Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 2
2 STJÚRNMAL Föstudagur 28. janúar 1977 alþýöu- blaðið titgefa.idi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarslmi 14900. Prentun: Biaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Réttindi kvenna hafa auk- nærri nóg izt, en íslenzkar konur fengu kosningarétt árið 1915. Þessi áfangi var merkari og mikilvægari en flestir gera sér grein fyrir. Kon- ur á íslandi fengu kosningarétt fyrr en kon- ur i f jölmörgum Evrópu- löndum, og það sem þykja sjálfsögð réttindi nú, þótti hégómi og fá- sinna þegar baráttan hófst. Það var Kvenréttinda- félag íslands, sem átti verulegan þátt í þvi, að islenzkar konur fengu kosningarétt. I gær átti félagið 70 ára afmæli. Það var hin stórmerka kona Bríet Bjarnhéðins- dóttir, sem var einn aðal- hvatamaðurin að stofnun félagsins og hún var fyrsti formaður þess. Á þessum tímamótum getur félagið fagnað mörgum unnum sigrum. Segja má, að réttindabar- átta kvenna á (slandi haf i verið öllu auðveldari en gerist og gengur í ná- grannalöndum ýmsum. Þó hafa íslenzkar konur orðið að heyja harða bar- áttu fyrir ýmsum sjálf- sögðum mannréttindum, og kannski einkum gegn forpokun hugarf arsins og gömlum fordómum. Á fyrri hluta þessarar aldar var hlutskipti fslenzkra kvenna bágbor-' ið. Litið var á þær sem einskonar heimilisþræla, hvergi sem hvorki skyldu æmta né skræmta hvað sem á þær var lagt. Réttur þeirra til launa og trygginga var nánast enginn, og ekki þóttu þær gjaldgengar í embætti eða stöður, sem einhverju máli skiptu. Á þessu hefur orðið mikil breyting, en þó skortir ótrúlega margt til að hægt sé að segja, að konan standi jafnfætis karlmanninum og njóti sama réttar og hann. í ýmsum tilvikum geta samtök kvenna sjálfum sér um kennt. Konur hafa verið ragar við að beita sér fyrir kjöri kvenna á Alþingi, í bæjar- og sveitarstjórnir, og þannig að ná þeirri valdastöðu, sem betur gæti tryggt meira jafnrétti en nú ríkir: Engum getum skal að því leitt hvað veldur: uppeldisáhrif eða áhuga- leysi. Réttindabaráttu kvenna er hvergi nærri lokið. Þótt hér gildi lög um sömu laun fyrir sömu vinnu, er fjarri því að þeim hafi verið fram- fylgttil fullnustu. Launa- misréttið kemur sér- staklega fram i þeirri staðreynd, að stórir hóp- ar kvenna vinna þau störf í landinu, sem lægst laun eru greidd fyrir. Þótt mörgum þyki störf konunnar á heimilinu þess eðlis, að þar verði engu breytt í náinni framtíð, er það stað- reynd, að störf húsmæðra eru svo vanmetin að nálg- ast lítilsvirðingu við starfið og þann sem það vinnur. AAöguleikar kvenna til að starfa utan heimilis, eins og karl- maðurinn, eru mjög tak- markaðir. Þegar talað er um störf er bæði átt við nám og aðra vinnu. Á afmælisdeginum i gær minntist Kvenrétt- indafélag íslands tíma- mótanna með fundi um skattamál. í þeim málum verða konur að vera vel vakandi, og tryggja verð- ur að hið nýja frumvarp til skattalaga verði ekki samþykkt, nema því að- eins að þar sitji karlar og konur við sama borð. — Alþýðublaðið óskar Kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn. —ÁG LU N- DÁLKURir ÍNI Auka þarf álit lögreglu- valds og dómstóla Umræöur um dómsmál á undanförnum mánuöum hafa tekiö á sig margvislegar myndir. Almenningur hefur veriö allt i senn: undrandi, hneykslaöur og skilningsvana. Mál hafa oröiö svo