Alþýðublaðið - 12.01.1977, Page 9
Miðvikudagur 12. janúar 1977
SKWWMM 9
t.d. 35% toll af sinu hráefni og
keppa við innfluttar vörur af
svipuðu tagi sem ekki þurfti að
greiða nema 3% toll af. Nú eiga
trésmiðjur að hætta að greiða
25% toll af þvi hráefni sem þær
nota til að smiða einingahús, en
eiga að greiða sama toll af sinu
efni og greiddur hefur veriö
fram að þessu af slikum húsum,
sem flutt h fa verið inn ósam-
sett, eða 16%.
Nú á allt i einu að fella niður
þá tollvernd sem erlendur
iðnaður hefur notið á íslandi
undanfarin ár og verðum við að
vona, að það sé ekki of seint.
Skuldir...skuldir...skuldir
Nú er svo komið i rekstri
þjóðarbúsins, að 20% af gjald-
eyristekjum þjóðarinnar fara til
afborgana og greiðslu af
erlendum lánum. Engu að siður
aukast erlendar skuldir um 40-
50 milljónir króna á hverjum
degi. Svo gegndarlaust höfum
við eytt um efni fram, að þrátt
fyrir þreföldun útflutningstekna
á arunum 1969-1973 var vöru-
skiptajöfnuður við útlönd okkur
óhagstæður. Þeim halla var
mætt með auknum erlendum
lántökum.
Frá 1969 til dagsins I dag hef-
ur verðgildi islensku krónunnar
gagnvart bandarikjadoliar
rýrnað um hvorki meira né
minna en 46.2% en 1969 fengust
11.35 dollarar fyrir 1.000 kr. en
nú aðeins 5.27 dollarar.
Eftir þvi sem skuldabyröin
eykst þvi meiri álögur koma á
almenning eins og við sjáum vel
þessa -dagana, þegar hver
hækkunin rekur aðra.
Okkur er talin trú um að
bensin þurfi að hækka vegna er-
lendra hækkana. Staðreyndin er
hinsvegar sú þrátt fyrir oliu-
kreppu hefur innkaupsverð á
bensini ekki hækkað nema um
rúm 32% frá þvi 1975. Hinsvegar
hefur útsöluverðið verið hækkað
um tæp 57%. Hér er um að ræða
25% nýja skattlagningu á bileig-
endur.
Og það segir ef til vill meira
en langt mál að bensinið sem
kemur austan frá Kaspiahafi,
rúmlega 10 þúsund kllómetra
leiö, mun kosta hingaö komið á
, milli 19 og 20 krónur hver litri.
Islenzk mjólk kostar nú 75 kr.
hver litri út úr búð og með
niðurgreiðslum sennilega tals-
vert yfir 100 kr. litrinn. Lætur
nærri að manni detti I hug annaö
tveggja að framleiðnin sé svona
gifurleg i oliuiðnaöi Rússa eöa
óhagkvæmni svona yfirgengileg
i islenzkum landbúnaði.
Þótt hækkanir á neyzluvörum
og þjónustu séu ávallt réttlættar
með skirskotun til utanaðkom-
andi hækkana, læðist að manni
sá grunur, að atvinnurekstur og
opinber þjónustufyrirtæki séu
mun ver rekin hér en annars
staöar t.d. i nágrannalöndum.
það kemur óneitanlega spanskt
fyrir sjónir að raforka kostar
viö virkjunarvegg svipað hér og
á Norðurlöndum, en þegar hún
hefur farið inn á dreifikerfið
veröur hún dýrasta raforka til
heimilisnota sem um getur á
byggðu bóli.
A sama hátt hlýtur að vera
U^átthvaö bogið við rekstur
þjóðarbúsins I heild, þvi þaö
virðist engu breyta þótt viö
lengjum sífellt vinnudaginn og
flestar yngri húsmæöur vinni
útimeð heimilisstörfunum. Viö
sökkvum bara dýpra og dýpra i
skuldafenið og bilið sem þarf að
brúa milli tekna og útgjalda
heimilanna eykst um hver mán-
aðarmót.
