Alþýðublaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.05.1977, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 4. maí 1977 Svipmyndir úr feröalögum Alþýöuflokksins Albert Jensen: Þarf Alþýðuflokkuríim að skammast sín? Hugleiðingar um stöðu Alþýðuflokksins í dag Föstudaginn langa er ég i Há- f skólabió sá og heyrði Pólyfónkór- inn og hljómsveit undir stjórn hins mikilhæfa hljómlistar- manns Ingólfs Guðbrandssonar flytja meistaraverk af mikilli innlifun og krafti þá fylltist ég stolti af að vera íslendingur. Þessi stóri hópur af glæsilegu listafólki gerði mér fullkomlega ljóst hvað við eigum mikið af raunverulegu listafólki sem að meirihluta vinnur að listgrein sinni án annars endurgjalds en þess að vera með, ánægjunnar vegna. En maður er ekki jafnstoltur þegar hugsað er til stjórnmála- manna, embættismanna, hag- fræðinga og svokallaðra atvinnu- rekenda. Því siðustu ár hefur þeirra þáttur i þjóðfélaginu verið með slikum einsdæmum að öllum þorra alþýðu á fslandi ofbýður. Það er eins.,og þgssum herrum komi ekki við það ástand sem hef- ur verið að skapast i efnahags- málum okkar. Þeir virðast vera ánægðir ef þeir komast vel af per- sónulega, og iáta alit reka á reiðanum. Allir fréttamiðlar eru uppfullir af hrakspám vegna hinna óhugnanlegu skuldasöfnun- ar erlendis sem er talin vera um hálf milljón á hvert mannsbarn i landinu. Þetta skuldafen er af- leiðing ofstjórnar og óstjórnar ráðamanna i þjóðfélaginu og makalausrar fégræðgi smákóng- anna sem vafalaust skella skuld- inni eins og venjulega beint á launþega, sem þeir I langan tima hafa haft i vasanum og mergsogiö að vild. óstjórn íslenzkra stjórn- mála Þær eru ekki fáar stórstjörn- urnar i stjórnmálum okkar, sem telja lifskjör okkar þau beztu I heimi. En tökum dæmi. t fyrsta lagi er hér vinnuþrælkun og á ég þar við að launþegar vinna tvö- faldan vinnudag, og lika mikiö um helgar og er siðan refsað með auknum sköttum. I öðru lagi, ef Indverjar skulduðu 1/2 milljón i erlendum gjaldeyri á hvert mannsbarn i sinu landi, og þeir peningar hefðu runnið I arðbærar framkvæmdir hjá þeim mundu ráðamenn hér heima vafalaust vilja breyta um viðmiðunaraöila, og taka til dæmis Banglades. Ef til vill er siðara dæmiö lang- sótt, en þegar ég tala um óstjórn á málefnum okkar islendinga þá er sannarlega af nógu að taka. Tök- um nokkur dæmi. Kröfluvirkjun sem ráðist var i að svo til órann- sökuðu máli og kostað hefur þjóð- ina offjár með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hefði sennilega ver- ið hagstæðara þjóðinni ef for- svarsmenn þessa óleiks, hefðu snúið sér að bjórkrám og kleinu- hringjum. Annað dæmi. Þörungavinnslan vestur i Reykhólasveit er dæmi furðulegra mistaka með óheyri- legri fjáreyðslu til litils, enn sem komið er. Þessi mistök verða varla skrifuð á kostnaö stjórn- málamanna, þvi efalaust er fyrir- tækið vel meint og timi til rann- sókna var nógur og raunverulega fékkst á rannsóknartimanum viö- vörun sem hefði átt að nægja til að lengja tima rannsókna og hugsanlega koma i veg fyrir óarðbæra fjárfestingu. Slðan má nefna önniir dæmi: Of hröö og ábýrgðarlaus togara- kaup, aögeröarleysi i fullnaðar- nýtingu sjávarafurða, litinn kraft i markaðsleit, og grunsamlegt tal um sæmd i sambandi við kröfur um greiöslur i skuldum vafinn rikiskassann, fyrir aðstöðu