Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Fimmtudagur 20. alþýdu- janúar 1977. !biaöið Þetta gsti veriö draumamynd hvers ljósmyndara, en er samt ekki. Þetta er nefnilega mynd af teikn- ingu af fljúgandi diski, eins og reyfarahöfundur gæti imyndaö sér hann. Þaö er nefnilega svo meö fiestar myndir, sem teknar hafa veriö af fljúgandi diskum, aö þær eru þrællélegar. Auk þess eru þær myndir, sem greinarhöfundur komst l, marg-„kópieraöar”, svo gæðin hafa minnkað enn meir. Samt látum við þær fljóta meö til gamans. frásagnir af atburöunum. Ætiö, þegar talaö hefur veriö um þessa hluti i fjölmiölum, hafa hinirog þessirhlutir veriö taldir til sem ólikleg, en hugsanleg skýring. t þessum upptalning- um hefur aldrei verið minnst á möguleikann „Geimfar frá öörum hnöttum”. Yfirleitt er grunntónninn i fréttunum þó sá, aö þetta séu fljúgandi diskar, enda eru fyrirbærin I flestum tilfellum tilkynnt sem slik. Fólk hringir varla til fjölmiðla og sérfræöinga til aö segja þeim frá flugvél meö fallegum ljós- um sem sé að fljúga um sveitina þeirra. Fólk hringir og lætur vita, aö hlutur, sem þaö telur vera fljúgandi disk sé á sveimi. Aldrei hefur undirritaöur heyrt sérfræðing minnast á geimfar utan úr óraviddum himinins, rétt eins og sá mögu- leiki sé ekki fyrir hendi. Astæö- aner augljós. Ef fljúgandi disk- ur er tekin i dæmiö sem hugsan- leg skýring er þar með búið aö viðurkenna aö fljúgandi diskar geti veriö til. Þessa siöustu daga hefur slík- ur fjöldi tiikynninga borizt, aö um hreina múgsefjun hlýtur að vera aö ræða. Menn hafa til- koma fram lýsingar, sem seinni tima menn, sumir hverjir, hafa fært upp á fljúgandi furðuhluti. Abraham fékk eitt sinn heim- sókn. Þrirenglar komu tilhans, þvoöu sér, átu og drukku meö Abraham. Englarnir sögðu Abraham, að þeir ætluðu aö eyöa hinni syndum spilltu borg, Sódómu. Abraham baö þá hlifa góðum mönnum, og Drottinn, stjórnandi þremenninganna, féllst á beiönina (Fyrsta Móse bók). Margar athyglisverðr lýsingar koma fram, er Móses leiddi Israelsmenn út úr Egyptalandi. „EnDrottinn gekk fyrir þeim á daginn i skýstólpa, til að visa "þeim veg, en á nóttunni I eld- stólpa, til aö lýsa þeim, svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag, skýstólpinn veik, ei frá fólkinu á daginn, né heldur eldstólpinn á nóttunni (2. Mósebók: 13.21-22). Og þegar Drottinn lenti á Sínaí fjallinu. „A þriðja degi, þegar ljóst var oröiö, gengu reiöarþrumur og eldingar og þykkt ský lá á fjall- inu og heyrðist mjög sterkur lúðraþytur. Skelfdist þá allt fólkið sem var i búðunum. Þá leiddi Móses fólkiö út úr búö- SPRAKK KJARNORKUKNÚIÐ GEIM- SKIP YFIR SÍBERÍU 1908? - eða er allt tal um fljúgandi furðuhluti hugarfóstur skýjaglópa? Um búsundir ára, eöa svo langt aftur f timann sem ritaöar heimildir ná, hafa menn veriö heillaöir af himninum, stjörn- unum og öllum þeim ljósum, sem þar hafa sézt. Bæöi hafa menn hrifizt af hlýju sólar og fegurð tungls og stjarna, sem Guð var svo hugulsamur að hengja upp á hvelfinguna manninum til dýröar. Svo birtust einstöku sinnum önnur ljós á himninum. Þá var það Guöleg vitrun, sem hinn og þessi fékk, jafnvel var Guð sjálfur, eöa hans útvöldu sendi- bobar á ferðinni. I Bibiiunni eru margar frásagnir af því er Guð kemur i eldvagni eöa þá englarnir, en heimspekilegt umhugsunarefni gæti þaö veriö, af hverju Guð eöa englarnir koma og fara fyrst þeir eru alls- staðar og i öllu. Breytt afstaða. Meö tækninni hefur