Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.02.1977, Blaðsíða 7
gg&r Föstudagur 4. febrúar 1977 7 Verkalýðsforystan breytir uppruna- legu byltingarmarkmiði hreyfingarinnar Samningsrétturinn aðeins í orði kveðnu í höndum einstakra verkalýðsfélaga í fréttabréfi Verka- lýðsfélags Vestmanna- eyja, sem út kom fyrir nokkrum dögum, birt- ist eftirfarandi grein eftir Jón Kjartansson. Blaðið hefur fengið leyfi Jóns til að birta þessa grein. í Eindálki biaðsins i gær var ranglega frá þvi sagt að grein þessi væri i sama blaði, en tækni- legar ástæður ollu þvi að greinin féll úr blaðinu þann daginn. En hér er hún sem sagt: 1 þeirri umræBu, sem oröið hefur um kjaramál hinna vinn- andi stétta undanfarin ár, hefur æ betur komið í ljós hve þáttur rikisvaldsins er raunverulega nær allsráðandi um mótun lifs- kjara almennings. Framleiöslu- og atvinnugreinar þjóðarinnar eru aö nær tveimur þriðju hlutum i höndum rikisvalds, sveitarfélaga og samvinnu- hreyfingar. Hlutskipti einkaat- vinnureksturs er ráðið af alþingi og rikisstjórn ár hvert og fer oft mestur timi alþingis i þvilika fyrirgreiðslu. Þvi er það fyrst og fremst rikisstjórn og stefna hennar, sem ákvarðar skiptingu þjóðartekna og sker úr um lifskjör launafólks, aldraðra og öryrkja. Rikisstjórn sú, sem nú situr við völd, hefur ráðist af fádæma hörku og tillitsleysi á lífskjör launafólks og hefur það aö sjálf- sögöu komiö haröast niður á þeim, sem lakast voru settir fyrir. Þvi er nú svo komiö, aö lifskjör láglaunafólks munu vart finnast bágbornari i allri Evrópu og þau, sem islenzkt verkafólk þarf að sætta sig við, ef borið er saman við þjóðar- tekjur. Skiptir þar megin máli að allt alþýðufólk geri sér þaö fullkomlega ljóst, að hér er fyrst og fremst um aö ræða afleiðingar af stefnu og störfum rikis- stjórnarinnar. (tilvitnun i þingskj. nr. 70 á 33. þingi ASI) En hver er nú hlutur verka- lýöshreyfingarinnar og forustu hennar i ábyrgðinni á þvi hvernig komið er kjörum launa- fólks I dag? Ekki eru allar syndir Geir að kenna.(?) I orði kveðnu er samnings- rétturinn enn i höndum hinna einstöku verkalýðsfélaga, en i mörg undanfarin ár hefur ASI og sérsambönd þess farið með samningsréttinn I hinum s.k. stóru samflotum. Þessi réttur sérhvers vinnandi manns til aö Jón Kjartansson formaður V er k a 1 ý ð s f él a gs Vest- mannaeyja. hafa áhrif á mótun og gerð kjarasamninga, hefur smátt og smáttveriöfrá honum tekinn og færður á hendur fárra. 011 samningagerö og undir- búningur hennar fer fram i Reykjavik (af hagkvæmnis- ástæöum, að sjálfsögðu) og þótt félögum af landsbyggðinni sé gefinn kostur á að eiga fulltrúa á ráöstefnum um kjaramál og sem ekki er „menguð ævintýra- mennsku”, er gæti ógnað stöðu hennar. Forustan breytir þvi upprunalegu, byltingarmark- miði hreyfingarinnar, um sósialskt þjóðfélag, og notar það aðeins i hátiðaræðum og til and- svara við utanað komandi gagn- rýni. Þetta verður þeim mun auösærra, eftir þvi sem hreyf- ingin reynir meira og meira til að fylgja leikreglum hins hluta samfélagsins. Topparnir i hreyfingunni semja sig að siðum og háttum þeirra, sem standa i efstu þrepum þjóðfélagsstigans og hinir illa upplýstu félagar geta ekkert aðhafst vegna stæröar og upp- byggingar hreyfingarinnar. Forustan, sem endurnýjar sig sjálf með vandlegu vali, menntun og mótun leiðtogaefna fer að stjórna sjálf, án meölim- anna, — burt séð frá þvi hve lýöræðislega hreyfingin er uppbyggð á pappírnum.” Við skulum vona að þessi þriggja aldarfjórðunga skil- greining sé ekki óumbreytan- legt náttúrulögmál og aö slik saga endurtaki sig ekki hér á landi, en óneitanlega hafa valdahlutföllin breyst i verka- lýðshreyfingunni, hinum óbreytta félagsmanni i óhag. Undanfarin tvö ár hafa veriö ár undanhalds i kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar á tslandi, ár efnahagskreppu, sem að langmestu leyti er heimatilbúin, ár kjaraskerðinga og kaupráns, sem hreyfingin hefur sjálf tekið ábyrgð á með gerð kjarasamninganna 1975 og 1976. Forystan hefur einfaldlega ekki treystsértilaðhætta sér Ut i baráttu „mengaða ævintýra- mennsku”, sem gæti ógnað til veru hennar sjálfrar, heldur treyst á þaö aö verkalýöurinn axlaði þær byröar, sem á hann væru lagðar möglunarlaust. Einnig hefur forustan tekiö mjög hart á þvi ef einstök stéttarfélög hafa ætlaö að vera með einhverja „ævintýra- Framhald á bls. 10 Hin nýja miðstjórn ASt hlutdeild i mótun samninga, kosta þessi ferðalög og uppihald fyrir fulltrúa þeirra stór fé og eru f járvana verkalýösfélögum ofviða. Þessi þróun hefur dyggilega verið studd af atvinnurek- endum, sem einfaldar þeim alla samningagerð og minnkar hættuna á aö bágrækir sauöir i þeirra eigin hjörð hlaupi útundan sér. 1 „Oligarkiets Jernlov” (járn- lögmál fámennisvaldsins) hefur félagsfræðingurinn Robert Michels dregið saman einfalda lýsingu á uppbyggingu verka- lýðshreyfingarinnar. I Þýskalandi upp úr aldamótunum siöustu: „Eftir þvi, sem fjöldasamtök verka- lýðshreyfingarinnar stækka, verður fjarlægöin milli meðlima og leiðtoga meiri. Leiötogarnir verða atvinnumenn og verk- svið þeirra svo umfangsmikiö og sérhæft, aö nær ómögulegt er að losna viö þá úr stöbum þeirra. Forustan mótar stefnu, Kjallaragrein Jóns Kjartanssonar úr Fréttabréfi Verkalýðsfélags Vestmannaeyja lHgf Frá nýafstöðnu þingi ASt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.