Alþýðublaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5
Þing sambands byggingarmanna telur að unnt sé að lækka byggingarkostnaðinn verulega til hagsbóta fyrir allan almenning. meta hverjum verði falin útgáfan siðara árið, með tilliti til fenginn- ar reynslu. Fræðslumiðstöðin skal gera sambandsstjórn grein fyrir störf- um sinum að loknu ársstarfi, og leggja fram áætlun um starfs- semina á næsta ári og gæta þess jafnframt að allar upplýsingar um starfsemina séu tiltækar aðildarfélögunum á hverjum tima. Stjórn fræðslumiðstöðvarinnar skal koma saman þegar i byrjun næsta árs og gera áætlun um fræðslustarfið og hefja viðræður við Menningar og fræðslusam- band alþýðu um samstarf þess- ara aðila, svo og við hin einstöku félög innan sambandsins. Þá skal miðstöðin leita sam- starfs og upplýsinga við félaga okkar á hinum Norðurlöndunum i þessum efnum. Stjórn fræðslumiðstöðvarinnar skal hafa heimild til að veita aðil- um sem hún telur mikilvæga fyrir starfsemina, styrki til einstakra verkefna og aðstoða fjárvana félög við þátttöku i félagsmála- skóla alþýðu og annarri starfsemi af sama toga. 7. þing Sambands bygginga- manna vill taka undir þau sjónar- mið, sem fram koma i drögum að ályktun um fræðslu- og menn- ingarmál og liggja munu fyrir 33. þingi A.S.l. Þingið vill þó leggja áherslu á nokkur atriði i þessum efnum: Hinn langi vinnudagur er einn aðal hemillinn á að fólk noti fri- stundir sinar til þess að auka þekkingu sina á fjölmörgum svið- um, jafnt verkalýðsmálum sem öðrum. Þess vegna er raunveruleg stytting vinnutimans ein af þeim forsendum, sem nauðsynleg er til þess að efla fræðslustarfið innan verkalýðshreyfingarinnar. Krafan um dagvinnutekjur til menningarlifs, er þvi jafn brýn og áður og timabært að verkalýðs- hreyfingin beiti afli sinu til þess að afnema nauðsyn aukavinnu fyrir margar fjölskyldur og þann óheyrilega langa vinnudag, sem þvi fylgir. Þingið fagnar þeim áfanga i fræðslustarfi verkalýðshreyfing- arinnar, sem Félagsmálaskóli al- þýðu er, og skorar á aðildarfélög sambandsins að efla skólann og nota þau tækifæri, sem hann býður fram til menntunar félags- mönnum verkalýðssamtakanna. Þá ber að halda á lofti kröfunni um sérstakt fræðslusjóðsgjald, sem atvinnurekendur greiði i fræðslusjóði verkalýðshreyf- ingarinnar. Ályktun um frumvarp til laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Frumvarp það til laga, um stéttarfélög og vinnudeilur, sem boðað hefur verið að lagt verði fyrir Alþingi, er samið án nokkurs samráðs við verkalýðs- hreyfinguna. Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að skipa innri málum verkalýðsfélaganna og þrengja ákvæði núgildandi laga um starfshætti og samnings- og verk- fallsrétt félaganna. Enda þótt i frumvarpinu megi finna ákvæði, sem við fyrstu sýn virðast vera til hagsbóta frá sjónarmiði verkafólks þá er þar, ef grannt er skoðað, um að ræða atriði, sem stór hluti verkalýðs- félaganna hafa samið um i frjálsum samningum við samtök atvinnurekenda. I heild er frumvarpið neikvætt, og þar með fjandsamlegt hags- munum verkalýðshreyfingar- innar, og ber þess glöggt vitni að verið er að mæta siendurteknum óskum og kröfum atvinnurek- endavaldsins um breytingar á nú- gildandi lögum. Þvi ályktar 7. þing Sambands byggingamanna: Enda þótt gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur séu að ýmsu leyti gölluð, þá hafa um framkvæmd þeirra skapast þær venjur, sem sæmilega má við una. Þvi mótmælir þingið harðlega lagafrumvarpi, sem ætlað er að þrengja stórlega réttarstöðu og sjálfsákvörðunarrétt verkalýðs- félaganna og heitir á verkalýðs- samtökin að berjast af alefli gegn þvi að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi. Alyktun um heilbrigöis- mál. 1. Þingið lýsir yfir áhyggjum sinum vegna þeirra niðurstaðna, sem rannsóknir visindamanna gefa til kynna, um skaðsemi upp- lausnarefna og ryks á heilsu manna i byggingariðnaði, sem ýmist kemur fram strax eða á lengri tima. 2. Þingið iitur svo á að tryggja verði að vinnustaðir launafólks verði lausir við öll slik efni. öryggi starfsfólks sitji i fyrir- rúmi fyrir ágóðasjónarmiði. 