Alþýðublaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL AAiðvikudagur 12. janúar 1977 -biaffi1 Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Sókn út úr skuldafeni Framkvæmdastjórn Alþýðuf lokksins hefur nú samþykkt að hefja skuli fjársöfnun til þess að greiða gamlar skuldir flokksins, sem einkum hafa orðið til vegna út- gáfu Alþýðublaðsins. Þessi söfnun er nú að hefjast, og nefnist hún „Söfnun A 77". Eins og fram hefur komið i fréttum var á flokksþingi Alþýðu- flokksins síðast liðið haust gerð nákvæm út- tekt á eignum, skuldum og f járhagslegum rekstri flokksins. Allirreikningar voru birtir og fengu f jöl- miðlar þá í hendur. Eng- inn íslenzkur stjórnmála- flokkur hefur á þennan hátt gert hreint fyrir sín- um dyrum. Alþýðuf lokkurinn hefur um árabil borið þunga byrði vegna útgáf u Alþýðublaðsins. Flokks- menn hafa að verulegu leyti orðið að greiða tap blaðsins, og nokkrir for- ystumenn flokksins hafa orðið að gangast í per- sónulegar ábyrgðir vegna skulda blaðsins, og hafa þær numið tugum milljóna. Að undanförnu hefur tekizt að grynnka talsvert á skuldunum. Nokkrir Alþýðuf lokksmenn hafa greitt verulegar fjárhæð- ir, en meira þarf til. Um síðustu áramót námu skuldir vegna blaðsins 8,4- milljónum króna að með- töldum vangreiddum vöxtum. Ætlunin er að greiða þessa skuld að fullu. Það verður þó ekki gert nema með aðstoð stuðningsmanna flokks- ins. Hann hefur enga sjóði til að ganga í, né heldur getur hann leitað til fjársterkra einstak- linga eða fyrirtækja, þeg- ar illa árar. Segja má, aö vegna margvíslegra erfiðleika við útgáfu Alþýðublaðs- ins og vegna skulda, sem hlaðizt hafa upp við rekstur þess, haf i öll eðli- leg starfsemi flokksins liðið stórlega. Þetta á við skrifstof urekstur með þremur starfsmönnum, skipulags- og fræðslu- starf. Síðastliðið ár hefur rekstri Alþýðublaðsins verið þannig háttað, að ekki hafa aukizt skuldir flokksins vegna útgáfu blaðsins. Þetta hefur veitt flokknum meira svigrúm til að taka skuldamálin föstum tök- um og reyna að leysa þau. Fyrr en skuldamálin eru úr sögunni getur f lokkur- inn ekki beitt sér af alef li að þeim verkefnum, sem brýnust eru. Það ríður því að miklu að stuðnings- menn Alþýðuf lokksins sýni enn einu sinni hug sinn til flokksins með f járhagslegri aðstoð. Á sama tíma þarf að gera verulegt átak til frekari útbreiðslu Alþýðublaðsins. Á undan- förnum níu mánuðum hefur blaðið fengið um það bil eitt þúsund nýja áskrifendur. Engin her- ferð hefur verið gerð til útbreiðslu blaðsins, en væntanlega verður ein- hver útrás gerð á næst- unni. Blaðið þarf að afla 1000 til 1500 nýrra áskrif- enda til að rekstur þess geti haldið áfram óbreyttur. Það fer ekki á milli mála, að Alþýðublaðið er eitt mikilvægasta líf- akkeri Alþýðuf lokksins. Flokkur án málgagns má sín lítils, og er ekki f jarri sanni að gengi flokksins haf i yfirleitt verið í réttu hlutfalli við gengi blaðs- ins og öfugt. Alþýðublað- ið beinir þeim tilmælum til flokksfólks og velunn- ara Alþýðuflokksins um allt land, að þeir stuðli að framgangi blaðsins. ÁG 779 skráðir atvinnu- lausir í desember í siðasta mánuði (desember 1976) voru 779 skráðir atvinnulaus- ir hér á landi. Atvinnu- lausum hafði þá fjölgað um 313, sem er ein mesta aukning, er varð á milli mánaða á siðasta ári. Aöeins i janúar á siöasta ári voru fleiri skráöir atvinnulausir enidesembers.l., en þá voru 1165 á skrá. 1 mai voru atvinnulaukir 653 og i nóvember 455. Talsveröarsveiflurhafa veriöá fjölda atvinnulausra i sumum mánuöum er alls ekki hægt að tala um neitt atvinnuleysi, og varla er það unnt fyrr en tala at- vinnulausra fer aö siga á annaö þúsundið. Þannig voru til dæmis áðeins 174 atvinnulausir á skrá i septem- ber s.l. og 217 i júli. Hins vegar hefur oröið talsverð aukning siö- ustu fjóra mánuöi ársins 1976 — september 174, október 304, nóvember 466 og desember 779. Þessi þróun gæti gefiö til kynna einhverja breytingu á vinnu- markaöi, en þó ber þess að gæta aö yfirleitt er litil vinna í frysti- húsum siöustu mánuöi ársins og margir láta skrá sig atvinnu- lausa, þótt