Alþýðublaðið - 09.02.1977, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 09.02.1977, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Miðvikudagur 9. febrúar 1977. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktun- ar um vinnuvernd og starfsumhverfi. Hér er á ferðinni mjög merkilegt mál, sem væntanlega fær góðar viðtökur á Al- þingi. — Á 33. þingi Alþýðu- sambands tslands var samþykkt ályktun, sem mjög fellur að tillögu Al- þýðuflokksmanna. Til- laga Alþýðuflokksins fer hér á eftir ásamt greinargerð og ályktun ASÍ. Alþingi ályktar aö fela rikis- stjóminni aö láta semja og leggja fyrir þingið frumvarp til laga um vinnuvernd og starfsumhverfi og hafa um þaö samvinnu við Al- þýöusamband Islands, Bandalag Starfsmanna rikis og bæja, Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna. Tilgangur laganna verði að tryggja öllum landsmönnum starfsumhverfi, þar sem ekki er hætta á likamlegu eða andlegu heilsutjóni, en vinnuskilyröi eru i samræmi viö lifskjör þjóöarinnar og tæknilega getu, stuðla að virö- ingu vinnunnar og starfsgleði. Lögin geri ráð fyrir eðlilegum Ihlutunarrétti vinnandi fólks varðandi starfsumhverfi sitt, en stefni að þvi, aö verkefni og vandamál á þvi sviði veröi sem mest leyst 1 samstarfi verkafólks og atvinnuveitenda, svo og af samtókum vinnumarkaðarins, allt innan ramma laga og reglu- gerða. Núverandi stofnanir, er gæta öryggis á vinnustööum, fái aðstööu til að annast óhjdkvæmi- legt eftirlit með þvi, að opinber- um kröfum sé fylgt á þessu sviði. Þá skulu lögin hafa ákvæði um starfsaöstöðu fyrir f ólk, sem hef- ur skerta vinnugetu, og stuðla að því aö þaö fái i sem rikustum mæli vinnu með heilbrigöum á venjulegum vinnustöðum. Lögin komi i stað laga um öryggi á vinnustöðum frá 1952. Greinargerð: Arið 1952 tóku gildi hér á landi lög um öryggisráöstafanir á vinnustöðum. Samkvæmt þeim var komiö á fót öryggiseftirliti rikisins, sem siðan hefur starfað samkvæmt lögunum og reglu- gerðum.er settar hafa verið sam- kvæmt þeim. Lög þessi voru á sinum tima sett af framsýni og skilningi. Meðal þess, sem fólk í þróuöum löndum hefur hvað mestan áhuga á,eru umhverfismál, það er meö- ferð mannsins á náttúrulegu um- hverfi sinu, að atvinnulýöræði, sem veita á hverjum einstaklingi ihlutunarrétt um atvinnu sina og vinnustaö til að gera hann að virkum þátttakanda i samfélag- inu. Þessi viðhorf hafa fætt af sér meiri kröfur til starfsumhverfis en áður hafa veriö gerðar. Það hefur runnið upp fyrir verkafólki, að þau lifskjör, sem móta um- hverfi á heimili, i skóla og félags- lifi, eru ólikt betri en það um- hverfi, sem mikill f jöldi veröur að sætta sigviðá vinnustað, þar sem fólk dvelst þriðjung allrar starfs- ævi sinnar. Hvi skyldu óhreinindi og margs konar óhollusta rikja á vinnustöðum fólks, sem aldrei mundi sætta sig við annaö en hrein, heilnæm og vistleg heimili, skóla, sjúkraliús, samkomustaöi eöa aðra dvalarstaði? Jafnframt þessu hefur aukin tækni leitttil þess, að fjölgað hef- ur til muna störfum meö marg- visleg efni og efnasambönd, sem geta veriö hættuleg. Mikill og vaxandi hávaöi fylgir nútimalifi. Og margir vinnustaðir, sem ekki eru beinlinis hættulegir, geta er til lengdar lætur valdiö streitu og ýmsum kvillum, er nú eru taldir til atvinnusjúkdóma og slita fólki fyrir aldur fram. 1 tveim islenzkum atvinnu- greinum hefur orðið þróun, sem sýnir hvað getur gerzt og þarf að gerast á þessu sviði. Það eru fisk- frystihús og sláturhús sem til skamms tima hafa veriö (og eru mörg enn) óhreinir og óhollir vinnustaðir. Ötti viö kröfur heil- brigðiseftirlits i markaöslöndum leiddi til þess, aö gert hefur verið stórátak með fjárfestingu fyrir milljarða króna til aö gera þessi fyrirtæki svo úr garði, aö þau standist itrustu nútimakröfur, sem geröar erutil matvælafram- leiöslu. Jafnhliða hefur aðstaöa starfsfólks batnaö til muna, bæði við sjálft starfiö, I fataherbergj- um og matstofum, salernum, i hreinlætisaðstöðu allri og á fleiri vegu. Þar, sem þessar breytingar hafa tekist best, má sjá hvaö hægt er aö gera og verður að gera á flestum eða ölium vinnustööum, ekki aðeins af ótta við kröfur er- lendra kaupenda, heldur fyrir verkafólk okkar til þess að bæta hlutskipti þess. Löggjöf eins og sú, er hér er farið fram á, hefur undanfarin ár verið i undirbúningi eða nýlega veriö afgreidd á þjóðþingum hinna Norðurlandanna og fleiri rikja. Danska þingiö hefur þegar sett ný lög um starfáumhverfi (Lov om arbejdsmiljö) og koma þau I stað þriggja lagabálka, er allir náöu mun skemmra á þessu sviði. Norömenn og Sviar hafa lagt mikið starf i undirbúning málsins. Hefur það verið og er til meðferðar á þingum þeirra. 1 fyrstu málsgr. þáltill, er i'ætt um „vinnuvernd og starfsum- hverfi”, og er það mikil útvikkun á hugtakinu „öryggi á vinnustöö- um”, en öryggismálin eru þar öll innifalin. Sjálfsagt er að undir- búa slika löggjöf i náinni sam- vinnu við samtök launþega og vinnuveitenda. 1 annarri málsgr. er skilgreind- urtilgangur væntanlegra laga, en slik skilgreining ætti einnig að vera I lögunum sjálfum. Þar er ekki aöeins talað um aö fyrir- byggja likamlegt eða andlegt heilsutjón, heldur það markmið, að vinnustaðir verði I samræmi við lifskjör , þjóðarinnar, . eins hreinir, heilnæmir og vistlegir og unnter aö gera þá. Alltumhverfi á vinnustööum verður i framtiö- inni að stuöla að virðingu vinn- unnar og starfsgleði hvers ein- staklings. Þetta eru veigamikil mannréttindi. Þá gerir þriðja málsgr. ráð fyr- ir eðlilegum Ihlutunarrétti fólks um starfsumhverfi sitt. Er þaö grundvöllur lifandi lýðræðis, að hver einstaklingur hafi áhrif á næsta umhverfi sitt innan þjóð- félagsins og taki þátt I mótun ákvarðana, er varða daglega til- veru hans. Getur þetta gerat á margvislegan hátt, til dæmis með kerfi samstarfsnefnda, starfi trúnaðarmanna eöa fundum. Stefna skal aö þvi, aö verkefni og vandamálá þessu sviði veröi sem mest leyst i samstarfi verkafólks og atvinnurekenda á hverjum vinnustað eöa i hverju fyrirtæki eða stofnun. Samtök vinnumarkað- arins þurfa að sjálfsögðu að setja öllu þessu ákveöinn ramma meö samkomulagi, enda er hugmynd- in, aö lögin verði fyrst og fremst rammalöggjöf, en nánari atvik verði skilgreind ýmist I reglu- geröum eða samkomulagi. Samkvæmt gildandi lögum er til öryggiseftirlit með stjórn og starfsliöi, svo og öryggisráð, er um málefni laganna fjallar. Ekki er ætlunin að setja upp nýjar stofnanir meö hinum fyrirhuguðu lögum, heldur breyta verkefnum þessara aðila eftir nýjum ákvæð- um, enda mun án efa reyna mest á opinbert aöhald á sviði öryggis- málanna, eins og verið hefur en önnur veigamikil atriöi hvila meira á samkomulagi starfsfólks og vinnuveitenda. Fjórða málsgr. f jallar um fólk, sem hefur skerta starfsgetu af einhverjum ósjálfráöum ástæö- um. Hópur „afbrigðilegra ein- staklinga” i nútima þjóðfélagi fer sifellt vaxandi vegna framfara i læknavisindum og heilbrigðis- málum, sem mjög hafa dregið úr barnadauða. Er það eitt af mestu félagsl. vandamálum