Alþýðublaðið - 11.02.1977, Blaðsíða 14
14LISTIR/MENNING
Föstudagur 11. febrúar 1977
ffis?
Nýr Kaldbakur
kominn út
- fréttabréf vestfirzkra
náttúruverndarmanna
Myndina teiknaöi Jökuli Jakobsson Igestabók vöröunnar á Kaldbak
áriö 1956, en hann var þá viö störf á vegum Landmælinga tslands á
Vestfjöröum. Siguröur I. Magnússon teiknaöi myndina eftir
frumritinu, þannig aö prenta mætti hana I blaöiö.
KALDBAKUR nefnist frétta-
bréf Vestfirzkra náttúruverndar-
samtaka (VN) og er nýlega kom-
iö út bréf fyrir árin 1975 og 1976.
Ritiö er hiö vandaöasta aö allri
gerö og má meöal efnis telja
grein eftir Þórö Jónsson á Látr-
um sem nefnist „Litazt um i
Rauöasandshreppi”. Þá er birt-
ur pistill eftir Jökul Jakobsson
rithöfund, sem tekinn var úr
vöröunni á Kaldbak f V-lsa-
fjaröarsýslu. Jökull skrifaöi pistil
áriö 1956, en þá var hann á ferö á
vegum Landmælinga Islands.
Pistill Jökuls hefst á þessum
oröum:
,,Landmælingar Islands eru
enn á feröinni. Þann áttunda júli
1956 gekk I.F. Hansen ásamt
þeim er þetta ritar, Jökli Jakobs-
syni á Kaldbak. Komum viö til
Þingeyrar sjötta júlí meö
danska Grænlandsfarinu m.b.
Tycho Brahe frá Vatneyri, en
þangaö höföum viö komiö nóttina
áöur frá Stálfjalli (Skaröabrún),
þar sem viö höföum legiö i þrjá
sólarhringa viö mælingar. Enn-
fremur höföum viö mælt á Kistu-
felli, Brunnahæö og Látraheiöi i
bliöskaparveöri og ágætu
skyggni.”
Þá er i KALDBAKI birt leiöar-
lýsing frá Hesteyri til Vestur-
Aöalvikur eftir Jón Magnússon.
Geta má og viðtals viö Björn
Ólafsson verkfræöing, sem
starfað hefur sem umdæmisverk-
fræöingur Vegageröar ríkisins á
Vestfjöröum s.l. 3 ár. Segir i
KALDBAKI aö Vegageröin hafi
löngum legiö undir gagnrýni fyrir
jarörask og spjöll á náttúru
landsins. S.l. ár hafi samvinna
náttúruverndarsamtaka og vega-
geröarinnar sifellt aukizt og hafi
Náttúruverndarráö nú trúnaöar-
mann i hverjum landsfjóröungi,
sem eigi aö fylgjast meö hvers-
konar framkvæmdum Vega-
geröarinnar. Viötaliö viö Björn
fjallar um viöleitni Vegageröar-
manna til þess aö rækta upp sár i
landinu, sem óhjákvæmilega
koma viö vegageröarfram-
kvæmdir.
KALDBAKUR birtir athyglis-
veröa grein um hvali, eftir Árna
Sigurösson.en hún er skrifuö sem
ritgerð i haffræöi viö Menntaskól-
ann á tsafiröi á siöasta vetri.
Höfundur segir i greininni, aö
fram fari gegndarlaus rányrkja á
hvalastofnunum i heimshöfunum
og aö sérfræöingar segi i dag aö
veröi veiöi á nokkrum tegundum
hvala svo sem búrhval, sæhval og
langreyði ekki hætti innan 5-6 ára
horfi viö algjörri útrýmingu þess-
ara dýra. „Þaö er öruggt aö rann-
sóknir veröa stórauknar á næstu
árum til aö hægt sé aö sýna fram
á þaö svart á hvitu, að algjörrar
friðunar er þörf. Einnig veröur aö
beita mórölskum áróöri á al-
menning og vekja hann til um-
hugsunar um það aö veriö er aö
útrýma algjörlega stærstu spen-
dýrategundum jaröar. Útrýming
hvalsins er þvi enn eitt dæmiö um
þaö aö maöurinn kann ekki sin
takmörk.”
N áttúruv er ndar málin
ofarlega á baugi
1 tiikynningu frá Vestfirzku
náttúruverndarsamtökunum seg-
ir, aö náttúruverndarmál séu nú
ofarlegar á baugi en nokkru sinni
fyrr. Til þess aö verulegur
árangur megi veröa af störfum
áhugamannafélaga um náttúru-
vernd sé nauösynlegt aö sem
flestir taki virkan þátt i starfi
þeirra.
Félagagjald i VN fyrir yfirsta-
ndandi ár er kr. 1.000, en
stuöningsgjald kr. 5.000. Menn
geta sótt um aöild bréfleiöis til
Láru G. Oddsdóttur, Sundstræti
24, tsafirði. —ARH
Kór Verzlunarskólansáæfingu. Mynd Jóhann K. Jóhannsson
Nemendamót Verzlunarskólans:
KÓR SKÓLANS FLYTUR
FJÖLBREYTTA DAGSKRÁ
- undir stjórn Birgis Hrafnssonar
Árlegt nemendamót
Verzlunarskólans i
Reykjavík verður hald-
ið 16. febrúar næstkom-
andi. Mótið hefst með
skemmtun kvöldið i
Austurbæjarbiói en á
eftir verður stiginn
dans i Þórscafé.
