Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 7

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Page 7
ssa- 'Föstudagur 10. desember 1976 VERKALÝDSMAL 7 Ályktanir ASÍ Ríkisstjórnin er fjandsam- leg verkalvóssamtökumim Ríkisstjórnin er f jandsam- leg verkalýðssamtökunum Tónninn á Alþýðusam- bandsþingi var mjög í þá átt að á Islandi sæti ríkis- stjórn, sem væri fjand- samleg verkalýðssamtök- unum og láglaunafólki al- mennt. Frumvarp ríkis- stjórnarinnar um stéttar- félög og vinnudeilur er að mati þingsins ein staðfest- ing á þessari afstöðu ríkis- stjórnarinnar til vinnandi fólks í landinu. Eftirfarandi ályktun var samþykkt um vinnulög- gjöf ina: 33. þing ASI mótmælir harðlega frumvarpi þvi til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sem rikisstjórnin hefur boðað að lagt verði fyrir Alþingi það sem nú situr þar sem það myndi ef að lögum yrði þrengja mjög athafnafrelsi verkalýðssamtak- anna. Þau myndu þvi lita á sam- þykkt frumvarpsins sem fjand- samlega lagasetningu, fyrst og fremst ætlaða til að veikja þau i kjarabaráttu sinni. Þvi vill þingið lýsa þvi yfir að verkalýðssamtök- in muni berjast af alefli gegn hverri þeirri breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem áformuð væri án fulls sam- ráðs og samþykkis þeirra. Þörf skjótra breytinga í málefnum lífeyrissjóða Alþýðusambandsþing gerði eftirfarandi samþykkt um lif- eyrismál: 33. þing ASt telur að meðal mikilvægustu réttinda, sem verkalýðshreyfingin hefur áunnið sér á siðustu árum séu lifeyris- réttindin. En þrátt fyrir mikils- verðan áfanga á þessu sviði, skortir mjög á, að lifeyrisréttindi hins almenna tryggingakerfis og lifeyrissjóðanna veiti viðunandi elli- og örorkulifeyri. Þörf er_ skjótra breytinga til hins betra” Leggur þingið þvi áherslu á að endurskipulagningu lifeyris- kerfisins verði hraðað svo sem kostur er, eins og ákveðið var með kjarasamningunum I febrú- ar 1976. Þingið telur að meginmarkmið endurskipulagningarinnar skuli vera þessi: Að samfellt lifeyriskerfi taki til allra landsmanna. Að stefna beri að þvi að lifeyris- þegar fái sem jafnastar greiðslur. Að verkafóik öðlist rétt til verð- tryggðs lifeyris, er fullnægi þörf- um lifeyrisþega á hverjum tima. Að full eftirlaun og ellilífeyrir miðist við 65 ára aldur. Að hlutur einhleypinga i hinu almenna tryggingakerfi verði bættur sérstaklega frá þvi sem nú er, svo og að hlutur ekkna látinna félagsmanna i stéttarfélögum er létust fyrir 1970, verði bættur sér- staklega. Að skerðingarákvæði verði ekki beitt á tekjutryggingu vegna þeirra lifeyrisgreiðslna, sem eftirlaun aldraðra og lffeyrissjóð- ir-verkalýðsfélaganna greiða. Dagvistunarmálin i ólestri Allmiklar umræður urðu um dagvistunarmál. Hér er um að ræða mjög aðkallandi mál, sem hefur hreinlega dagað uppi i kerf- inu. Að visu hefur málið oft verið rætt af opinberum aðilum, nefnd- ir skipaðar og frumvarp flutt, en aðgerðir jafnan verið litlar. Meðal ályktana um dag- vistunarmál er eftirfarandi: Breyttir þjóðfélagshættir hafa valdið þvi, að konur leita nú i vax- andi mæli út á vinnumarkaðinn, enda er vinna þeirra algjör for- senda mikilvægra þátta atvinnu- lifsins og óhjákvæmileg til þess að sjá mörgum heimilum far- borða. Hið opinbera, riki og sveitar- félög, hefur ekki staðið við þau fyrirheit, sem gefin hafa verið með margvislegri iöggjöf um stofnun og rekstur dagvistunar- stofnana og eru nú horfur á, að a\-_ varleg stöðnun komi i byggingd6 nýrra barnaheimila á sama tima og þörfin er meiri en nokkru sinni fyrr, svo að langir biðlistar eru við öll barnaheimili. 