nútima þjóðfélags, hvemig hlúa skuli aö þessum borgurum, tryggja þeim uppeldi og kennslu eftir getu hvers og eins og siöan starf og sem eölilegasta sambúð við annað fólk, en þess er kostur. Setja þarf ákvæði, er stuðlaö gætu að þvi, aö þetta fólk tæki meiri þátt i almennum störf- um með heilbrigðum, frekar en að loka það allt inni á stofnunum eða við sérstaka vinnu. Alþýöuflokkurinn flytur þessa tillögu i þeirri trú, að með henni sé hreyft stórmáli, er varöar stöðu einstaklingsins I þjóðfélag- inu.Stefnir málið aö aukinni þátt- töku hvers og eins i mótun um- hverfis og þar með daglegs lifs, aukinnar viröingar vinnunnar og aukinnar starfsgleöi. Það er mikiö og vandasamt verk að móta drög að löggjöf um þetta efni, en sem betur fer er unnt að kanna hugmyndir og reynslufrændþjóða okkar á þessu sviði og bera hana saman við is- lenzkar aðstæöur. Framkvæmd slíkra laga mundi ekki heldur verða hrist fram úr erminni. Hún mundi taka langan tima, en leiða til stöðugra breytinga, uns þeim markmiöum er náð, sem sett eru. Hvert skref á þessari leið verður til góðs fyrir fleiri eöa færri einstaklinga, svo og þjóðina alla. Ályktun 33. þings Al- þýðusambands tslands. Siðan tillaga þessi var fyrst flutt hefur 33. þing Alþýðusambands Islands fjallað um þessi mál og gertum þau itarlega ályktun. Fer hún hér á eftir: „Einkennandi fyrir islenzkt at- vinnulif er hinn langi vinnutimi verkafólks, sem dvelur a.m.k. þriðjung hvers sólarhrings á vinnustað, en flest mun lengri tima starfsævinnar. Við gerðum þvi þær kröfur, að á vinnustööun- um sé fullnægjandi öryggi og heilsuvernd og að allt sé gert til þess að koma i veg fyrir slys og sjúkdóma. Vinnustaöir eru um margt ólik- ir. Vinnuumhverfi mótast af starfseminni, þ.e. húsnæði, tækj- um og búnaði atvinnurekenda og svo af fólkinu sem þar vinnur. Vinnustaöirnir eru fyrst og fremst geröir til þess að mæta kröfum framleiðslunnar, en öryggi, aðbúnaður og heilbrigði verkafólks, aukaatriði. Það er staðreynd, að afar mis- munandi er búið að fólki á vinnu- markaðinum. Þegar gerður er samanburöur á aöbúnaöi þeirra, sem vinna annars vegar hjá opin- berum stofnunum og stærri fyrir- tækjum, við skrifstofu- og stjórn- unarstörf, og hins vegar þeirra, sem vinna hvers konar fram- leiðslustörf, er miklu verr búið aö þeim sem vinna framleiðslustörf- in. Þessum mismun verður að breyta meö stórbættu vinnuum- hverfi verkafólks. Þrátt fyrir samninga, lög og reglugerðir, sem tryggja eiga öryggi og heilbrigði verkafólks, er fjöldi vinnuslysa og atvinnnu- sjúkdóma uggvænlegur, það sýna áþreifanleg dæmi i þessum efn- um. öryggiseftirlit rikisins hefur eftirlit með framkvæmd laga og reglugerða um öryggisráöstafan- irá vinnustöðum. Reynslan hefur sýnt, að sú stofnun veldur ekki verkefninu sem henni er ætlaö samkvæmt lögunum. Sama á við um Heilbrigöiseftirlit rikisins og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga. Stofnanirnar beita ekki laga- ákvæðum til þess að fá fram lag- færingar á lélegum aöbúnaði og hættulegum slysagildrum vinnu- staðanna. Forysta verkalýðsfélaga og verkafólk á vinnustöðum ber einnigsök á þviástandi, sem rikir i þessum efnum. Það skortir skilning á gildi þess, hve vinnu- staðurinn og vinnuumhverfið eru áhrifamiklir þættir i mótun lifs einstaklingsins. í þvi efni er vinnustaðurinn jafnmikilvægur og heimili manna. Verkalýös- hreifingin veröur að breyta hinu almenna, rótgróna viðhorfi, aö vinnuumhverfi sé óumbreytan- legt frá þvi ástandi sem