flókin, aö leikmönnum hefur reynst erfitt aö fylgjast meö. í öllu þessu umróti hefur þess gætt meira og meira i skrifum og umræöum, aö menn hafa misst sjónar á aöalatriöum málsins. Karpaö hefur veriö um persónur og ýmis aukaatriöi. Höfuömark- miðiö, aö bæta dómskerfiö og auka tiltrú almennings á lögreglu og dómstólum, hefur gleymst. Þetta er mjög alvarleg þróun. Þaö sem kannski hefur komiö mönnum Ur jafnvægi i umræöum um dómsmálin er það, aö hvers- konar skUrkar ganga um meö bros á vör og gefa yfirvöldum langt nef. Þeir hafa I hótunum viö þá menn, sem skrifa um dóms- málin og láta aö þvi liggja aö stund hefndarinnar muni renna upp. Þessir fuglar hafa svo lengi rótast i ruslahaugum mannlifsins hér á landi, aö þeim er ekkert heilagt. Samvizkan er fyrir löngu rokin út i veöur og vind, og ekkert skiptir máli, nema aö halda braskinu og svikunum áfram. Þaö lakasta er, aö á bak viö þessa fira standa menn, sem sjaldan koma fram í dagsljósiö og gefa engum höggstaö á sér. Vitneskja um þennan þátt svika- málanna getur komiö mörgum góöum drengjum úr jafnvægi, svo að þeir sjást ekki fyrir i skrifum og umræöum. Baráttan gegn fjármála- spillingu, svikum og hverskonar glæpum er einn merkilegasti og mikilvægasti þátturinn i íslenzku þjóblifi marga undanfarna áratugi. Þessi barátta hefur þegar haft talsverö áhrif, t.d.viö afgreiöslu mála á Alþingi og viö mótunalmenningsálitsins. — En i þessu máli, eins og öllum öörum, veröa menn helzt að hafa báöa fætur á jöröinni, a.m.k. annan. Þaö veröur málstaönum til tjóns, ef hvaö eftir annaö er skotiö yfir markiö meö fullyrðingum, sem falla kylliflatar um sjálfar sig. Baráttan verður ekki kveðin i - Framhald á bls. 10 Tillaga Alþýðuflokksins um afnám tekjuskatts af launatekjum stefnir í rétta átt Fjármalaráöherra og ríkis- skattstjóri hafa sent frá sér einskonar tossalista um áhrif frumvarps til laga um tekju- og eignaskatt. Ekki veröur að þessu sinni fariö út i einstök at- riöi frumvarpsins, sem sagt er aö sé tilraun til einföldunar á skattlagningu og skattakerfi. Þaö má vera aö rafheili tölv- unnar veröi var viö einhverja breytingu til hagræöis. Hins vegar veröur ekki séö aö hinn almenni skattgreiöandi og framteljandi veröi i fjótu bragöi var við hagræðinguna. Ska ttpínin gar stef na rikisstjórnarinnar heldur áfram. Þaö er einnig ljóst þegar litið er yfir skattafrumvarpiö eöa tossalistann, aö markmiö fjár- málaráöherra og rikisskatt- stjóra er i grundvallaratriöum þaö sama og veriö hefur undan- farin ár, aö skattpina þegnana svo sem kostur er. Hinar margvislegu sveif lur og . tilfæringar á skattgreiöendum, eftirhjúskapar stéttog lífskjör- um ber meö sér öll helztu ein- kenni þeirrar embættis- mennsku, sem algerlega er slit- in úr tengslum viö fólkiö sjálft sem liggur undir skattpíningar- okinu. Samkvæmt fögrúm fyrirheit- um fjármálaráðherra og for- sætisráðherra heföu landsmenn getaö vænzt einhverra breyt- inga og einhvers skilnings á þvi alvarlega ásandi sem nú rikir i skattamálum landsmanna. Nú liggur ljóstf yrir aö þennan skilning skortir algerlega, og ætti þaö varla aö koma nokkr- um á óvart, sem fylgst hefur meö athöfnum þessarar rfkis- stjórnar, sem nú situr. Einnig er ljóst viö yfirlestur frumvarpsins eða tossalistans, aö rikisstjórnin hefur ekki átt frumkvæöi um neinar þær breytingar, sem raunverulega kæmu láglaunafólki til góöa. Þetta frumvarp veröur ekki til þess aö draga úr skattsvikum hátekjumanna og þetta frum- varp stuðlar siður en svo aö réttlátari skattheimtu. Raunveruleg sérskött- un hjóna (einstaklinga) 1 sambandi viö þetta frum- varp er rétt aö vekja athygli á þingsályktunartillögu um af- nám tekjuskatts af launatekj-, um, sem þingmenn Alþýöu- flokksins fluttu á Alþingi á siö- asta þingi. 