Bandarikjamanna hér, til varnar sinu landi. Þeim finnst meiri sæmd i skuldasúpunni! Aö sjálfsögðu tel ég hér aðeins stærstu liðina, en af nógu er aö taka. Nokkur undanfarin kjör- timabil hafa tslendingar átt fárra kosta völ hvað snertir stjórn- málamenn. Það hefur alltaf kom- ið fram, að ef einhverjir einstak- lingar innan flokkanna hafa ekki veriö leiðitamir á flokksvisu, hef- ur þeim verið útskúfað og þvi er sem er, hópsálir og engin afger- andi stjórnmálamaður I lándinu sem fólkiö ber traust til. Það verður aö taka þvi sem til er og bjarga sér svo hver sem betur getur. Kröfupólitik mennta- manna Nánasta framtið lofar heldur ekki góðu. Ætla mætti að menn horfðu með vonarglætu i augum til Háskólans, þaðan sem kjarni þjóðarinnar i stjórnun ætti að koma. En hvað heyra menn frá nemendum þaðan annaö en óánægju meö kjör sin, hótanir og heimtufrekju sem er svo nán- asarleg að þeir vilja helzt láta færa sér ársmiða i Þjóðleikhúsið um leið og þeim er úthlutað námslánum. Að sjálfsögðu mála ég skrattann á vegginn hvað stú- dentana snertir þvi sem betur fer er fáum þannig farið sem að framan getur, og sjálfselsku- móðurinn hverfur af þeim með auknum þroska, þvi þá sjá þeir hvaðan þeir peningar koma, eða verða aö koma sem þeir krefjast. En oft veröur aö draga upp nokk- uð yfirdrifna mynd svo hægt sé aö sjá hvað átt er við. Stúdentar ætiuðu aö visu að mótmæla þvi óréttlæti sem þjóðin sýndi þeim með þvi að fara I tveggja daga hungurverkfall meö læknum og tilherandi en þeim fannst þaö ekki á sig leggjandi að svo stöddu. Má vera að þeim hafi verið hugsað til Gandis og þeirra málefna sem hann svelti sig fyrir. Vonandi eigum við eftir að fá marga frábæra stjórnendur úr okkar Háskóla, menn sem vilja taka upp merki þeirra sem raun- verulega draga björg i þjóðarbú- ið. Þaö vantar ekki góöa stefnuskrá Yfir 30 ár hef ég verið i Alþýðu- flokknum og séð hann minnka ár frá ári niöur i að vera nánast ekk- ert nema nafnið og má segja I dag, að hann standi sizt undir þvi, vegna þess að almennir launþeg- ar hafa snúið við honum bakinu. Astæðan fyrir hnignun flokksins er fyrst sú, að forystumenn hans hafa ekki verið trúir stefnuskrá hans, en enginn efar ágæti hennar og þar meö, að ef henni hefði ver- ið fylgt væri flokkurinn sá stærsti i landinu i dag og færi ég þau rök til stuðnings þessu áliti minu að fleiri en einn flokkur hefur viljað gera stefnuskrá krata að sinni og sárafáir launþegar fylgja honum. Þeir fáu sem eftir eru i flokknum i dag er gamalt fólk sem man er flokkurinn var þeirra og trúir að hann sé þaö enn, allskonar at- vinnurekendur sem eru ekki nógu sterkir til að hverfa á höfuðbóliö eins og einn góöur borgari kallar ihaldsflokkinn, fólk sem óttast að flokkurinn leysist upp, en telja hann nauðsynlegt jafnvægi, og svo hinn jákvæði hópur sannra jafnaöarmanna, en þar á ég við unga fólkið sem berst gegn aftur- haldinu i flokknum, fyrir endur- reisn Alþýöuflokksins, sem aftur yröi baráttutæki launþega en ekki vopn sérhagsmunahópa til valda og metoröa. Enginn sann- gjarn maður er svo blindur að hann finni ekki og sjái hvað hags- munum Alþýðuflokksins hefur óhugnanlega oft verið ýtt til hliö- ar af mönnum sem hafa tekið eig- in hagsmuni framar. Þaö viröist ofsalegt aðdráttarafl sem seta i rikisstjórn hefur á menn, enda hafa hagsmunir flokksins verið