Alþýðublaðið - 13.12.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 13.12.1976, Side 7
Þriðjudagur 14. desember 1976 WETTWAWGUB 7 „Eins og stendur eru orðnar grundvallar- breytingar á samskipt- um Bandarikjamanna við Austur Evrópu- löndin, þar með talið Sovét Rússland. Þessi breyting gæti, ef vel tekst til, haft áhrif á framvindu sögunnar,” segir Earl L. Butz, akuryrkjumálaráð- herra Bandarikjanna. í fyrsta lagi erum við nú farnir að talast við- um matvæli- og það getur opnað leiðir til að ræða um ýmislegt fleira. Staðreynd er, að Austan- tjaldslöndin eru farin að snúa sér meira en áður að okkur og i vaxandi mæli, en þar er mat- vælaöflunin rikasta ástæðan. bessar þjóðir hafa rekið sig hastarlega á, að Rússland er ekki orðið neitt allsherjar mat- vælabúr fyrir þær. bær hafa þurft að leita til okkar og gert það i stórum stil á liðnu ári. Matvælaskortur innan aldarfjórðungs Fólksfjölgunin i heiminum er nú þar eins og viðar vaxandi áhyggjuefni. Og verði ekki breyting þar á, munu jarðarbú- ar horfa fram á alvarlegan mat- vælaskort innan aldarfjórðungs. betta veldur þvi, að þjóðir heims verða að taka upp og vinna eftir langtimasjónarmið- um. i Stöðugt dregur i sundur milli okkar og annarra þjóða um matvælaframleiðslu og það mun halda áfram að aukast mun hraðar á komandi timum. bvi veldur fyrst og fremst, að bændastétt okkar er vel upplýst og að auki stendur rikisvaldið að baki hennar meö viðtækum rannsóknum og tilraunum, til að auka gróðurmátt jarðar og auka fjölbreytni i framleiðslunni. Tækifærin, sem þetta gefur okkur, er nýtt vald, sem mun i framtiðinni styrkja okkur flestu fremur. Auk þess, sem áður er talið búum við auðvitað að miklum náttúrugæðum og skyn- samlegri landbúnaðarstefnu og hagnýtri. Hungursvipa? Eflaust kemur sumum i hug, að það sé ætlun okkar að nota einhverskonar hungursvipu, til þess að þröngva vilja okkar fram i öðrum efnum. En þvi er alls ekki til að dreifa. Eg hefi i huga miklu áhrifa- meiri hluti er beint spretta af samskiptum þjóða milli en verzlunar með matvæli. Sem sé ekki það að gera aðrar þjóðir okkur háðar á þennan hátt, heldur hitt, að með auknum samskiptum geti allir hagnast, ogþað eigi að vera hvatitilfrið- samlegra samskipta og færa þjóðirnar nær hverja annarri. bess arna varð ég rækilega var á f erðalagi minu nú nýverið um Austantjaldslöndin. Mér stóðu þar allar dyr opnar, sem fulltrúa fyrir og nokkurs ráða- manns i kornyrkjumálum i Bandarikjunum. Menn töluðu opinskátt um vandkvæði sín i ræktunarmálum og létu i ljós vonir sinar um gagnkvæm upplýsingaskipti i ræktunar- tækn i. Auknar kröfur um neyzluaukningu Hér er um straumhvörf að ræða hjá þeim. Hálfgerð ein- angrun þeirra á liðnum árum, hefur snúið augum þeirra i átt til okkar, þegar tækifærið gafst. Ef til vill er lika orsökin upp- skerubresturinn i Sovétrikjun- um s.l. fjögur ár. Litlar likur eru á, að þeir treysti þvi, að Sovétrikin geti orðið þeim neitt kornforðabúr til lengdar. Sizt af öllu ef þjóðinni yrði gefið tæki- færi til neyzluaukningar, sem margt bendir til að nú séu uppi auknar kröfur um þar. Landfræðilegar aðstæður eru Austantjaldslöndunum ekki verulega hagstæðar. Að visu er gróðurmold Dónársvæðisins bæði svört og djúp — álika og i Indiana, heimariki minu, þar sem maisinn er kóngurinn og soyabaunirnar eitt af furðu- verkum gróðurs og moldar. Pólska sléttan lengra norður frá og kornlönd Sovétrikjanna likj- ast að yfirbragði hveitilendum Bandarikjanna, sem kalla má brauðkörfu okkar og reyndar alls heimsins. En þess ber að gæta, að meginhh'ti Póllands liggur norðar á hnettinum en landamæri Bandarikjanna og Canada. Beztu akuryrkjusvæði þeirra fá sjaldan meiri úrkomu árlega dn sem svarar 63,5 senti- metrum. 