33. þing ASt beinir þvi til Alþingis, rikisstjórnar og byggðastjórna að hækka framlög til dagvistunarheimila veruiega og felur miðstjórn að knýja á hið opinbera um úrbætur i þessum efnum, eftir öllum tiltækum leið- um sbr. sameiginlega yfirlýsingu verkalýðssamtaka og atvinnu- rekenda i febrúar 1974 svohljóð- andi. „Samingsaðilar eru sammála um að beita sér fyrir þvi, að þjón- usta barna-og skóiaheimila verði aukin og framkvæmd þannig, að þau nýtist starfsfólki við fram- leiðslustörf betur en nú er.” Þingið átelur tómlæti hins opinbera Þá var gerð eftirfarandi sam- þykkt, þar sem þingið átelur tóm- læti hins opinbera um dag- vistunarmál og beinir þeirri ósk til stjórna lifeyrissjóðanna hvort þeir geti hlaupið undir bagga. Samþykktin er svohljóðandi: 33. þing ASt haldið 29. nóv. - 3. des. ’76 leggur áherslu á, að af hálfu hins opinbera verði jafnan veitt nægilegt fjármagn til dag- vistunarheimila. Átelur þingið tómlæti þessara aðila gagnvart þessum málum. Með tilliti til þess, virðast vera litlar horfur á, að á næstunni verði leyst úr þvi alvarlega ástandi er nú rikir i dagvistunar- málum. Þessvegna beinir þingið þvi til stjórna lifeyrissjóðanna að þær athugi, hvort ekki komi til greina, að sjóðirnir láni það fjár- magn er á skortir til að fullnægja brýnni þörf fyrir dagvistunar- heimili. Lán til nauðsynlegra fram- kvæmda verði veitt á sömu kjör- um og sjóðirnir njóta við kaup á visitölubréfum Byggingasjóðs. Dagvistunarheimili fyrir aldrað fólk Eftirfarandi tiilaga var sam- þykkt um dagvistunarheimili fyrir aldrað fólk: 1 tilefni af timabærri og ágætri hvatningu frá Verkakvennafélag- inu Framsókn til stjórnar ASt um dagvistunarheimili barna vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri við 33. þing ASt: Hér á tslandi hefur litilli athygli verið beint að dagvistun fyrir aldrað fóik nema á allra siðustu timum. Er slik starfsemi þó vel þekkt meðal nágrannaþjóða okkar og að nokkru hefur starf- semi þessi verið tekin upp i hinum stærri sveitarfélögum hér á landi. Er þetta starf þó takmarkað við fáar klukkustundir á viku hverri, og er frekar i formi tómstundaaf- þreyingar en þess sem hugsað er með hinum eiginlegu dag- vistunarheimilum. Nú er i byggingu i Hafnarfirði á vegum samtaka sjómanna auk dvalarheimilis, fullkomið dag- vistunarheimili fyrir aldrað fólk. Er til ætlast að það sjálft eða með aðstoð ættingja og vina verði flutt þangað að morgni og verji deg- inum þar. Það mun fá alla þjón- ustu bæði læknis- og hjúkrunar- hjálp alls konar, böð, mat og hvildaraðstöðu ásamt matar- pakka til að taka heim með sér að kvöldi. Einnig er fyrirhugað að fylgjast með hinum öldruðu ef um veikindi þeirra er að ræða, senda þeim mat og sjá fyrir annarri nauðsynlegri þjónustu. Þingið telur að slik þjónusta sé brýn i hinum stærri sem smærri sveitarféiögum og muni að nokkru létta á hinni miklu þörf, sem nú rikir á dvalar- og hjúkr- unarheimilum aldraðra. Um leið og þingið skorar á Alþingi og rikisstjórn að stuðla að framgangi þessa