3. Þingið hvetur til að sett verði samnorræn löggjöf um skilgrein- ingu á mengun og um upplýsinga- og skráningarmiðstöð allra efna, sem á markaðinn koma. á.Þingið hvetur til að upp verði teknar á kerfisbundinn hátt, rannsóknir varasamra efna i samvinnu við hin Norðurlöndin. Launþegasamtökin verða að hafa aðstæður til að fylgjast með og taka þátt i skipulagi slikra rann sókna. 5. Launþegasamtökin sjálf verða að hafa meiri möguleika varðandi eftHit með reglugerðum sé framfylgt. 6. Samnorrænt merkingarkerfi allra varasamra efna er knýj- andi, og bendir þíngið sérstaklega á lim, upplausnar- og málningar- efni i þvi sambandi. 7. Þingið leggur áherslu á að innflytjendum og innlendum framleiðendum verði gert skylt, að allar upplýsingar um meðferð og innihald slikra efna verði á islenzku. Þingið samþykkir að kjósa tvo menn til að hrinda af stað heiid- arúttekt á menntamálum islend- inga. Skulu þeir leita samvinnu og samstarfs við önnur stéttar- sambönd um viðfangsefnið. Markmiðið með starfi nefndar- innar skal vera að rannsaka menntakerfið, með tilliti til hags- muna og sjónarmiða verkalýðs- stéttarinnar og leita svars við þvi hvort menntakerfið og heildar- stefnan i menntamálum, þjóni hagsmunum alþýðu eða yfir- stétta. I fyrstu skal nefndin beina starfi sinu að athugun á eðli og til- gangi fjölbrautarskóla. Nefndin skal leggja niðurstöður sinar og tillögur fyrir næsta þing S.B.M. Ályktun um menntamál 7. þing Sambands bygginga- manna vill nú, minna á álit siðasta þings SBM um iðr.fræðslu, en sú ályktun er i dag að verulegu leyti i-fullu gildi, vegna þess að litið hefur þokast i framfaraátt á þessu sviði undanfarin tvö ár. Þó vill þingið lýsa ánægju sinni yfir þróun mála við Iðnskólann i Reykjavik, þar sem hlutur svo- nefnds verknámsskóla og þar með tréiðndeildar hefur verið aukinn og getur, ef að likum læt- ur, annast verklega menntun iðn- aðarmanna i nokkrum greinum byggingariðnaðar. Enn eru þó allmargar greinar, sem að nær öllu leyti eru háðar meistarakerf- inu svokallaða, sem fyrir löngu hefur sýnt vanmátt sinn við menntun iðnaðarmanna til starfa. Þó Iðnskólinn i Reykjavik sé sæmilega búinn tækjum eru Iðnskólar úti um hinar dreifðu byggðir landsins nær gjörsam- lega óhæfir til þess að sjá fyrir verklega þættinum i iðnmenntun- inni. Hér verður að gera stórátak og eyða þessum mismun, sem fólkið er byggir sveitir landsins og hin fámennari byggðarlög býr •við. Verknámsskólar þurfa þvi að risa viðar en i þéttbýiiskjarnan um við Faxaflóa. Þegar litið er á einstaka þætti er augljóst að brýnasta verkefnið, sem nú blasir við er að tryggja fræðslunefndum iðngreinanna fjármagn og starfsskilyrði, svo þær geti annast þau verkefni, sem þeim er ætlað, eins og gerð náms- skráa. Undir þetta mál hyllir nú, þar sem fræðslunefndir iðngrein- anna eru um það bil að hefja störf með aðstoð starfsfólks Iðn- fræðsluráðs. Enn vantar þó á að framvinda þessara mála sé tryggð af stjórnvatda hálfu, með nægjanlegu fé til starfsins. Þingið bendir á þá þróun sem á sérstaö i réttindamálum iðnaðar- manna, sem birtist m.a. i þvi hversu auðvelt er að fá ráðherra réttindi. Þetta gerist samhliða þvi, sem aukin sérhæfing á sér stað i