Alþýðublaðið - 13.12.1976, Page 2

Alþýðublaðið - 13.12.1976, Page 2
2 STJÓRNMÁL Þriðjudagur 14. desember 1976b! alþýóu- blaöió 'Útgefandi: AlþýOiiflokkuriniT. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgóarmaður: Arrii Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur I lausasölu. Alþýðuflokkurinn vill lögbinda 100 þúsund króna lágmarkslaun Þrír þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Benedikt Gröndal, Gylfi Þ. Gísla- son og Sighvatur B’jörg- vinsson hafa lagt fram á Alþingi frumvarptil laga um 100 þúsund króna lág- markslaun á mánuði. Þar er gert ráð fyrir því, að þar til næst verði gerðir kaup og kjara- samningar skuli enginn launþegi, 16 ára eða eldri, sem hefur mánaðar-, viku- eða tímakaup, hljóta að launum fyrir dagvinnu sína minna en 100 þúsund krónur á mán- uði. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar næst komandi og falli úr gildi jafnóðum og hver starfs- stétt gerir nýja kaup- og kjarasamninga. I ályktun um kjarabar- áttu, sem gerð var á þingi Alþýðusambands (síands nýlega, segir svo í fyrsta iið: „Þingið telur, að lág- markslaun fyrir dag- vinnu megi ekki vera lægri en 100 þúsund krón- ur á mánuði og önnur laun hækki til samræmis við það, þannig, að launa- bil haldist í krónutölu". Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur ákveðið að styðja kjarabaráttu Alþýðusamtakanna með því að flytja þetta frum- varp, sem gerir ráð fyrir umræddu lágmarki, 100 þús. krónum á mánuði fyrir dagvinnu verði þeg- ar náð með lagasetningu. Þessum lögum er ætlað að gilda þar til næstu kjarasamningar verða gerðir, en í þeim kæmi til framkvæmda samræm- ing á launabili, eins og getið er í samþykkt Al- þýðusambandsins. Heildarsamningar gilda fram til 1. maí næst komandi en í þeim eru á- kvæði, sem gætu leitt til þess, að þeim yrði sagt upp fyrr. Lög um 100 þús- und króna lágmarkslaun, sem frumvarp þetta fjallar um, mundu því ekki gilda lengur en í fjóra til fimm mánuði. Þrátt fyrir svo stuttan tíma myndu þau verða mikil kjarabót fyrir hina lægst launuðu, sem allir eru sammála um að séu mjög aðþrengdir vegna stöðugrar óðaverðbólgu og minnkandi kaupmátt- ar. Launþegar, sem eru yfir þeim mörkum, er þing ASI samþykkti, hafa flestir mun betri aðstöðu til að sjá sér farborða. Vafalaust verður deilt um hvort atvinnuvegir þjóðarinnar geti borið slíka kauphækkun, sem hér er gert ráð f yrir. Það er þó óhjákvæmilegt, að forráðamenn þeirra geri sér Ijóst, að ekki verður lengur komizt hjá hag- ræðingu og breytingum á rekstri íslenzkra fyrir- tækja og stof nana til þess að kaupgjald hækki veru- lega hér á landi. Skýrslur um þjóðartekjur á mann sýna, að þær eru með hin- um hæstu er þekkjast, og hlýtur því að vera grund- völlur fyrir breytingum til batnaðar að þessu leyti. Alþýðuflokkurinn hef- ur verið þeirrar skoðunar og er enn, að kaupgjald eigi að ákveða í frjálsum samningum, en ekki með lögum, nema knýjandi nauðsyn beri til. Hér er flutt frumvarp til laga, sem mundi aðeins gilda nokkra mánuði, þar til næst verða gerðir kaup- og k jarasamningar. Áhrif stöðugrar óðaverð- bólgu gera það að knýj- andi nauðsyn, að löggjaf- inn brúi bilið fram til næstu samninga fyrir þá, sem lakast eru settir í þjóðfélaginu. Þjóðin mun með athygli fylgjast með viðbrögðum þingmanna allra flokka við þessu frumvarpi Al- þýðuf lokksins. Ekkert mun á það skorta að þetta verði kölluð sýndar- mennska, yfirboð og óraunhæf afskipti af málefnum verkalýðs- hreyf ingarinnar, sem sjálf