Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 3
:xsxr Föstudagur 10. desember 1976 VERKALÝDSNIJIL 3 Frá Sögusýningu A.S.I. Brugðið upp mynd úr baráttusögu ís- lenzk verkalýðs í þessu húsi á Seyðisfirði var fyrsta verka- lýðsfélag stofnað á íslandi árið 1897 Hvaö þarf aö varðveita? Þeir sem skoða Sögusýningu verkalýðshreyfingarinnar 1976 sjá hve mikið vantar á að varðveist hafi mikilvægar sögulegar minjar og hve mjög skortir á að vitað sé um alls kyns heimildir, sem til eru hér og þar i kjallarakompum, háaloftum og kistubotnum. Allar þessar heimildir þarf að varðveita. Til þess þarf ræktar- semi og söfnunaráhuga hjá hverju ' verkalýðsfélagi á landinu og fé þarf til að koma upp sögusafni tengdu A.S.t. En hvað þurfum við i verka- lýðshreyfingunni að varðveita? Taka þarf viðtöl við eldra félagsfólk. skrásetja upp- lýsingar, safna ljósmyndum og kvikmyndum af markverðum viðburðum úr stéttabaráttunni. Fundargerðarbækur, reikningar. skjöl, bréf, blöð. bækur, ritlingar. fregnmiðar, samningar. veggspjöld, merki- miðar. borðar, fánar o.fl. — allt þetta og meira til veitir upp- ívsingar um sögu verkalýðs- tirevfingarinnar og segir þeim er taka við forvstu i öflugri verkalýðshrevfingu mikið um það. hvaða fórnir það kostaði að gera A.S.l. að þvi sem það er i dag —BJ Um þessar mundir er opin, i Listasafni ASi, sögusýning í tilefni af 60 ára afmæli Alþýðusam- bandsins. Sögusýningin verður opin daglega frá kl. 4 til kl. 10, til 12. desember. t Sögusýningarnefnd eru þeir Stefán ögmundsson, Hjörleifur Sigurðsson, Helgi Skúli Kjartansson og Ólafur R. Einarsson. Um tilgang sýningarinnar segir svo i sýningarskrá: Tilgangur sögusýningarinnar er að bregða upp mynd af bar- áttusögu islenskrar verkalýðs- hreyfingar og aðstöðu islensks verkafólks á fyrri áratugum. Leitast er við að sýna hið um- fangsmikla starf verkalýðs- samtakanna og pólitiska bar- áttu stjórnmálasamtaka verka- lýðsins. Brugðið er upp mynd- um úr atvinnulifinu, einkum er sýna starfshætti og verkmenn- ingu liðinna ára. Lýst er i myndum húsa- kosti þeim er alþýðufólk bjó við og þeim breytingum er verka- lýössamtökin knúðu fram á sviði húsnæðismála. Reynt er að gripa niður i stéttabaráttuna og bregða upp myndum af verkfallsátökum og baráttu- fundum. Útgáfustarfsemi alls konar hefur verkalýðshreyfingin staðið að og er á sýningunni sýnishorn af málgögnum verka- lýðsins á ýmsum timum og sérstök kynning á dreifiritum og fregnmiðum sem sjaldséðir eru nú á dögum. Þá hefur sýninga- nefndin fengið léða ýmsa dýr- mæta sögulega gripi og skjöl hjá ýmsum verkalýðsfélögum og einnig fána og kröfuspjöld. Siðan segir svo um stofnun sögusafns verkalýðs- hreyfingarinnar: Með sögusýningu sem þessari er ógerningur að sýna nema visi þess er koma skal. Þessi sögu- sýning þarf eins og sýningin 1973 að verða verkalýðssam- tökunum hvatning til að forða mikilvægum sögulegum heimildum um verkalýðs- baráttuna frá glötun. Vorið 1974 var samþykkt reglugerð fyrir Sögusafn verkalýðshreyf- ingarinnar er starfar undir stjórn MFA og var samþykkt sambandsstjórnar A.S.Í. fyrsta 'jtto-'l'rnóLCcjíi’ u.-/— f'r- &***«-+£& v /// Frá kreppuárunum i Hafnarfiröi k JUÁri . Gamlar myndir úr safninu. skrefið i þá átt að koma hér á stofn Sögusafni verkalýðs-. hreyfingarinnar, en slik söfn hafa verkalýðssamtökin á hinum Norðurlöndunum þegar starfrækt i áratugi með riflegri aðstoð hins opinbera. Markmið sögusafnsins er að koma upp á einum stað veglegu sögu- og minjasafni verkalýðs- hreyfingarinnar. Ljóst er, að ef verkalýðssamtökin og verka- lýðssinnar taka ekki höndum saman og safna sögulogum heimildum og minjum úr baráttusögunni á næstu árum, þá fara forgörðum mikilvægar heimildir um stéttabaráttuna og hlutur verkalýðshreyfingar- innar i þjóðarsögunni verður vanmetinn. 60-90 ár. Alþýðusambandið heldur nú hátiðlegt 60 ára afmæli sitt. En á næsta ári verða liðin 90 ár frá stofnun fyrsta stéttarfélagsins á íslandi og 80 ár frá stofnun fyrstu almennu verkamanna- félaganna. Þessi timamót eiga að vera okkur i verkalýðs- samtökunum hvatning til að leggja rækt við minningu braut- ryðjendanna, þeirra starf verðskuldar að við sýnum þá ræktarsemi að varðveita baráttusögu islenskrar alþýðu. Talkór FUJ, Stefán ögmundsson framan við myndina. Frá baráttu kvenna i verkalýðsstétt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.