100 dagar árlega Aveitulönd Dónársvæðisins, sem ekki eru i úrkomusvelti, liggja á svipaðri breidd .og Dakota. Niutiu prósent af Sovét^ambandinu liggur norðar en Minnesota, og gróðrartimi (koms á meira en hálfu þessu viðlenda svæði er vart meiri en 100 dagar árlega, eða minna. I samanburði við það hefur t.d. Iowa 150-175 daga, Kansas 160- 200 daga og suðurhluti Banda- rikjanna drjúgum yfir 200 daga. Ekkimá gleyma vorfrostunum, sem hrjá Sovétþjóðirnar oft og einatt, auk þess sem viðlend svæði þar eru hálf- eða algerðar saltsteppur. betta allt segir sina sögu. Fáir staðir á jaröriki eru gæddir i senn hagstæðu veðurfari, frjósamri mold og staðsetningu, sem gefur há- marks afrakstur af allskonar jarðargróða, sem við Banda- rikjamenn tökum sem sjálfgef- inn hlut i okkar landi. En þörfin fyrir að vera betur mettaður er hin sama hvar i heiminum sem menn búa og aukin neyzla er einmitt viðast á dagskrá. Herða sultarólina Ein aðalástæðan fyrir þvi að valdhafar Sovétmanna leituðu til okkar um kornkaup á sinum tima, var sú að þeir höfðu bein- linis lofað þegnum sinum riku- legri matarskammti en áður i siðustu 5 ára áætlun. burrkar og uppskerubrestur höfðu áður hrjáö Rússa, en þeir höfðu mætt kornskorti með þvi að slátra búpeningi i stórum stil ogþó oröið að herða sultarólina. Siðan 1972 nata Sovetmenn verið fastir kornkaupendur i Bandarikjunum, þó misjafnlega mikið hafi verið keypt frá ári til árs. Gert var samkomulag á þessu hausti, að þeir kaupi um sex milljónir tonna á næstu ár- um — árlega, af hveiti og mais, enkaup þeirra i fyrra námu 13,6 millj. tonnum. önnur Austan- tjaldslönd hafa einnig keypt verulegt magn, Pólland t.d. 2.7 millj. tonna og Austur-býzka- land 3 millj. tonna. Kornverzlun Kornvezlun okkar við komm- únistarikin hefur aukizt svo að hún nemur nú um 15% af upp- skeru okkar, sem er álika og það, sem Japanir kaupa árlega. Okkur er fært að auka þessa sölu verulega, þó við mettum okkar heimamarkað fullkom-. lega. Möguleikar okkar, vegna við- lendis, heppilegs loftslags og siðast en ekki sizt háþróaðs landbúnaðar, eru einstakir i sinni röð. Leggið þetta saman og bætið við sérlega fullkomnu flutningakerfiinnan lands og ut- an og auk þess opnum huga akuryrkjumanna okkar og metnaði við að gera sem bezt i heilbrigðri samkeppni, þá hafið þið i hnotskurn hvers við getum verið megnugir. betta eru aðalástæðurnar fyrir þvi að akuryrkja okkar hefur orðið svo þýðingarmikil fyrir heimsverzlunina. Bandarikin ráða nú yfir helmingi kornverzlunar og 2/3 af soyabaunamarkaði i veröld- inni. Við flytjum þó ekki út meira en sem svarar 30% af framleiðslunni. Útflutningur landbúnaðarafurða okkar nam 21 milljarði dollara á s.l. ári en innflutningur matvæla um 12 milljörðum. Hvað um framtiðina? Hvað mun svo framtiðin bera i skauti sér? Við verðum að álita,að Austantjaldsþjóðirnar muni auka kornkaup frá okkur bæði til manneldis og fóðurvör- ur fyrir búpening, þrátt fyrir efnahagserfiðleika þar i sveit. Við hljótum að lita hýrt til vaxandi samskipta á friösam- legum grundvelli, hvort það er i vezlunarmálum eða tæknilegri miðlun kunnáttu i einu og öðru. Viðræður minar við leiðtoga Sovétmanna þykja mér hafa staðfest áhuga þeirra. Eitt er lika öruggt. begar þessar þjóðir hafa einu sinni kynnzt