rikir og rikt hefur. Verkalýðshreyfingin sjálf verður aö hafa þaö eitt af sinum meginverkefnum aö stór- auka fræðslu um gildi vinnuum- hverfisins og áhrif þess á andlega og likamlega heilsu fólks. Til þess að breyta núverandi ástandi vinnuumhverfis verka- fólks veröur verkalýðshreyfingin . að bera fram kröfunaum endur- bætt vinnuumhverfi með sama þunga og kröfuna um styttan vinnutima, orlof og greiöslur i veikindatilfellum. Verkalýös- hreyfingin verður að vinna aö eft- irfarandi: 1. Að við gerö kjarasamninga verði vinnuverndarsjónarmiöið meginatriði og eigi látið vikja fyrir sérstökum greiðslum fyr- ir hættuleg og heilsuspillandi störf. 2. Að verkafólk öðlist rétt til fulls á við atvinnurekendur til ákvöröunar um tilhögun á vinnuumhverfinu. 3. Aö trúnaðarmaður verkafólks á vinnustööum hafi vald til aö stöðva vinnu, sem að hans mati felur i sér slysahættu og/eða heilsuspillandi áhrif, þar til sameiginlegur úrskurður Heil- brigðiseftirlits eða öryggis- eftirlits og trúnaðarmanns liggur fyrir varðandi tilefni stöðvunarinnar. 4. Að verkafólki sé heimilt aö leggja niöur vinnu án þess aö launagreiðslur falli niður til þess, ef atvinnurekandi fram- kvæmir ekki samningsákvæði um aðbúnað og hollustuhætti eða framkvæmir ekki fyrir- mæli laga og reglugerða Heil- brigðis- og öryggiseftlits rikis- ins. 5. Að heilbrigðisyfirvöld geri sér ljósa þýðingu vinnustaðanna með tilliti tii þess að á þeim má finna ástæður margra alvar- legra sjúkdóma. 6. Að heilbrigðisyfirvöld sjái til þess að greinargóðar upplýs- ingar liggi fyrir um fjölda vinnuslysa og orsakir heilsu- tjóns á vinnustaö. 7. Að Heilbrigðiseftirlit rikisins geri starfsskrá varðandi eftirlit með heilbrigöi og velferð verkafólks á vinnustöðum , sbr. 100. gr. heilbrigðisreglugeröar frá 8. febr. 1972. 8. Að verkalýðshreyfingin tryggi meö samningum enn frekar en nú er, að á vinnustöðum sé all- ur tiltækur hlifðar- og öryggis- búnaður fyrir verkafólk og verkafólk noti þennan búnað undanbragðalaust. 9. Að þar sem óhjákvæmilegt er að vinna meö skaðlegum efn- um, eða undir óeðlilegu vinnu- álagi skuli vinnutimi styttur án launaskerðingar. 10. Aö á vinnustööum, þar sem myndast skaðleg úrgangsefni við framleiðsluna, skuli vera fullnægjandi búnaður sem kemur I veg fyrir spillingu um- hverfisins. Þritugasta og þriðja þing ASl telur að frumvarp til laga um vinnuvernd, sem samið var aö til- hlutan félagsmálaráðherra 1873, hafi stefnt til bóta i vinnu- verndarmálum, einkum vegna þess, að þar er gert ráð fyrir að öll lög varðandi vinnuvernd séu felld i einn iagabálk og sett undir eitt ráðuneyti. Frumvarpiö er að nokkru leyti sniðið eftir norskri vinnuverndarlöggjöf. En svo var einnig um frumvarp um vinnu- vernd er samiö var af svonefndri „vinnutímanefnd”, erskipuðvar samkv. þingsályktun Alþingis á árinu 1965, en hlaut ekki verö- skuldaða athugun og var aldrei lagt fyrir Alþingi. Sfðan frumvarpið var samiö hefur margt breyzt i þessum efn- um, ný vandamál hafa skapast og þekking aukist varðandi vinnu- verndarmál, og ráðagerðir um samræmda vinnuverndarlöggjöf fyrir Norðurlöndin öll hafa lengi • verið á döfinni, en eigi er vitaö hvenær þau áform ná fram aö ganga. Vegna þessa telur 33. þing ASl að vinnuverndarfrumvarpið frá 1973 þurfi að endursemja sem fyrst. Viö samningu nýs frumvarps á grundvelli hins gamla verður aö tryggja aö meginmarkmið verka- lýöshreyfingarinnar um gjör- breytt vinnuumhverfi nái fram.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.