Alþýðublaðið - 19.02.1977, Side 16
Japanskir eftirlitsmenn
fylgjast með loðnufryst-
ingunni í Vestmannaeyjum
Rætt við
Hjálmar og
Jakob um
loðnugöngurnar
Blaðið leitaði frétta
hjá fiskifræðingum um
loðnugöngur i ár. Jakob
Jakobsson hafði þetta að
segja:
„Við litum svo á að
loðnan sem fannst útaf
Ingólfshöfða hafi dólað
hefðbundna leið suður
og vestur með landi, en i
fyrra virtist fyrsta
gangan, eða fyrri gang-
an dreifast úti við Hval-
bakssvæðið við hitaskil-
in.”
,,NU tala menn um þrjár
austangöngur loönunnar. Telur
þú að svo sé?”
,,Ja,þaðgætinú veriðútlit fyrir
það, en þó enganveginn vist. Þar
gæti einnig verið um einhverja
dreifingu þó sama gangan sé,
milli framlinu og hala göngunn-
ar.”
„En eru einhverjar ástæður
fyrir þvi að veiðimenn hafi týnt,
að því er viröist göngunni milli
Hvi'tinga og Ingólfshöföa? ”
„Þær gætu nú verið tvær. I
fyrsta lagi er annar háttur á um
loðnuverð. Það fer nú eftir fitu-
magni loðnunnar og þvi reyna
menn að ná henni sem fyrst á
austurmiðum, þvi hún missir
talsverða fitu á suður og vestur-
göngunni. Annað er að veður til
veiða hefur veriö miklu skaplegra
fyrir austan en sunnan.”
Við náðum einnig tali af Hjálm-
ari Vilhjálmssyni,sem er nýkom:
inn úr loðnurannsöknum fyrir
vestan land.
„Erþað svo að skilja, Hjálmar,
aö loðnan sem þið hafið verið aö
rannsaka nú fyrir vestan, sé ann-
ar stofn?
„Nei þettaersami stofnog mun
vera öll úr klaki hér.”
„En loðnan við Grænland?”
„Við vesturströnd Grænlands
er stofn, sem er verulega frá-
brugöinn þeim islenzka, og kem-
ur ekki hér við sögu.
A svæðinu út af Angmagsalik er
einnig loðna, sem virðist ekki
vera flökkustofn, en-staðbundinn
þar, hrygnirþarm.a.Þessi loðna,
sem við höfum verið að rannsaka,
virðist hafa dvalið lengur fyrir
vestan en sú, sem gengur austur
með landi að norðan og svo suður
og vestur með á hrygningarsvæð-
in fyrir Suðurlandi, gætu verið
einskonar eftirlegukindur. Þetta
er alíslenzkur stofn.”
„En ferðast öðruvísi?”
„Já. Hún virðist koma upp
norðan við Vikurál og gen gur s uð-
ur og vestur, trúlega upp með
Kolluálnum. Hún er blönduð sem
sagt bæði hrygningarloðna og
smáloðna. Undir mánaöamót
febr/marz tekur hrygningarloðn-
an að skera sig úr og getur þjapp-
ast saman i veiðanlegar torfur.
Við teljum að hrygning hennar
geti farið fram á s.væðinu^Breiða-
fjörður ,Faxaflói norðanverður,
t.d. Akranesforirnar og út með
Snæfellsnesi að sunnan og loks
fari kvisl suður fyrir Reykjanes.”
„En hvað um stærð og veiðilik-
ur?”
„Undanfarin þrjú ár teljum við
hafa veiðst um 50-100 þús tonn af
þessari kvisl, og liklegt er, að hún
sé heppilegri til frystingar hér á
Faxaflóasvæðinu, heldur en sú
loðna.sem búin er að puöa austur
með landi, suður og svo vestur.”
„Eruð þið nokkuð hræddir um
ofveiði á loðnustofninum?”
„Nei, ekkert bendir til að á þvi
sé nein hætta, og mér sýnist að
spár okkar standist þar um.”
Blaðið hafði samband viö össur
Kristinsson, forstöðumann rann-
sóknarstofufiskiðnaðarinsí Vest-
mannaeyjum og spuröistfyrir um
ástand loðnunnar, sem fannst við
Ingólfshöfða.
Hann hafði þetta að segja:
„Það var verið að landa úr
bátunum sem komu með loðn-
una af Ingólfshöfðasvæðinu, núna
i morgun. Ekki hefur enn unnizt
timi til að fitumæla sýnin, en
niðurstaða af þvi mun liggja fyrir
siðar i' dag.”
„En hvað um frystingu?”
„Um frystingu hefur enn ekki
verið tekin ákvörðun, en það get-
ur ekki liðið á löngu, að hún hefj-
ist, gæti meira að segja orðið úr
þessum förmum, sem nú eru
komnir eöa á leiðinni. Það verður
I öllu falli ekki nema dagaspurs-
mál. Hér kemur lika átumagn til
greina, sem enn hefur ekki verið
rannsakað. Hér eru nú staddir
eftirlitsmenn frá Japan og ég geri
ráðfyrirað samráð verði höfð við
þá um hvenær við hefjum fryst-
inguna”, sagði össur Kristinsson
að lokum.
