Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 11

Alþýðublaðið - 28.01.1977, Síða 11
SESS" Föstudagur 28. janúar 1977 ÚTLÖND11 Þar sem fleiri og fleiri keppa um takmarkaðar birgðir jarðarbúa af lifs- nauðsynjum og200 þúsundir manna bætast i hópinn daglega, munu verð- hækkanir og verðbólga verða alvarlegustu vandamál, sem stjórnmála- menn þurfa að standa frammi fyrir á næstu árum. Aliönu ári er taliö aöheimsbirgöir af korni nemi um þaö bil 30 daga neyzlu ef jafnt færi skipt á milii allra. Til er hagfræöikenning sem segir aö ef heildarheimsbirgöirnar séu minni cn svari til 60 daga neyzlu fylgi veröhækkanir I kjölfariö. Óhætt er aö segja a ö á sjöunda áratug þessarar aldar hafi veröbólga einkennt i rikari mæli en áöur heimsviöskiptin og þjóölíf hvarvetna, til mikillar hrellingar fyrir stjórnmála- menn flestra landa. Hagspekingarnir standa agn- dofa frammi fyrir þvi, aö hefö- bundnar aögerðir tjóa ekki lengur. Þaö sem flestir hugleiöa nógu rækilega er, aö fram er komin ný og áhrifarik ástæða fyrir þessari framvindu. Þarfir heimsbyggðarinnar hafa aukizt um 4% árlega frá 1950-1975 og þannig nær þvi þrefaldast á þessum aldarfjórð- ungi. Um aö bil helmingur um- fram framleiöslu hvarf i aukinn mannfjölda og hinn helmingur- inn i aukna neyzlu hinna betur megandi. Á meðan þetta hefur veriö að þróast hafa hernaöarþjóöirnar barizt við að halda i horfinu um vigbúnað sinn svo þær drægjust ekki afturúr öðrum. Þetta hvorttveggja hefur svo kynt undir veröbólgunni. Þrýstingurinn á birgöasöfnun nauösynja og verölag á bæöi matvælum og orkugjöfum er svo oröin köld staöreynd sem ekki veröur umflúin. Verðlag á oliu, eldsneyti, kornvörum, soyabaunum og fiski hefur fokiö upp og snertir nú heimsbyggðina i heild. Astæðurnar fyrir veröhækkun oliunnar voru fyrst og fremst þær, aö menn sáu fram á aö oliuauöurinn i iörum jaröar fór siminnkandi og verögildi hans hlaut þvi að aukast samkvæmt lögmálinu um framboö og eftir- spurn. 1 annan stað vill svo til, aö oliu til útflutnings er aö finna á tiltölulega takmörkuöum svæðum jaröar og verzlun meö hana þvi á fárra höndum. Vitneskjan um þetta meö þeim, ef svo mætti segja sál- rænu áhrifum, sem hún hafði, geröi oliurikjunum kleift aö nær þvi fjórfalda veröiö i einni svip- an. Hækkanir á eldsneyti hafa á engan hátt lotið svo hastarlegu lögmáli sem olluhækkunin. En eftir þvi sem mannfjöldinn hef- ur aukizt, hafa skógarnir eyözt og nú er svo komið, aö eld- sneytisöflun heimilanna er orðið daglegt umræöuefni fólks allt frá Himalaya til Andes. Verðiö á eldiviö hefur þrefald- ast á nokkru árabili, frá þvi sem algengast var, og þess eru dæmi að verkamannafjölskyidur i vestur Afriku veröa aö eyöa fjórðungi af tekjum sinum I eld- sneyti. Um kornmatarbirgöirnar er það að segja, að auövitaö þurru þær fyrstog fremst vegna fjölg- unar neytenda, og svo er komið, að þær eru i lágmarki. A liönu ári er taliö að heimsbirgöirnar nemi sem svarar 30 daga neyzlu, ef jafnt væri skipt milli allra. etta hefur ýtt undir þá hagfræðilegu kenningu aö hvenær sem birgðir séu minni en svarar 60 daga neyzlu, komi veröhækkanir i kjölfarið. Þaö geröist nefnilega á árunum 1974 og 1975, aö kornverö um þaö bil tvöfaldaðist. A sama tima tvö- faldaöist einnig verö soya- bauna, og þar mun litil von um veröhækkun aftur. Ekki er ástandið betra hjá fiskimönn- um. Afli úr heimshöfunum hfur fariö þverrandi siöan 1971, eftir aö rányrkt haföi veriö undan- farin 20 ár og margir óttast aö rányrkjan eigi eftir aö hefna sin greypilegar en þó er orðiö og þaö þýöir stórhækkaö verölag. Oliuforöi heimsins hraö- minnkar og enn er ekki fundinn orkugjafi, sem getur komiö i staö oliunnar, sizt á „gamla góöa” verðinu. Allt þetta hefur stórkostleg áhrif á verðlagið al- mennt, ekki sizt olian, þegar þess er gætt, aö á henni byggist ekki hvað sizt framleiösla tilbú- ins áburðar i ýmsum myndum. Auövitað liða hinir fátæku fyrst og fremst viö veröbólgu og verðhækkanir, hvort sem þeir eru búsettir i fátækrahverfum Napóli eða i Lima. Þaö getur ekki þýtt neitt ann- að fyrir fjölskyldu, sem hefur þurft aö verja 60% af tekjum sinum til lifsframfæris, meöan verðið var enn skaplegt, aö neyðast til aö þrengja aö neyzlu sinni, þegar verölag tvöfaldast eða meira. Með þeim 4000 milijónum, sem byggja heiminn i dag og að viðbættum þeim 200 þúsund, sem daglega kom i hópinn, er nokkuð öruggt, aö veröbólga og verðhækkanir veröa viövar- andi, nema þaö takist aö hafa hemil á alltof örri fólksfjölgun, sem haldbær ráö hafa enn ekki fundizt við. Hvers vegna þessar