Alþýðublaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 9
SliSkS" Föstudagur 11. febrúar 1977 ___________________________________________________________________FBÉTTIB 9 Niðurstaða greinargerðar um stöðuna við Kröfíuvirkjun Afram skal haldið Svo sem skýrt hef ur verið f rá i f réttum hef ur hópur manna unnið að greinargerð til iðnaðarráðherra um stöðu framkvæmda við Kröf luvirkjun. Greinargerðinni var skilað til ráðherra þann 7. febrúar síðastliðinn og hefur hún síðan verið rædd á tveimur ríkisstjórnar fundum. Alþýðublaðinu hefur borizt greinargerðin og verður hún hér á eftir birt í heild sinni. Að greinargerðinni standa: Páll Flygering, ráöu- neytisstjóri, Arni Snævarr, fyrrv. ráðuneytisstjóri, Kristmundur Halldorsson, deildarstjóri, Guðmundur Einarsson verkfræðingur, Jakob Björnsson, orkumála- stjóri, Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur Orkustofnunar, Kristján Jóns- son, rafmagnsveitustjóri ríkisins og Einar Tjörvi Elíasson, yfirverkfræðingur Kröflunefndar. Gufuöflun. Alls hafa veriö boraöar 11 holur, þar af 9 vinnsluholur. A árinu 1974 voru boraöar 2 rannsóknar- holur, tölusettar sem hola 1 og hola 2. Gufa úr holu 1 hefur ver- iö notuö til upphitunar vinnu- búöa o.fl. Á árinu 1975 voru boraöar 3 vinnsluholur. Hola 3 gaf upphaf- lega 5 MW en varö svo til óvirk eftir gosiö i des. 1975. Hola 4 var i byrjun mjög aflmikil en ekki tókst aö hafa taumhald á henni og breyttist hún i gufuhver. Hola 5 var ekki boruö i fulladýpt á árinu 1975. Var siöar áformaö aö dýpka hana, en fóöurrör haföi skekkst svo aö dýpkun varö ekki möguleg og er holan óvirk. A s.l. ári voru boraöar 6 holur, sem tölusettar eru 6 til 11. Af þeim gefa holur 6, 7 og 10 nægjanlega gufu til aö tengja þær viö gufuveituna. Holur 9 og 11 byrjuöu aö blása um mánaöamót janúar-febrúar en ekki er fullljóst hvaöa árangri þær skila, en taliö er óvist hvort hola 8 muni gefa nægilega gufu til aö borgi sig aö virkja hana. Samkv. þeim upplýsingum sem fyrir liggja er búist viö aö holur 6, 7 og 10 geti gefiö 9-11 MW gufu sem svarar til 3-4 MW inn á raforkukerfiö, þar sem 6-7 MW af gufu fara i töp og eigin- notkun af fyrstu gufu inn á vél- ina. 011 viöbótargufa skilar sér til raforkuöflunar svo til aö fullu úr þvi, og þar aö auki verulegur hluti af fyrstu töpum þegar auk- iö gufumagn veröur fyrir hendi. Gert er ráö fyrir aö bora 5 hol- ur á komandi sumri. Veriö er aö vinna aö staösetningu borhol- anna. Miöaö viö hinn takmark- aöa árangur af borunum 1976 má ætla aö þær geti gefiö a.m.k. 10-20 MW til viöbótar þeim, sem nú eru boraöar. Gufuveita Samkvæmt timaáætlun er nú gert ráö fyrir aö tengingu holu 6 veröi lokiö um mánaöarmótin febrúar-marz, holu 7, 9 og 11 1. viku I marz og holu 10 i april. Af framansögöu og þegar at- hugaöar eru allar aöstæöur, má, aö dómi Orkustofnunar, draga eftirfarandi fram: A. „Ljóster nú þegar, aö árang- ur vinnsluborana 1976 er lak- ari en vonir stóöu til, bæöi varöandi magn tiltækrar gufu og gæöi hennar (gasinnihald, tæringaráhrif á gufukerfi). Heildarniöurstööur boran- anna liggja þó enn ekki fyrir, þar eö mælingum er ekki lok- iö á tveimur siöustu holunum sem boraöar voru. B. Talið er fullvist aö tæringar- áhrifin og gasinnihald guf- unnar orsakist af eldsumbrot- um viö Kröflu. Vinnuhópur sérfræöinga starfar nú aö þvi aö kanna þau áhrif og finna leiðir til úrbóta. Hugsanlegt er einnig aö eldsumbrotin hafi haft áhrif til rýrnunar á rennsli úr borholum. C. Þaö kom fyrst i ljós við