1 tillögu Alþýöuflokksins er einmitt vikiö ab atriöum, sem snerta skattlagninguna á raun- hæfan hátt. Þar er gert ráö fyrir aö hvort hjóna um sig veröi sér- stakur skattgreiöandi án tillits til hjúskapar stéttar. 1 9. gr. tillögunnar segir: „Hvort hjóna um sig verði sér- stakur skattgreiöandi, þannig aö vinni hjón utan heimilis skuli hvor aöili greiöa útsvar af þeim tekjum, sem hann vinnur fyrir, ef þær eru á annaö börö skatt- skyldar. Vinni annar aöilinn ut- an heimilis, skal sá, sem engar tekjurhefur en vinnurá heimili, eiga rétt til ráöstöfunar á hluta af tekjum hins og greiða útsvar af þeirri fjárhæö.” 1 gildandi lögum eru tekjur hjóan lagöar saman viö álagn- ingu skatta og er þeirri reglu haldiö áfram i skattafrumvarp- inu, aö visu meö ákveönum til- færingum, sem ekki veröur séö aö séu til mikilla bóta eða hag- ræöis fyrir skattgreiöendur. Stighækkandi tekju- skattur af atvinnu- rekstri I greinargerð meö tillögu þingmanna Alþýöuflokksins er vakin athygli á þvi, aö núver- andi rlkisstjórn hafi strax viö valdatöku boðaö lagfæringu á mjög gölluöu og óréttlátu skattakerfi. Siöan er vikiö aö til- lögum sem þingmenn Alþýöu- flokksins höföu gert. Þar segir: „I fyrsta lagi var gert ráö fyrir aö horfiö yröi aö fullu frá inn- heimtu tekjuskatts til rfkis af tekjum launþega. Á hinn bóginn var gert ráö fyrir þvi, að haldið yröi áfram aö innheimta stig- hækkandi tekjuskatt af atvinnu- rekstri. Atvinnurekstur ein- staklinga og einkabú- skapur 1 öðru lagi var lagt til, aö tekiö yrði að greina milli atvinnu- rekstrar einstaklinga og einka- búskapar þeirra, i þvi skyni aö koma i veg fyrir, aö bókfæröur halli á atvinnurekstri geti gert einstaklingi kleift aö hafa háar raunverulegar tekjur I skjóli at- vinnurekstrarins, án þess aö greiða af þeim nokkum tekju- skatt eöa útsvar, vegna þess aö atvinnureksturinn er talinn rek- inn meö tapi samkvæmt bók- haldi og skattaframtali.” Þá er gert ráö fyrir þvi aö eig- andi atvinnufyrirtækis, sem starfabi viö þab sjálfur séu áætl- abar tekjur miöaö viö vinnu- framlag og stööu þar, meö hliö- sjón af launum við sambærileg störf. Siöan er honum gert aö greiöa útsvar af þessum áætl- uöu tekjum og auk þess skatta af hagnaöi atvinnurekstursins. Tillaga Alþýðuflokks- ins er andsvar við skattpiningarstefnunni Tillaga Alþýöuflokksmanna gengur út frá sömu markmiö- um, ,,aö leiörétta hiö hróplega misrétti, sem á sér staö milli tekjuskattsgreiöslu launafólks og tekjuskattsgreiðslu þeirra sem atvinnurekstur stunda.” Þaö liggur þvi ljóst fyrir aö núverandi rikisstjórn litur allt öörum augum á skattamálin en Alþýöuflokkurinn og þingmenn hans. Það er þvi full ástæöa til aö vekja athygli almennings á þessari tillögu þingmanna Ai- þýðuflokksins um afnám tekju- skatts af launatekjum, þegar fyrirsjáanlegt er aö skattpin- ingarstefnu rikisstjórnarinnar verður haldið áfram um sinn. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.