máls styður það eindregið að horfið verði til hins fyrra ráðs, að rikissjóður styðji þau sveitarfélög með fjárfram- lögum, sem i byggingu dvalar- og hjúkrunarheimila ráðast. Málefni sjómanna Alþýðusambandsþing tekur undir og mælir með samþykktum frá 10. þingi Sjómannasambands- ins. Þar er megináherzla lögð á aukna vinnuvernd, öryggi sjó- manna og fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Ályktunin um þessi mál eru svohljóðandi: Þingið bendir enn eiriu sinni á nauðsyn þess, að öryggi i höfnum sé aukið. Lýsing sé bætt, land- gangar til staðar auk annars öryggisbúnaðar. Þingið skorar á Slysavarnarfélag Islands og sjó- slysanefnd að fylgja þessum mál- um eftir. Þingið feiur væntanlegri stjórn að vinna að þvi að lögum um slysa- og örorkutryggingu sjó- manna verði breytt þannig að tryggingarupphæðir haldi sinu raungildi og sé þá miðað við setningu laganna 1972. Þingið bendir á og lýsir yfir að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn eldsvoðum i skipum sé mjög ábótavant. Telur þingið að stór- aukið álag á rafala ýmissa skipa geti þar átt hlut að. Handslökkvi- tæki verði af viðurkenndri gerð, og islenskir leiðarvisar fylgi hverju tæki og kennsla i meðferð slökkvitækja verði framkvæmd af kunnáttumönnum og verði fjöl- miðlar notaðir til þeirra hluta. Þá telur þingið vegna fenginnar reynslu grannþjóða okkar, að nú beri að undangenginni vandlegri rannsókn að kalla inn alla gúmm- björgunarbáta sem framleiddir eru fyrir árið 1960, vegna þeirra tæknigalla sem fram hafa á þeim komið. Þingið telur að stórauka þurfi Skipaeftirlit rikisins og bendir enn einu sinni á fyrri kröfur um að eftirlitsmenn fari á milli staða og framkvæmi skyndiskoðanir. Þingið þakkar Slysavarnar- félagi Islands fyrir framkvæmd tilkynningaskyldu skipa og einnig verði Landssima Islands falið að bæta aðstöðu strandstöðva og benda sérstaklega á Breiðafjörð, sunnanverði Vestfirði og fyrir norð-austurlandi. Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar að miklu leyti nýtt verk í þremur bindum og myndskreyttum kassa. Prýdd 80 Ijósmyndum, sem margar hverjar hafa hvergi birst áður. Hornstrendingabók greinir frá byggöarlögum Hornstranda og mannlifi þar um slóðir um langan aldur, harðri lífsbaráttu fólksins í þessum afskekkta og hrjóstruga landshluta, en jafnframt sérstæöri menningu þess og einkennilegum háttum. Drjúgur hluti bókarinnar er sagnaþættir og þjóðsögur af Hornströndum, og tekst höfundi að bregða sterku Ijósi á liðnar aldir. Horn- strendingabók er eitt af merkilegustu átthagaritum á íslenskri tungu og frábært rit vegna fróðleiks og ritsnilli Þórleifs Bjarnasonar. Baldur Guðlaugsson og Páll Heiðar Jónsson Þrítugasti marz 1949 mestu innanlandsátök frá siðaskiptum Þann 30. mars 1949 fékk innibyrgð spenna, tortryggni og gagn- kvæm andúð útrás í athöfnum og átökum, sem ekki hafa orðið önnur og meiri síðan um siðaskipti. Bókin er byggð á innlendum og erlendum gögnum úr skjalasöfnum ráðuneyta og hæstaréttar og viðtölum við stjórnmálamenn, lögreglumenn, varaliðsmenn, áhorfendur og sakborninga. í bókinni eru 60 Ijósmyndir, flestar áðuróbirtar, þ.á m. úr kvikmynd. Góð bók er gulli betri ffl ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, Sími: 25722

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.