boranirnar 1976 aö áhrif um- brotanna urðu svo viðtæk á fyrirhuguöu borsvæöi, sem raun ber vitni. Þetta vinnslu- svæði er hins vegar aöeins hluti af jarðhitasvæöinu við Kröflu. Ekki var unnt að segja fyrir um hversu viðtæk eöa varanleg áhrifin yrðu, enda ekki viö sambærilega reynslu annars staðar aö styöjast. D. Um þaö veröur ekki sagt aö svo stöddu hversu stórt þaö svæöi er, sem áhrif umbrot- anna ná til, hvort þau nái til jarðhitasvæðisins alls eöa þess hluta einungis, sem bor- að var i á siöasta sumri. Or þessu verður ekki skoriö nema meö frekari borunum. E. Ekki er heldur unnt aö segja um þaö á þessu stigi máls hve lengi muni gæta þeirra áhrifa eldsumbrotanna á vinnslu- eiginleika, sem i ljós komu á þeim hluta jarðhitasvæðisins viö Kröflu þar sem boraö var 1976. Allar tölur um slikt, sem fram hafa komiö i fjölmiölum undanfariö veröa aö skoöast sem persónulegt mat viðkom- andi. Reynslan ein getur skoriö úr um þetta atriöi. F. Ætla má, aö áhrif eldsum- brotanna viö Kröflu veröi fremur til að tefja gufuöflun til virkjunarinnar og gera hana dýrari en aö tefla henni i tvísýnu til frambúðar. G. Viö þessar aöstæöur telur Orkustofnun rétt aö gera eftirfarandi: G.l. Halda áfram nú á þessu ári vinnsluborunum i þvi skyni aö afla meiri gufu handa Kröfluvirkjun. Veriö er aö athuga hvar ráðlegast sé að halda borunum áfram. Ýmsir kostir koma þar til álita og þarf aö bera þá sam- an. Aö þvl veröur unniö nú á næstunni. G.2. Halda áfram fram- kvæmdum viö stöövarhús og gufuveitu aö þvi marki sem nauösynlegt er til að geta komið stöðinni I gang meö þeirri gufu sem nú er tiltæk. Fyrst yröi stööin rekin I til- raunarekstri meöan ýmis- konar prófanir færu fram og byrjunarörðuleikar i sjálfum rekstrinum væru yfirunnir. Er þýöingarmikiö aö geta notaö timann I þvl skyni meö- an unnið er að frekari gufuöfl- un, svo aö ekki veröi frátafir af þeim sökum þegar hún er fengin.” Verkefni Kröf lunefndar Stöövarhússbyggingu er nú langt til lokið. Rétt er aö taka fram aö þrátt fyrir þaö landris og landsig, sem átt hefur sér staö á Leirhnjúkssvæðinu hafa engar skemmdir eba sprungur oröiö á stöðvarhúsinu, enda hef- ur hæöarmunur suður og noröurenda hússins, sem er um 70 m langt, aldrei orðið meiri en 1 cm. Vinnu viö kæliturna, niöursetningu véla- og raf- búnaöar svo og tengivirki er langt komið vegna fyrri véla- samstæðu. Aætlaö er að þeim verkþátt- um sem nauðsynlegir eru vegna gangsetningar fyrri vélar veröi lokiö 31. marz. Gangsetning véla meö álagi gæti þá orðið um miöjan april. Verkefni Rafmagns- veitna ríkisins. Lagningu háspennulínu frá Kröfluvirkjun til Akureyrar mun væntanlega ljúka um mánaðamótin febr.-marz. Gerð tengivirkis á Akureyri er nær- fellt lokiö. Hægt verður aö taka llnuna I notkun I byrjun marz. Kostnaður. Skv. bráðabirgðayfirliti nem- ur kostnaður við Kröfluvirkjun i árslok 1976 eftirfarandi: Framkvæmdir á vegum Kröflu- nefndar 4.552 Framkvæmdir á vegum Orku- stofnunar Boranir 931 Gufuveita 400 1.331 Háspennulina Krafla — Akureyri 530 Samtals 6.413 Aætlað til framkvæmda ’77. Kröflunefnd 688 Orkust. boranir, gufu- veita 662 Háspennulína 30 1.380 7.793 Staða verksins Viö könnun á verkstööu fram- kvæmda er augljóst aö megin- hluti kostnaöar fram aö gang- setningu fyrri vélasamstæöu er vinnulaun um 2ja mánaöa skeið, til aö nýta árangur borana, sem lokið var, á árinu 1976. Viðbótarfjárfesting til nýting- ar á fyrri vélasamstæðu til raf- orkuöflunar er fyrst og fremst tengd gufuöflun á árinu 1977 og allur