eigi að semja um laun sín og kjör. Málgögn allra stjórn- málaflokka hafa viður- kennt að kjör þeirra, sem lægst launin hafa, séu nú orðin svo bágborin að enginn lifi af þeim. Það verður því að ætla, að all- ir þingmenn, sem ein- hverja nasasjón hafa af kjörum þessa fólks, taki undir þessa tillögu og samþykki hana. — Vart mun verkalýðshreyf ingin snúast gegn þessu frum- varpi, svo brýn er nauð- syn á skjótri lagfæringu. Alþýðuf lokknum er Ijóst, að fjármál fjöl- margra alþýðuheimila eru slík, að þegar er kom- ið í algjört óefni. Með þessu frumvarpi vill flokkurinn að Alþingi ís- lendinga bæti úr í skyndi og sýni þann manndóm, að játa ekki vandann að- eins í orði heldur einnig á borði. Hér er í húfi heill og lífsafkoma þúsunda manna, og kjörnir full- trúar þessa fólks hljóta að taka undir allar hug- myndir, sem til úrbóta horfa. —ÁG— EIN- mmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm DÁLKURINN Hættulegi ráðherrann Morgunblaðið hefur varið mikiu rými siðustu viku til að sýna fólki hversu hættulegur Matthias Bjarnason er sem heil- brigðisráðherra ekki síöur en sjávarútvegsráðherra. Ragnhildur Helgadóttir leiddi krossförina gegn ráðherranum á þessum væng, en áður hafði blað- ið óspart skopazt aö þeim orðum, sem sjávarútvegsráðherrann lét faiia um skýrslu fiskifræöinga um ástand fiskistofna. Morgunblaðiö hefur nú skrifað tvoleiðara um mistök ráðherrans I heilbrigðismálum — og i mið- opnu blaðsins var itarlega greint frá þvi er frú Ragnhildur tók Matthias til bæna i þingsölum. Blaöið upplýsir nú um helgina að algert neyðarástand sé á geð- sjúkradeildum, og nefnir sem dæmi að 10 nýir sjúklingar hafi verið vistaðir á Kleppi á einum degi fyrir rúmri viku. Blaðið bendir réttiiega á að máiefni geðsjúkra hafi setið á hakanum allt of lengi, og þessir sjúklingar hafi allra sjúklinga sizt tök á að beita skipulögðum þrýstingi á heilbrigðisyfirvöld. Ráðherra hefur veriö sakaður um geðþóttaákvarðanir — og dæmi verið nefnt um þaö að þegar þrír þingmenn og ráðherrar lögð- ust inn á endurhæfingardeild Borgarsjúkrahússins, Grensás- deildina, þá beittu þeir sér fyrir því á þingi aö útveguð yrði fjár- veiting til sundlaugar við þá deild. Svipuö bein tengsl þingmanna við þjóðlifiö kunna að vera æski- leg til að þeir kynnist vardamál- um þess á fleiri sviöum. Ef til vill er Morgunblaðið að gefa til kynna, likt og andstæðingar Jónasar heitins frá Hriflu á sínum tima, að Matthias Bjarnason heil- brigðisráðherra þyrftiað kynnast af eigin raun vandamáium þeirra sjúklinga, sem sizt geta beitt þrýstingi. Hið frjálsa framtak A sama tima og launþegar jafnt sem útvegsmenn samþykkja að taka á sig verulegar efnahagsleg- ar fórnir vegna þeirrar hættu, sem isienzkir fiskistofnar eru i, og fyrirsjáanlegt er aö togarafloti landsmanna muni liggja bundinn i höfnum stóran hluta ársins, þá berast þau tiöindi að útgerðarfé- lag i Reykjavik, i eigu einnar ætt- ar, sé að láta smlða tvo nýja skuttogara i Noregi. Fróðlegt verður aö sjá viðbrögð viðskiptaráðherra við umsóknum þessara útgeröarherra um gjald- eyri til skipakaupanna, en þar sem stöðvaðar hafa verið ríkisá- byrgöir vegna allra frekari tog- arakaupa hafa þessir útgerðar- menn lýst þvi yfir aö þeir þurfi ekki ríkisábyrgð vegna kaup- anna. —BS. Ágreiningur milli Hafnarfjarðarbæjar og fræðslustjóra Reykjanesumdæmis Fræöslustjórinn i Reykjanes- umdæmi, Helgi Jónasson, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýs- ingu: í tilefni af bókun bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 2. desember 1976, sem birt hefur verið i dag- blöðum, skal eftirfarandi tekið fram: 1. Samkvæmt reglugerð nr._ 213/1975 um rekstrarkostnað grunnskóla, reglugerð nr. 182/1976 um störf fræðslustjóra og' ákvörðun menntamálaráðuneyt- isins, sbr. ennfremur dreifibréf menntamálaráöuneytisins nr. 17/1976, gerir fræðslustjóri tillög- ur um greiöslur úr rikissjóði til sveitarsjóða vegna launa fyrir stundakennslu, yfirvinnu kenn- ara o.fl., sem sveitarsjóðir greiða en rikissjóður endurgreiðir. 2. Greiðslutillögur þessar eru byggðar á rekstraráætlun við- komandi skólahverfis, sem fræöslustjóri hefur endurskoðað og úrskuröað, svo og yfirliti um fasta kennslu samkvæmt stunda- skrá viðkomandi skólaárs og reikningum fyrir greidd kennslu- laun i hverjum mánuði. 3. Hinn 8. nóvember 1976 sendi fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis bréf til skrifstofu skóla- nefndar Hafnarfjaröar (sem kall- ar sig Fræösluráð Hafnarfjarð- ar), þar sem vakin er athygli á þvi, að enn hafi ekki borist yfirlit um kennslu samkvæmt stunda- skrá 1976/77, en þaö sé nauðsyn- legt við uppgjör á kennslumagni og endurgreiöslum vegna kennslulauna. (Sérstakt eyðublað (sérprentun 22) er fyrir þetta yf- irlit). 4. Hinn 22. nóvember 1976 bárust fræðslustjóra Reykjanesum- dæmis frá menntamálaráðuneyt- inu endurgreiðslukröfur frá Hafnarfjarðarbæ vegna greiddra kennslulauna i september (að hluta) og i október 1976. 5. Hinn 25. nóvember 1976 sendi fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis bréf.til skrifstofu skóla- nefndar Hafnarfjarðar, þar sem tilkynnt var að borist hefðu ofan- greindar endurgreiðslukröfur. Var jafnframt vakin athygli á þvi, að slikar endurgreiðslukröf- ur ættu að berast til skrifstofu fræðslustjóra, sbr. 9. tölulið dreifibréfs menntamálaráðu- neytisins nr. 17/1976. Þá var i bréfinu Itrekuö ábending um að enn heföi ekki borist yfirlit um fasta kennslu samkvæmt stunda- skrá 1976/77 (sbr. bréfið frá 8. nóv . 1976). I bréfinu var einnig tekið fram, að gengið yrði frá til- lögum um greiðslur úr rikissj. til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar vegna kennslulauna strax og ofangreint yfirlithefðiborist. Þá varog tekið fram aö endurgreiöslurnar yrðu miðaðar við áætlun, en stefnt yrði að þvi að uppgjör færi fram við áramót, ef nauðsynleg gögn hefðu þá borist. Ljósrit af bréfi þessu var sent bæjarstjóranum i Hafn- arfirði. 6. Að kvöldi föstudagsins 26. nóvembers.l. bárust fullnægjandi gögn frá skrifstofu skólanefndar Hafnarfjarðar og var unnið úr þeim mánudaginn 29. nóvember og gengið frá greiðslutillögum og þær afhentar til afgreiðslu að morgni 30. nóvember 1976. Ofan- greind afgreiðsla var tilkynnt skrifstofu skólanefndar Hafnar- ifjarðar með bréfi dags. 30. nóvember 1976 og var ljósrit af þvi bréfi sent bæjarstjóra Hafn- arf jarðar. 7. öllum þeim aöilum, sem að þessum málum vinna hjá Hafnar- fjarðarbæ á aö vera ljóst, að ofan- greind gögn vegna kennslulauna eiga að berast til fræðslustjóra Reykjanesumdæmis. Sá starfs- maður Hafnarfjaröarbæjar, sem hefur umsjón meö afgr. þess- ara mála hefur tjáð mér, að hon- um sé ljóst að slik gögn eigi að berast skrifstofu minni, en að hann hafi bein fyrirmæli frá yfir- boðurum sinum um að senda slik gögn til menntamálaráðuneytis- ins en ekki til fræðslustjóra Reykj anesumdæm is. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis Helgi Jónasson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.