Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 10.12.1976, Qupperneq 14
Föstudagur 10. desember 197ólt»l!iSid' 14 Þjóðleikhúsið: Síðustu sjjningar á f myndu narveikinni Sýningum er nú aö ljúka i Þjóöleikhúsinu á hinu vinsæla gamanleikriti Moliéres IMYNDUNARVEIKINNI, sem sýnt hefur veriö við mjög góða aðsókn frá þvi i fyrravor. Sið- ustu sýningárnar verða á fimmtudags- og laugardags- kvöld og verða sýningar þá alls orðnar 35. Það er Bessi Bjarna- son, sem leikur hinn imyndun- arveika, Herdis Þorvaldsdóttir leikur vinnukonuna Toinette. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. 1 sýningunni eru bæði dansar og tónlist og er hún eftir Jón Þórar- insson. Leikritið verður ekki tekið upp aftur eftir jól. Nótt ástmeyjanna. Vinsæl sýning á Litla sviði Leikritið Nótt ástmeyjanna á Litla sviði Þjóðleikhússins hefur vakið verðskuldaða athygli og hlotið afbragðsviðtökur leikhús- gesta. I leikritinu er fjallað um sænska leikritaskáldið Ágúst Strindberg og hjónaband hans. Erlingur Gislason leikur Strind- berg og Helga Bachmann konu hans Siri von Essen. Aðrir leik- arar eru Edda Þórarinsdóttir, Sigmundur örn Arngrimsson eða Bessi Bjarnason. Sýning þessi er sú fyrsta af f jórum I röð leikrita, sem i vetur verða sýnd á Litla sviðinu undir samheitinu Nútimaleikritun. Æfingar standa yfir á næsta verkefni, sem er Meistarinn, nýtt leikrit eftir Odd Björnsson. Fer sýningum á Nótt ástmeyjanna að fækka af þeim sökum. Næsta sýning erá fimmtudagskvöld og siðasta sýning fyrir jól er þriðjudaginn 14. desember. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Myndin er af Arna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni i hlutverkum sinum í Imyndunarveikinni. LIONSMENN GEFA ÚT JÓLAMERKI 1 ár hefur Lyonsklúbburinn BJARMI, Vestur-Húnavatns- sýslu, útgáfu jólamerkja, sem verður framvegis árlegur við- burður i starfsemi klúbbsins. Er þessi útgáfa með nokkuð sérstöku sniði, þar sem um 11 ára áætlun er að ræða. I Vestur-Húnavatnssýslu eru 10 kirkjur og er fyrsta áætlunin bundin þvi að gefa árlega út merki i 10 ár með einhverri þeirra, jafnvel stundum á merk- um byggingarafmælum, en siöan 11. árið verður mynd af þeim öllum i örkunum, ein á hverju merki. Þá er næsta áætlun að taka t.d. fyrir merkustu sögustaði og kynna þannig sýsluna og sér- kenni hennar meðal safnara og Lionsmanna. Á þessu fyrsta merki er mynd af kirkjunni á Breiðabólsstað, en þar er hvort tveggja i senn gömul kirkja, frá 1894 sú bygging er þar stendur nú, en auk þess einn af merkari sögustöðum sýslunnar. Nægir þar að nefna lagaritun Hafliða Mássonar og upphaf prentlistar. Merkin eru eins og áður sagði 10 i örk. Þau eru i þrem litum, blá, hvit og rauð. Kirkjuna teikn- aði Helgi Ölafsson, en rammann hannaði Sigurður Þorsteinsson. Prentmót gerði Myndamót h/f, en prentun annaðist Páll Bjarnason. Kosta merkin 25,00 stykkið eða kr. 250,00 örkin. Þá eru auk þess gefin út skala- þrykk i ótökkuðum örkum. Er þar eitt merki aðeins i rauðum, annað aðeins i hvitum og þriðja i báðum litum. Þessi skalaþrykk eru seld i arkarsettum á 500,00 krónur örk- in, eða 1,500,00 kr. settið. Upplag hinna venjulegu jóla- merkja er aðeins 500 arkir og er ekki ætlunin að auka það, til að merkin haldi verðgildi sinu fyrir þá er safna þeim. Skalaþrykkin eru svo gefin út i 100 númeruðum arkasettum. Verður það upplag heldur ekki aukið. A þennan hátt hyggst Lions- klúbburinn Bjarmi ekki aðeins vinna að menningarlegri kynningu sýslu sinnar, heldur og safna fé til starfs sins. Næsta verkefni klúbbsins er kaup á hjartagæslutæki fyrir Sjúkrahús- ið á Hvammstanga. Til þess þarf mikið fé og léttir þessi útgáfa vonandi þann róður. Einstaklingar eða klúbbar og félög geta pantað merkið frá: Lionsklúbburinn Bjarmi, fjár- öflunarnefnd, Hvammstanga. Verða pantanir afgreiddar jafn- óðum og þær berast og upplag endist. Tækni/Vísindi Leikfélag Hveragerðis sýnir: KÁTLEGAR KVONBÆNIR Leikfélag Hverageröis frum- sýnir i kvöld enska gamanleik- inn Kátlegar kvonbænir (She Stoops to Conquer) eftir Oliver Goldsmith. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason en leikmynd gerði Jill Brooke. Leikritið, sem er i þýðingu Bjarna Guðmundsson- ar, hefur verið fært upp einu sinni hér á landi áöur, á Herra- nótt fyrir rúmum áratug og þá einnig undir leikstjórn Bene- dikts. Með helztu hlutverk i sýn- ingu Leikfélags Hveragerðis fara: Svava Hauksdóttir, Aðal- björg M. Jóhannsdóttir, Inga Wiium, Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, Guðjón H. Björnsson, Steindór Gestsson og Niels Kristjánsson. Enginn vafi er á þvi að þessi bráðlétti gaman- leikur á eftir að laða að sér marga áhorfendur I Hveragerði og viðar um Súðurland, en ráð- gert er að ferðast um með leik- inn, svo sem venja er hjá leik- félaginu. ,,Frosk augu” til flugleiðsagnar 4. Skrifið eða hringið í síma 81866 ans dæmir þessi sjónboð þau vekur, ekki Þetta stafar sjónboð, ónothæf og sendir þau áfram til heilans af þvi að flugan er á leiðinni frá froskinum og hann getur þvi ekki náð henni. 1. En hvernig geta hinir til- tölulega fáu sjóntaugaþræðir sent þann aragrúa boða sem sjónfrumurnar taka við til heil- RECeÞTCRS IN RETINÓ, 2. Visindamenn komust aö þeirri niðurstöðu að likt og tölva þá vinsaði sjóna augans úr þau boð sem höfðu einhverja þýð- ingu fyrir froskinn og sendu þau áfram. 3. Við skulum til dæmis imynda okkur að fluga fljúgi i áttina frá froskinum. Sjóna : 4. Sama er að segja um litla hluti sem ekki eru á hreyfingu. Froskur umkringdur dauðurn flugum gæti til dæmis dáið úr NEfcVE FIBRES IN OPTIC NERVE au

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.