riflegra mataræði en áð- ur, verður erfitt að snúa til bakabettagildirraunarum alla, sem komast i þá aðstöðu, hvern- ig sem efnahagsástandið annars er. bess gætir viða og i ýmsum heimshlutum, að litið er til okk- ar sem aðila, sem fær sér um að hlaupa undir bagga ef neyðar- ástand skyldi skapast, en þó ekki siður sem kunnáttumanna, sem gætu á tæknisviðinu aukið möguleikana á meiri og betri uppskeru. bessa varð ég greinilega var á ferð minni austur, en þá kom ég við i Iran og Israelsriki. Iranir eru áhugasamir að nota oliuauðlegð sina til þess að endurskipuleggja og færa i nú- timahorf landbúnað sinn og vilja njóta brautargengis okkar i þvi. 1 bændastétt þeirra eru um 18milljónir og að auki eru um 4 milljónir hjarðmanna, sem stefnt er á að geti gerzt akur- yrkjumenn. Eyðimörk akurlendi ísraelsmenn vinna hörðum höndum að þvi að breyta gróðurlausum eyðimörkum i blómleg akurlendi og hafa unnið þar aðdáanleg stórvirki. En þrátt fyrir það þarfnast þeir ýmisskonar aðstoðar utanfrá og telja sig þurfa að tryggja sér kornkaup næstu árin. 1 sannleika sagt fer matvæla- verzlun okkar sivaxandi við flest lönd jarðarkringlunnar. Og ört vaxandi mannfjölgun i heiminum kallar á að beitt sé sem fullkomnustum aðferðum við matvælaframleiðslw. betta nær ekki eingöngu til þekktra tegunda ræktaðra á hefðbund- inn hátt, heldur og til stanz- lausra rannsókna á nýjum teg- undum, sem hugsanlega yrðu stór liður i að brauðfæða enn fleiri. A okkur mun i framtiðinni reyna til hins itrasta og við erum við þvi búnir að draga ekki af okkur. Alþjóðlegt tungumál Ég hefi leyft mér að benda á, að matur og mataröflun er al- þjóðlegt „tungumál”, sem allir skilja, hvort sem þeir kunna að talast við eða ekki. bvi má bæta við, að akuryrkju- eða jarð- ræktarmenn skilja yfirleitt hverjir aðra betur en fólk i öðr- um stéttum. bvi veldur sam- eiginlegur áhugi á samskiptum móður náttúru. beir deila hver með öðrum kviða vegna hugsanlegra áfalla af veðri og vindum, sjúkdómum i gróðri hverskyns slikri óáran. Og þeir ^amgleðjast einnig hver örðum með rikulega og vel heppnaða uppskeru öðrum fremur. betta „tungumál matarins” opnar leiöir til margvislegra annarra samskipta, sem eiga að færa þjóðirnar nær hverja ann- arri. bessi hefur orðið raunin á um okkur og Sovétmenn siðan 1972. Eftirað matvælaviðskiptin hófust hafa ráðamenn okkar og þeirra oft hitzt og borið saman bækur sinar um margháttuð önnur samskipti, sem við hljót- um að vona, að aukist i þágu skilnings og friðar. Viðskiptatengsl eiga að geta haft i för með sér allskonar önn- ur tengsl, sem færa okkur nær viðskiptavinum með ófyrirsjá- anlegum árangri. Rétt er að benda á tengslokkar við Japani. Við ræktum nú kornvörur handa þeim á drjúgum stærra svæði en þeir sjálfir i heimalandinu. I staðinn fáum við frá þeim alls- konar iðnaðarvörur sem nöfn- um tjáir að nefna. Ég tel það ekki ofmat, að ef svo hefði stað- ið 1941, hefði alls ekki komiö til svarta dagsins okkar í Perlu- höfn! Öll á sama báti 1 stuttu máli að segja að lok- um: Sérhver mannleg samskipti, sem rekin eru á heiðarlegum grundvelli og báðum eða öllum til hagsbóta, auka á friðarhorf- ur, sem allt mannkyn þráir aö verði að veruleika. Séu þau samskipti eða við- skipti bundin við fæðuöflun verða þau að minum dómi enn áhrifarikust. bað tungumál er hverjum og einum nærtækast til skilnings á, að við erum öll á sama báti, hvað sem stjórnmál- um, trúarbrögðum og litarhætti viðvikur.”

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.