árangur slíkrar fjárfest- ingar skilar sér þvi I auknum af- köstum fyrri vélasamstæöu til raforkusölu og þar meö til nýt- ingar heildarfjárfestingar Kröfluvirkjunar. A þaö skal bent, aö hér er um brautryðjendastarf að ræöa viö virkjun háhitasvæöa landsins, til raforkuframleiðslu. Sam- bærilegar aðstæður með tilliti til áhrifa gosvirkni hafa ekki kom- ið fram annars staöar i heimin- um. Miðað við stööu verksins og þá reynslu, sem nú þegar hefur fengist viö þessa virkjun og hinn mikla orkuskort á Norðurlandi svo og þaö fjármagn, sem nú þegar er búið aö binda, væri óraunhæft að fresta fram- kvæmdum um óákveöinn tima. Ennfremur gæti slikt haft i för með sér ófyrirséðar afleiöingar og gæti stöbvaö um lnga framtið þframkvæmdir til nýtingar á jarðgufu háhitasvæöa landsins til orkuöflunar. Niðurstöður 1. Haldiö verði áfram nú á þessu ári vinnsluborunum til áframhaldandi gufuöflunar fyrir Kröfluvirkjun. 2. Haldið verði áfram fram- kvæmdum viö stöövarhús og gufuveitu aö þvl marki, sem nauðsynlegt er til þess aö geta tekið fyrri vélasam- stæðu stöðvarinnar i notkun. 3. Lokið verði viö lagningu háspennullnu frá Kröflu- virkjun til Akureyrar. Verðlagsráð ákveður verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum: Fulltrúar A fundi yfimefndar Verölags- ráös sjávarútvegsins i gær var ákveöiö eftirfarandi: Verð á úrgangsloðnu frá frysti- húsum skal vera þaö sama og verö á loönu til bræðslu sam- kvæmt tilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins nr. 2/1977 er ákveðiö fyrir hvern bátsfarm samkvæmt teknum sýnum. Viö afhendingu árgangsloönu frá frystihúsum skal gæta þess vand- lega, aö hráefniö, sem til verk- smiöju gengur, sé sjó- og vatns- fritt svo sem frekast er kostur og ekki blandaö ööru efni en loðnu. Sé um óeðlilegt vatnsmagn — eöa magn annars efnis en loönu — aö ræöa i innvegnu magni úrgangs- loðnu skal vigtunarmaöur geta kaupenda mótmæla harðlega þess á vigtarnótu og mæla til frá- dráttar vegnu magni allt aö 15%. Mat þetta gildir, sem afhent magn. Rlsi ágreiningur um þetta mat skal kveðja til matsmann frá Fram leiðslueftirliti sjávarafuröa og gildir úrskuröur hans. Gildistimi er hinn sami og á veröi loönu til bræöslu samkvæmt tilkynningu nr. 2/1977. Veröákvöröun þessi var tekin af oddamanni og fulltrúum selj- enda i yfirnefndinni gegn atkvæö- um fulltrúa kaupenda, en i nefnd- inni áttu sæti: ólafur Davlös- son, sem var oddamaður nefndarinnar, Ingólfur Ingólfsson og Páll Guömundsson af hálfu seljenda og Guömundur Kr. Jóns- son og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Fulltrúar kaupenda geröu svo- fellda grein fyrir atkvæbi sinu. Kaupendur láta bóka, aö þeir átelja harölega þessa verö- akvöröun þar sem ekkert tillit er tekiö tilþess, aö úrgangsloðna frá frystihúsum er sannanlega mun afuröarýrara hráefni en loðna, sem landaö er beint úr bát til verksmiöju, þar sem afuröa- mesta loönan (hrygnan) er skilin frá til frystingar. Þá rýrir meö- ferö á loönunni I frystihúsi mjög gildi hennar tilbræöslu , minnk- ar afköst verksmiöjanna og hækkar vinnslukostnaö þeirra. Þá benda kaupendur einnig á, aö mjög takmarkaöur fjöldi verk- smiðja tekur viö megin magninu af úrgangsloönunni og mismunar þaö afkomu verksmiðjanna meira en hægt er aö sætta sig viö. A.S.B. félag afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkurbúðum Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 20.30 að Freyjugötu 27. Dagskrá: Félagsmál. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.