þjóöfélaginu. Sé haldið á- fram á sömu braut, stefnir til kyrrstöðu eða jafnvel afturfarar i sumum iðngreinum. Þingið furðar sig á þeim drætti, sem orðið hefur á mótun heildar- stefnu i verkmenntun af hálfu stjórnvalda, og minnir á það starf, sem unnið hefur verið á undanförnum árum i nefndum á vegum Menntamálaráðuneytis- ins, en þrátt fyrir það hefur ekk- ert enn komið fram á Alþingi hér um. Heildarstefna á sviði verk- menntamála, sem tengist öðru námi i framhaldsskólastigi, er eitt mikilvægasta skólamálið i dag og þvi brýnt að löggjafinn taki á þvi sem skyldi. 7. þing Sambands bygginga- manna vill minna á að verk- menntunin hefur verið hornreka i fræðslukerfinu. Við svo búið má ekki standa. Auka verður veg og virðingu þeirra starfa, sem unnin eru hörðum höndum við fram- leiðslustörf og sköpun verðmæta. Iðnaðarmenn þurfa að ganga þar fram, ásamt öðru verkafólki og tryggja að hlutur hins vinnandi manns verði metinn til jafns við aðra, ekki sist hvað varðar menntun til starfa. Frumvarpið um fullorðins- fræðslu, sem i þriðja skipti liggur nú fyrir Alþingi, en varla hefur fengist rætt, verður á yfirstand- andi þingi að fá fullnægjandi af- greiðslu. Annað hlýtur að teljast fullkoniin hneisa fyrir stjórnvöld, einkum þau, sem með mennta- mál fara. Þingið vekur athygli á þeirri á- byrgð og skyldu, sem stjórnvöld bera gagnvart þvi fólki, sem stundað hafa þau störf, sem eiga undir högg að sækja vegna stór- fellds aukins innflutnings erlends iðnvarnings. Þetta fólk á tvi- mælalaust rétt á starfsfræðslu og endurmenntun til starfa. Að öðr- um kosti er afkomu þess stefnt i hættu. SÓLHEIMAR 4—5HERB.9. HÆÐ. 1 >lo(a oi hjónahcrberfl meó ivölum. Inherbeifl ■' HLlÐAHVERFI, — LAUS STRAX. 3JA HERB. 110 FERM., ■f aukaherb. I rial. UJöf alór Ibóó mlóoö vló herberfj* fJðldR 2 itórtr itofur <M ferm og 18 ferm) meö euðvestunvOlum. genglð I bóðir itofur úr holl. Hjóniherbergl (1S ferro) meö Innbyggöum fituklp. beóherbergl nýniieligt of eldhúi roeó nýmáluóum Innréttlngum Ibúóln er ÖU nýlegi máluö. teppl á hoU. Sér geýmili I rtil. Verö: 8.8 M HÖRGSHLlÐ 3JA HERB. VERÐ7.5M. Juöhjeö (genftð betnt tnn). Stofi. hjóniherberfi m ikáp of blmeher- bergl m ikáp. F.ldhúi m. fóðum inn- réttlngum og borökrók. Þvottihúi gott og hreinlegt, meö geymilupláni. TUtikanlegi miktð geymilu og ikápa- fylftr Ibúólnnl. Tvöfalt gler. Sér Ibóéln fe-il I ikiplum fyrlr éra herb. VESTURBORG SERH/EÐ M. BlLSKtlR. éra—5 herbergja efrt h»ó. ca léO ferm 2 itofur itórar. 2 rúmgóö ivefn- herbergI. itórt hoL Eldhúi og búr Inn af þvl. BaóherbergL Vandaó tréverk og Innréttlngar. Geymila I kjallara Sérhltl. Verö: 18,8Mútb: 12.0 U. HRAUNBÆR 3JAHERB. 70 FERM. Elmtaklega vönduó og rúmgðö Ibúð á neöitu harö. meö ivölum Stór itofa •klptanlef. ivefnherb. m ikápum eld- húi m vönduðum Innréttlngum og baöherbergl. TeppL Verö: Ö.S millj. AlftamYri 4—5 HERB. M. BlLSKtlR VERD: 11,5 M. tJTB: 7,5 M. HS ferm Ibúð á SJu hieö I fjölbýlli- húil lem er é haólr of kjallarl Slór tvUklpt, luöunvallr. 3 - * % w : V/ 1 'S / ini'f*0urrZ?* « , >/8o! u"> 10 i,8"•‘'•"a J ssari £<£& &7~z. „3« l'«rl> Ibúð . , . t*gar. *-3 fnilll. 'bóð i 3‘ *"*»*ÖIU 4 K norOu,J, h*ð Hj./.V*'6 VSf/ aWsssbS',. .. iVf/ ftwúá, I V -V r=tW,.!i;gif|SiÍPlí EHSISSÍfelil' i |S?9J ?«fi! hfh íifs igHiLI íh Þingið telur það hneisu hve fasteignasalar halda íbúðaverðinu háu. Starfskraftur Alþýðubankinn hf. óskar að ráða starfs- kraft i afgreiðslusal. Hálft starf kemur vel til greina. Umsóknir er greini aldur, menntun og starfsreynslu sendist Alþýðubánkanum hf. fyrir 14. þessa mánaðar. Alþýðubankinn hf. Laugavegi 31.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.