afstaöa manna til undarlegra ijósa á hvelfingunni breyzt. Sjái nú- tlmamaöur ljós á himnum, sem hann telur aö eigi ekki aö vera þar aö staöaldri eins og tungliö, sólin og stjörnurnar, þá dettur honum siöast af öllu i hug, aö þar sé Guö á ferö. Fyrst kemur til greina, aö flugvél sé þar á ferö, ef ekki flugvél þá loftbelg- ur, endurspeglun ljóssá ögnum, sem floftinu eru, kvöldstjarnan, sem skin einstaklega skært o.s.frv. Svo eru lika sumir, sem halda að þetta séu geimför frá framandi hnöttum, sem sé: FLJOGANDI DISKAR. Múgsefjun Á árinu sem leið var tilkynnt um óvenju mörg ljósafyrirbæri, sem ekki var til einföld skýring á. Sérfræöingar reyndu aö skýra hlutina sem loftbelgi, of- sjónir, stjörnur og fleira. En marga hluti hafa þeir ekki svo mikið sem reynt aö skýra. Þaö er ekki skrýtið, þvi sum fyrir- bærin er ekki hægt aö skýra, svo að óyggjandi sé. Fjölmiölar fóru loksins aö taka viö sér, fóru aö telja furðu- sýnir þessar til frétta og birtu 1 É kynnt tungliö, Júpíter, fjöldinn allur hefur tilkynnt Venus, æfingarflugvélar hafa veriö til- kynntar i stórum stil og ein- staka hafa skýrt frá kertaljós- um I glugga nágrannans. Fljúgandi diskar — eru þeir til? Hvort fljúgandi diskar eru til eöa ekki skal ósagt látiö. Þó er alls ekki óhugsandi aö svo sé. Fjölmargir hafa séb þá og enn fleiri haldasig hafa séöþá. Viö skulum lfta á nokkur fræg dæmi. Biblian og fljúgandi diskar. A mörgum stööum i Bibliunni ' '-ým Þessar tvær myndir voru teknar á þriöja áratugnum nálægt þeim staö, sem Tungus fyrirbæriö sprakk. Takiö eftir hvernig trén hafa falliö. unum til móts viö Guö og tóku menn sér stööu undir fjallinu. En Sinaifjall var allt í einum reyk fyrir þvi aö Drottinn sté niöur á þaö I eldingum, mökkur- inn stóö upp af þvi, eins og reykur úr ofni, og allt f jalliö lék á reiðiskjálfi. Og lúöurþyturinn varö æ sterkari og sterkari: Móse talaði og Guö svaraöi hon- um hárri rödau. Og Drottinn sté niöur á Sinaifjall, á fjalls- tindinn. Og Drottinn kallaði Móse upp á fjallstindinn og Móse gekk ipp. Þá sagöi Drott- inn viö Móse: Stig ofan og legg rikt á viö fólkið, aö þaö brjótist eigi upp hingaö til Drottins fyrir forvitni sakir og fjöldi af þeim fsrist’ * (11. Mósebók: 19.16-22).Nokkrar spurningar vakna: Af hverju hefði fólkiö farizt, heföi það far- iö til Guös? Af hverju lenti Guö og af hveriu kom hann. fvrst hann er alls staðar og 1 öllu? Samt er lýsing Esekiels ef til vill æskilegust. ,,Ég sá, og sá: stormvindur kom úr norðri og ský mikiö og eldur, sem hnykláðist saman, og stóö af þvi bjarmi umhverfis, og út úr honum sást eitthvað sem glóöi eins og lýsigull” (Esakiel 1.4) .1 Hér kemur frásögn af Elia. Þegar drottinn ætlaði að láta Elia fara til himins I stormviöri, voruþeirElia og Elisa á leið frá Gilgal.” (11. konungabók 2.1.). Það er athyglisvert, aö bæði höfundur Esekiels og annarrar Konungabókar tala um storm- vind). Áfram: ,,En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt i einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá við og Elia fór til himins i stormviöri.” Aö lokum skulum viö vitna aöeins i Nýja Testamentið: „Og eftir sex daga, tekur Jesú þá Pétur og Jakob og Jóhannes bróöurhansmeö sér.og fermeö þá upp á hátt f jall, þar sem þeir voru einir saman. Ummyndaö- ist hann þá aö þeim aösjáandi og ásjóna hans hans skein sem sólin, en klæði hans uröu björt eins og ljósiö. Og sjá, Móse og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.