Getur þessi rekstursmáti leitt
til annars en gjaldþrots. Og það
sem ef til vill er enn verra, er að
við höfum þá hlaupið úr okkur
sálina til einskis. Geta endi-
mörk þjóöfélags verið langt
undan þegar þannig er komið,
að fyrir hverja 10 starfsmenn i
fjórum höfuðatvinnugreinum
útflutningsiðnaðarins, fiskveið-
um, hraðfrystingu og verkun,
fiskimjölsframleiðslu og lýsis-
bræðslu og niðursuðuiðnaöi,
fyrir hverja 10 starfsmenn i
þessum greinum koma 27
starfsmenn i viðskipta- og
þjónustustörfum.
Getur mikil hagkvæmni rikt i þjóöfélagi þar sem eru 7 bankamenn á móti hverjum 10 fiskimönnum, fiskimönnum sem afla um það bii 80%
gjaldeyristekna þjóðarinnar.
7 bankamenn á móti
hverjum 10 fiskimönnum
Getur hagkvæmni verið mikil
i þjóðfélagi sem hefur 7 banka-
menn á móti hverjum 10 fiski-
mönnum, fiskimönnum sem
afla um 80% af gjaldeyristekna
þjóðarinnar?
Getum við búist við að ekki sé
skattpining i þjóðfélagi, þar
sem varið er 16 vinnuvikum til
opinberra þjónustu á móti
hverjum 10 vinnuvikum við
hraðfrystingu og verkun sjávar-
afla?
Og um leið gætum við hugleitt
hvort vöruverð sé lágt þegar
varið er 19-20 vinnuvikum til
verzlunarstarfa á móti hverjum
10 vinnuvikum við hraðfryst-
ingu og verkun sjávarafla?
Og um leið gætum við hugleitt
hvort vöruverð sé lágt þegar
varið er 19-20 vinnuvikum til
verzlunarstarfa á móti hverjum
10 vinnuvikum, sem unnar eru i
frystihúsum og fiskvinnslu-
stöðvum, og fyrir hverja 10
starfsmenn við fiskimjölsfram-
leiðslu og lýsisbræöslu eru 7
sem starfa við lögfræðistörf og
fasteignasölu.
011 eru þessi störf að sjálf-
sögðu nauðsynleg, en meö tilliti
til verðmætamyndunar og tekna
af útflutningi læðist að manni sá
grunur að þetta þjóðfélag hljóti
að standa á brauöfótum.
Við dönsum öll i kringum
gullkálfinn, en veit nokkur hver
gullkálfurinn er lengur, er hann
i mynd sjávarútvegs eöa er-
lendra neyzlulána?
Reiknað er meö aö við höfum
lifað um efni fram sem nemur
10 milljörðum króna á árinu
1976 einu. Sá vöruskiptahalli
nemur á milli 4-5% af heildar-
verðmætum þjóðarframleiðsl-
unnar á árinu, og verður að
sjálfsögðu greiddur — meö er-
lendu lánsfé.
öllum er okkur ljóst að svona
ástand getur ekki haldizt til
langframa, eitthvaö hlýtur að
gerast. Hvernig veröa þjóðir
gjaldþrota og hvað þýðir gjald-
þrot fyrir þjóð?
Nýfundnaland, víti til
varnaðar
Nýfundnaland er i mörgu likt
Islandi. Það er svipað að stærö,
ibúar eru um 280 þús. Aðalat-
vinnuvegur þar eru fiskveiðar,
enda voru fiskimiöin umhverfis
Nýfundnaland með þeim beztu I
heimi. Þar eru verðmætir skóg-
ar, umtalsverður pappirsiðnað-
ur og talsvert af málmum og
nýtanlegum jarðefnum og næg
fallvötn til virkjana. Frá 1855
var Nýfundnaland sjálfstætt
riki innan brezka samveldisins,
átti i landhelgisdeilum svipað
og við Islendingar, frárfestu
mikið I opinberum framkvæmd-
um, sérstaklega á þriðja ára-
tugnum, og tóku óspart erlend
lán til að standa straum af upp-
byggingunni.
