Alþýðublaðið - 26.01.1977, Síða 9

Alþýðublaðið - 26.01.1977, Síða 9
FRÉTTIR 9 ass- Miðvikudagur 26. janúar 1977 „Dagur iðnaðar- ins” í Kópavogi: Skólafólkið tekur að sér að kynna iðnaðar- framleiðslu bæjarins í skólunum í Kópavogi Föstudaginn 28. janúar verður „Dagur iðnaðarins” i Kópa- vogi, en áður hefur hann verið haldinn á Akureyri, Egilstöðum og Borgarnesi. Undirbúningur að deginum hefur staðið lengi og hefur sérstök undir búnings nef nd, skipuð af bæjarráði Kópavogs haft það verk með höndum. Formaður hennar er Bragi Mikaelsson bæjarfulltrúi, en fram- kvæmdastjóri Sigur- laug Guðmundsdóttir. Dagskrá „Dags iðnaöarins” i Kópavogi veröur i stuttu máli þannig, aö kl. 08.45 mun skóla- hljómsveit Kópavogs leika viö Félagsheimili Kópavogs og kl. 9.00 veröa fánar dregnir aö hún. Þá mun Gunnar Thoroddsen iönaðarráðherra heimsækja iönfyrirtæki i bænum, i fylgd með ýmsum forystumönnum is- lenzk iðnaðar. Kl. 11.00 veröur opnuð sérstæð sýning á iönaði i bænum. Sýningin verður i Þing- holtsskóla og Vighólaskóla, en nemendur þar hafa undirbúiö kynningu á islenzkum iðnaði með nokkuð nýstárlegum hætti. Þeir hafa i samráði við kennara sina kynnt sér starfsemi fjöl- margra iðnfyrirtækja i Kópa- vogi. Hafa nemendurnir farið i smáhópum i fyrirtækin og tekiö saman greinargeröir um starf- semi þeirra. Að þvi loknu hafa nemendurnir tekið sér fyrir hendur að kynna viðkomandi fyrirtæki með þvi að setja upp sýningu i skólum sinum á fram- leiösluvörum fyrirtækjanna. I Vighólaskóla fer m.a. fram kynning á húsgagnaiðnaði, fata- iðnaði og listiðnaði, en i Þing- LÉR K0NUNGUR j ÞJÓÐLEIKHÚSINU Hjá Þjóðleikhúsinu eru nú hafnar æfingar á leikritinu „Lér konungur” eftir William Shake- speare. Þekktur leikstjóri frá Bretlandi, Hovhannes I. Pilikian, hefur verið fenginn til að leik- stýra verkinu, en honum til að- stoðar er Stefán Baldursson. Myndin er tekin á æfingu fyrir nokkrum dögum, brezki leikstjór- inn er vinstra megin við boröið, á s milli Steinunnar Jóhannesdóttur leikkonu og Stefáns Baldursson- ar. Annar þekktur Breti gerir leik- myndina fyrir ,,Lé konung”. Hann heitir Ralph Koltai og er ungverskur að uppruna, en flutt- ist til Bretlands áriö 1939 og hefur búið þar siðan. Hann mun talinn i hópi beztu leikmyndateiknara heimsins um þessar mundir. —ARH BORGARAFUNDUR UM ORYGGISMÁL Á AKRANESI I KVÖLD Blaöinu hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá fram- kvæmdanefnd Slysavarnardeild- anna á Akranesi og blaðinu Um- broti: Slysavarnardeildirnar á Akra- nesi og blaðið Umbrot gangast, fyrir almennum borgarafundi um öryggismál Akurnesinga i Bió- höllinni á Akranesi i kvöld klukk- an 20.30. Framsögu um öryggismálin hafa fulltrúar opinberra aöila, er að þessum málum starfa, þar á meðal frá Akranesbæ, bæjarfó- getaembættinu, Slökkvistöð og fleirum. A fundinum munu koma fram upplýsingar er varöa öryggismál Akurnesinga. Þar verður einnig svarað fyrirspurnum og ábend- ingum frá bæjarbúum. Þá verða einnig bornar upp tillögur til úr- bóta á ýmsum þáttum öryggis- mála, svo sem varöandi löggæzlu, öryggisvakt allan sólarhringinn, aukið brunaeftirlit og fræðslu. Einnig, að Almannavarnir Akra- ness verði betur virkjaðar með búnaði og æfingum. Framkvæmdanefnd borgara- fundarins hvetur Akurnesinga til að mæta vel, þvi þá má vænta góðs árangurs. holtsskóla mun byggingaiðnað- ur, matvælaiðnaöur, þjónustu- iðnaður og prentiönaður veröa kynntur. Sýningar þessar verða opnar almenningi frá kl. 14.00 á föstu- dag og lýkur kl. 22.00 á sunnu- dagskvöld. Þá má geta þess, að i Þingholtsskóla, þar sem mat- vælaiönaðurinn veröur kynntur, gefst gestum kostur á þvl aö bragða á þeim réttum sem fram eru bornir. Tizkusýningar verða haldnar i Vighólaskóla, þar sem fataiðnaðarsýning fer fram og eru það nemendur skólans sem sýna. K. 14.00 hefst fundur um mál- efni iðnaðarins i Félagsheimili Kópavogs. Þar mun Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra flytja árvarp, en framsöguer- indi flytja Björgvin Sæmunds- son bæjarstjóri og Davið Sch. Thorsteinsson formaður Félags islenzkra iðnrekenda. Fundin- um stjórnar Magnús Bjarn- freösson bæjarfulltrúi. Þá má geta þess aö lokum, að á „Degi iönaðarins” munusam- tök iðnaðarins heiðra ýmsa aöila fyrir störf að iðnaöarmál- um. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.