epli (sbr.
85% námslán) og bréf, þar sem
þeir skýrðu aðgerðir sinar fyrir
ráðherranum. Bréfið til ráð-
herra hljóðaði svo:
„Kæri Vilhjálmur.
Þeir námsmenn sem safnazt
hafa hér saman, hafa i hyggju
að dvelja i ráðuneytinu litla
stund. Með þvi viljum við tjá
andstöðu okkar við lánastefnu
ykkar ráðamanna, en þó
einkum hinar nýju úthlutunar-
reglur. En með þessum nýju
reglum skipar þú svo fyrir, að
ekki skuli framar tekið tillit til
fjölskyldustærðar námsmanna.
Það ákvæði reglnanna sviður
okkur mest, enda muh þess
skammt að biða, að nokkur hluti
okkar hrekist frá námi af völd-
um þess. Við teljum ennfremur
að andóf okkar gegn tillitsleysi
reglnanna gagnvart barnafólki,
eigi sér stoð i lögum. En sem
ráðherra menntamála hlýtur
þérað vera kunnugt að i 3. grein
laga um námslán segir svo,
efnislega, að námslán eigi að
nægja til að standa straum af
eðlilegum náms- og framfærslu-
kostnaði, þegar eðliiegt til-
lit hefur verið tekið til fjöl-
sky ldustærðar námsmanns.
Samt sem áður er i hinum nýju
reglum ekkerttillit tekið til fjöl-
skyldustærðar námsmanns,
þegar framfærslukostnaður
hans er metinn, og skiptir þar
engu hvort börn eru mörg eða
maki ófær um tekjuöflun t.d.
vegna sjúkdóma eða atvinnu-
leysis. Við spyrjum þvi, er eðli-
legt tillit sama og ekkert tillit
eða hefur þú framið lögbrot með
setningu þessara reglna? Við
námsmenn teljum að með þessu
brjóti reglurnar i bága við lög.
Þetta lögbrot ráðuneytisins
mun valda þvi, að þeir nem-
endur sem eiga börn en hafa
ekki kost á f járstuðningi venzla-
manna — barnafólk af fátæku
bergi brotið — muni hrekjast frá
námi. Með þvi teljum við að
reglurnar striði gegn upphaf-
legum tilgangi laganna, að
koma á jafnrétti til náms.
Við teljum einnig, að 1. gr. út-
hlutunarreglnanna, þar sem
segir námsaðstoð skuli einungis
veitt, sé nám a .m.k. tvö námsár
að lengd, brjóti i bága við lögin.
I þvi sambandi viljum við
minna þig á 6. grein laganna,
þar sem segir m.a. að náms-
maður skuli að jafnaði hafa
heimild til að taka lán á hverju
misseri, meðan hann er við
nám. Lögin setja alls ekki neina
ákveðna lengd sem skilyrði
fyrir lántöku og þvi teljum við
þetta ekki samræmast lög-
unum.
Við höfum með mörgu móti
reynt að vekja athygli þina á
agnúum reglnanna, þar sem við
teljum að þú hafir upphaflega
ekki vitað um þá, vegna tak-
markaðrar þekkingar þinnar á
reglunum, sbr. hinn stutta tima
sem þú hafðir þær undir hönd-
um og einnig fréttatima sjón-
varpsins, þar sem þú sagðir að
reyna yrði á reglurnar. En þú
hefur ekki veriö til viðtals um
breytingar.
Til að vekja athygli þina á
fyrrnefndum atriöum, auk fleiri
sem við teljum brjóta i bága við
lögin sem þú áttir sjálfur frum-
kvæði að i fyrra, höfum við að
vandlega igrunduðu ráði
ákveðið að gripa til þess
örþrifaráðs að setjast að i salar-
kynnum þinum litla stund”.
— hm.
1 ganginum hjá Lánasjóði Islenzkra námsmanna.
í gærmorgun settust
200 námsmenn að i
göngum menntamála-
ráðuneytisins og mót-
mæltu með þvi þeirri
mismunun sem barna-
fólk i námi verður fyrir
samkvæmt nýjum út-
hlutunarreglum Lána-
sjóðs islenzkra náms-
manna.
Hér voru á ferðinni nemendur
úr öllum framhaldsskólum og
fóru aðgerðir þeirra friðsam-
lega fram á allan hátt. Engin
sérstök samtök sáu um skipu-
lagningu þessara aögeröa,
heldur var hér á ferðinni hópur,
sem hafðitalað sig saman til að
framkvæma þessar aðgerðir.
Þótt aðgerðirnar væru hinar
friðsömustu fór þó ekki hjá þvi
að þær hefðu sin áhrif á starf
ráðuneytisins. Þannig komst
fólk ekki til vinnu eftir matar-
hlé, þar sem námsmennirnir til-
kynntu að ráðuneytið væri lokað
og neitaði að hleypa því inn.
Þeir sem ekki höfðu farið út úr
húsinu að borða voru hins vegar
áfram við störf sin.
Seta námsmanna stóð til
klukkan 13.30, en þá fóru þeir i
göngu upp Laugaveginn I Skrif-
stofu Lánasjóðs islenzkra
námsmanna. Þar kröfðust þeir
lána sinna, þar sem samkvæmt
lögum átti úthlutun þeirra að
ljúka ekki siðar en i gær, 15.
nóvember.Engin úrlausn fékkst
þar og var þvi afhent þar kröfu-
bréffrá einum námsmanna, þar
sem það var nauðsynlegur
undanfari stefnu á hendur
Lánasjóönum. Bréfið er svo-
hljóðandi:
„Samkvæmt úthlutunar-
regium sjóðsins, sbr. og iög nr.
57/1976 um námsián og náms-
Epli handa Vilhjálmi menntamáiaráðherra. 85%, eins og
námslánin. (AB-myndir: ATA)
Tveir einkennisklæddir litu aðeins inn, en fóru brosandi þegar
mótmælendur hófu aö krefjast lögregluskólans inn I námslána-
kerfið.
Námsmenn í mótmælasetu í menntamálaráðuneytinu
MÓTMÆLTUMIS-
MUNUN BARNAFÓLKS