Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 1
i FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR Hvert fer mismunur á verði til bænda og neytenda? Undanfarna daga hefur Alþýðublaðið vakið athygli á þeim furðulega mismun sem fram kemur á verði folaldaskinna, frá þvi að bóndinn lætur þau í hendur kaupfélagsins þar til þau eru seld át úr búð fullsútuð og frá- gengin. Fram hefur komið að verð til bóndans fyrir skinn- ið er um 600 krónur, en út úr búð er það komið upp í 14.000 krónur. Til þess að komast að þvi hvað þessum geysimikla verðmuni ylli, fór Alþýðublaðið á stúf- ana i gær og hafði samband við þá sem fara höndum um fol- aldsskinnið frá þvi að bóndinn selur það, þar til það er rétt yfir Dæmið um folaldsskinn■ ið er gengið upp Verð til bænda, verð til neytenda. Daemi: 1 folaldaskinn Hver hirðir 10 þúsund krónur qf ;*/lnu skinni? Alþýftublaðið hrfur að undanförnu gcri aft unir*6ucíni háan slátur- koslnað hér á landi. Sagt hefur vcriö frá þvi. aö á slöasta ári kostaöi rösk- lega 2,2 milljaröa kröna aö slátra rúnilcga 900 þúsund fjár. I þcssum tölum felst óhemjuhár milliliöakostnaöur, srm bæöi bandur og neýtendur veröa aö greiöa. Alþvöublaöiö hefur m.a. sagt frá þvi. aö bóndi fyrlr fol- aldaskinn. scm h»;%J ar sláturhúsi röa kaupfclagi. Kflir a>, skinniö hrfur fariö um alla ranghala kerfisins og er koiniö á búöarborö I Heykjavik, kost- ar þaö 14 þúsund krónur. Munurinn er einar litlar 13 þúsund og 400 krónur. búðarborðið ið. fuilunn- Sútunin Hjá skinnaverksmiðjunni Iöunni á Akureyri fengum viö þær upplýsingar, aö verksmiðjan keypti skinn af Búvörudeild SIS, en hún er aftur umboðsaöili fyrir hin ýmsu kaupfélög á landinu. Rétt er aö geta þess hér að kaupfélöginkaupa skinnin af bændum fyrir 50 kr. á kilóið og þa r sem meðalþungiskinn- anna er 10-12 kg., má gera ráð fyrir að verðiö til bónd- ans sé 500-600 krónur. Iðunn kaupir aftur á móti skinnin á 230 krónur kilóiö i gegnum Búvörudeildina. Þetta þýðir aö 550 krónu skinn er komið upp 12300 krónur áður en sút- unin hefst, fyrir það eitt að fara i gegnum SlS-kerfiö hækkar hún um 1800 krónur. Það skal tekiö fram að hér er reiknað meö fyrsta flokks húö, einlitri. Verzlunin Þetta skinn, sem selt er Iðunni á 2300 krónur, er siðan selt til verzlana á 8.575 krón- ur. Þetta þýðir að við sút- unina hækkar verö þess um 6.275 kr. Rammageröin selur fol- aldaskinn meðal annars, og þar fengum viö þær upplýs- ingar að skinn sem keypt eru af Iðunni á Akureyri, á 8.575 krónur kostaði út úr búð 14.000 krónur sléttar. Alagning verzlunarinnar er 37% eöa 3.172, 75 og sölu- skattur 20% eða 2.350 krónur. Það er Sambandið sem fitnar! Þetta er i stuttu máli ferill þessa folaldaskinns, sem bóndinn seldi kaupfélaginu sinu á 500 krónur, en var síö- an keypt út úr verzlun i Reykjavik á 14.000 krónur. Það sem er ef til vill athyglisveröast i þessu sam- bandi er það, að Samband islenzkra samvinnufélaga, samtökin sem stofnuð voru til stuðnings bændastéttinni, éru I þessari frá sögn sá aö- ili, sem fitnar mest. Sá sem kaupfélagiö á að vinna fyrir. bóndinn, fær aftur á móti minnst. Rétt er að geta þess að ekki