Á skemmtuninni
koma fram nemendur
skólans með ýmiss
konar skemmtiatriði,
og kór Verzlunarskól-
ans flytur nokkur lög,
undir stjórn Birgis
Hrafnssonar. Undirleik
annast hljómsveitin
Celcius.
A efnisskrá kórsins er aö
finna lög eftir hina ýmsu höf-
unda íslenzka og erlenda. Eftir-
farandi lög veröa flutt, væntan-
lega I sömu röö:
Music — Sky King
Darling of the party — Pete
Solly
Hard to be alone — Jóhann G.
Jóhannsson
Living thing — Jeff Lynn.,,
hljómsv. E.L.O.
Love your mother — höfundur
óþekktur
Days passed me by — Birgir
Hrafnsson
Manitoba — Gunnar Þórðarson,
samið I tilefni þjóðhátiöarinnar
1974
Casanova Jones — Magnús Þór
Sigmundsson og Barry Rolph.
Kórinn skipa um fimmtlu
manns, allt nemendur Verzl-
unarskólans. Æfingar hafa
staðiö yfir siöan i október, og
hefur siðustu daga veriö æft aö
nóttu jafnt sem degi.
—AB
Skák
Umsjón: Svavar Guðni Svavarsson
Stuttar skákir frá
Olympíumótinu:
Hvltt: Feller (Luxemborg)
svart: Magnús Sólmundarson.
1 sænska skáktimaritinu Schack
nýtt segir aö Magnús hafi strax
farið út úr „teóriunni” í fjóröa
leik eöa réttara sagt yfirgefiö
byrjanabækurnar svo Feller
varö aö spila lagiö án þess aö
hafa nótur, enda fór hann hrika-
lega út af laginu. 1. e4, c6 2. Rc3,
d5. 3. Df3, dxe4. 4. Rxe4, Rf6. 5.
Rxf6+, gxf6. 6. Bc4, Rd7. 7. Dh5,
10. — Hxg2. 11. fxe5, Dxe5+, 12.
Kfl, Hg4. 13. Df2, Hf4, 14. Rf3,
Bh3+ Hvltur gaf.
Skák og dáleiðsla.
Endur fyrir löngu var þaö aö
einn skákmaöur átti aö tefla viö
Tal og til þess aö verjast hinu
magnþrungna augnatilliti hans
mætti hann meö dökk sólgler-
augu.Seinna brast sú hjátrú aö
Tal dáleiddi andstæðinga sina.
Nú er samt kominn færeyskur
skákmaöur, sem hefur sýnt þaö
aö á einhvern hátt er eins og
mótherjar hans blindist gjör-
samlega. Þetta er Færeyingur-
inn Midfjord, hann átti styztu
skákina i Nizza á sínum tima,
þar hafði hann hvitt á móti
Scharf frá Monaco. 1. e4, e5. 2.
Rf3, Rc6. 3. Bc4, Be7. 4. d4,
exd4. 5. c3, dxc3. 6. Dd5 og
svartur gaf. Uppgjöfin er nýj-
ung i þessari stööu. Áöur fyrr
var leikið áhyggjuláust 6. —,
Rh6. 7. Bxh6, 0-0. 8. Bcl, Rb4. 9.
Ddl, c2! Þetta er mjög góö
Staöa hjá svörtum, en ýmis önn-
ur afbrigöi eru lika góö fyrir
svartan I þessari stööu. Nú átti
Midf jord aftur sty z.tu skákina I
Haifa i Israel. Hvitt: Campell,
Svart: Midfjord.
1. d4, Rf6. 2. Rf3, g6. 3. Rc3, Bg7.
4. Bf4, d5. 5. Be5, Rc6. 6. Rb5,
Rxe5. 7. dxe5, Rg4. 8. c3, Rxe5.
Hér var þaö er Midfjord virðist
hafa beitt stálbliki sinu á mót-
herjann.
I éhé » M,
A A Á A A & A
H m ...... A
■ A
jjj |H| W
j|g , H / -
A & £ &
a 1§ W Jl S
9. Dd4?? (Dxd5) — Rxf3+ 10.
exf3, Bxd4. 11. cxd4, c6 12. Rc3,
Db6. Hvitur gaf.
Tækni/Vísindi
1. Nasa visindamennirnir hafa
unniö aö rannsóknum á þeim
hæfileika vatnabiómanna aö
hreinsa mengun úr vatni.
í þessari viku: Fljótandi fjársjóður 4.
3. Vatnaplöntur þessar hafa
veriö settar I skuröi og hreinsa
þær straumvatn af kemiskum^
efnum og einnig þungum málm-
um svo sem nikkel, cadmium óg^
merkury.
805-3
2. Þeir komust aö þvi aö plöntur
sem þöktu 1/2 hektara (1 ekru)
tjörn geta hreinsað nægiiegt
vatn til daglegra þarfa 1000
manna byggöar.
4. Hátt gildi járns, potassium og^
magnesium i vatnaplöntunum.
gera þær einnig verömætar til
dýrafóöurs.