Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 7
2BT Föstudagur 28. janúar 1V77 VETTVANGUR 7 saácindum okkar, þeim botn- lægu. Minnka hann umtugi veiðilesta, þ.e. niður í ca. 40 þúsund lestir, þ.e. þann flota sem myndi veiða á svæðum sem merkterB á kortinu. Þar er nær enginn smáfiskur. d) Við minnkun flotans myndi sparast mikið fé, ef til vill svo sem 8 til 10 milljarðar i rekstrarkostnaði skipanna ár- lega. Temprun sóknar með auðlindaskatti e) Ég vil að soknir. i fiskistofn- ana sé tempruð með þvi aö selja hæfilega stórum flota aðgang að aðalf iskim iðunum. f) Temprunargjaldið, þ.e. auðlindaskattinn, vilég svo nota til að koma upp iðnaöi á þeim stöðum þar sem þarf að draga úr fiskveiðum i bili, og búa viö' breyttar veiðiaðferðir til fram- búðar. Siðan má í framtiðinni nota auðlindaskattinn til al- mennra þjóðþrifa t.d. til lækkunar beinna skatta á al- menning og fyrirtæki — ef það þættibrýnt —eða tiláframhald- andi iðnaöaruppbyggingar, til samgöngubóta eða til að lækka erlendar skuldir o.s.frv. Annars myndu erlendu skuldirnar ladtka af sjálfu sér við hinar stórauknu þjóðartekjur, sem af breytingunni myndu leiða. Þjóðarútgjöld myndu einnig strax minnka við minnkun flot- ans (sparnaður i oliu, viðhaldi, vöxtum,afskriftum o.s.frv.). 60 milljarða tekjuauki Ég hef tekið eftir þvi að þií talar jafnan um að svonefndar þjóðartekjur muni aukast um 60 milljarða við það að Hagkeðjan kæmist i gang. Hvers vegna alitaf 60 milljarðar, en ekki t.d. 40 eða 80 milljarðar? — Já, þetta er eðlileg athuga- semd. Astæðan er sú, að meö þvi að nota alltaf sömu töluna, er ég að leitast við að fá menn almennt til að ,,læra”og muna þann hugsanagang, sem að baki kenningum minum liggur. Ég tel svo mikilvægt að fólkið i landinu, sem flest af þvi, skílji hvað hér er um að ræða i aðal- atriðum. Skilji og muni að hér er um að ræða milljarðatugi. Raunar held ég að réttara væri að tala um svo sem 100 mill- jarða tekjuauka i þessu sam- bandi, en 60 milljarða tekjuauki held ég að megi fullyrða að yrði lágmarksmeðaltal. Er það tals- vert, þegar haft er i huga að heildarþjóðartekjur voru ekki nema 240-250 milljarðar áríð 1976. Þú hefur áður gert grein fyrir þvi hvernig þessi viömiðunar- tala þin er fundin. Væri nokkuð á móti þvi að þú rifjaðir hana upp nú? — Velkomið. Eins og sakir standa og verða mun i framtið- inni miðað við núverandi friðunarreglur, (sem þó hafa verið bættar frá þvi sem var) þá má hiklaust gera ráð fyrir aö talsvert veröi drepið af óvinnsluhæfum fiski, þ.e. fiski, innan viö 3gja ára aldur. Full- vist má og telja aö mest verði veittaf fiski, sem er hálfvaxinn, meðalþyngd svo sem 1 1/2 kg (50 sm fiskur er l.l kg á þyngd, 60 sm fiskur er 1.9 kg á þyngd). Ef veiddir eru 100 milljón fiskar af þessari þyngd i staö þess að veiða sama fisk þegar hann er orðinn 3 1/2 kg, þá munar það 200 milljónum kiióa. Þá skulum við láta þaö mæt- ast til einföldunar, sem drepið er af enn minni fiski, þeirri fækkun sem árlega verður af eðlilegum dauða milli þriðja og sjötta aldursárs. Metum svo fiskikilóið á 150 krónur, fullverkað og útkoman verður 30 milljarðar. (150x200.000.000 = 30. 