fara öll folaldaskinn i fyrsta flokk, auk þess sem skjótt skinn eru dýrari en þau einlitu sem hér eru tekin sem dæmi. Mörg skinn fara i 2. flokk og dæmi eru um að skinn séu meö öllu óhæf til vinnslu. Það hins vegar breytir ekki þessu dæmi. —hm Jafnréttisráð Hafnarfjarðar: Konur eiga sama rétt og karlar til setu í safnaðarstjórn A R S A L I R Viö kosningu sóknarnefndar i Viöistaöasókn i Hafnarfiröi, var þess farið á leit viö tvær konur aö þær tækju sæti i sóknarnefnd. önnur þessara kvenna er Soffia Stefánsdóttir og hefur hún sagt svo frá aö nokkrum klukkustundum fyrir fund hafi verið haft viö þær samband af sömu aöilum og þeim sagt aö óskir um aö þær gæfu kost á sér væru aftur- kallaöar. Skýringin á þeirri afturköllun var, aö ekki væri taliö rétt aö kvenfóik sæti i sóknarnefndinni þar sem nægilega margir karlmenn væru tilbúnir aö gefa kost á sér. Mál þetta hefur komiö til kasta Jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar og hafði for- maöur nefndarinnar samband við biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson og innti hann eftir hvort það væri stefna hans eða kirkjunnar að konur tæku ekki sæti i sóknar- nefndum á landinu. Biskup kvað það ekki vera, enda ættu konur sæti i sóknarnefndum i ýmsum sóknum á landinu. Sagði hann einnig að sér væri það sizt á móti skapi að sá hópur færi stækkandi. Formaður jafnréttisnefndar hafði einnig samband viö for- mann sóknarnefndar, 'Björn Ólafsson. Sagðist hann ekkert hafa á móti þvi aö konur sætu i safnaöarstjórn. Jafnréttisráð Hafnarfjarðar vill hvetja fólk til að láta at- burðþennan, sem margir vilja llta á sem slys, verða viti til varnaðar. Þeir sem aöhyllast jafnrétti og réttlæti skulu vera á verði gagnvart þvi að ekki sé niöst á neinum vegina kynferð- io. Samkvæmt Guos og manna lögum eigi jafnt konur sem karlar sama rétt til þátttöku I safnaöarstarfi, þar með talin safnaöarstjórn. —AB SALIR 2 HÆO BAR 2 BLAÐAPRlIM^ 3 kiwanis Wmúmi 20 ÞJÓÐLEGl LYÐRÆOISFLOKKURINN KL 2030 NYR STJORNAAÁLAFLOKKUR? Svo viröist sem nýr stjórn- málaflokkur sé aö Hta dagsins ljós um þessar mundir, sam- kvæmt þessu fundarboöi, sem var komið fyrir á töflu áHotel Esju I fyrradag. Þar auglýsti Þjóölegi lýöræöisflokkurinn fund kl. 20.30 um kvöldið eins og gjörla má sjá á myndinni. Talsverö leynd viröist vera yfir þessum nýja flokki, þvl þegar blaðamaður Alþýöu- blaösins hringdi á Hótel Esju til aö grennslast fyrir um, hver væri skráöur fyrir fundarsal nr. 4, var honum sagt aö sá hinn sami heföi ósk- aö eftir, aö þvi yröi haldið leyndu. Þegar blaöamaöur kom á Esju aö kvöldi sama dags, var þar saman kominn hópur ungra manna. Kváöu þeir fundinn lokaöan, og ekki óskaö eftir aö óviökomandi sætu hann. Tjáöu þeir blaöamanni, aö fundurinn væri haldinn til undirbúnings stofnunar Þjóö- lega lýöræöisflokksins, en vildu ekki tjá sig um málið aö ööru leyti. Kváðust þeir senda fréttatilkynningar til fjöl- miðla, þegar formlegur stofn- fundur heföi veriö haldinn. Þvi er ekkert vitaö um flokk þennan, nema nafnið og þaö sem þaö segir. —JSS Ritstjórn Sfðumúla II - Sfml 8I8ÓÓ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.