Frá 1929 til 1933 gætti áhrifa
heimskreppunnar á þann hátt
að miklar sveiflur mynduðust á
útflutningstekjum af pappir og
fiski. En þeir á Nýfundnalandi
létu það ekkert á sig fá, þeir
höfðu ráðist i það stórvirki að
reisa pappirsiðjuver við Corner
Brook, sem áætlað var að myndi
kosta 20 milljónir dollara, en
staðarvalið var eitthvað
flausturslegt svo þeir neyddust
til að flytja verksmiðjuna og fór
kostnaðurinn upp i 45 milljónir
dollara. Utan um verksmiðjuna
reis bær, skólar, verzlanir,
hraðbrautir o.fl.
Á áratugnum fram til 1933
höfðu erlendar skuldir
Nýfundnalands aukist úr 43
milljónum dollara I 101 milljón,
vegna járnbrauta og hrað-
brautagerðar ásamt uppbygg-
ingu skólakerfis. Vöruskipta-
halli hafði jafnóðum verið mætt
með erlendum lánum. Nú fór
lánadrottnum ekki að litast á
blikuna, enda heimskreppan i
algleymingi, erfitt reyndist að
afla fjár til opinberra fram-
kvæmda og ekki bætti úr skák
S í
að fiskveiðarnar brugðust að
miklu leyti 1930 til 1933. Árið
1933 voru 25% vinnufærra
manna atvinnulausir. 1931 hafði
stjórn Nýfundnalands boðið út 8
milljón dollara lán á alþjóðleg-
um lánamarkaði en ekkert til-
boð fékkst, lánstraustið var fok-
ið út i veður og vind. Stjórnin
neyddist til að óska eftir fjár-
hagslegri ráðgjöf frá Bretlandi.
Loks tókst að fá lán frá Canada,
en þvi fylgdu þeir afarkostir að
Canadiskt oliufélag fékk einka-
rétt á oliuinnflutningi til
Nýfundnalands. Er ekki að orð-
lengja það að 1934 varð stjórnin
að segja af sér, og enginn vildi,
eða gat tekið við stjórninni, en
sett var á laggirnar stjórnar-
nefnd þar sem lánardrottnar
áttu 2 fulltrúa á móti 3.
Nýfundnaland varð 10. fylki
Canada 1949. Sjálfstæöi þess og
skuldakröggum var lokið.
Unglingavandamáliö/
smánarblettur á þjóö-
félaginu
Við lesum um unglingavanda-
mál i blöðunum og eru I fersku
minni fréttir af Hallærisplan-
inu. Og við hneykslumst mikið
yfir þvi hvernig unga fólkið hag-
ar sér nú til dags, en höfum
steingleymt þeirri staðreynd að
þau hafa ekki i hús að venda og
ekkert við að vera og það er
okkur Reykvikingum til
skammar.
Og það er i þessu efni eins og
svo viða, að við höfum lagað allt
að fullfrisku vinnandi fólki en
ekki gert ráð fyrir að til sé ann-
að fólk með aðrar þarfir.
Unglingarnir eru látnir af-
skiptalausir, gamla fólkið látum
við skrimta á ellilifeyri, sem
varla nægði okkur sjálfum til að
gera út eina biltlk og við erum
svo upptekin við yfirvinnu og
næturvinnu að við megum ekki
einu sinni vera að þvi að
skammast okkar.
Við byggjum upptökuheimili,
hæli og jafnvel rikisfangelsi á
næstunni, til þess að nógu greiö-
lega gangi að fela fyrir okkur
vandamálin, sem við höfum
skapaö.
Unglingar sem lent hafa i
vandræðum og svo á Upptöku-
heimilinu eftir að hafa brotiö af
sér, eiga jafnvel hvergi athvarf
nema þar. 1 blöðunum hefur
mátt lesa milli linanna öðru
hvoru, hvort ekki ætti að fara að
læsa þessu húsi, vegna þess að
einhverjir unglingar hafa ekki
kunnað að meta það traust sem
þeim var sýnt. En sé þessu húsi
læst þá er það orðið að fangelsi
Framhald á bls. 10