000.000.000). Margfeldið. Þessir 30 milljarðar taka svo á sig þjóöhagslegt margfeldi. Ég nota töluna 2,7 og verða þá þessir 30 milljarðar að 81 mfil- jaröi (margfelditalan 2.7 er vissuiega umdeilanleg, en vitað erað hún liggurá bilinu 2 til 4 og liklegast er að hún sé nálægt þvi að vera 2.7) Samanber aö I þjóðarbúskapnum nú eru gjald- eyristekjur á milli 80 og 100 miljarðar, eftir þvihvernig talið er, en þjóðartekjur um 250 mill- jarðar. Hlutfallið þarna á milli myndi haldast svipað. En einhvern veginn finnst manni sem að allur sá fiskur sem þú segir að muni verða i uppeldi á „uppeldissvæðunum” muni þurfa talsvert æti tii þess að þrifast bærilega. Er ekki einhver hætta á þviað fiskurinn lendi i svelti, þ.e. að „hagar” fiskjarins verði ofbeittir, rétt eins og sum afréttarlönd sauö- f jár!? — Góð spurning. Auðvitað er þetta hugsanlegur möguleiki. En ég tel óyggjandi rök liggja fyrir um það aö þessi hætta sé ekki fyrir hendi, a.m.k. ekki nema þá hugsanlega i þeim til- vikum þegar áragangar yrðu al veg óvenjulega stórir. En rökin eru annars þessi: a) Ég hef lesið annála og skýrsl- ur, þar sem lýst er fiskgegnd og fiskveiðum, sem ná yfir meira en þrjár aldir. Aðeins tvisvar eða þrisvar á þessum tima er getið um aö fiskur hafi veriö magur, og finnst mér liklegt að hér hafi verið um fisk að ræða sem kominn var frá Grænlandi, en kominn úr hrogni á íslands- miðum. (Þessi ályktun gæti hins vegar veriö röng.) b) Reynsla frá aldamótum hef- ur sýnt að uppeldisstöövarnar gátu alið upp það fiskmagn, sem hér um ræðir. Fiskveiðiskýrslur siðari ára gefa ótvirætt til kynna að afraksturinn, það er veiðimagnið, geti verið milli 600 og 800 þús. lestir af hinum botnlægu fisktegundum árlega. Veiðimagn erlendra og inn- lendra skipa á Islandsmiðum sýna þetta alveg glöggt. c) Um fæðutekju hinna botn- lægu tegunda má annars segja það, að til skamms tima hefur hún verið litið rannsökuð hér við land. Englendingurinn Bennet Rae gerði talsverðar athuganir á þessu, utan þriggja milnanna fyrir allmörgum árum og eru þessar athuganir hans mjög merkilegar. A yngra aldursskeiði lifir fisk- urinn mikið á ljósátu, t.d. þar til hann er um 30 sm á lengd, en siðar meðan hann er að vaxa, frá 30 sm upp I 85 sm, lifir hann mest á botnlægum dýrum, svo sem burstormum, slöngustjörn- um, sandsili og trönusili. Einnig talsvert á loðnu á vissum árs- timum. Nú hefur Olafur Karvel Pálsson fiskifræðingur unnið að* upplýsingasöfnun um þetta efni um nokkurt skeið. Niðurstöður liggja ekki fyrir um rannsóknir hans, en i stórum dráttum mætti þó segja, að athuganir hans bendi til niðurstaöna sem eru likar niðurstöðum Bennets Raes. Komið hefur i ljós við athug- anir sem gerðar hafa verið á lif- riki i fjörum við Island, að tala burstorma getur skipt mörgum hundruðum á hverjum fermetra sjávarbotnsins og styöur þessi athugun þær niðurstöur sem þegar liggja fyrir um rikulega fæðuöflunarmöguleika fisksins á grunnsævi uppeldisstöðvanna. II hluti viðtals Alþýðublaðs ins við Kristján Friðriksson mun birtast I blaöinu þriðjudag- inn 1. febrúar. Þar er meðal annars drepið á hugmyndir um stofnun „uppeldisstöðvar” fyrir fiskseiði i Vestmannaeyjum, þar sem seiðin yrðu alin upp og siðan flutt á uppeldisstMvar. —ARH. GOLPíjTRAUMUR.^ pöW'STWWðmíltX „Kortið sýnir strauma um- úr Golfstraumnum sem beinist I lendir i þá kvisi og nær botni og hverfis tsland. Veitiö athj gli vestur, á milli Snæfellsness og elst upp vestur við Grænland og vesturkvislinni, þ.e. þeirri kvisl Vestfjarða. Eitthvað af seiðum kemur svo aftur til hrygningar hér.” att* X v : 1 AUOUNOA SKATTUR 2 MlNNCcM FbOTANS 5*8*'«-.*»*»«. \ Tj ■'Á vO Ox ■'x'-x' *■ NYl (ÐNAÐURINN GERIRKLEYFTAÐ KREFJA5T ÞE55A 6ÆTTMTITN& BREYTILEGRA Hér er um að ræða einskonar merki fyrir Hagkeðjukenninguna, i þvi felast þó skyringar ef það prentast læsiiega”. jf** - „Kortið sýnir þá staði þar sem iðnaði I sambandi við aö koma á er Upp á f Hagkeöju-dætlun- fyrst þarf að koma upp nýjum þeim breytingum sem stungið inni”. ••.'•‘hyííiyj

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.