Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 4
. Föstudagur 4. febrúar 1977 SSSr 4 WBHWtf Jóhanna S. Sigþorsdottir athugaö er, að börn á aldrinum 6-12 ára hafa enga aðstöðu til leikja og starfs utan skólans. Heimilið og gatan Börn á þessum aldri geta ekkert leitað nema heim eða á götuna, og verður hún fyrir valinu i alltof mörgum tilfellum, enda enginn heima til að táka á móti börnunum. Þettaerskelfi- leg staöreynd, þegar hugsað er til þeirra áhrifa sem göturápið hefur á börn og unglinga. Það hlýturað fara að koma að þvi, að foreldrar og reyndar allur almenningur vakni fil meðvitundar um það ófremdar- ástand, sem nú ríkir I þessum málum. Leikvellirnir eiga að vera til þess að þroska börnin og búa þau undir þaö llf, sem biður þeirra, en ekki einhvers konar geymsla, þar sem hægt er að geyma börnin, meðan foreldr- arnir stunda vinnu sina. Þvi veröur að leggja áherzlu á, að búa þá sem bezt út garði, svo börnin fái það veganesti sem gerir þau að betra og hamingju- samara fólki. LEIKVELLIR ERU EKKI GEYMSLUR Ef kafað er ofurlitið ofan i starfsemi leikvallanna hér á Reykjavikursvæöinu a.m.k. þá kemur i ljós, að svo er aldeilis ekki. í fyrsta lagi má benda á, að á 27 leikvöllum, af rúmlega 30, sem starfræktir eru, er engin aðstaða tíl að táka 'börnin inn, þau verða þvi að hima úti i öllum veðrum, ef foreldrarnir senda þau á annað borð frá sér. Og þetta á að heita afdrep fyrir 2-5 ára börn. Það gefur einnig auga leið, að meö þessu fyrirkomulagi hafa börnin enga aðstöðu til leikja inni. Þó skapar inniveran aðstöðu til margra þroskandi leikja, sem börnin hafa ekki tækifæri til að sinna utan dyra. En þetta er sem sagt ekki fyrir hendi, enn sem komið er. Menntað starfsfólk Fram til þessa hefur það verið rikjandi viöhorf, aö allir geti gætt barna, og svo er enn. En það gegnir ef til vill öðru máli, þegar hafa þarf ofanaf fyrir stórum, ósamstæðum hóp, og finna næg verkefni handa honum. Ekki þarf aö búast við, að litil börn geti endalaust fundið sér eitthvað til aö dunda við. Og þarna er það einmitt sem starfsmenntunin kemur aö gagni, og vel það. En þegar að er gætt, kemur i ljós, að óverulegur hluti starfs- fólks á leikvöllum hefur starfs- menntun. Þess má geta að leik- vallanefnd Reykjavikurborgar fór fram á það á sinum tima, að fengiö yrðieinungis faglært fólk til að starfa á leikvöllunum. Þessari beiðni var synjað, á ókunnum forsendum. Astandið er lika eftirþvi, þvi nú eru tvær lærðar fóstrur við störf á leik- völlum borgarinnar og fá þær greitt eins og annað starfsfólk vallanna. Hefðbundinn leiktækjabúnaður. Flestir sem einhvern tima hafa gengið framhjá leikvelli vita sjálfsagt hvernig tækja- búnaöi þar er háttað. Þar má finna sömu „vega söltin” og rólurnar ár eftir ár. Ekkert gert til að nálgast nýja timann og út- vega tæki, sem bjóða upp á þroskandi og skemmtilega leiki. Skólavellirnir gefa hinum ekkert eftir hvaö þetta snertir, þvi þar dingla sömu körfumar ár eftir ár. Þær komá s'jálfsagt að gagni fyrir þau börn, sem hafa gaman af boltaleikjum. En hvað eiga hin að gera. Ekkert? Þetta er sýnu alvarlegra, þegar Dagheimila- og leik- vallamál hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu. Er skemmst að minnast könnunar sem starfs- hópur um leikvallamál, á vegum LÍB, gerði fyrir nokkru. Niður- stöður þeirrar könnunar leiddu i ljós ýmis atriði, sem almennir borgarar hafa að likum ekki rekið augun i fram til þessa tima. Var þaö samdóma álit starfs- hópsins, að mjög mörgu væri ábótavant á leikvöllum borgar- innar til að þeir gætu talist veita þá þjónustu sem æskileg væri. Frumorsök ástandsins á leikvöll unum, töldu þremenningamir vera þá, að ekki væri litið á börnin sem þurfa einstak- linga i þjóðfélaginu. Þaö hefði ekki verið reiknað með að börnin heföu réttindi og þarfir, sem beri að virða. Leikvellimir þeir, sem börnum séu ætlaðir hér beri þess glöggt vitni, að þjóöfélagið sé sniðiö eftir þörfum fullorðinna, en ekki barnanna einnig. Ljótt er ef satt er Það kemur sjálfsagt óneitan- lega illa við þá, sem eiga á ein- hvern hátt hlut að máli, að fá staöreyndir, sem þessar framan i sig. En getur það verið að ástandið sé eins slæmt og iátið er liggja aö? Er ekki verið að fara fram á alltof mikið I þessum efnum? Er þetta ekki ágætt, eins og það er? Nýr sendiherra Pakistans á íslandi Nýskipaöur sendiherra Pakistan hr. S. Motaher Hussein afhenti I fyrradag forseta Islands trúnaðarbréf sitt aö viðstöddum utanrikisráðherra Einari Agústssyni. Síðdegis þá sendiherrann boö forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Aösetur sendiherrans er i Berlín. Auglýsið í AJþýðublaðmui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.