ekki sé um aö ræöa nema hálfsdags vinnu. ,,Fólk er hrætt við verðbólguna", — segir Páll Skúli Hall- dórsson hjá Iðnvali „Sala hjá okkur i desembermánuði var þrefalt meiri en i fyrra, að magni til”, sagði Páll Skúli Halldórsson hjá fyrirtækinu Iðnval, þeg- ar Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Páll sagði, aö fólk væri hrætt viö verðbólguna, það færi ekki á milli mála. „Fólk vill fjárfesta eins fljótt og þaö getur. Þeir, sem eru aö undirbúa byggingafram- kvæmdir i vor eru þegar byrjaöir aö festa kaup á hinu og ööru”, sagöi Páll Skúli. Fyrirtækiö Iönval selur allt mögulegt til húsa, glugga, gler, einangrun, skápa, huröir, eldhús- innréttingar, ofna og margt fleira frá um 40 fyrirtækjum. Páll sagðist aö visu merkja dá- litiö peningaleysi hjá fólki, en ef til vill væri skýringin sú aö fólk væri gætnara þegar það stæði ' i húsbyggingum og stórum fjár- festingum. „Þaö er hægt aö sjá nokkuö fyrir um þróun veröbólgunnar á fjár- lögunum”,sagöi Páll. „Og ef viö litum á siöustu fjárlög þá getum viö veriö vissir um eitt aö verö- bólganveröur ekki minni á þessu ári en þvi, sem nú er liöiö. Þaö er þess vegna ekkert undarlegt þótt fólk reyni aö fjárfesta,” sagöi Páll Skúli Halldórsson, hjá Iön- vali. —BJ EIN- DÁLKURINN Það hefur oft viljað brenna við, að nefndir sem kosnar eru til á- kveðinna starfa, geri mest litið annað en að láta kjósa sig. Jafnvel endurkjósa ár eftir ár i krafti nauðsynjar, án þess þó að afreka neitt sem bent gæti til þessar- ar sömu nauðsynjar. Tollveröir gefa út blaö sem heitir Tolltiöindi og isiðasta blaöi fjallar Sveinbjörn Guömundsson framkvæmdastjóri þess, um eina svona nefnd á vegum Tollvaröa- félagsins. Nefndin og greinin heita: Hulda „Eins og ýmsum er kunnugt hafa i þessu þjóðfélagi oftlega verið stofnsettar nefndir til aö flýta fyrir lausn margháttaöra verkefna er brýn hafa verið talin. Vandaö hefur verið mjög val manna til starfa i nefndum þess- um og ekki þótt á færinema þjálf- uöustu manna aö sinna störfum i nefndum og þvi sakir fámennis i okkar þjóöfélagi hefur þaö marg- sinnis lent á sömu mönnum aö sitja i nefndum. Hætter viö, þegar menn gerast ofhlaönir störfum, að ýmis verk- efni, er þeim hafa veriö falin, sitja á hakanum. Vill það oft vera hlutskipti einhverra nefnda sem viðkomandi á sæti i. Nú er þaö, þegar svo erkomið, að i einn stað eru saman komnir menn, sem vegna mikilla anna i ööru geta ekki sinnt þörfum þeirrar nefnd- ar, er þeir hafa veriö skipaöir til aö gegna störfum i, þá vill þaö henda, að störf nefndarinnar leggjast algjörlega niöur. Hefur slikum nefndum oft veriö gefiö hið stola kvenmannsnafn Hulda. Nú er svo komið aö Tollvaröa- félagiö hefur eignast eina Huldu, sem skipuö er tveim „huldú- mönnum” og einni „huldukonu”. Nokkuö kemur þaö undirrituöum spánskt fyrir sjónir, aö einmitt þessi nefnd skuli hafa hlotið þessi örlög, þvi ekki var annað að sjá á siðasta aöalfundi en sumir sæktu fast aö halda sæti sinu i kjöltu hennar, þótt þeir i sama mund væru rúnir frekari trúnaðarstörf- um i þágu félagsins. Ekki hefur á þessu ári staðið mikill styrr um störf Huldu, e.t.v. hefur það einfaldlega veriö vegna þess, aö þau hafa engin verið. A undanförnum árum hefur Hulda þó séö um árlegar svallveislur tollvaröa á hverju hausti, en ekki hefur um þaö frétzt, er þetta er ritað, aö slik hátiðarhöld séu fyr- irhuguö á vegum Huldu, enda lengi veriö allt á huldu um ab kjaramálum tollvaröa væri þann veg farið aö þeir gætu leyft sér lostafullan lifnaö þó ekki væri nema einu sinni á ári. Ekki er þaö á færi undirritaös aö fullyrða hvort von sé til ab Hulda komi út úr hólnum þetta áriö, þó vil ég lýsa það von mína, hennar vegna. Einnig væri æski- legt aö minna önnum kafnir menn gæfu sig til starfa i nefndum fé- lagsins. Þaö mætti gera svo sem eins og eina tilraun til að halda litilsháttar menningarlifi uppi meöal tollvaröa, er aö þeim eig- indum vilja hlúa. Þessi lágkúra er til skammar fyrir hlutaöeig- endur.” —hm Au£)lý3eHclar \ AUGLÝSINGASIMI BLAÐSINS ER 14906

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.