látnir fjúka fyrir minna. Nokkur undanfarin ár hefur margt þekkt Alþýöuflokksfólk yfirgefið flokk- inn vegna stefnuleysis eöa eins og einn úr þessum hóp orðaði þaö: ,,Að þvi er virðist tilgangsleysi flokksins fyrir launþega og reyndar þjóðina i heild nú undan- farin ár veldur þvi að ég sé engu eftir meir en þeim tima sem ég eyddi fyrir flokkinn, þvi honum var augljóslega kastað á glæ.” „Eftir höfðinu dansa limirnir” og sést það vel á Alþyöuflokknum, þvi smæð hans er orsök trúgirni félaganna á forystuna sem hefur látið reka sofanda að feigðarósi. „Margt smátt gerir eitt stórt” og mega menn eins og Benedikt Gröndal vel hafa það i huga þegar þeir vilja láta þjóð sina sem er i botniausum skuldum, hefja smiði nýs þinghúss, þvi sannarlega má nota það gamla enn um sinn. Stefán Jónsson orðaði það vel er hann sagði gamla alþingishúsið „hæfa vel skynsemi og sæmd þingmanna”. Það færi betur að Benedikt mótmælti smiði forn- minja meðan ekki eru til pening- ar fyrir sliku. Forysta Benedikts lofar góðu Þó ég hafi hér stiklað á nokkr- um staðreyndum sem öllum raunverulega eru ljósar og af mörgu sliku sé að taka þá er ég sannfærður um að með breyttri forystu að nokkru og ákveönum yfirlýsingum um stuöning við launafólk og haröri baráttu viö þá hópa i þjóðfélaginu sem vilja óréttlátan launamismun mundi Alþýöuflokkurinn auka fylgi sitt að nokkru leyti i næstu kosning- um og ef hann héldi stefnu sinni næsta kjörtimabil meö traustum forsvarsmönnum sem þjóðin sæi að mark væri takandi á, þá væri flokknum örugglega borgiö og fylgi hans mundi aukast hratt og örugglega. Að sjálfsögöu verður flokkurinn að taka upp geysiharða stefnu gegn afturhaldsöflum i liki fé- gráöugra einstaklinga og félaga sem eru bókstaflega að kollkeyra þjóðfélagið með þeirri kúgun sem þeir hafa lagt á launafóik. Misskipting tekna er eitt af þeim vandamálum sem Alþýðu- flokkurinn má ekki taka á meö silkihönskum. Benedikt Gröndal hefur nú um skeið haldið uppi nokkuð ákveðinni stefnu gagn- vart öðrum flokkum og hefur mér fundist hann óvenju ákveðinn i málflutningi sinum og sýnst meira það sem hann segir, og er það óvenjulegt um stjórnmála- menn, og lofar góðu fyrir Alþýðu- flokkinn. A undanförnum árum hefur Benedikt sagt margt gott i ræðu og riti, en það er eins og það hangi allt i lausu lofti vegna þess meðal annars hve flokkur sá sem hann er málsvari fyrir er smár og þar af leiöandi valdalitill. Ég hef fundið þaö aö Benedikt á enn stuðning visan innan flokksins til forystustarf og óska ég honum góös gengis i framtiðinni og fylgir óskinni sú von að hann taki upp haröa baráttu fyrir sjómenn og verkafólk sérstaklega og svo að hinni ágætu stefnu jafnaðar- manna verði fylgt, en sérhags- munahópar látnir vikja. Leyfum einstaka mönnum heldur að yfir- gefa flokkinn en hafa óheillavæn- leg áhrif. Þeir málaflokkar sem efst eru á baugi og skipta mestu máli, verða að fá forgang hjá flokknum. Ég vil að sinni aöeins nefna tvo, en það eru i fyrsta lagi eins mikil friðun og vernd fiskistofna við landiö og mögulegt er og alger fyrir útlendingum, og i ööru lagi að reyna aö koma i veg fyrir verkföll nú og alltaf. Flokkurinn á að reyna að koma vitinu fyrir báða aðila, með þvi einu verður ekkert verkfall, og efnahagsbati sennilegri. Albert Jensen

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.