sífelldu verðhækkanir? Fiskafli úr heimshöfunum hefur fariö þverrandi siöan 1971 eftir undanfarandi 20 ára rányrkju. FRETTAPUNKTAR FRÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Tveir SÞ sáttmálar 1 janúar og mars á þessu ári tóku tveir nýir sáttmálar um mannréttindi gildi. Báðir tveir eru þeir tilkomnir vegna þess, að þörf var talin á þvi að gera ákveðin atriði lagalega bindandi. Um fjörutiu lönd. hafa fullgilt þessa sáttmála. (Þeirra á meðal Noregur, Danmörk, Finnland og Sviþjóð, en hinsvegar ekki Is- land.). Þessirsáttmálarf jalla um félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi og borgaraleg og pólitisk réttindi, og hefur þeirra beggja áður veriö allitarlega getið i þessum bréfum. 1 siðarnefnda sáttmálanum er gert ráð fyrir að komið verði á fót nýrri mannréttindanefnd. Skal hún fjalla um skýrslur frá öllum þeim löndum er fuligilt hafa sátt- málann um það hverjar reglur þau hafisetttil þess að tryggja að ákvæði sáttmálans verði virt innan landamæra þeirra. Þá getur þessi nefnd einnig fjallaö um kærumál, er kunna að risa vegna brota á sáttmálanum, en til þess að svo geti orðið verða bæði eða öll rikin sem i hlut eiga að viðurkenna lögsögu nefndarinnar um þrætuefnið. Skipað var i þessa nefnd i september siöastliðnum og eru nefndarmenn 18 talsins. Þeirra á meðal eru tveir norður- landabúar, danski prófessorinn ogþingmaðurinnOle Espersen og Norðmaðurinn Thorkel Opsahl, en hann er yfirmaður stofnunar við Oslóháskóla sem fæst við rannsóknir á þjóðarrétti. Þrettán riki, þeirra á meðal fyrrnefnd í jögur Norðurlönd hafa einnig staðfest viðauka við þenn- an sáttmála, og fá þessari nefnd þar með vald i hendur til þess að ijalla um kærumál einstaklinga á þessu sviði, en til þess að einstak- lingargeti skotið málumsinum til nefndarinnar verða þau að vera búin að fara fyrir öll dömsstig' i viðkomandi landi. Eftirlit með eiturefnum Tiunda júli i sumar varð gifur- leg sprenging i efnaverksmiðju i Seveso á norður Italiu. Afleiðing- arnar þekkja vist allir, sem fylgjast með fréttum.Afleiðing- arnar voru vægast sagt hörmu- legar. I sprengingunni losnaði úr viðjum og slapp út i andrúms- loftið ský af eitraðri lofttegund, sem nefnd er dioxin. Flytja varð burtu 2500 manns. Húsdýr drápust og gróðtir eyðilagðist. Slátra varð búfénaði i stórum stil, hreinsa varð ibúðir og vinnustaði og akra eítir þvi sem unnt var. Margar konur, sem voru ófriskar óskuðu eftir fóstureyðingu og eitt þúsund manns misstu vinnuna. Þetta er þó ekki öll sagan, þvi enginn veit i raun réttri, hvaða áhrif eiturskýið kann að hafa þegar til lengdar lætur. Einhver segir ef til vill, að þessu verði verðum við að kaupa íramfarirnar. Sé það rétt að við verðum að búa við þessa hættu, þá hijóta að vera til leiðir til þess að draga úr henni verulega frá þvi sem verið hefur. Þetta er siður en svo nýtt vandamál. Lengi hafa menn býsnast yfir öllu þvi góða sem iðnvæðing og aukin framleiðsla hefði iförmeösér. Það erfyrst nú siðustu árin, sem fólk i vaxandi mæli er farið að taka eftir þvi að i þessum málum fylgir hérumbil ævinlega talsverður böggull skammrifi. Eiturefnin eru nefni- lega nokkuð mörg i kringum okkur, sem valdið geta marg- visleeu tjóni. ILO, alþjóða vinnumála- stofnunin hefur látið framkvæma margvislegar rannsóknir á þess- um sviðum, einkum að þvi er varðar áhrifin af notkun eiturefna iýmisskonar iðnaði. Þessar rann- sóknir hafa meðal annars leitt i ljós, að það er ekki aðeins fólkið i verksmiðjunum, þar sem þessi efni eru notuð sem er i hættu, heldur einnig fólkið sem býr i grennd við þessar verksmiðjur. Og einmitt um þessar mundir er viða unnið að þvi að rannsaka til hlitar áhrif ýmissa eiturefna og afurða og hvernig koma megi i veg fyrir þau eða að minnsta kosti draga það mikið úr þeim að þau ekki valdi likams- og heilsutjóni. 1 þessu sambandi veldur það töluverðum erfiðleikum að mjög hefur reynst erfitt að ná alþjóðiegu samkomulagi um það hvar setja skuli mörkin varðandi hvert einstakt efni, og siðan að finna aðferðir til þess að halda mengun af völdum þessara eitur- efna innan þeirra marka, sem menn geta sættsig við, og fullvist er talið að ekki valdi neinum skaða. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Simi 7 1200 — 7 1201 kG'«? TROLOFUN 'n a „ Dúnn Síðumúla 23 /ími 64200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Oöinstorg Simai 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alia málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul husgögn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.