Alþýðublaðið - 19.02.1977, Side 7

Alþýðublaðið - 19.02.1977, Side 7
blaoið Laugardagur 19. febrúar 1977 OTLðND 7 Anker Jörgensen: Mesti stjórnmálamaður Danmerkur í dag Leiðandi fyrirtæki á sviói sjónvarps / útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788.19192.19150. Nýtur virðingar bæði innan flokks og utan Þrjá siðustu dagana fyrir kosningarnar i Dan- mörku fékk Anker Jörgensen aðeins fimmtán klukkustunda svefn. Hann sótti að meðaltali tuttugu kosningafundi á dag siðustu vikuna. Samanlagður ræðutimi hans nam rúmum sjö klukkustundum á sólarhring á sama timabili. Vinnutími hans hófst stundvislega klukkan hálf sex á hverjum morgni, og honum lauk um kl. eitt eftir miðnætti. Hann gegndi forsætisráðherraem- bætti sinu gegnum sima úr bifreið sinni, meðan hann ferðaðist milli kjördæmanna. Eins og ofangreint gefur tii kynna, hafði Anker i mörg horn að lita, maðan kosningabaráttan stóð yfir og stuðningsmenn hans og andstæðingar máttu viðurkenna að hann stendur eftir sem dug- legasti stjórnmálamaðurinn t sem þátt tók i baráttunni. ið eftirmann sinn á svo óvenju- legan hátt. Það gekk heldur ekki sérlega vel hjá Anker i upphafi. Hann hélt áfram aö koma fram og meðhöndla málin á sama hátt og hann gerði þegar hann var trúnaðarmaður verkalýðsins og þótti mörgum, sem það væri ekki við hæfi forsætisráðherra. En þegar rlkisstjórn hans varð að segja af sér ári siðar, og vikja úr sæti fyrir borgaralegri rikisstjórn Poul Hartlings, lof- aði enginn Anker fyrir starf það, er hann hafði unnið i stól for- sætisráðherra. En þrátt fyrir veika stöðu hans i stjórnmálum, var ákveð- ið að gefa honum tækifæri, þeg- ar ljóst var, eftir kosningarnar i febrúar 1975, að sósialdemó- kratar yrðu i minni hluta við stjórnarsamstarfiö. Veðjað á réttan mann. Og nú hafði Anker lært leik- reglurnar, og árangurinn varð: forsætisráðherra sem féll fólk- inu i geð. Hann var fljótur að vinna sér virðingu i röðum sinna manna og einnig meðal póli- tiskra andstæðinga. Hann var viðurkenndur heilsteyptur maö- ur, sem stóð fyrir þvi sem hann sagði. Danski prófessorinn, Erling Bjöl, sem er viðurkenndur sem einn af fremstu félags- fræði-sagnfræðingum Evrópu, lýsti Anker svo I viðtali viö Aktuelt: Hann er bezti forsætis- ráðherra, sem landið hefur átt , siðan H.C.Hansen fór með em- bættið. A sumum sviöum álit ég hann betri. Hann er ákaflega heilsteyptur maður, en ekki nógu góður leikari til að geia hagnýtt sér þau tækifæri, sem sjónvarp býður upp á. Þrátt fyrir það, mun það efst I huga manna, sem hafa séö hann, að þar fari maður, sem hægt sé aö treysta. Hilmar Baunsgard, fyrrum forsætisráðherra hefur einnig mikiðálitá Anker Jörgensen: — Hann hefur tileinkað sér um- ræðumáta, sem vekur traust, Hann hefur einnig það til að bera sem þarf, til að leiða til farsælla lykta þær efnahagsum- ræður, sem nauðsynlegar eru til að bjarga Danmörku undan kreppu. Og Baunsgard bætti þvi við, að alls ekki væri útilokaö, að hann myndi ganga til stjórnar- samstarfs við Anker Jörgensen, vegna hinnar jákvæðu afstöðu sinnar til hans. Þýtt.—JSS Litlaus barátta. Það var tvimælalaust mjög dauft yfir þessari kosninga- baráttu. Hvorki dagblöð né kjósendur virðast hafa veitt henni sérstaka athygli. Einung- is Anker Jörgensen tókst að ná fólkinu saman. Alls staðar var troðfullt, þar sem hann kom. Klukkan tiu á sunnudagsmorg- un hópuðust að honum 1000 manns I einstöku kjðrdæmi I Kaupmannahöfn. Vinsældir hans má bezt merkja á þeim orðum, sem hann talaði úr ræðustól á fundinum: — í upphafi kosningabarátt- unnar var sagt, að fólk hópað- ist áfundihjámér, vegnaþess, að Willy Brandt væri I för með mér. Sá orðrómur lognaðist út- af. Þá var sagt, að ég talaði ætið fyrir fullu húsi, vegna þess aö ég hefði með mér hóp góðra reviuleikara. Þessi saga datt einnig upp fyrir. Nú er ekkert á dagskránni, nema ég, og þrátt fyrir það standa um þúsund manns hér fyrir framan mig. Lltið er vitað um framvindu danskra stjórnmála nú, og reyndar ekki fyrr en niðurstöð- ur liggja fyrir. Vinsælasti stjórnmálamaður Danmerkur nú, heitir Anker Jörgensen,og forsætisráðherra, að kosningum loknum, kemur til með að bera sama nafn. Fall er fararheill... v Haustið 1972 tilnefndi Jens Ötto Krag þáverandi formann verkalýðshreyfingarinnar, for- sætisráðherra. Kom sú útnefn- ing mörgum vægast sagt á óvart og menn efuðust mjög um ágæti hennar. Andstæðingarnir fögnuðu þó ákaflega, þvi þeir stóðu I þeirri trú, að þarna hefðu þeir komist I kast við leiðtoga, sem auövelt væri að klekkja á. Flokksmenn áfelldust Krag fyrir að hafa val- Ut og suður um helgina Flugfélag íslands býður upp á Út á land, til dæmis í Sólarkaffið sérstakar helgarferðir allan veturinn fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár- fram undir páska: Ferðina og dvöl á góðum gististað á hagstæðu verði. króki eða þorrablót fyrir austan, til keppni í skák eða í heimsókn til kunningja. Víða er hægt að fara á skíði. Gerið skammdegið skemmtilegt! Leitið upplýsinga hjá skrifstofum og umboðum um land allt. FLUGFÉLAG /SLAJVDS /NNANIANDSFLUG 19.900,-. Suður til Reykjavíkur vilja flestir fara öðru hverju. Nú er það hægt fyrir hóflegt verð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt.hæfi til að gera ferðina ánægjulega. Margir hafa notað helgarferðirnar og kunnað vel að meta. fyrir VIDEOMASTER Verið velkomin í verslun okkar til að sjá og reyna Videomaster sjónvarpsleik- tækið. Það kostar frá kr.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.