Norræn kvikmyndavika í haust:
2-3 kvikmyndir frá
hverju Norðurlanda
Verður líklego um mánaðamótin sept.-okt.
Samtök vináttufélaga á
Noröurlöndum munu í
haust gangast fyrir
norrænni kvikmyndaviku
hér á landi. Síðar i mán-
uðinum mun Ingibjörg
Haraldsdóttir fara á veg-
um sambandsins til hinna
Norðurlandannna og
velja kvikmyndir á þessa
hátíð. Norræni
menningarsjóðurinn mun
styrkja þessa fram-
kvæmd með 30 þúsund
dönskum krónum.
Alþýðublaðið hafði í gær
samband við Hjálmar
ólafsson konrektor# en
hann er formaður
Samtaka vináttufélaga á
Norðuriöndum. Hann
staðfesti, að þessi kvik-
myndavika stæði fyrir
dyrum og að stefnt væri
að því að hún færi fram
eigi síðar en um mánaða-
mótin september-októ-
ber.
—Við höfum haftsamband við
kvikmyndastofnanir I Sviþjóð,
Danmörku, Finnlandi og Noregi
ogþær hafa allar tekið vel undir
erindi okkar og boðið okkur að
senda mann til að horfa á kvik-
myndir hjá þeim. Þess vegna
höfum við ráðið Ingibjörgu
Haraldsdóttur til að fara fyrir
okkur i hálfsmánaðaríerð til
þessara landa og á hún að gera
tillögur um myndir fyrir okkur
til sýninga. Auk þess hefur hún
tekið að sér að skrifa um
skandfnaviska kvikmyndagerð i
sýningarskrá. Það má raunar
skjóta þvi hér að að viö höfum
hugsað okkur að gera sýningar-
skrána mjög vel úr garði, þann-
ig að hún verði eiguleg.
Raunar er stefnt aö þvi að
þessi vika verði i lengra lagi,
þar sem við stefnum aö þvi að
hafa inni I henni tvær sýningar-
helgar. Við gerum ráð fyrir að
valdar verði 2-3 myndir frá
hverju landi og þær verða sýnd-
ar á vixl, þrjár sýningar á degi
hverjum, ságöi Hjálmar ólafs-
son að lokum.
Ingibjörg Haraldsdóttír er i
hópi þeirra Islendinga sem bezt
eru menntaðir i kvikmynda-
gerð. Hún lauk mag. art. prófi i
kvikmyndaleikstjórn frá Kvik-
myndaháskólanum I Moskvu
árið 1969, eftir fimm ára nám.
Eftir það fluttist hún til Kúbu og
starfaöi þar I önnur fimm ár
sem aðstoðarleikstjóri I leik-
húsi.
—hm
Hjálmar Ólafsson
LAUGARDAGUR
19. FEBRÚAR 1 977
alþýðu
blaöið
Tekið eftir: Að konur I
Eyfirðingafélaginu
bökuðu fyrir skömmu nær
eitt þúsund laufabrauð.
Þetta góðgæti á siðan aö
snæða á þorrablóti Ey-
firðingafélagsins á Hótel
Borg i kvöld.
o
Tekið eftir: Að fyrir
skömmu gaf Asbjörn
Ólafsson, stórkaupmaður,
1 milljón króna til
Hallgrlmskirkju i
minningu foreldra sinna.
Asbjörn hefur á undan-
fömum árum gefið stór-
gjafir til ýmissa samtaka
og félaga, sem vinna að
mannúðarmálum. Fróðlegt
væri að vita hve mikið As-
björn hefur gefiö, en þær
tölur hljóta að hlaupa á
tugum milljóna.
o
Frétt:
Að margir hafi kviðið
birtingu listans yfir þá sem
sóttu um stöðu fram-
kvæmdastjóra Sölu
varnarliðseigna, en hann
birtist einmitt i blaðinu 1
dag. Margir þeirra sem
sóttu um starfið hafa lagzt
eindregið gegn þvi að list-
inn yröi birtur og eins eru
þeir til, sem hafa krafizt
þess, að nöfn þeirra yröu
strikuð út.
En nú verða sem sagt
flestir þeirra er lögöu inn
umsóknir að una við
úrskurð ráðherra og sjá
nöfn sin á siðum dag-
blaðanna.
o
Heyrt: Að búizt sé við
snörpum og hörðum
umræðum' á Búnaðarþingi,
sem hefst á þriöjudag.
Talið er, að margir vilji
velgja Gunnari Guðbjarts-
syni, formanni Stéttar-
sambands bænda undir
uggum, en hann hefur
komið fram með margar
nútimalegar og gæfulegar
hugmyndir um breytingu á
verðútreikningum. En
sumum bændum þykir
hann ekki hafa veriö nógu
harður i baráttunni Þeir,
sem þekkja Gunnar, telja
hann þó mjög hæfan mann i
því starfi, sem hann
gegnir. En það blæs venju-
lega mest um þá, sem hæst
standa.